Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.09.1975, Side 13
undanskildi þó Mars. Má vera að það hafi verið vegna þess, að Flammarion hafði ritað um Iff á Mars og þangað hefðu farið fram- liðnir hér af jörð. Þessi verðlaun voru auðvitað aldrei veitt. Dr. Helgi Pjeturs var sann- færður um, að sannleikurinn mundi sigra um síðir, þótt erfið- lega gengi. Og nú hefir orðið stór- kostleg breyting á viðhorfi vfs- indamanna til þessa máls, ef til vill vegna brautryðjendastarfs og „genial“ hugsana dr. Helga. Nú verður enginn vísindamaður að athlægi, þótt hann haldi því fram, að lff muni þróast á ótal hnöttum. Árið 1961 gerðist sá merkilegi atburður, að nokkrir nafntogaðir vfsindamenn (þar á meðal stjörnufræðingar) komu saman á ráðstefnu f st jörnurannsókna- stöðinni Green Banks f Banda- rfkjunum, til þess að ræða um hvort líf gæti þróazt á öðrum hnetti en jörðinni. Þetta var leynifundur og sýnir það bezt hvert var enn viðhorf vfsindanna til þessa máls, að fara þurfti f fclur með umræðurnar. En það má segja þessum vfsindamönnum til hróss, að þeim var full alvara að sameina þekkingu ýmissa vfs- indagreina til þess að fá úr því skorið hvort unnt væri að komast að ákveðinni niðurstöðu. Og árangurinn varð þá lfka stórum merkilegri en búizt var við. Eftir langar og nákvæmar bolla- leggingar og athuganir á öllu, sem mælti með og mælti á móti, komust vísindamennirnir aö þeirri Aiðurstöðu, að líf gæti vel verið á 50 milljónum hnatta f vorri vetrarbraut einni saman. Alyktun þeirra var ekki birt fyrr en'nokkru seinna, en það var eins og vfsindamenn um alla jörð vöknuðu við þetta og nýtt ljós hcfði runnið upp. Nokkuð lifði þó enn eftir af stærilæti jarðarbúa, og fannst sumum sjáHsagt, að væri viti bornar verur til á öðrum hnött- um, þá mundu þær kosta alls kapps um að ná sambandi við jarðarbúa, sem væri fremstir allra. Með ærnum kostnaði hafa svo verið reistar nokkrar stöðvar, með löngu millibili, til þess að taka á móti skeytum frá öðrum hnöttum, og mun stöðin á Jodrell Bank f Englandi vera talin fremst þeirra. Stöðvar þessar hafa orðið varar við útvarpsgeisla, sem komið hafa bæði frá þekktum stjörnum og óþekktum stjörnum. Þykir ein- kennilegt að þessar sendingar koma eins og f gusum, en svo verður hlé á milli. Enginn veit enn, hvort þessar sendingar eru útgeislanir stjarnanna sjáifra, eða það eru skeytasendingar frá vitsmunaverum, þvf að menn botna enn ekkert f þeim. Þrátt fyrir tregðu vísinda- manna að viðurkenna að Iff geti verið á öðrum hnöttum, voru þó til margir mcnn, sem áttu sinn hugséða heim á fjarlægum stjörn- um og reyndu á ýmsan hátt að ná sambandi við Verur þær, er þar áttu heima. 1 bókinni Ennýal, sem kom út 1929, segir dr. Ilelgi Pjeturss á einum stað: „Einhvers staðar sá ég nú fyrir skemmstu mynd af mönnum, sem voru að reyna að fá samband við aðra stjörnu. Það var auðvitað f Ameríku. Menn þessir ætluðu að fá sambandiö með rafmagns- útbúnaði. Og innan sólkcrfis vors gæti slfkum tilraunum framgengt orðið, ef ekki eru eyðistjörnur. En ef Ieita skal sambands út fyrir hverfið, þá er rafmagnsút- búnaður eins ónógur eins og tilraunir manns hér f Reykjavfk til að kalla svo hátt að heyrist norður á Akureyri, eða austur á Seyðisf jörð. Rafgeislinn er snigil- seinn f förum, þegar miðað er við fjarlægðir þær, sem eru sólhverf- anna og vetrarbrautanna á milli. En þó má sigra þær fjarlægðir, sem telja verður í biljónum, triljónum eða desiljónum af mflum. Nýtt magn verður þar að nota, sem er ákaflega miklu hrað- geislaðra en ljós og rafmagn. Lff- geislinn er það, sem þá kemur til sögunnar." Mönnum, sem leita sambands við verur á öðrum hnöttum, er það enn ráðgáta hvernig tilraun- unum skuli hagað. Vonlftið er að senda skeyti á einhverju máli, sem talað er hér á jörð, þvf að hverfandi líkur eru til þess að fbúar annarra hnatta noti tungu- mál af jörðu hér. Þvf hefir og verið talað um, að senda út f geimin einhver merki, stærð- fræðileg tákn eða myndir, sem allir geta skilið, jafnvel að gera þær svipbreytingar á yfirborði jarðar, er svo stórkostlegar og áberandi sé, að þeim megi veita athygli á fjarlægum stjörnum. Menn geta yfirleitt ekki gert sér grein fyrir hinni ógurlegu fjarlægð, sem er á milli himin- hnattanna, enda þótt stærð- fræðingar hafi reynt að gera þetta auðskildara með þvf að mæla hana f ljósárum, og er þá miðað við þá vegarlengd, sem ljósið getur farið á einu ári. Nú er hraði Ijóssins talinn um 300.000 km. á hverri sekúndu, og getur þvf Ijósgeislinn farið f tómrúmi nál. 9,5 milljón milljónir km á ári. Hugtakið sjálft er svo geig- vænlega stórt, að skilningur manns rfs ekki undir þvf. — Talið er að vetrarbraut vor sé um 100 þúsundir Ijósára á lengd. En hún er svo sem ekki ein f geimnum, því að í beztu fjarsjám hafamenn talið um þúsund milljónir vetrar- brauta, og sjá þó ekki nema örstutt út f geiminn. Milli jarðarinnar og næstu jarð- stjörnu f öðru sólkerfi er vegar- lengdin talin rúm 11 Ijósár. Með öðrum orðum: Ljósgeislinn er rúm 11 ár að fara milli þessara hnatta. Nú fer rafgeislinn með sama hraða og Ijósið, og ef senda ætti skcyti á milli þessara hnatta, þá væri ekki svars að vænta fyrr en eftir 23 ár frá þvf að skeyti var sent héðan af jörð, enda þótt allt gengi eins og f sögu. Að lokinni seinni heimsstyrj- öldinni fluttust nokkrir frægustu vfsindamenn Þjóðverja til Banda- rfkjanna og hafa dvalizt þar sfð- an. Frægastur þeirra mun vera Werner Braun, eldflaugasérfræð- ingur, en þar er cinnig kennari hans, dr. Oberth próf.essor, og dr. Stahlinger prófessor, sem áður hafði verið samstarfsmaður Brauns. Þeir hófu cldflaugasmfð fyrir bandarfska flugherinn. Höfðu þeir fyrst bækistöð sfna í Bliss-vfginu. En sfðan fluttust þeir til HuntsviIIe, sem var smá- þorp f Appalachian-fjöllum. Þarna risu svo óðar upp verk- smiðjur, rannsóknastofur og skot- pallar fyrir eldflaugar, auk ým- issa annarra stórbygginga. Litla þorpið stækkaði óðum og er nú 150.000 manna borg og kallað eld- flaugaborgin. Þarna hafa veri smfðaðar allar hinar frægu geim- flaugar Bandarfkjanna, og að smfði þeirra starfa nú um 30.000 vísindamenn, hver á sfnu sviði. Arangurinn af þessu starfi er meðal annars sá, að Bandarfkin hafa hvað eftir annað getað scnt menn til tunglsins — og var það þó áður talið óhugsandi. En nú er hugsað enn hærra, og fyrir skcmmstu lagði geimflaug af stað til Mars til þess að reyna að ganga úr skugga um hvort þar væri nokkurt lff. Frummyndina að þeirri geimflaug gerði dr. Ern- est Stahlinger, og hafði. sér til aðstoöar við það eigi færri en hundrað vfsindamenn, sem getið hafa sér orðstfr fyrir framúrskar- andi þekkingu f kjarnorkufræð- um, Iffeðlisfræði og hita- eðlisfræði. Þessi geimflaug er að flestu leyti miklu fullkomnari heldur en þær geimflaugar, sem sendai* hafa verið til tunglsins. Henni er lfka ætlað að fara mörgum sinn- um lengri og hættulegri leið. • Hlutverk hennar er og stórum þýðingarmeira heldur en annarra geimflauga, þvf að henni er áetlað að finna Iff á Mars, ef það þróast 1 þar. Geimflauginni og er ekki ætlað að lenda á Mars, en hún á að fara , mjög nærri hnettinum og varpa þar niður á vfð og dreif nokkrum hugvitsamlega gerðum rann- sóknatækjum, sem eru þannig út búin, að þau eiga ekki að gcta skemmzt, er þau falla á yfirborð hnattarins. Aðra geimflaug á svo að senda þangað f septemberlok og er henni ætlað að koma að hnettinum hinum megin og varpa þar niður jafnmörgum rann- sóknatækjum. Að þvf búnu snúa geimflaugarnar aftur til jarðar og er gert ráð fyrir að hvor þeirra verði um 10—11 mánuði á ferða- laginu, enda er flugleiðin talin 700 milljón km löng. Rannsóknatækin, sem varpað verður niöur á Mars, eru hin mesta völundarsmfö og svo marg- brotin, að segja má jafnvel að þau hafi mannsvit. Þeim er ætlað að senda til jarðar upplýsingar um allt, sem fyrir þau ber á lending- arstöðunum, þar á meðal upplýs- ingar um loftslag, hita, vinda, jarðveg og gróður, þótt það sé ekki annað en nokkur grasstrá, þvf að gras er lifandi. Dr. Werner Braun hefir látið svo um mælt, að hann sé sann- færður um, að á öðrum stjörnum búi hámenntuð mannkyn, en sú trú sé ekki reist á neinum vfsinda legum sönnunum. Hann kveðst ekki búast við þvf, að skyni gædd- ar verur eigi heima á Mars, en hitt telur hann Ifklcgt, að þar sé lff á lægra stigi. Bandarfkjamenn hafa þegar aflað sér nokkurra upplýsinga um Mars, þvf að árið 1969 sendu þeir þangað geimflaugina Marin- er 6., og var þá tckinn fjöldi mynda af hnettinum. Þessar myndir sýna, að landslag þar er ekki ósvipað þvf, sem er á tungl- inu, mesti fjöldi gfga. Á heim- skautunum voru snjóbreiður, Ifk- lega örþunnar og breytast eftir . árstíðum. Gufuhvolfið er ákaf- I lega þunnt og loftþrýstingur þvf lftill, og hitastig kemst ekki mik- ið yfir frostmark. Samt sem áður — finnist þarna nokkur gróður, þótt ekki sé nema fáein grasstrá, þá er sönnuð sú kenning, að lff sé á öðrum hnött- um. Geimflaugin, sem lagði á stað til Mars fyrir skemmstu heitir „Víkingur“. Það cr táknrænt nafn fyrir okkur Islcndinga. Og finni hún lff á Mars þá er það sigur fyrir fslenzk vfsindi — fyrsti stór- sigurinn fyrir kenningu fslenzka vfsindamannsins dr. Helga Pjet- urss. Þótt reynsluförin til Mars gangi að óskum, verður áreiðanlega dagur og vika þangað til menn fara að fljúga til hnatta utan sól- kerfis vors. Þvf valda hinar miklu Framhald á bls. 16 ER ÞETTA EGGERT? Alkunnugt er, aö ýmsar kynjamyndir geta komið fram, þar sem hraun hrannast upp. ísland er ríkt af þesskonar högg- myndalist og má raunar með gððum vilja allsstaðar sjá andlit, þar sem hraungrjót hefur hrannast upp. Jóhannes Kjarval veitti þessu oft eftir- tekt'og undirstrikaði hann stundum þau andlit, eða verur sem breytileiki birt- unnar framkallaði í klettunum. En þetta var mjög mísskilið og margir aðdáendur Kjarvals héldu, að þessi felumynda- leikur hans væri aðalatriðið. Hingað og þangað um landið eru frægir „prófílar“, þ.e. klettar með andlits- myndum. Andlits- myndin, sem auðsæ er á meðfylgjandi mynd er í hraunbrún austur í Grafningi, aðeins spölkorn frá veginum við Nesja- velli. Þegar betur er að gáð, sýnist þessi andlitsmynd minna á þjóðkunnan íslend- ing og heimsborgara sem hélt uppi merki sönglistarinnar á meðan hann lifði: Eggert Stefánsson. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.