Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1974, Blaðsíða 7
Þeir munu sjá um áframhald efnahagsundursins. Un{»ir. ein- kennisklæddir Japasiir í mennta- skóla. ur uppíþig. Það tekursumanokk urn tíma að venjast sushi, en bragðast flestum geysivel að lok- um. Japani, sem dvalið hefði er- lendis, léti það verða sitt fyrsta verk við heimkomuna að b'orða sushi. Ekki fyri' en hann hef'ur bragðað það. finnst honum liann alkominn heim. Sumar sushi- sjoþpur einhæfa sig í ,,fugu“, sem eru ýmsar tegundir baneitraðrá fiska, sem hreinsa þarf mjög vandlega áður en óhætt er að néyta þeirra. Þessi veitingahús þurfa sérstakt leyfi og eru undir ströngu eftirliti. Þó er ekki langt sfðan eigandi fugu-veitingahúss framdi sjálfsmorð, eftir að einn viðskiptavina hans lézt vegna illa útbúins fugu-fisks. Aðrir mjög frægir japanskir réttir eru sukiyaki og tempura. Ég reyni þó ekki að útskýra mat- reiðsluna á þeim, enda vart pylsu- fær sjálfur, en báðir eru réttir þessir mjög ljúffengir. Og úr því komið er út í pylsurnar, þá má geta þess, að þar sem búast mætti við pylsuvagni í öðrum stórborg- um, hefur í japönskum borgum verið komið upp „ramen" vögn- um, sem Japanir þyrpast í kring- um, einkum að nóttu til eftir stffa drykkju. Ramen er einsskon- ar súpa með hveitipípum, kiyddi og kjötbitum úti f, sem gera þenn- an rétt einkar saðsaman. Kondon og Coca Cora. - Japanir í Japan tala eingöngu japönsku. Sú hugmynd hefur lætt sér inn hjá mörgum, að þeir geti almennt tjáð sig á ensku. ett það er algjör undantekning. Þö er enska sk.vldufag allt frá barna- skóla, en áherzla er nær eingöngu lögð á ritað mál. Enda er oft auð- •veldara að gera sig skiljanlegan með því að skrifa setninguna á blað en að segja hana. Þess er líka að gæta, að Japanir eru hæverskir og háttvísir menn og því ekkert málglaðir yfirleitt. en við lengri kunningsskap liðkast furðanlega um málbeinið. Japanskan er auk þess þaðeinstætt mál, að þaðkost- ar algjöra umbyltingu, jafnvel í hugsunarhæfti. að ná valdi á öðru máli. Eg fékk að sækja nokkra enskutfma i japönsku mennta skóla. Eins og yfirleitt tíðkast voru bekkirnir ekki blandaðir, stelpur sér og strákar sér. Nem- endurnir voru ísvörtum einkenn- isbúningum með gylltum hnöpp- um, stelpurnar f hnésíðum pils- um, en strákarnir í víðum buxna- hölkum með derhúfur og minntu helzt á hjálpræðishermenn. I stof- unni 'voru borðin aðskilin til að hindra kjaftagang hjá nemendun- um. Kennarinn kom inn og allir Það er ekki verið að fremja rán, heldur er starfsfólk vöru- hússins að liðka sig í upphafi vinnudags. Á hverjum morgni eru hvatningarorð lesin yfir starfsfólkinu, söng- ur fyrirtækisins sunginn og leikfimisæfingar gerðar. Kabuki dansar upphófust snemma á 17. öld, þegar ungar stúlkur tóku að dansa opinberlega til styrktar söfn- uði sínum. Gleðikonur tóku fljótt að líkja eftir þessum dönsum og breyttu það mik- ið, að stjórnin hneykslaðist og útilokaði konum þátttöku ! Kabuki. Árangurinn var sá að nú tóku ungir fagrir svein- ar við hlutverki gleðikvenn- ana og hvorki minnkuðu vin- sældirnar né batnaði siðferð- ið við það, þó síður væri. Aftur tók stjórnin fram i og nú var eldri mönnum einum heimiluð þátttaka í Kabuki. Þeir settu upp andlitsgrímur og hárkollur til að falla inn í öll hlutverkin og á þann hátt fara Kabuki sýningar enn ! dag. stóðu upp. Kennslan hófst með yfirheyrsluaðferðinni, og nem- endurnir voru látnir standa upp til aðsvara. Ef þeirvoru seinirtil, merkti kennarinn mínus við og lét nemandann standa kyrran um stund. Það er kannski ekki óeðli- legt, að J.apanir séu stirðir í ensku, því sjálfur var kennarinn höktandi í málinu, þótt vafalaust kynni hann allar orðabækur utan að. Að Japanir eiga erfitt með að læra erlend mál sýnirgleggst hve þeirra eigið mál er sérstætt í öjl- um grundvallaratriðum. Sum hljöð geta þeir heldur alls ekki borið fram. Þeir segja því ,,b“ í stað „v“ og „s“ í stað „th". Þannig geta flestir þakkað fyrir sig á út- lenzkunni og sagt hreyknir: „Sttnk jú“. Algengasta vanda- málið skapast þó með „1", það geta þeir ömögulega borið fram öðru vísi en ,.r“. Þvf fljúga þeir til Kondon og drekka Coea C.ora og á salernishurðum slendur stundum með rómönskum stöfum „Toiret". Erægust er þö sagan um jap- anska - stjórnmálamanninn, sem var á ferðalagi f Bandaríkjunum. Blaðakona spurði hann: „How oft- en doyou have eleetions?" Stjórn- málamanninum virtist all brugð- ið, en svaraði þó hikandi: „I ... I ha ve ereetions twice a day.“ Fíflið konan mfn. -* Já, japanskan er furðulegt mál og engu lfk, jafnvel ekki kin- versku, þótt Japanir noti hin kín- versku tákn „Kanji“. Af því út- flúri kann meðal Japani um 20.000 afbrigði, en heildarfjöld- inn er sennilegast óteljandi. ,,Kanji“ er hvítum mönnum ill- lærandi hrafnaspark. Ég veit um útlendinga, sem hafa búið fjölda ára í Japan og geta talað japönsku reiprennandi, en orð á blaði geta þeir ekki lesið. En útlendingum til nokkurrar uppörvunar hafa Japanir að auki tvöönnur stafróf, Katakana og Hiragana. I báðum þessum stafrófum felast allflest hljöð japönskunnar. Katakana er auðlærðast og nauðsynlegt að læra það. því með því rita þeir öll erlend orð og þar á meðal nafnið þitt. Þetta stafróf er einnig notað í símskeytum og á ritvélum. Að vísu eru til ritvélar með kín- versku táknunum, en þær minna öllu meira á prentsmiðju. Latneskt letur er líka kennt, en lítið notað. Margir Japanir eru því lengi að stafa sig frarn úr nafninu sínu. ef þú biður þá um að skrifa það með latnesku letri, enda mörg japönsk hljóð illskrif- andi með okkar letri. Bækurnar og blöðin eru lesin aftur á bak og línurnar, sem eru lóðréttai>lesnar frá hægri til vinstri. Ekki eru málfræðin og orða- forðinn síður frábrugðin. Eitt af þvf erfiðasta f japönskunni er t.d. að læra að telja, því menn eru ekki taldir á sama hátt og hundar og hundar ekki á sama hátt og hestar o.s.frv. Það erú allt að þyf eins mai-gar leiðir til að telja og hlutirnir eru fjölbre'yttir. sem þú vilt kasta tölu á. „Eg“ er hægt að segja á allt að þvf hundrað vegu. Það éru mismunandi ,.ég“ fyrir menn og konur, unga og gamla, borgarfólk og sveitafölk, meðlimi góðra fjölskvldna og lægra settra fjölsk.vldna. Það skiptir líka máli undir hvaða kringumstæðum þú segir „ég“, hvort þú ert meðal vina. hvort þú ert að ávarpa yfir- menn eða undinnenn o.s.frv. ,.San“ er virðingarheiti, sem skeytt er aftan við föðurnafn þeirra. sem þú talar um, og er Framhald á bls. 8 BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir Charity Beth Coman MYND AF KONU Þetta erein þeirra bóka, sem ég les aftur að minnsta kosti einu sinni á ári. Svo miklar mætur sem ég fékk á henni sautján ára gömul, hefur hún orðið mér kærari eftir því sem ég hef opnast fyrir henni með árunum. Hún er langsamlega besta verk James, að llkindum það vinsælasta og áreiðanlega það mikilsverðasta. í gegnum sögurpersónur svo forkunnar vel gerðar og skýrar, kemur James fram ýmiss konar lífs- speki, sem brýst inn í lífsvið- horf lesandans sjálfs og verða hluti af hans eigin sjálfskoðun og sjálfstjáningu. Isabel Archer er ein mest heillandi kvenhetja bók- menntanna; hún er gáfuð, vel upp alin, fögur og margbrotin í eðli og það er sjálft hið háleita hugarfar hennar, sem leiðir hana i örlagavillu. Tortíming sakleysisins var eitt eftirlætis- stef James, en ,,Mynd af konu" nær lengra en það. Sagan af Isabel nær út fyrir Isabel þó ekki sé fyrir annað en að þar er að finna sögupersónu sem er henni meiri. Ralph Touchett er ef til vill sú karlkyns skáld- sagnapersóna, sem ég hef mestar mætur á — ofur til- finninganæmur, heimspeki- legur á duttlungafullan hátt, hnignandi heilsufar hans gerir HENRY JAMES MÉR ER ávallt nokkur gremja að þvi að sjá Henry James tekinn með í háskólanámskeið í bandarískum bókmenntum. Hann var bandarískur að fæðingu og uppruna, en viðhorf hans og málfar hafa mér alltaf virst gagnbresk. James settist ekki að i Lundúnum fyrr en um þrjátiu og þriggja ára aldur og verk hans fram að þeim tlma eru um Bandarikin, en siðari og mikilvægari rit hans eru skrifuð frá evrópskum sjónarhóli og Bandaríkjamenn i þeim séðir með augum hins veraldarvana heims- borgara. Þótt James yrði fyrir sterkum áhrifum bæði frá Turgenév og George Eliot, eignaðist hann engu að siður sinn eigin leikna stil og einkar einstaklingsbundið viðhorf til skáld- sögunnar. Hann var sannagaður og glöggskyggn listamaður. í verkum hans er hvergi að finna neinn ástriðufullan orðaflaum — þau eru mjög hefluð listaverk, innsæ og þó dásamlega óbundin. Um það hefur verið rætt hvort Henry James hefði orðið betri heimspekingur en bróðir hans William, en ég hef þá trú að James hafi náð til og haft áhrif á fleira fólk gegnum bækur sínar en hann hefði gert með nokkrum heimspekilegum doðranti. Enda þótt James markaði þroska hann aðeins meira aðlaðandi, gefur sjálfskipuðu hlutverki hans sem yfirborðslegs mennta- og listunnanda, aukna spennu og viðkvæmni. Gegnum Ralph þekkjum við og elskum Isabel best, gegnum hann verður okkur að fullu Ijós harmleikur hennar. Gegnum Ralph kynnumst við Gilbert Osmond — óskilgreinanleg- um, veraldarvönum, marg- brotnum og þó svo hræðilega takmörkuðum — og það er vísvitandi fálæti Ralphs, sem varar okkur við hinu rétta eðli frú Merle. Þó eru jafnvel „óþokkar" verksins ekki eingöngu óþokkar. Þeir eru einnig margslungnir og James gerir þá skiljanlega þótt þeir verði ekki geðþekkir. í fyrri hlutanum af „Mynd af konu" er Isabel kynnt og fall hennar undirbúið. Takmarkað dálæti hennar á Ralph og höfnun á Varburton lávarði, hugsjón hennar um sjálfa sig og skilningsleysi hennar á öðrum, allt býr þetta lesandann undir hrapið. En yndisleiki hennar, efnileiki, gáfur og falinn eldmóður, gera það að jafnsárum vonbrigðum fyrir lesandann og fyrir Isabel sjálfa. Síðari hluti „Myndar af konu" er vissulega Ijúfsár. T. St. þýddi sinum ákveðna braut og þróaði vís- vítandi hina sérstæðu gáfu sina, var mat hans á eigin verkum nánast hlægilega rangt. James langaði jafn- mikið til að skrifa leikrit og Hardy langaði til að yrkja Ijóð og leikrit James eru jafnvel enn lélegri en Ijóð Hardys, skáldsögur hans að minnsta kosti jafn ágætar. James hélt þvi fram allt til dauða sins, að leikrit sin væru vanmetin og að einhvern tima yrði viðurkennt að þau næðu til jafns við skáldsögur hans eða jafnvel tækju þeim fram. Leikrit hans eru i reynd óhæf til flutnings án endur- ritunar — hann gerði sér blátt áfram enga grein fyrir leiksviðsvinnu. En skilningur hans á skáldsögunni sem speglun hugar og heims var nýr á hans timum og gild fram á okkar daga. ,, Daisy Miller", „Vængir dúfunnar" og „Mynd af konu" fjalla allar um hagnýtingu veraldarvanrar og úrkynjaðrar Evrópu á amerisku sakleysi með þarafleiðandi hruni þess. Skáldsögur James spönnuðu heilar álfur svo auðveldlega að sam- timamönnum hans þótti furðu gegna. Enginn rithöfundur hafði leyft sér svo heimsmannslegan sjón- hring og fáir hafa öðlast svo glöggt innsæi i huga sögupersóna sinna og þá um leið inn i huga lesendanna. 0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.