Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Blaðsíða 8
Um síðustu aldamót, þegar frönsku impressíónistarnir og náttúrustefna í list voru í tízku, birtust myndir Edvards Munchs sem hroll- vekja. List hans var sjúkleg og óheilbrigð, en táknaði merk tímamót og beindi listinni frá París til nýrrar, drungalegrar veraldar. Stulkur á brú Þessa mynd málaði Munch árið 1 899 og er hún i senn fögur og sterk. © Eitt af kunnari verkum Munchs: Dans Kfsins. Myndina má túlka á ýmsa vegu, t.d. hefur því verið hald- ið fram, að Munch hafi hér verið að boða nýja Vargöld — og að maður- inn sé dýr, þrátt fyrir allt. Árið 1889 fékk ungur Norð- maður þá hugmynd, að mála myndaflokk, sem ætti að sýna böl mannsins, hin illu öfl, sem ásæktu hann. Maður þessi hét Edvard Munch, og hann beindi mestum hluta starfskrafta sinna að þessu verki í meira en áratug. Og reyndar hvarf hann aftur sl og æ að þessu viðfangsefni, allt til ævi- loka 1944. „Myndir úr mannlifinu" sýna manninn sem fórnarlamb illra afla — afbrýðisemi, áhyggju, ótta við dauðann, ástríðfullrar ástar, sársauka aðskilnaðar og svo fram- vegis. Þetta var sú tegund ástrlðu- þrunginna og siðferðilegra við- fangsefna, sem evrópskir lista- menn höfðu vart skipt sér af síðan á miðöldum. Myndaflokkur Munchs endurvakti frumstæða viðkvæmni og tilfinningasemi í list Norður-Evrópu og þá sérstak- lega Þýzkalands, þar sem hann málaði míkið af mýndunum þar, en þær kenndir voru I nánari tengsium við harðstjórn og öryggisleysi fyrri alda en hina yfirborðskenndu efnishyggju síðari hluta 19. aldar. Það, sem við ef til vill getum af skiljanlegum ástæðum betur gert okkur grein fyrir nú, er, að Munch var í rauninni að boða okkur komu nýrra myrkra miðalda. Hinar björtu aldir siðmenningar voru að hverfa, og við vorum á leiðinni til baka I nóttina. Enn kann okkur að virð- ast sem myrkrið hafi fyrst og fremst fyllt huga hans. Berklaveiki dró móður hans til dauða, þegar hann var 5 ára og systur hans, þegar hann var 13 ára. Afi hans og önnur systir dóu á geðveikrahæli. Munch lifði undir stöðugum ótta við likamleg og andleg veikindi — og ótta við kvenfólk. Sé litið svo á, að við- fangsefni hans hafi verið þær ógnir og ástríður, sem hrjáðu hans eigin vansælu persónu, er naumast furða, þótt hann liti á manninn sem veru, sem ætti við sálfræðilegt öngþveiti að stríða. List Munchs er list siðfræði- legrar svartsýni. Hún túlkar það, sem hann áleit vera vandamál og jafnvel harmleik hins borgara- lega þjóðfélags nútímans. Og sem slík hafði skoðun hans og álit á nútímamanninum ómótstæðilegt aðdráttarafl fyrir heila kynslóð þýzkra listmálara, en á síðasta áratug 19. aldar bjó Munch I Þýzkalandi. Þessir málarar, sem síðar urðu þekktir sem hinir þýzku expressíónistar, voru sjálf- ir að undirbúa andsvar sitt við efnishyggju 19. aldar. List þeirra einkenndist af afskræmingu forms og lita og af feikilegri til- finningasemi. Þegar myndir Munchs eru skoðaóar, getur það ekki komið neinum á óvart, að hann hafi ver- ið samtimamaður Sigmund Freuds. Meðhöndlun Munchs á þemum eins og til dæmis af- brýðisemi, ótta við konur, sjúk- legum áhyggjum vegna veikinda og kvíða út af hinu og þessu gætu næstum því verið mynd- skreytingar í bókum Freuds. Franski heimspekingurinn Henri Bergson, sem einnig var mjög tor- trygginn á efnishyggjuna, var líka samtímamaður Munchs. Einnig má nefna sænska leikrita- skáldið Strindberg, sem Munch kynntist I Berlín, og síðast en ekki slzt norska skáldið Henrik Ibsen, sem var á hátindi frægðar sinnar, þegar Munch var ungur maður. Það var vissulega ekki um það að ræða, að Munch væri einn um skoðanir sínar á nútímamannin- um og alla vega átti hann andlega bræður marga í heimi bók- menntanna. , Aftur á móti gegndi öð/u máli um listgrein hans sjálfs/Þar var hann miklu meira einmana. Á slðari hluta 19. aldar voru norskir málarar enn fastbundnir reglum náttúrustefnunnar og þeir túlkuðu hið stórfenglega landslag Noregs a.f ást og lotningu, — ef þeir voru þá ekki að mála heintilismyndir I viktoríönskum stíl vammlausrar sjálfsánægju. Sú afstaða og stefna, sem kem- ur fram I list Munchs frá upphafi, að viðfangsefni listarinnar eiga að vera fólk og ástríður þess frem- ur en hægindastólshugleiðingar um náttúruna, hreint og beint hneykslaði norska listskoðendur. Og þýzkir listunnendur hneyksluðust jafnvel enn meir, en þá voru frönsku impressíónistarnir i hátizku í Þýzkalandi, og myndir Munchs voru teknar með valdi af sýningu I Berlín, sem haldin var af frjáls- lyndasta listvinafélaginu þar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.