Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1975, Blaðsíða 11
bergmálið af sínu eigin fóta- taki, fumkennd hlaup einhvers, sem elti hann yfir trégólfið i miðasölunni. Blygðunarlaust gaf hann sig nú með öllu óttanum á vald og hljóp, sveitt- ur eins og sært dýr eftir fölum veginum milli tveggja endi- lausra raða draugalegra espi- trjáa. öðrum megin vegarins lá langur beinn skurður, þar sem endalaus röð trjánna speglaðist í. Hann heyrði fótatakið berg- mála að baki sér. Það virtist vinna hægt, en sigandi á hann. Mílufjórðung i burtu sá hann hvítan kofa við veginn, hvitan kofa með tveimur dökkum gluggum og dyrum, sem ein- hvernveginn minntu hann á mannsandlit. Hann hugsaði með sér að ef kæmist hann und- an þangað, fengi hann hæli og öryggi. Létt, miskunnarlaust fóta- takið, sem var bergmál hans eigins, var enn talsvert undan, þegar hann skjögraði með and- köfum inn undir litla for- skyggnið. Hann hristi hurðar- húninn og lagðist á dyrnar. Þær voru læstar. Hvorki dyrabjalla né hurðarhamar voru sjánaleg. Hann barði þvi á hurðina þar til blæddi úr hnúum hans. Svarið var hryllilega lengi að berast. Loks heyrði hann þó þungt fótatak að innan. Hægt færðist það niður iskrandi stiga. Lykli var snúið hægt í skránni. Hávaxin skuggaleg vera með logandi kerti í annarri hendi birtist I dyrunum. Hún hélt þvi þannig að hann gat lítið séð af andliti hennar né öðru sköpu- lagi, en honum til mikillar skelfingar virtist hún þó hafa skýlu vafða fyrir andlitið. Ekkert ræddust þeir við. Veran vísaði honum inn, en læsti síðan hurðinni að baki þeim. Siðan visaði hún honum, þögul sem fyrr, upp hrörlegan stig- ann, en kertisloginn varpaði stórum, afkáralegum skuggum á hvitþvegið loftið og veggina. Þeir gengu inn í herbergi, þar sem bjartur logi brann á arni. A miðju gólfinu stóð litið eikarborð, en sitthvorum megin við það voru tveir hægindastólar. Á borðinu lá slitin bók, bun'din i rautt léreftsband. Svo virtist, sem lengi hefði verið við gestinum búizt og allt fyrirfram undir- búið. Veran benti honum á annan hægindastólinn, lét kertið á borðið við hlið bókarinnar (þvi ekkert ljós var í herberginu að undanskildum arineldinum) en gekk siðan orðalaust út úr her- berginu og læsti dyrunum á eft- ir sér. Mortimer leit á kertið. Það kom honum kunnuglega fyrir sjónir. Lyktin af bráðnandi vax- inu minnti hann á litla her- bergið I gamla húsinu. Skjálf- andi höndum tók hann bókina upp. Hann þekkti hana undir eins, þótt hann væri fyrir löngu búinn að gleyma öllu um sög- una. Hann kannaðist við blek- blettinn á titilsíðunni, en síðan hrökk hann við, þegar hann kom að fimmtugustu blaðsíðu. Hann hafði fest hana niður I bernsku. Teiknibólurnar voru þarna enn — alveg sömu bólurnar og skjálfandi barna- hendur hans höfðu notað fyrir svo óralöngu. Hann fletti upp á byrjuninni. Hann var ákveðinn að lesa nú söguna til enda í þetta skiptið og komast að því, um hvað hún eiginlega fjallaði. Hann fann það á sér, að það stæði þarna prentað, og þó að hann hefði ekki getað skilið það barn að aldri, þá gæti hann það vist örugglega núna. Sagan hét „Næturhraðlestin“ og um leið og hann las fyrstu málsgreinina fór hægt, ógnvæn- lega og óhjákvæmilega að renna upp fyrir honum ljós. Þetta var saga um mann, sem í bernsku hafði rekizt á bók, sem i var mynd, er gerði hann hræddan. Hann hafði vaxið upp og gleymt henni, en kvöld eitt, á eyðilegum brautarpalli, hafði hann sjálfur verið í sömu aðstöðu og á myndinni; hann hafði horft framan í dimma veruna undir Ijósinu, borið kennsl á hana og flúið í skelf- ingu. Hann hafði leitað hælis í kofa við veginn, verið visað inn í herbergi á efri hæð fundið bókina er beið þar og loksins byrjað á að lesa hana til enda. — Og sú bók hét einnig „Næt- urhraðlestin". Og hún fjallaði um mann, sem í bernsku... Og þannig hélt það áfram að eílífu. Honum var engrar undankomu auðið. En þegar sagan nam staðar við kofan við veginn i þriðja sinn, byrjaði dýpri grunur að leit á hann, hægt ógnvekjandi, óhjákvæmilega.— Þótt hanri ætti sér engrar undankomu auðið, gæti hann að minnsta kosti reynt að skilja betur ein- stök smáatriði þessa einkenni- lega hrings, þessa óhugnanlega hjóls, sem hann hreyfðist með. Hann komst ekki að neinu nýju um þau. Þau höfðu verið þarna allan timann,' en hann hafði bara ekki skilið merkingu þeirra. Það var nú allt og sumt. En þessi furðulega og skelfi- lega vera, sem hafði leitt hann upp hrörlegan stigann — hver og hvað var HtJN? Sagan minntist á eitthvað, sem honum hafði yfirsézt. Þessi ókunni gestgjafi hans, sem hafði skotið yfir hann skjóls- húsi, og sem var á hæð við hann sjálfan; gat það verið, — og varð það þessvegna, sem andlit hans var hulið? En um leið og þeirri spurningu skaut upp í huga hans, var lykli snúið I skránni. Hinn ókunni gestfjafi hans gekk inn — færðist í áttina til hans — hann varpaði furðuleg- um skugga á hvíta veggina við flöktandi bjarma kertisins. Hann settist þarna, hinum megin við eldinn og horfði á hann. Og með hræðilega kæru- leysislegri hreyfingu — líkt og kona tæki af sér blækju — lyfti hann höndunum til að fjar- lægja skýluna frá andliti sinu. Mortimer vissi, hverjum það andlit tilheyrði en hvort var það dautt eða lifandi? Hann átti nú aðeins eitt ráð. Mortimer henti sér fram og greip um kverkar kvalarans. En i sama bili var gripið með sama afli um kverkar hans sjálfs. Ekki var hægt að greina í sundur óminn af kæfðum ópum þeirra og þegar síðustu stunurnar dóu út, var kyrrðin í herberginu svo djúp, að vel hefði mátt greina — tifið I gömlu klukkunni og hinar löngu, taktföstu stunur brims- ins við ströndina fyrir þrjátiu og átta árum. En Mortimer hafði að lokum komizt undan. Ef til vill hafði hann, þegar allt kom til alls náð næturhraðlestinni. Þetta var slitin gömul bók, bundin i rautt léreftsband. Steinn Björnsson þýddi Sigurður Guðjónsson Gömul minnivn Það var heita sumarnótt fyr- ir mörgum árum að ungur far- maður drakk vin úr gullnum bikar í fjarlægu landi. Ilann hóf ferð sína á páskadag frá útskögum Islands. Þá geisaði stórhríð og napur vindur blés af hcimskauti. Þeir sigldu enn lengra í norður í átt að ókunnu landi þar sem fólk kann ekki að hlæja og getur ekki grátið. Þeir hrepptu storma og haf- villur á leið sinni. En eftir miklar þrengingar og erfiðar raunir komu þeir loks til hafn- ar f óþekkta landinu. Þar börðu hregg og hriðar utan lágreist bjálkahús sem kúrðu hnípin og dapurleg f dimmum, þéttum skógi sem var þögull eins og tfminn og kaldur eins og eilffðin. En mannlffið streymdi áfram eins og þung elfa, hægt, sígandi og til- breytingarlaust, unz hún sam- einaðist endalausu úthafinu. Svo hafði hver kynslóð troðið sína þjáningastigu. Þannig var það f árdaga og þannig mun það verða þegar hringrás ei- Iffðarinnar hefur aftur náð til upphafs sfns. 1 landi hör- munganna dvöldu þeir f fjörutíu daga og fjörutfu nætur. Og það skein aldrei sól og það blikaði aldrei stjörnur. Fólkið var eins og gráar fjar- lægar vofur og tal þess lét í eyrum þeirra sem djúpar stunur. Sfðan léttu þeir akkerum og sigldu f gegnum þoku og haffs f átt til suð- rænna stranda. Með hverjum degi urðu geislar sólarinnar hlýrri og litir næturhiminsins skærari. Loks reis ævintýralandið úr sæ eins og hvolþak hins eilffa musteris. Þar skyggði aldrei ský á sólu og stjörnurnar voru bjartar eins og blikandi barns- augu. Þar var vfnið sætt sem hunang og konurnar fagrar eins og ófundnar perlur úr djúpu kóralhafi. 1 glæstum höllum hinnar miklu borgar skemmtu þeir sér í dýrindis sölum sem glitruðu og glóðu af silki og skrauti. Og fagrar meyjar með rauðar varir og bylgjandi hrafnsvarta lokka komu svffandi eftir seiðandi hljómfalli strengja og gígju. Ilver stund leið við dans og vfn, kossa og hlátra, faðmlög og ástir. Þetta var fyrirheitna landið sem farmennina hafði dreymt um f rfki hinna dauðu. En eitt kvöld þegar dansinn dunaði sem hæst f ólgandi hafi af hvftum örmum og mjúkum lokkum, tindrandi augum og giampandi steinum verður þessum norræna farmanni lit- ið út f gluggann. I myrkrinu fyrir utan sá hann fölt barns- andlit sem brosti til hans. Yfir þessu andliti ríkti friðsæl birta og kyrrð, lfnur þess voru mjúkar eins og nýfallin mjöll og augun tær og djúp eins og heiðalind. 1 þessum mildu barnsaugum sá hann allt f einu speglast sfna eigin ásjónu. Hann horfði inn i sfn eigin augu sem eitt sinn liöfðu verið eins og skyggður kristall í ljósbroti en voru nú eins og gruggugar dreggjar eitraðs vfns. Og þá upplukust augu hans. Hann sá að þessi glæsti salur var aðeins kölkuð gröf þar sem bleikar afturgöngur stigu trylltan hrunadans. Hann skildi að ríki skugganna var land Iffsins. Það voru augu hans sem voru blind. Ævin- týralandið fagra varð að skrælnaðri eyðimörk er hrævareldur Iffsins höfðu gyllt fyrir augum lians. Og hann grýtti bikarnum frá sér svo hann skall í gólfið og hrökk f þúsund mola. Þá gekk hann út, kraup á kné við fætur barnsins, tók í hönd þess og sagði: Ég lýt þér í lotning. Hver ert þú? Eg er sál þín, hvfslaði barn- ið. 1 sömu andrá stóð hann einn á götunni. Og hann gekk út úr borginni til hæðanna fyrir handan og hóf augu sfn til himins. Aldrei höfðu stjörn- urnar blikað jafn bjart né lit ur þeirra bragað jafn skært. Hann fann að nú var hann auðugur. Þvl nú átti hann sjálfan himininn. Asgeir Kr. Lórusson HREINLÆTI Þegar ég þvæ mér um hendurnar meS bleiku Lúx sápunni og þegar ég þvæ mér um hárið meS græna sjampóinu hugsa ég sem svo: Hve margar Iffverur skyldi ég drepa meS þessu hreinlætisstandi minu? Ríkarður Orn Pðlsson AFMORSVlSA Flúmm Steingrlmsfjörð LEIT í skugga næturinnar dvel ég einsömul. í skugga næturinnar fer ég einförum. Ég hvisla spurningu aS nóttunni eirSarlaus leita ég svars. Nótt eftir nótt kasta ég spurningu úti myrkur fjögurra veggja. Nótt eftir nótt leita ég svars. Nóttin glottir viS veggjum aS leit minni aS sannleika sem er bergmál af spurningu kynslóSa: ÞaS er eitthvaS viS þig ástin semorSslæva Hvererég? samt nýt ég þess aS beygja þau ikvenkyni — en manni hættir til aS ofbeita fagurhvörfum, hýperbólum, sérhverju bljúgu bragSi og blæs upp.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.