Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1975, Blaðsíða 2
 Guörún Egílson rœöir viö ASLAUGU DOTTUR húsmóöur í Hafnarfirði Áslaug Guðbjörnsdóttir á heimili mstmmis'A, sínu og á efri myndinni ásamt börn- ' V Næst knýjum vió dyra í Hafnar- firði og hittum að máli Áslaugu Guðbjörnsdóttur, sem þar býr ásamt eiginmanni sínum, Isólfi Sigurðssyni bankafulltrúa, og tveimur börnum, Sigurði Guðna og Guðbjörgu Rósu. Aslaug er fædd og uppalin í sveit við nokk- urn veginn hefðbundna verka- skiptingu kynjanna, og síðar gekk hún á húsmæðraskóla. — Þá hefði mann varla grunað, að innan nokkurra ára yrðu karlmenn komnir í slíka skóla, — segir hún, — en mér finnst það mikið gleði- efni, eins og allt það sem beinist að auknu jafnrétti kynjanna. En við eigum áreiðanlega langt í Iand ennþá, þjóðfélagið hefur ekki komið nægilega til móts við þarfir kvenna. Félagsleg staða hús- mæðra er fyrir neðan allar hellur, og störf þeirra eru ekki metin sem hver önnur vinna, þrátt fyrir allan orðaflauminn um mikilvægi þeirra. — Hvernig þá? — Til dæmis fá húsmæður eng- in laun fyrir vinnu sína, og engin skattfríðindi eins og giftar konur, sem vinna úti. Þær eru oft mjög ósjálfstæðar fjárhagslega, hafa félagslega vanmáttarkennd og skammast sín fyrir að vera „bara húsmæður“, því að það er oft litið á þær sem annars flokks þegna. Þjóðfélagið kallar á þær út i at- vinnulífið, og almenningsálitið ýt- ir undir þessa þróun, en ef konan lætur undan, á hún yfirleitt ekki völ á öðru en illa launuðum'störf- um, venjulega heilsdags vinnu og þegar heim kemur þarf hún svo að sjá um heimilishaldið. Við það bætist, að geysilegur skortur er á barnaheimilum, og skólatimi barna er slitróttur, þannig að börnin eru oft í reiðileysi. Auðvitað er þetta alls ekki al- gilt. Mörgum tekst að vinna utan heimilis án þess að það skapi vandræði, en það þarf að leysa fjölmörg vandamál, áður en við getum farið að tala um raunhæft jafnrétti, sem ég vona nú að verði einhvern tíma. — Nú hefur þú sjálf unnið úti með heimilishaldi. Hvernig líkaði þér? — Eg vann úti á meðan maðurinn minn var i námi, og hélt því áfram þangað til ég eignaðist seinna barnið, en þá var það eldra tveggja ára. Þetta gekk allt mjög vel, við hjónin hjálpuð- umst að með heimilisverkin, og barnið var í góðum höndum, þannig að ég hafði ekki yfir neinu að kvarta. Hins vegar þótti mér ómetanlegt að geta hætt að vinna og verið með börnunum mlnum, og ég held, að það sé hverri konu hollt að vera sem flestum stundum með börnum sínum á meðan þau eru ung og ósjálf- bjarga. Ég fann það, þegar ég hafði nógan tima til að vera með telpuna á fyrsta ári, að ég hafði farið mikils á mis með að hafa haft drenginn I gæzlu sem ung- barn. Þetta er tími, sem kemur aldrei aftur, og ég held, að sé móðurinni ekki sióur mikils virói en barninu. — En hvað um feðurna? — Yfirleitt held ég, að þeir hafi ekki alveg sömu tilfinningu fyrir börnunum, á meðan þau eru svona lítil, en þó er það engan veginn algilt fremur en annað í mannlegum samskiptum, og eftir því sem þeir annast börnin meira, gagnvart börnunum, og því, að þeir eru ekki aðeins fyrirvinnur, heldur ber þeim að taka þátt í uppeldinu til jafns við móðurina. — Þú hefur valið þér hús- móðurstarfið af frjálsum vilja, en ekki verið knúin til þess að ein- hverjum orsökum. — Nei, nei, ég valdi þetta sjálf. Ég vil vera heima hjá minum börnum á meðan þau eru lítil. Þetta á vel við mig, og þetta er að mörgu leyti mjög gott starf. Maður ræður sínum tima sjálfur, er ekki háður neinni stimpil- klukku, og ef maður er nógu hug- kvæmur og sjálfstæður, er varla hægt að hugsa sér þægilegra lif. Heimilistækin hafa gert það að verkum, að sjálf húsverkin, þeim mun tengdari verða þeir þeim. Samt finnst mér nú að sambandi milli móður og barns hljóti að vera sérlega náið fyrstu mánuðina. Hitt er svo annað mál, að allt þetta tal um móðurskyldur og móðurrétt keyrir út i öfgar. Móðirin og enginn annar á að sjá um barnið, og móðirin og enginn annar hefur réttinn yfir því í langflestum tilfellum. Það þarf eitthvað meira en lítió að vera að móður, ef hún fær ekki umráða- rétt yfir barni við skilnað, og réttarstaða ókvæntra feðra er hörmuleg, þar sem hægt er að ættleiða börn þeirra án þess þeir samþykki. Þessu þarf að breyta, því að við getum ekki hrópað á jafnrétti, á meðan lögin beita karimenn slíku misrétti. Ef rétt- indi þeirra verða aukin, gæti maður ályktað, að þeir gerðu sér betri grein fyrir skyldum sinum þvottar og þess háttar er mjög auðvelt, en hins vegar gefst manni tækifæri til að sinna upp- eldi barnanna, lesa, sauma, föndra og margt og margt fleira. Stundum leiðist mér heima, en ég held, að flest störf séu þannig, að maður fái stundum nóg, til dæmis vélritun eða saumaskapur, alltaf sömu handtökin. Þá er nú lif- rænna og skemmtilegra að um- gangast börn. En ég get ímyndað mér, að það sé fyrst og fremst skortur á félagsskap, sem gerir það aö verkum, að mörgum hús- mæðrum leiðist heima. Heimilin eru lokaðri en áður, og það tíðkast varla núorðið að fólk komi óboðið i heimsókn, þannig að húsmæður sjá oft ekki annað fólk en eigin- mann og börn dögum saman. Auð- vitað er það líka oft hagnaðar- vonin, sem veldur þvi, að margar húsmæður fara út á vinnu-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.