Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.11.1973, Síða 8
Til þessa hafa skriSjöklarnir við Hvítárvatn verið að hopa. En nú gæti veriS að framskriS þeirra hæfist á ný. Ljósm. Hjálmar R. BárSarson. James D. Havs ER ÍSÖLD AÐ HEFJAST? Sá grunur veðurfræðinga, að vetur kólni stöðugt, er nú orðinn að vissu Landlægur snjór á Baffinseyju hefuraukizt undanfarin 30 ár. íshellan, sem sækir að íslandi á vetrum, stækkar og er orðin stórhættu- leg sjófarendum. Beltisdýrin, sem áður sóttu norður til mið- vesturríkja Bandaríkjanna, eru nú á hröðum flótta til Texas og Oklahoma. Uppskerubrestur í Sovétríkjunum verður æ tíðari. Þetta eru aðeins fáein dæmi um þá almennu kólnun, sem mælingar veðurathugana- stöðva um víða veröld sýna. En fari svo sem horfir, er von á verra. Ef draga má dóm af fortíðinni getur kólnað svo í lofti, áður en mjög langt líður, að geysimiklir jöklar hylji alla Norður-Ameríku suður að Long Island. Þykkt þessara jökla gæti skipt kílómetrum. Slík jökulsókn varð síðast á ísöld hinni meiri og linnti henni fyrir 17.000 árum, en þá var ísinn horfinn af miðlægum breiddargráðum heim til póla sinna og eftir aðeins smájöklar á fjöllum. Nú eru íshellurnar á Suðurskautinu og Grænlandi einu leifarnar af þessu fargi. Jafnframt því sem ísinn bráðn- aði' volgnaði jörðin stöðugt þangað til einhvern tíma milli 3000 og 5000 f. Kr. Þá hefur loftslag sennilega verið hlýrra en það er nú og hlýrra en það hafði verið undanfarin 100.000 ár. Þessi blíða stóð þó ekki lengi Það fór að kólna á ný og kólnaði nú jafnt og þétt fram á 9. öld f.Kr. eða þar um bil. Þá skipti enn um og tók að hlýna, sem t.d. má sjá á því, að vínrækt stóð með miklum blóma í Englandi frá því um árið 1000 e.Kr. og fram á 13. öld. Víkingarnir höfðu sem sé betra og hlýrra ferðaveður en við nú og skyldi það ekki hafa átt einhvern þátt I sigurvinn- ingum þeirra. Á þessu hlý- viðrisskeiði blómstraði að sjálf- sögðu akuryrkja. En einnig kristinn dómur, sem færði út veldi sitt norður og austur á bóginn, og aldrei hefur yerið byggt meir af dómkirkjum og klaustrum en þá. En á ofanverðri fimmtándu öld fór aftur að kólna, og fór þv! fram þar til á nltjándu öld. Þetta skeið hefur verið nefnt ísöld hin minni. Það var allkalt, þótt hvergi nálgaðist meirihátt- ar ísöld. Jöklar sóttu fram og ís rak um heimskautshöfin svo ekki hafði meiri orðið frá því á seinustu ísöld hinni meiri. Þessi loftslagsbreyting hafði mikil áhrif á mannlíf. Mörgum virðist hafa sézt yfir áhrif ísaldar hinnar minni; hún hefur horfið í skuggann af skelfingum Svarta dauða. S!ð- ustu áratugir sextándu aldar og sú sautjánda voru að líkindum kaldasta skeið ísaldar þessarar. Síðasta bráðahallæri í Stóra- Bretlandi varð eftir 1690. Þá hafði uppskera brugðizt í átta ár samfleytt í Skotlandi og mannfækkun af þessu varð jafnmikil og orðið hafði af Svarta dauða. Nærri má geta hversu þetta hefur leikið þá, sem eftir lifðu, og hafa Skotar þá trúlega ekki átt annars úr- kosta en bindast Englend- ingum. En það var líka kalt á Eng- lendingum þessar fjórar aldir. Fram á sextándu öld var fátítt, að Thamesá legði, en á þeirri öld og tveimur hinum næstu lagði hana margoft. Sem dæmi má nefna veturinn 1683—84 í tíð Karls II. Þá var áin geng á ísum svo vikum skipti hvað eft ir annað. Á nítjándu öld lagði Thames aðeins einu sinni, en það var af breytingum, sem gerðar voru á árbökkunum, og af volgum lækjum úr iðnbólum borgarinnar, fremur en mildara loftslagi. Isöld hin minni hafði llka nokkur áhrif á Islandi; þar tók fyrir korngróður, sem land- námsmenn höfðu komið upp. Þekking okkar á loftslagi allt fram á 18. öld, þegar Fahren- heit endurbætti hitamælinn, styðst að mestu við veðurlýs- ingar í dagbókum og frásögn- um af stórviðburðum. Frá þar- næstu 150 árum eru til hita- skýrslur um Vestur-Evrópu og einnig um Norður-Ameríku frá síðari hluta þess tímabils. í lok síðustu aldar voru veðurathug- unarstöðvar orðnar svo al- gengar um heim allan, að skýrslur þeirra gefa alláreiðan- lega vísbendingu um stefnu loftslagsbreytinga á jörðu. Þessar veðurskýrslur sýna svo ekki verður um villzt, hve- nær ísöld hinni minni lýkur á nítjándu öld, en þá fer að hlýna og hlýnar stöðugt þar til um 1940. En þá skipaðist enn veður í lofti, og nú er Ijóst orðið, að veður fer ört kóln- andi. Það er þegar orðið ámóta og var um 1920 og engin merki um breytingu til batn- aðar, nema síðursé. Áhrifa þessarar kólnunar mun mest gæta ! tempruðu beltunum, en sízt í hitabeltinu. Ekki mun aðeins kólna jafnt og þétt ! tempruðu beltunum, held ur má einnig búast við fleiri „afbrigðilega köldum" árum, þ.e. árum með miklum vor- og haustkuldum. Og loks mun verða stormasamara. Þannig styttist enn sprettutlmi korns- ins á sléttunum ! Kanada og rússnesku steppunum og mátti það þó sízt við því. Hins vegar er sykurreyrnum á Kúbu og bananaekrunum í Guate- mala engin hætta búin, enda mundu þau Ifklega spjara sig þótt ísöld gengi yfir norður- hvelið. Það eru hin miklu iðnvæddu kornlönd, sem mestum breyt- ingum eru undirorpin. Þau lönd, sem mest flytja út af korni (aðallega hveiti), eru Bandaríkin, Kanada, Argentina og Ástralfa, og þau eru öll í tempruðu beltunum. Fjöldi annarra ríkja, einkum Kína og Sovétríkin, reiðir sig á þennan útflutning. Ýmsir visindamenn, svo sem tékkneski veðurfræðingurinn Jiri Kukla, telja, að við eigum meiriháttar ísöld yfir höfðum okkar. Þeir benda m.a. á það, að fyrri hlýviðrisskeið milli ís- alda — álíka hlý og það sem nú stendur yfir — voru sjaldn- ast lengri en 10.000 ár. „Okkar" skeið hefur þegar staðið yfir i 1 0.000 ár. Og hliti það sömu lögum og hin fyrri, og mönnum takist ekki með brambolti sinu að breyta þeim lögum, er því nú brátt lokið. Setjum nú svo, að slík um- skipti í veðurfari séu í nánd. En menn eru ekki á eitt sáttir um það, hversu lengi þau muni vara. Nýfundin merki benda til þess, að breytingin taki skemmri tima en áður var talið. Af korni, sem fannst í mómýr- um Makedóníu í Grikklandi, má sjá, að varla hafa liðið nema nokkur hundruð ár, frá því þar stóðu skógar á hlý- viðrisskeiði, og þar til allt var komið undir klaka. Svipaður

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.