Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Blaðsíða 11
þjóðsagan Myndskreyting: Elías Sigurðsson Drykkjurúturinn í helvíti Einu sinni voru tveir menn að smiða stórsmiði í smiðju. Að áliðnum degi kom þangað til þeirra drykkjumaður nokk- ur sem var svo illa til reika að hann valt sofandi af hestbaki og ofan i hlaðbleytuna. Tóku smiðirnir hann þá og báru hann inn í smiðjuna og lögðu hann á viðarkolabing; svaf hann þar til þess dimmt var orðið. En um það bil sem smiðirnir voru hættir að smíða, en þó ekki búnir að slökkva eldinn fór drykkjurút- urinn að rumskvast;*fóru þeir þá út í horn og létu ekki heyra til sín. Drykkjurúturinn fór nú að þreifa i kringum sig og fann kolin undir sér og sá í eldsglæðurnar hálfslokknar; hugðist hann þá mundi vera dauður og vaknaður upp i helvíti; hann reis upp þá við alboga og hlustaði um stund. En þegar hann heyrði samt ekkert leiddist honum og kallaði hátt: „Getur nú eng- inn af öllum þeim djöflum sem hér eru samankomnir gefið mér I staupinu?" Þá gáfu hinir sig fram og með því endar sagan. (J.Á.) Maríus Ölafsson NÝRÆKT Ég horfi yfir sólskinsbjarta sveit með samfelld tún og víðan gróðurreit, og vélarinnar vinnubrögðin hröð, og von og tru, sem spegla andlit glöð. Um hug minn einhver eyðileiki fer, þó allt sé landið grasivafið hér. Mig hrossagauksins vantar vængjablak og vell í spóa og heiðlóunnar kvak. Og ilminn þann sem blóðbergsangan ber og bláu augun: gleymdu ekki mér, og fornar götur grænni undir jörð, sem gengnar voru djúpt i mjúkan svörð. Og örnefnin með landsins leturgerð og langa sögu um þjóðar æviferð. — En sífelld breyting lífsins leiðin er. Ó, landið mitt, þú býrð í sjálfum mér. SPREK Framhald af bls.7 unga sels. En fyrr en svo væri komið, skyldu sela- keppir veiðimannanna hafa riðið um kolla hinna fríðu kópa og þeir lagðir,« bú bændanna, eftir sóttur vetrarforði, saltaður eða reyktur í eldhúsi með sauðaketinu. En allt er I heiminum hverfullt. Selurinn getur brugðið því fyrir sig að vera brellinn og leika á óvini sína, þótt fátt verði sagt af því hér. — Eitt haustið þegar komið var í skerið á sama tíma og vant var og sækja átti kópana, var gripið í tómt. Enginn kópur finnanlegur hvar sem gengið var um skerið. Meira að segja engir svartir kollar sýnilegir í næsta nágrenni. Þar voru engin hjón, sem siðbúin höfðu orðið til ásta og áttu nú eftir að skríða upp í skerið og kæpa. Veiði- mennirnir æddu fram og aftur um skerið með keppina sína. Nú komu þeir að litlum notum. Þá gátu þeir að eins notað fyrir prik til að styðja sig við á ósléttu skerinu. Það gaf litið i aðra hönd. Höfðu nú gömlu sela- hjónin, sem búin voru að búa þarna svo lengi svikizt um að koma? Eða voru þau dauð? Varla öll. Nei, ekki var það. Þau höfðu komið og skilið eftir spor um veru sína. Verks- ummerkin leyndu sér ekki. Þegar betur var aðgætt, sást að þarna höfðu alizt upp 4 kópar í góðu yfir- læti, við ást og umhyggju foreldra sinna venjulegan tíma, bólselir. En þeir voru flognir úr hreiðrunum, skriðnir úr bælum sínum. Bólin þeirra stóðu eftir auð og yfirgefin, hvert á slnum stað. Hvitt snoðið ieyndi sér ekki. Það lá eins og flosuð ábreiða í bólunum og beið þess að fjúka út í veður og vind. Urturnar höfðu sem sé tekið upp á þeim skolla að færa til á sér, eins og kom fyrir beljurnar í fjósinu, þegar þær héldu ekki uppi réttum gangmálum. Það er margt líkt með skyldum. Urturnar höfðu kæpt um það bil viku fyrr en venju- lega, og með því forðað afkvæmum sínum frá sela- keppum veiðimannanna beint í hrollkaldan haust- sjóinn. Væntanlega tryggt með þvi viðhald stofnsins, en snuðað bændurna um nokkra góða málsverði. — Þannig bregðast krosstré sem önnur tré. Axarskerið ber ótvirætt náttúrunafn eins og fleiri eyjar og sker á Breiðafirði, ef tekin er gild hin athyglisverða kenning Þórhalls prófessors Vilmundarsonar. Það líkist verulega exi sem forn- menn notuðu sem vopn og lýst er i gömlum sögum, — aðeins mun stærra. Óvíst er að Grettir sterki hefði valdið slíku kjaggi. Axarskallinn og blaðið á austurenda skersins skera sig mjög greinilega frá skaftinu, sem gengur í vesturátt frá skallanum. Eggin vísar i háttnorður og brýnist daglangt og nátt- langt í hverjum norðan garði af brimöldum flóans, sem skilur milli lands og eyja á þessum slóðum. — Bergsveinn Skúlason

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.