Lesbók Morgunblaðsins - 29.09.1974, Blaðsíða 9
„Madonna" máluð 1893—94. Samband Munchs
við konur var baeði erfitt og ástrfðufullt. Hann
tilbað konuna og óttaðist hana í senn, en vald
hennar yfir manninum, ástin og afbrýðissemin, eru
þættir, sem hann gerði oft að myndaefni.
Portret af Daniel Jakobsen, prófessor. Hann rak
taugahæli f Höfn og var Munch vistmaður þar.
1892. Þessi ofstopi vakti slíka at-
hygli, að Munch varð frægur á
svipstundu og varð brátt hin
leiðandi stjarna ungra málara í
Þýzkalandi.
Munch hafði búið meira og
minna i París eftir 1889. Þar hafði
hann kynnzt verkum þriggja
málara, sem höfðu varanlegust
áhrif á hann, en þeir voru Henri
de Toulouse-Lautrec, Paul
Gauguin og Vincent Van Gogh, en
hinir tveir síðastnefndu voru þá
enn tiltölulega óþekktir í hinni
frönsku höfuðborg. Van Gogh
varð fyrirmynd Munchs hvað
snertir tilfinningahita í listinni og
hinar ríku geðshræringar og
einnig að því er varðar inni-
lokaðan persónuleika, en að einu
leyti að minnsta kosti var hann
mjög ólíkur Hollendingnum. List
Van Goghs birtist stundum sem
eitthvað geislandi, eitthvað, sem
yfirstígur andlegan sjúkleika, en
list Munchs er alla jafna sjúkieg
og óheilbrigð, gegnsýrð af ótta, af
ófullnægðum þrám og strang-
trúarlegri afstöðu gagnvart synd-
inni.
Mikilleiki Munchs byggist í
rauninni á hinni furðulegu hæfni
hans til að skilja þennan ötta og
þessar sjúklegu tilfinningar og
tjá þær á áhrifaríkan, mynd-
rænan hátt. Þema hans er hin
óræðu og skelfilegu öfl að baki
honum, enda þótt honum takist
einhvern veginn að halda þessum
óræðu öflum í nokkrri fjarlægð
og koma þeim í sannfærandi,
táknrænt form. Og það gerir hann
á þann hátt, að hann er i senn
meðal áhrifamestu og sjúklegustu
listamanna, sem um getur.
„Leið mín hefur alltaf legið
meðfram hyldýpi," sagði hann
eitt sinn. Og við annað tækifæri
sagði hann: „Að mála er fyrir mig
eins og að verða veikur eða
drukkinn. Sjúkleiki, sem ég vil
ekki fá bata af, áfengi, sem ég get
ekki verið án. Æska hans, sem
hann í rauninni óx aldrei upp úr
tilfinningalega séð, hlýtur að eiga
að verulegu leyti sök á andlegum
sjúkleika hans. „í æsku minni,"
sagði hann, fannst mér alltaf ég
vera meðhöndlaður á óréttlátan
hátt, án móður, veikur og með
refsingu helvítis vofandi yfir
höfði mér.“
„Myndir úr lífinu“ voru einmitt
sprottnar úr slíku hugarástandi.
Þær eru samfelld tjáning ofsa-
legrar svartsýni, sem ég held, að
eigi sér enga hliðstæðu í list vorra
tíma né heldur neinn fyrir-
rennara síðan á miðöldum.
Fyrst kallaði Munch mynda-
flokkinn: „Átján myndir úr
nútímalífi sálarinnar". Þeim var
ætlað að vera, sagði hann, „ljóð
um lífið, ástina og dauðann“.
Fyrstu tvær myndirnar, sem hann
tók sér fyrir hendur að mála,
nefndi hann: „Afbrýði" og „Blóð-
sugan“. Næst kom „Öpið“ 1893 og
síðan hin dularfulla og seiðandi
„Röddin". Ári síðar málaði
Munch gleðikonu, sem minnir á
Medúsu, en myndina kallaði hann
einfaldléga „Maríu mey“. Um
aldamótin málaði hann svo hina
stóru mynd „Dans lífisns" — aðal-
mynd myndaflokksins.
Mörg fleiri málverk eru í
myndaflokknum, nú dreifðar, og
auk þess fjöldi tréskurðarmynda
og steinprentana, og má nefna til
dæmis: Blóðuguna, Kossinn,
Hræðslu, Biðsal dauðans,
Aðskilnað, Þunglyndi, Afbrýði
o.s.frv. Yfirleitt finnst mér þessi
verk Munchs höfða meira til min
en olíumálverkin. Ef til vill er það
vegna þess, að þau bera vott um
mikinn hagleik, sem og til-
finningu fyrir efninu, sem oft er
mjög ábótavant í olíumálverkun-
um. Og þessi leikni fagmannsins
gefur myndunum á einhvern hátt
sannan svip harmleiks, mátt til að
snerta skoðandann, en ekki
aðeins að hrella hann.
Næstum allar beztu myndir
Munchs, bæði málverk og grafík,
eru af hinni einföldu boglfnugerð
ásamt með art nouveau, sem var
skreytilist þeirra tíma. Munch og
Toulouse-Lautrec voru hinir
fyrstu meiri háttar listamenn til
að tileinka sér þennan stíl, — en á
hve ólíkan hátt! Lautrec gerði það
í skopmyndum sínum og leikhús-
teikningum til áhrifaauka, en
Munch til að gera geðshræring-
una óganarlegri og þá sérstaklega
til að sameina í einu hljóðfalli
mann og landslag. (Myndin
„Ópið“ er ágætt dæmi um þetta.)
Hér kann hin norska, róman-
tíska hefð að hafa komið honum
að haldi. Fyrir hverjum norskum
landslagsmálara 19. aldar var
landslagið stórfenglegt, en hafði
einnig að geyma ógnun hins
óþekkta: búálfar lágu í leyni og
ískyggilegar verur voru vísar til
að rísa upp af fjörðunum, þegar
rétt stóð á tungli. Það, sem Munch
gerði, var að taka þessa óskáld-
legu og hversdagslegu náttúru-
rómantík og breyta henni í eitt-
Framhald á bls. 10
Munch sá konuna fyrst og fremst
sem kynveru. Hér er ein mynda
hans, þar sem hann fjallar um af-
brýðissemina. Myndin til vinstri:
„Ópið" máluð 1893, liklega
fraagasta verk Edvatds Munch.