Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Blaðsíða 6
Kirkjur á Islandi voru flest- ar nauðalíkar ásýndum ut- an frá allt ,fram á siðari hluta 19. aldar. Lágreistar og yfir- lætislausar torfkirkjur en geð- þekkar og aðlaðandi og ósjald an aðdáunarverðar sakir þess hve þær voru snilldarlega hlaðnar og fallega grónar. Inn an dyra var tilbreytnin miklu meiri, því að búnaður allur var ærið misjafn eftir auðlegð kirknanna. Margar þeirra geymdu mikil listaverk, sem oft voru sárgrætilega lágt metin, þegar erlendir menn — og stöku innlendir — tóku að fala þau fyrir peninga út í hönd. En til allrar hamingju var miklu bjargað á þjóðminjasafn ið að lokum. Timburkirkjur ruddu sér til rúms á efstu tugum siðustu ald ar. Er undravert hve fátækir söfnuðir um land allt hafa jafnan verið fúsir fyrr og síð- ar til endurbygginga kirkna, svo oft og mikið sem tómlæti þeirra um trúmál er á orði haft. Sumir kirkjubændur sýndu mikinn stórhug og rausn i þess um málum. 'Þingeyrakirkja er þar gleggsta og skýrasta dæm- ið. Líku máli gilti um ýmsa presta, sem voru staðarhaldar- Kirkjan á Silfrastöðuni í Skagafirði, seni í aðalatriðuni er byggð á sama hátt og Auðkiiliikirkja. Uússnesk kirkja al’ gerð, sem mjög var al- geng þar í landi. Skyldleikinn við Auðkúlu- kirkju leynir sér ekki. ar, þ.e.a.s. höfðu umsjón með kirkjunum, sem voru opinber eign. Fleirum en mér mun hafa orðið starsýnna á tvær timb- urkirkjur en allan þorra ann- arra þeirrar gerðar. iÞær stinga svo í stúf við algengt bygg- ingarlag. Þetta eru kirkjurn- ar á Auðkúlu i Svínadal og Silfrastaðakirkja í Blönduhlíð. Minna þær á tvíburasystur, þótt Auðkúlukirkja sé nokkru stærri og skartmeiri. Báð- ar standa á afar veðurnæmum stöðum og mun það hafa vald- ið miklu um valið á byggingar laginu. Auðkúlukirkja er ívið eldri og með öruggri vissu fyr- irmynd hinnar. Séra Stefán M. Jónsson vígð- ist að Bergsstöðum 1876 og þjónaði því prestakalli til 1885. Þar stoð hann að bygg- ingu nýrrar kirkju, sem vígð var 1883. Hún var gerð úr til- höggnum viði, sem ætlaður hafði verið í verzlunarhús á Sauðárkróki, og var óvenju björt og breið. Fyrir nokkrum árum hlaut hún prýðilega við- gerð. Árið 1885 fékk séra Stefán Auðkúlu, en þar var þá hrör- leg torfkirkja. Átti hann frum- kvæðið að því að hafizt væri þar handa um smíði nýrrar kirkju, eins og fyrr á Bergs- stöðum. Hann var maður smekk vís og listelskur og réð gerð kirkjunnar eins og síðar verð- ur vikið að. En ásamt bygg- ingarleyfi var sótt um þrjár undanþágur frá almenn- um venjum: Að leyft yrði að flytja mætti kirkjustæðið úr halla í kirkju- garði á hærri stað, þar sem grynnra væri að grafa fyrir grunni. Að dyr mættu vísa til aust- urs vegna veðráttufars, þar sem vestanátt væri með fádæm um hörð oft og einatt. Að' enginn predikunarstóll þyrfti að vera i kirkjunni, vegna smæðar hennar og fá- tæktar safnaðarins. Farið var að þessum tilmæl- um. Kirkjan var reist 1894. Kirkjan á Auðkúlu. Sérkenni- legt byggingarlag kirkjunnar sést vel & myndinni. Yfirsmiður var Þorsteinn Sig- urðsson, sem kallaður var kirkjusihiður. Hann stóð einn- ig fyrir smíði kirkjunnar á Silfrastöðum. — Friðrik Magnússon, faðir séra Friðriks stofnanda K.F.U.M., Björn Stefánsson og Hjálmar Gísla- son unnu líka að kirkjubygg- ingunni. Notaður var viður úr gömlu kirkjunni eins og föng voru á, en afgangurinn seldur fyrir kr. 30. Kostnaður við kirkjubygg- inguna reyndist samtals kr. 2221.99. Er þá ófrádregin ein króna og 26 aurar, sem prófast- ur sagði oftalda við endurskoð un. Hér fer á eftir: AFSKKIFT af lýsingu á nýbyggðri kirkju á Auðkúlu í Húnavatns prófastsdæmi, gerð af séra Hjörleifi prófasti Einarssyni á Undomfelli, 8. okt. 1894. „Kirkja á Auðkúlu byggð sumarið 1894, er úr timbri á grundvelli, hlöðnum úr grjóti, og stendur fyrir sunnan og austan bæinn með 8 strendu lagi, og eru hliðarfletir 6 áln- ir og gafl og hornfletir 4 áln- ir á lengd. Að lengd er húsið milli stafna að innanmáli 11% alin en á breidd 9 álnir. Á húsinu eru 6 gluggar, sinn á hverjum kanti, hver með 8 rúð um stórum og þremur þrihyrnt um á efri hluta. Kirkjan er klædd með plægðum strikuðum borðum (lárétt) og undir þakskeggi liggja kýldir listar allt í kring, en niður frá þeim gengur breið ur listi ofan á efsta borð klæðningarinnar, og eru söguð lauf í hann allt í kring. — Dyr eru á austurgafli með gerekt- um og kýldum listum, 4 álnir á hæð og 1 alin á breidd. Fyrir þeim eru tvennar hurð- ir: hinar ytri vængjahurð- ir með tilheyrandi hengslum og tvílæstri skrá og handfangi, en innri hurðin í einu lagi með handfangi að innan og framan. Fyrir dyrum er rið til kirkju með grindum beggja vegna með fimm renndum pílárum hvoru megin og neðan undir flat ur trépallur. — Grunnurinn er kalkaður. Þak er 8 strent að neðan og dregst saman upp undir turn- pall, sem gengur upp úr miðj- unni — klætt með heilum borð um og þar yfir pappaþak. — Upp af hverju horni kirkjunn- ar ganga stangir jafnháar mænl; en mjókka uppeftir og eru neðantil á hverri stöng 4 lauf, en á hverri kúlu situr rennd kúla gul að lit og þar upp af hvítur renndur kross. Stangimar eru hvítmálaðar. Neðri hluti turhsins er 4 strend ur stöpull, er gengur ofan milli sperra hússins og er á honum halifleytt 8 hliðað þak, og listi með laufaskurði undir þak- skeggi hans. Upp af stöplin- um kemur svo sjálfur turninn, 8 kantaður og hvílir á 8 strend- ingum og er op milli þeirra. Opin eru sperrumynduð efst og Framhald á bls. 15.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.