Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Page 10
var að sá á akri sínum, og án nokkurr- ar skýríngar eða hugsanlegra bóta breytti hann korninu í steina, Hér er annað dæmi: „Og Jósef, sem gerði sér Ijósa greind sveinsins og sá, að hann væri óðum að stækka og yrði brátt að unglingi, tók enn að hugleiða það, að drengurinn ætti ekki öllu lengur að vera ólæs. Svo að hann fór með hann til annars kennara, sem sagði við Jósef: — Ég ætla fyrst að kenna barninu grísku og siðan hebresku. Því að kennarinn vissi um gáfur sveinsins og var hræddur við hann. Engu að síður skrifaði hann upp stafrófið og endurtók það fyrir svein- inum langa hríð, en lærisveinninn sat ávallt þögull. Að lokum sagði Jesús: — Ef þú ert sannur kennari og þú þekkir stafina réttilega sjálfur, þá seg þú mér kraft Alfa, og ég mun segja þér kraft Beta. Þessu reiddist kennar- inn og rak Jesú kinnhest. Þá fauk í sveininn og hann formælti honum. Samstundis datt kennarinn niður meðvitundarlaus og dó. Og Jesús fór úr skólanum og hélt heim til sin. Þegar Jósef frétti, hvað skeð hefði, þá grét hann beisklega og áminnti móður barnsins um að halda þvi vandlega innan dyra, þvi að allir, sem ögruðu því, sagði hann, létu lifið " (Úr Tómasarguðspjalli). Þetta sérstaka viðhorf i „kennslu" — sögunum er í saftia anddP og kaflinn i Lúkasarguðspjalli, þar sem Jesús, 12 ára gamall. gerir lærimeist- arana i helgidóminum forviða á lær- dómi sínum. Og mörg hinna heilla- vænlegu kraftaverka, sem Jesús gerði á leiðinni til Egyptalands, eru fyrirboðar siðari kraftaverka hans. En hinar grálegu gjörðir eiga sér enga hliðstæðu i hinum helgifestu guðspjöllum, heldur aðeins daufan skugga af fikjutrénu i Betaniu. En þó er þær að finna i mjög fornum kristn- um ritum, sem að efni til eru annars guðrækileg, og þessar frásagnir er ekki hægt að leggja til hliðar, þegar rætt er um þessi rit. Frá því er sögur hófust hafa undur og kraftaverk, sem ekki hlutu óhjákvæmilpga að vera til góðs, verið meginþættir trúar. Sveinn Ásgeirsson þýddi úr „The Sunday Times Magazine". Margir skákáhugamenn munu öðru hvoru hafa rekist á nafnið Bogoljubow; en hvar var þessi skákmeistari? Ewfim D. Bogo- ljubow fæddist í Kievhéraði í tJkraínu 14. apríl 1889. Hann byrjaði snemma að tefla skák en vakti þó lengi vel enga sérstaka athygli. Árið 1914 tók Bogoljubow þátt í miklu skákmóti, sem háð var í Mannheim f Þýzkalandi. Mótinu varð aldrei lokið þar sem heimsstyrjöldin fyrri brauzt út, áður en svo langt væri komið. Þegar taflinu var hætt var Bogoljubow i 8.—9. sæti ásamt Tarraseh með 5!4 v. úr 11 skákum. Aljekín hafði þá hlotið flesta vinninga, eða 9V5. Þegar keppni i mótinu var hætt fengu allir skákmeistararnir nokkra fjárhæð í sinn hlut, en síðan voru rússnesku meistararnir settir í fangelsi. Bogoljubow lenti í klefa með Aljekin og Rabino- witseh; fangarnir fengu auðvitað engin blöð, eða neitt annað, sem gæti orðið til dægrastyttingar, og var blindskák því hið eina, sem þeir gátu drepið tímann með. Eftir að hafa dvalið nokkurn tíma í fangelsi var sumum skákmönnunum sleppt lausum, en aðrir voru fluttir til Triberg, þar sem þeir dvöldu til loka styrjaldarinnar. 1 Triberg var frelsið meira én í fangelsinu í Mannheim og þar gátu menn þó fengið að tefla. Þar skipulögðu fangarnir skákmót eftir skákmót og þar má segja að Bogoljubow hafi þroskast sem skákmaður. Þegar styrjöldinni lauk var hann kominn í raðir fremstu skákmanna veraldar eins og bezt kom í ljós árið 1920, en þá varð hann í 3. sæti í sterku skákmóti í Gautaborg. Nú var „stórveldistímabiJ“ Bogoljubows í skákheiminum hafið; hann fluttist aftur til Rússlands, en bjó þar þó aðeins skamma hrið. Dvölin í Rússlandi varð þó nógu löng til þess að hann ynni titilinn Skákmeistari Sovétríkjanna tvisvar, 1924 sigraði hann með mikl- um yfirburðum, hlaut 15 v. úr 17 skákum. 1 öðru sæti varð Romanowsky með 12'/í v. Árið 1925 sigraði Bogoljubow aftur, nú með 14 v. af 19 mögulegum, einum vinningi á undan Löwenfisch. Eftir dvölina í Sovétríkjunum fluttist Bogoljubow aftur til Þýzka- lands, þar sem hann bjó til æviloka. Hann tefldi mjög mikið á millistríðsárunum og vann marga góða sigra. I Pistyan 1922 sigraði hann með 15 v. af 17, Aljekín varð 2. með \4'A. Árið 1925 sigraði Bogoljubow með yfirburðum í mjög sterku skákmóti, hann hlaut 1514 v af 20, dr. Lasker varð 2. með 14 og Capablanca 3. með 1314. Þannig mætti lengi telja, en þar kom árið 1929, að Bogo- Ijubow skoraði á Aljekín í einvígi um heimsmeistaratitilinn. Fæstir töldu Bogoljubow hafa mikið að gera í heimsmeistarann, en hann stóð sig betur en margir höfðu spáð, vann fimm skákir, tapaði 11, en 9 urðu jafntefli. Árið 1934 tefldu Aljekín og Bogoljubow annað einvígi um heimsmeistaratitilinn og aftur vann Aljekín með nokkrum yfirburðum: vann 8 skákir, tapaði 3, en 15 urðu jafntefii. Eftir þetta tefldi Bogoljubow mun minna en áður, en hann lifði af hörmunar heimsstyrjaldarinnar og lézt i Triberg í Þýzkalandi árið 1952. Við skulum nú líta á eina skák frá hendi Bogoljubows, hún var tefld í síðustu umferð skákmóttsins í Pistyan 1922. Hvítt: Dr. M. Euwe Svart: E. D. Bogoijubow Fjögurra riddara tafl. 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Rc3 — Rf6, 4. Bb5 — Bb4, 5. 0-0 — 0-0, 6. d3 — d6, 7. Re2 — Bg4, 8. c3 — Bc5, 9. Rg3 — Rh5, 10. Rf5 — Bb6, 11. Re3? — Bxe3, 12. Bxe3 — Df6, 13. Khl — a6, 14. Ba4 — Rf4, 15. Bxf4 •— Dxf4, 16. De2 — f5, 17. Bdl — Dh6, 18. De3 — f4, 19. Dd2 — Hf6, 20. d4 — Kh8, 21. Dd3 — Haf8, 22. Rd2 — Be8, 23. d5? — Rd8, 24. Df3 — g5, 25. g4 — fxg3, 26. Dxg3 — g4, 27. Rc4 — Hf4, 28. Re3 — Dg6, 29. Rg2 — Dxe4, 30. f3 — Hf6, 31. Hfel — Dxd5, 32. Re3 — Dc6, 33. Rxg4 — Hxf3, 34. gefið. Jón Þ. Þór Þættir af blöðum skák- sögunnar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.