Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1973, Blaðsíða 7
lDakkrís og lausnargjald Smásaga eftir Sigurgeir Jónsson úr Eyjum — Sjá þig rœfiiliim þirrn! — Þessi orð voru næst- um eins snepjuleg og noröangusturinn, sem stóð þvert á igötuna gegnum húsasundið. — Aumingi, — gall við aftur. I>rengurinn leit upp mjóslegnu andliti meo sultar- dropa hangandi á nefi. Honum var 'kalt og hanin var enn með soðningarbragðið uppi í sér frá því í hádeg- inu. Það var ómerkileg soðning, hálfköld með hálf- storknaðri tólgarbrækju útá. Þetta var alit svona kalt og ómerkilegt, vegna þess að hamn hafði verið að snudda í krabbaleit ofan I klöppum og gáði ekki að tímanum. Svo fékk hann snuprur að vanda hjá móður sinmi, ekki nóg með að hann kæmi heim renn- blautur og óhreinn, heldur líka rétt fyrir eitt og hún átti að mæta í vinnunni klukkan eitt, slfraði hún með símum gamalkunna armæðutón. Drengurinn þekkti þennan tón svo vel, að hann var hættur að kippa sér upp við hann, heldur skellti í sig ókraesi- legri soðningumni og fór svo út á ný. En tónninn, i orðumum, sem Ibeint var til hans núna, var ekkert armæðulegur. Hann var illskeyttur, hryss ingsílegur, sóttur langt niður í einhverja ólýsanlega viðurstyggð sálarlífs talandans. Þú ert djöfulsins skithæll eins og hann pabbi þinn. — Drengurinn kyngdi og aftur þrengdi soðningar- bragðið sér eftir bragðtaugunum og upp í heilabúið. Merkileg þessi soðning dag eftir dag og alltaf með sama þráabragðinu, kannski var það af viðbitinu. Hann vissi ósköp vel, að það þýddi ekki neitt að reila við móður sína um annað en soðningu í svang- inn, annað var ekki að hafa, og sifrutónninn sagði, að engir peningar væru til fyrir kjötmeti hverdags, nóg að éta kjötflús á sunnudögum. En strákarnir á Bakkastignúm átu ekki soðnimgu nema þeim sjálfum þóknaðist, sögðust grýta fiskinum í hausinn á kell- ingunni og heimta mat. Hann hafði sjálfur séð þá hlaupa í sjoppuna í hádeginu og troða í sig puflsum og malti. En það hafði ekkert upp á sig fyrir hann að fara að grýta fiski í hana móður sína, hann hefði ekki annað út úr því en löðrung og hungur, eða þá skítuga soðningu upp úr gólfinu. Nei, þá var betra að éta hana mótmælalaust. — Helvítis ræfill og skíthæll —, var enn áréttað hinum megin við bárujámsplötumar, sem einu sinni höfðu borið hið virðulega heiti 'girðing. Og nú leit drengurinn upp. Sá, sem röddina átti, var annar Bakkastígsbræðranna, sá eldri. 1 þeim yngri heyrðist ekki af skiljamlegum ástæðum, hann var með talfærin full, ekki af pulsum og maltöli í þetta sinn, heldur af prinspólói og átti því óhægt um vik að taka þátt í spakmælaflutningi eldri bróð- urins. Drengurinn horfði vatnsbláum augum á þessa tvo félaga sina, sem þó voru engir félagar hans. Þeir voru báðir stærri en hann og sömuleiðis sterkari, sá yngri iika, þótt þeir, hann og drengurinn vœru jafn- aldrar. Þeir bræður höfðu oft lumibrað á honum, ýmist báðir saman eða sinn í hvoru lagi, sagzt ætla að pína úr honum skitinn, ef hann yirði ekki úti með aurana, sem hún mamma hans lúrði á. En hann vissi mætavel, að hún mamma hans lúrði ekki á neinum peningum, svo að lausnargjald hafðist ekki út úr því. En þrátt fyrir skrámurnar og marblettina svíaði það svolítið að vera einn í hópi þeirra, sem var kraf- izt lausnargjalds fyrir, jafnvel þótt maður ætti sjálf- ur að stela því frá sinni eigin móður. Aðeins einu sinni minntist hamn þess, að þeir Bakkastígsbræður hefðu verið skemmtilegir félagar, svo skemmtilegir, að hann fékk að vera foringi í ■heilan dag. Það var daginn eftir að pabbi hans kom úr siglingunni, daginn sem hann var ríkastur allra stráka i bænum, með fulla dós af maskintossi og alla vasa troðna af enskum sleikjubrjóstsykri. Þann dag voru margir vinir hans, ekki bara þeir Bakkastigs- bræður, heldur einnig klíkan af Heimagötunni og tveir eða þrír ofam af bæjum. Það var góður dagur, því það er alltaf gaman að eiga marga vini. Og pabbi átti lika marga vini þennan dag. Svona margir höfðu aldrei komið í heimsókn, svo drengurinn myndi. Og mamma var alltaf að hella upp á og bjóða kaffi, en það var eins og gestirnir hefðu ósköp litla flyst á kaffinu. Samt sátu þeir áfram og engum leidd- ist og allir voru glaðir og enginn var þyrstur, jafn- vel þótt enginn vildi kaffi. Svo var farið að syngja og svo var farið að rífast og loks var slegizt og eldhúsborðið fór um koll með öllu, sem á því var og kaffikannan datt lika á gólfið og það kvamaðist úr henni. Þá fór mamma að öskra og hrópa og það þótti drengnum asnailegt. Gestumum fannst það víst líka asnalegt, því að þeir sögðu henni að halda kjafti og slógust áfram. En pabbi sagði ekkert og slóst ekkert, því að hann var sofnaður. Og það þótti drengnum skrýtið, að hann skyldi sofa, þegar gestir voru í heimsókn. En svo hættu þeir að slást og þá fór dreng- urinn út að hitta félaga sína. En seinna um daginn sá hann, að löggan kom og hirti nokkra gestina upp í bílinn, en hann stóð ofar í götunni með félögum sínum og horfði; og þeir bruddu enskan sleikjubrjóst- sykur af beztu lyst. Bn gestimir voru ekki með neinn brjóstsykur. Þeir voru 'lika hættir að synigja. Og ekki slógust þeir heldur, en einhver ósköp af ljótum munnsöfnuði heyrðist frá þeim, þegar þeim var stungið inn í bílinn. Svo rann bíllinn af stað og hvarf, og síðustu brjóstsykursmolamir hurfu upp í Heimagötuklíkuná um svipað leyti og þá stóð þetta allt á endum, að félagarnir hurfu líka einn af öðrurn. Svona er tilveran, aflflt hverfur þegar minnst varir. Meira að segja virtist soðningin hafa igufað eitthvað upp í loftið um kvöldið, þegair hann kom inn, ef nokkuð hafði þá verið soðið. En það voru margar litflar tómar flöskur með skrautlegum miðum út um allt gólfið i eldhúsinu og ein stóð meira að segja hálffull á eldavélarhorninu. Hann heyrði hroturnar í föður sínum inn af eldhúsinu, og svo vaknaði syst- ir hans, svo að móðir hans gat ekki sofið. Hann fann ekkert ætilegt það kvöldið, svo hann drakk það sem eftir var i litlu flöskunni á eldavélinni. Það var volgt, en hreint ekki svo afleitt bragð af því. Hann lagði ekki í að fara vestur i bæ til ömmu sinnar að sníkja sér matarbita, hún var svo geð- vond á kvöldin, að sá biti var of dýru verði keypt- ur. Svo hann klæddi sig úr peysunni og fleygði sér upp í bæl'ið sitt í eldhúskróknum. Teppið hans var blautt, einhver hafði hellt ofan á það, og það var vond lykt af því, en það þýddi ekki að fárast yfir því, svo hlyti það líka að þorna bráðlega. Hann mundi, hvað það var kalt morguninn eftir, þegar hann vaknaði, og olíustybba af eldavélinni. Faðir hans hraut ennþá, en móðir hans sífraði yfir bilaðri eldavélinni. Svo vaknaði faðir hans rétt und- ir hádegi og var í vondu skapi. Það var móðir hans líka. Og nú komu engir gestir eins og daginn áður. Drengurinn fékk heldur enga gesti. Þann daginn áttu þeir feðgarnir það sameiginlegt að eiga enga félaga lengur. Svo fór faðir hans út eftir soðninguna og drengurinn horfði á eftir honum niður sundið. Hann sagðist ætla oní bát og vildi ekki 'lofa honum með. Móðir hans sagði, að það héngi eitthvað annað á spýtunni. Drengurinn vonaði ekki. Það voru líka allar litlu flöskumar með skrautlegu miðunum tóm- ar og komnar út í tunnu. — Er kallinn risinn upp úr fyliiríinu? — gali við handan bárujámsins. Drengurinn fékk ónotastimg fyr- ir brjóstið. Það vissu allir í nágrenninu, að faðir hans hafði ekki msett i beituskúrinn siðustu vikuna. Við orð var haft, að hann yrði rekinn af ibátnum og líkast til fengi hann hvergi pláss. Og það vissí dreng- urinn að var slæmt. — Ha-, hann fór að vinna I morgun —, stamaði hann út úr sér og það var líka satt. Faðir hans hafði staulazt fram úr rúminu í morgun, formæflandi þvi Framhald á bls. 15. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.