Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Page 7
Ef við náum Axarskeri eyja sySst I krans. Þar vil ég heldur halda kneri en hörfa upp til lands. Þessa vísu er sagt að Einar Ólafsson (f. ca. 1770, d. 1843) bóndi í Skáleyjum frá 1973 — 1843 hafi gert eitt sinn á leiðinni ofan af Reykjanesi út í Skáleyjar, í svo hvössum vestan vindi að tvísýnt var hvort hann næði til eyjanna eða yrði að snúa við og hleypa upp til lands. En Axarsk'erið er innsta og syðsta eyjan í Skáleyjarlandareign þar sem hægt er að bjarga bát á land ef með þarf. í Axarskerið verður gengt úr byggðu eyjunni í Skál- eyjum um fjörur, þó ekki nema þær séu nokkuð stórar, — stórstraums- fjörur. Það fylgdi sögunni t mín eyru, að í það skipti sem Einar bóndi gerði vísuna, hefði hann komizt fyrst í Axarskerið og síðan heim til sín samdægurs. Sígrænn marhálmsvog- ur skildi Axarskerið frá heimalöndunum. Varð hann auðveldlega genginn meðan marhálmurinn, — sú fagra blómjurt, — þreifst I leirvogunum út á milli eyja á Breiðafirði. Ekki vex önnur blómjurt í sjó hér við land, að sögn fróðra manna. Auk þess að binda leir- inn í vogunum var hálmur- inn í gamla daga til nokk- urra nytja á eyjunum. Egg- ert Ólafsson segir í Ferða- bók sinni að þessi jurt sé sæt og safamikil. — Skyldi hún hafa verið not- uð til manneldis á hans dögum? „Kýr sækja mjög mikið eftir henni og vaða þær eftir henni langt út í leðjuna þegar lágsjávað er. Þær mjólka vel af henni. Þurrkaður marhálmur er notaður í rúmbotna." Rétt er þetta hjá Eggert sem vænta mátti. Og bæta má við, að hestar sóttu líka í marhálmsvogana. Sagt var, að þeir hlypu í spik af honum, en yrðu að sama skapi þróttlausir. Þegar ég var strákur heima í eyjum, rak mar- hálminn á land á hverju hausti. Þykkar hrannir mynduðust í flæðar- málinu, einkum ef storma- samt var. Hætt var þá að nota hann í rúmbotna, en hrannirnar voru stundum bornar upp úr fjörunni, þurrkaðar vel í flekkjum eins og hey, og síðan troðið milli þils og veggja þegar bæir voru byggðir. Meira hafði þó verið gert af þessu áður, það sýndi sig þegar gömul bæjarhús voru rifin. Ef vel var frá þessu gengið, þótti ekki önnur einangrun betri. En galli fylgdi gjöf Njarðar. Ef hið stökkfráa húsdýr, flóin, komst! marhálminn, hvort heldur var í veggjum eða rúmum, lifði hún þar góðu lífi og lítt mögulegt að útrýma henni, að sögn. Seinna dó marhálmur- inn i vogunum. Hrossin og kýrnar urðu að vera án hans, bændurnir fóru að einangra hús sín með öðru og þokkalegra efni og flóin dó drottni sínum. Hin sí- grænu marhálmstún breyttust í móbrúna drulluvoga, litt færa mönnum og skepnum. Svo skolaði sjórinn leirnum burt. Vogarnir „blésu upp". En það er önnur saga. Lítið nytjaland er Axar- skerið. Þó er betra fyrir Skáleyjabændur áð eiga það en eiga ekki. Með lagni mátti skera þar frá stórgrýti og milli klappa 10 — 15 sátur af kjarngóðu heyi. Það munaði um minna í slægnskortinum i fullsetnum rányrktum eyjum. Á því mátti fóðra 3 — 5 kindur. Svo var þar dálitil sel- veiði. Á hverju hausti eða siðari hluta sumars námu þar land tvenn eða fern útselshjón. Urturnar skriðu upp á skerið þegar þær kenndu sín og fæddu kópana á grasblettunum milli klappanna. Þar var ró og næði sem þær kunnu að meta, fjarri alfaraleið og forvitnum augum land- eigenda, því að ekki sáust athafnir þeirra úr Bæjar- eyjunni. Vegna selveið- innar var skerið ævinlega heyjað áður en hjónin sem kópana áttu í vonum fóru að halda sig fast að því, elska, eins og gamla fóíkið 1 eyjunum nefndi það, þegar útselurinn fór að halda sig fast að kæpinga- stöðvunum á haustin. Þó var þarna ekki um neinn fróðafrið að ræða. Hvort tveggja er, að þessum skynsömu spendýrum fellur ekki sem bezt innbyrðis, a.m.k. meðan hjónaástin er sem heitust, og svo þyrma menn sjaldan lengi þeim veiði- dýrum sem þeir hafa ágirnd á. Utselshjónin, sem þarna tóku sér bólfestu á haustin, voru búin að „elska" staðinn svo lengi, að bændurnir i Skáleyjum töldu sig vita nálega upp á dag hvenær urturnar kæptu, og hve lengi þær mjólkuðu kópunum fóru þeir mjög nærri um. Þegar 2 — 3 vikur voru liðnar frá fæðingu kópsins, var friðurinn úti. í Axarskerið hafði ekki verið komið siðan á slætti. Nú heimsóttu bændurnir skerið aftur og ekki í neinum friðarhugleiðing- um. Kóparnir áttu að vera fullvaxnir i bólum sínum, að mestu gengnir úr snoðinu. Þeir uxu ekki meira að sinni. Móður- brjóstin liklega geld. Sam- komulagið innan fjöl- skyldunnar mjög tekið að fara út um þúfur. Með illu eða góðu skyldu kóparnir úr hlýjum og þurrum bólum sinum í sjóinn. Ef hæfiiegur sultur dugði ekki, var beitt kjafti og klóm. Það sýndu bit og mar um allan skrokk hins Framhald á bls. 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.