Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Blaðsíða 8
Árni Reynisson, fram- kvæmdastjóri Náttúruverndarráðs. r r ::: ;_]R Gísli Sigurðsson ræðir við Arna Rejnisson, framkvæmdastjóra Mttnruverndarráðs, nm þjóðgarðana og vandamálin, sem npp koma, t.d. í Skaítafelli Álitlegur fjöldi landsmanna hefur aldrei fótum stigið i Öræfa- ■sveit; aldrei litið brekkur Skafta- fellsog aðeinsséð hrikaleik skrið- jöklanna á myndum. Við opnun hringvegarins í sumar má með fullri vissu gera ráð fyrir, að æði margir muni beina farkostum sín- um þangað með það fyrir augum að kynnast hinum nýja þjóðgarði í Skaftafelli. Til eru þeir, sem hafa áhyggjur af þeirri flóðbylgju ferðafólks, sem áreiðan- lega skellur á Skaftafelli og nágrenni. En þjóðgarður ber engan veginn nafn með rentu, sé aðgangur að honum takmark- aður, eða jafnvel talið æskilegt að forðast alveg umferð fölks. Það væri hins vegar mjög sofglegt, ef gróðursældin i hh'ðum Skaftafells biði hnekki við þessa veigamiklu breytingu. Hér er úr vöndu að ráða og sá höfuðverkur lendir á Náttúru- verndarráði framar öðrum. Þar ber Árni Reynisson framkvæmda- stjóri hitann og þungann. Þegar fundum okkar bar saman á dög- unum, ræddum við þessi mál, þjóðgarðana almennt og önnur viðkvæmnismál, sem Náttúru- verndarráð verður að hafa af- skipti af. Uppá síðkastið hafa menn heyrt, að tiltekin svæði eigi að verða fólkvangur. En hver er munurinn á fólkvangi og þjóð- garði. Árni svararþví: „Ríkið rekur þjóðgarð og á landið. Sveitarfélög beita sér hins vegar fyrir stofnun fólkvangs og reka liann.. Þar með er ekki sagt, að sveitarfélag þurfi að eiga það land, sem fer undir fólkvang. Það getur verið í eigu þess eða ein- stakra manna. Bæði þjöðgarðar og fólkvangar eru opnir almenn- ingi, en munurinn sá, að fólk- vangar eru fyrst og fremst í nánd við þéttbýli, samanber Bláfjalla- og Heiðmerkursvæðin hér við Reykjavfk. Þjóðgarður þarf ekki að vera neinstaðar nærri þéttbýli; staðarvalið helgast af einhverjum c Magnúsarfoss i gilinu i Skaftafelli er aðeins eitt af mörgu, sem fyrir augu ber í Skaftafellsþjóðgarði. framúrskarandi landkostum, sem þar eru fyrir hendi.“ „Hvað eru þjóðgarðarnir marg- ir?“ „Þeir eru orðnir þrfr: Þingvell- ir, Skaftafell og Jökulsárgl júfur." „En Haukadalur?“ „Nei, Haukadalur er ekki þjóð- garður. Um Geysi er engin opin- ber tilskipun til, en Geysisnefnd, sem er á vegum menntamálaráðu- neytisins, hefur umsjón með staðnum. Sú ráðstöfun varð til á undan náttúruverndarlögunum frá 1956. Og þótt Þingvellir séu þjóðgarður, heyra þeir ekki undir Náttúruverndarráð, heldur Þing- vallanefnd, samkvæmd sérstök- um lögum frá 1930.“ „En er það meginstefna að halda öllu i upprunalegri og óspilltri mynd innan þjóðgarð- anna, leggja sem minnst af vegum o.sí rv.?“ „Að opna land fyrir almenning táknai- í sjálfu sér breytingu, eins ogönnur fólksfjölgun. Næði rýrn- ar, hætta á skemmdum og óþrifn- aði eykst, og jafnvel það sem gert er lil að auðvelda útivist eins og vegir, brýr, og skilti veldur breyt- ingu frá því sem var. Sumir sækjast eftir einveru og kyrrð, aðrir vilja geta skoð- að náttúruna út um bílglugg- ann. í seinni hópnum eru m.a. fatlaðir og aldraðir, sem taka verður tillit til. Þessi sjónarmið verður að sætta, t.d. með því að skipta þióðgarðinum í svæði. Með nútíma tækni er fljótgert að leggja veginn, en af ýms- um ástæðum er erfiðara að leggja hann af, jafnvel þó óæskilegar af leiðingar komi í ljós. Um þetta þekkjast dæmi hérlend- is og því er stefnan fremur sú að fara sér hægt í vegalagningu.“ „Finnst ykkur, að óæskilegt sé að malbika veg um þjóðgarð?" „Ekki endilega. Malarvegir eða jafnvel lítið eitt niðurgrafnir moldarvegir geta virzt eins og eðlilegur hluli landslagsins. En sú hætta er alltaf fyrir hendi með moldarvegina, að vatn taki að grafa sig niður í þá og‘ gera úr þeim skurði og rof eins og dæmin sanna. Malbikaður vegurþarf ekki að vera til lýta. Það getur verið þungt á metunum að losna við ryk, sem verður af malarvegum í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.