Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1974, Blaðsíða 11
Dettifoss þykir áhrifamikill en ekki beinlínis fagur. Nu er talað um að virkja Jökulsá við fossinn, en enginn hreyfir andmælum gegn því. Líklegt er að annað verði uppi á teningnum, ef fyrirhugað yrði að virkja Hvítá við Gullfoss. skóg og Morsárdal. Erekki ætlun- in að gera ökufært þangað?“ ,,Nei, en í vor verður gerð göngubrú á Morsá vegna þeirra, sem vilja ganga í Bæjarstaðaskóg, að upptökum Skeiðarár, Morsár- jökli, í Kjós og RéttargiL En þess- ir staðir eru það fjarri Skaftafelli og á svo stóru svæði, að tvo daga mundi þurfa til að ganga á þá alla. En það er alls ekki ællunin að gera veg á þessar slóðir. Þegar Skeiðará slær sér ekki austur að Skaftafellsbrekkum, er hægt að aka á jeppa allar götur inn i Mors- BÆKUR OG HÖFUNDAR Eftir CKarity Beth Coman ANTONY TROLLOPE Ég minnist óðara tveggja athugasemda. er mér verður hugsað til Trollope. og voru báðar gerðar af háskólakennurum. Annar sagði: — Til eru Trollope- fylgjendur og Trollopeand- stæðingar. Ég, tilkynnti hann hróðugur, er Trollope-fylgjandi. árdal. Svo vill til, að Skeiðará rennur alveg við brekkuræturnar um þessar mundir og þvi er ófært öllum bílum í Morsárdal. En færi svo að áin breytti sér, á ég ekki von á að greitt yrði fyrir bílakstri á þessar slóðir. Morsárdalur á að verða gönguland. Og gönguland verður hann fyrst og femst með því móti að þar sé óheimilt að aka. Auk þess nýtur fölk landsins bet- ur með því að ganga um það. Spyrja mætti, hversvegna fólk sé ekki látið ráða því sjálft, hvort Hinn kennarinn, sem var kona, gerði þessa skörpu skilgreiningu: — Hafirðu gaman af slúðursög- um, hefirðu gaman af Trollope. Vist og satt. Trollope er slúður- sagan; skemmtileg og saklaus, þar sem hún bitnar eingöngu á hanseigin sköpunarverkum. Á þrjátíu og fimm ára- rithöfundarferli samdi Trollope fimmtiu og fjórar skáldsögur, auk ýmissa leikrita og timaritsgreina. „Fjárhaldsmaðurinn" (The Warden) og „Barchester Turnar", tvær fyrstu skáld- sögurnar í Barset sextett hans, eru frægastar. Trúin sjálf var Trollope of nástæð og þungvæg til að skrifa um i flimtingum. Þvi er i Barsetsögunum óvíða fjallað náið um trúfræðilegar hug- myndir, þótt klerkastéttinni sé vandlega gaumur gefinn. En kirkjupólitik, guðsþjónustur og Trollope-tilbúin afsprengi hinnar ensku biskupakirkju, fá öll sinn skammt af skopi hans og góðlát- legri kerskni. Enda þótt Trollope sé best þekktur fyrir hinar sex sögur sínar frá Barsetshire, sem fjalla að mestu um klerkastéttina. sæk- ir hann yfirleitt ekki söguefni sitt það ekur eða gengur. Það er sjón- armið, sem ugglaust á rétt á sér, en ég álít jákvætt að takmarka eða banna akstur um ýmis svæði sem freistandi er að skoða tilþess að stuðla að því að fólk gangi meira. Ég er heldur ekki i vafa um, að gesturinn nýtur þess bet- ur. Ástæðurnar fyrir þessari á- kvörðun eru raunar fleiri. Til dæmis má nefna, að þarna er mik- il kyrrð, sem framskrið jökulsins rýfur öðru hvoru á áhrifámikinn hátt. Vélagnýr mundi spilla þeirri sérstæðu ánægju." til kirkjunnar manna. Trolope fjallaði af kímni, stundum biturri kímni, um fólk á mörgum sviðum þjóðlifsins, ávallt af sama létt- leika — skarpskyggn, en aldrei djúptækur. Til allrar hamingju reyndi hann sig aldrei við dýpt- ina, hans var að segja léttar sög- ur án boðskapar, á þróttmiklu máli og rikar að meistaralegum persónulýsingum. Henry James lýsti vel gáfu Trollopes sem svo, að hún væri „fullkominn skilningur á hinu venjulega". Árangurinn verður fyrir lesandann ánægja án áreynslu — en hún er sjaldfundin, jafnvel i lesefni. Trollope var sonur fátæks lög- fræðings og bernskan var honum dapurlegur timi bælingar og að- halds. Honum gekk illa nám, hann hætti i skóla til að gerast rikisstarfsmaður, og sem póstaf- greiðslumaður ferðaðist hann viða. Athyglisgáfa hans hlýtur að hafa verið með eindæmum skörp, þvi persónum hans er lýst mjög nákvæmlega i útliti; þær eru yfir- borðskenndar, jafnvel grunnar, en gerðar af sömu ánægjulegu kostgæfni og góðar eirstungur — léttar en þó minnisverðar. „Verður Skaftavell bújörð á- fram?“ „Annar bóndinn þar, Ragnar Stefánsson, verður þjóðgarðs- vörður. Það verður aðalstarf hans. En hann verður rneð nokkr- ar kindur sér til ánægju. Hinn bóndinn, Jakob Guðlaugsson í Bölta, verður að hluta i starfi við umhirðu lands og mannvirkja i þjöðgarðinum. Og hann verður á- fram með nokkurn búskap.“ „Við vitum að bensinið kostar sitt, hvar sem það er selt, en er annars ætlunin að þjónusta verði sem mest ókeypis?" „Það er spurning, hvort rétt sé að láta fólk greiða fyrir tjald- stæði, hreinlætisaðstöðu gæzlu og aðra þjónustu. Enn hefur þetta ekki verið.ákveðið. Ef ég má segja mína skoðun, þá er ég fremur fylgjandi því, að eitthvað sé látið af hendi rakna fyrir þjónustu. Aftur á móti er ég eindregið á móti því að selja aðgang að nátt- úru landsins, eins og tíðkast t.d. á skemmtistöðum, að það kosti til dæmis 100 krónur að sjá Gull- foss.<‘ „Gullfoss já. Mér skilst, að þar sé mikið tilfinningamál i uppsigl- ingu. Hefur hugsanleg virkjun í Hvitá borið á góma hjá Náttúru- vendarráði og hvaða afstöðu tek- ur ráðið tilslíkrar virkjunar?“ „Þau mál sem erfiðast er að vinna að eru þau, sem eru svo einföld i eðli sinu, að allir telja sig hafa vit á þeim. Sum mál krefjast visindalegra rannsókna, sem taka marga mánuði jafnvel ár. En þeg- ar að þvi kemur að taka ákvörðun, gerist það i þröngum hópi manna, sem hafa sett sig inn f málið. Almenningur verður að treysta slikum fulltrúum fyrir að velja skynsamlega leið. En mál sem snerta útlit frægra fossa og fjalla, sem allir þekkja, a.m.k. af mynd- um eru þess eðlis, að taka verður vérulegt mið af áliti almennings. Virkjun i Hvítá er einmitt mál af því tæi, sem ég gæti trúað að yrði erfitt viðfangs, Gullfoss snertir viðkvæman streng i brjóstum landsmanna, hann hef- ur sérstöðu. Virkjunarhugmynd- ir, sem miða við verulega minnk- að vatnsmagn í Dettifossi, Sel- fossi og Hafragilsfossi hafa hins vegar ekki enn mætt neinum mót- bárum. Gullfoss er þekktari, þyk- ir fegurri og trúlega á sagan um Sigriði i Brattholti, sem gekk suð- BARCHESTER TURNAR Þetta er önnur bókin i Barset sextettinum, en á undan var komin ,, Fjárhaldsmaðurinn". Af siðum hennar andar ensku sveitalifi á nitjándij öld: dóm- kirkjubærinn með friðsælu og yndislegu landsiagi og ibúar hans frá biskupnum til verkamannsins. Persónurnar eru hrífandi og svo laust dregnar að þær haldast ferskar og raunverulegar. Þær eru dæmigerðar, en gæddar ein- staklingseinkennum, málaðar léttri hendi hins drátthaga lista- manns. í „Barchester Turnar" rikir engin spenna. Trollope gerir sér að vana að rjúfa sína eigin frá- sögn og tala beint til lesandans, eins og Fielding gerði öld á undan honum. Hann trúir lesandanum fyrir sinu eigin áliti á persónum sinum. Hann aðvarar, afsakarseg ir fyrir um og býr lesandann al- mennt undir það sem koma skal. Afleiðingin er ekki gremja i garð lélegs rithöfundar, sem er barna- lega augljós í uppbyggingu sinni og framreiðslu, heldur hrifning ur til að koma í veg fyrir sölu fossins, sinn þátt i þessu. Þegar svara á þeirri spurningu, hvort breyta eigi vinsælum stað i náttúrunni til að afla „eldiviðar", verðum við að reyna að bera þess- ar vinsældir saman við hagnað- inn. Við tökum mið af alls konar sjónarmiðum, en reynum að sia frá öfgar og misskilning. Undir- staða þess, að hægt sé að styðjast við álit almennings er,að málið sé vel og rétt kynnt. Sjálfir reynum við að vera viðsýnir, taka mið af alhliöa landnýtingarsjónanniðum og bera saman skammvinnan hagnað við langtíma ávinning. Við liggjum undir því ámæli að vera stundum þröngsýnir og öfga- fullir, en það kemur oft úr hörð- ustu átt. Hvað Gullfoss snertir held ég að Náttúruverndarráö sé ekki tilbúið að samþ.vkkja breyt- ingu á honum og verði það seint." „Ég hef að visu ekki sett mig vel inn í þetta Gullfossmál, en mér skilst að hægt sé að veita Farinu austur i Sandá og fá mikið vatnsmagn uppi það sem rennur framhjá. Við sem alizt höfum upp i Biskupstungum, höfum séð Hvit- á í alls konar ástandi og ég get ekki séð að Gullfoss sé neitt fall- egri, þegar mikið er í ánni. En taki Náttúruvetndarráð afstöðu á mpti þessari virkjun, er það þá vegna þess að þið teljið almanna- róm andsnúinn?" „Verðmæti fossins liggur i vin- sældum og hefð, sem erfitt er að mæla í krónum. Alit þeirra sem þekkja Hvítá best.getur haft mik- ilvæg áhrif á ákvarðanatöku. En almenn skoðun er mikilvægasti mælikvarðinn sem við höfum, og það er mikilvægt að mótun henn- ar fari fram á hlutlausan og.við- sýnan hátt.“ „Við hljótum að taka mið af almannarómi. Ætli hin almenna skoðun á málinu sigri ekki að lokum.“ „Ekki er það víst að sú skoðun, sem við köllum almannaróm nú, verði það að fimm árum liðnum. Það fer allt eftir þvi, hvernig leið- andi öfl, þar á meðal Náttúru- verndarráð, túlka málið." „Að sjálfsögðu má deila um, hvort almannarómur hafi alltaf rétt fyrir sér, jafnvel þegar hann sigrar. En spyrja má: Hversvegna Gullfoss nú, þegar svo mikið er til af óvirkjuðu vatnsafli? Hitt er svo Framhald á næstu síðu yfir kunnáttusemi sjónhverfinga- mannsins, sem virðist láta uppi leyndardóma bragða sinna, en hefur þó ávallt yfirhöndina. Af persónunum eru Proudie hjónin flestra eftirlæti. Nýi bisk- upinn og kona hans, sem jafnvel lesandinn hefur í fyrstu skömm á sem aðvifandi valdaræningjum, eru brátt orðin jafn inngrJ.rin þáttur I Barchester og dr. Grantly sjálfur. Frú Proudie jagast og brýtur allt undir sig, en Proudie biskup sættir sig, eftir stutta, vanmáttuga uppreisn við þægi- legt Iff i sælli undirgefni. Obadiah Slope læðupokast gegnum sög- una, jafndæmdur til vanvirðingar i Barchester og Arabin eru ætluð metorð. Eleanor Harding gengur sina hetjulegu tárabraut gegnum misskilning og skilningsleysi til þeirra farsælu leiðarloka sem hún á skilið við hlið mætari förunauts en John Bold i „Fjárhaldsmann- inum". Hún vekur stundum and- vörp, en aldrei verulegar áhyggj- ur. Það er eitt hið ánægjulegasta við Trollope — hann tekur létti- lega á öllum tilfinningum, skilur við lesandann óhrjáðan, lausan allra mála, en skemmti honum aðeinsvelog innilega. T. St. þýddi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.