Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Page 13
« glöggva sig á efninu". „Hefur aldrei komiö til mála aó setja siöfræði inn á námsskrá og gera hana aðlaóandi fyrir þessa aldursf!okka?“ „Hjá skólarannsóknardeild var settur sérstakur námsstjóri i kristinfræöi í sumar sem hefur umsjón meö allri kristinfræöi- kennslu. Eitt af hans verkefnum var aó fá til þess mann í haust aö gera drög að siófræðikennslu fyr- ir unglingastigið meö hliðsjoón af kristinfræöikennslu í 7. og 8. bekk og er góós af því aö vænta.“ „HVer eru tiltæk ráö Sálfræöi- deildar skóla gagnvart vandamál- um ef um námserfióleika er aó ræða?“ „Þá er kennara viókomandi nemenda fyrst gefnar ráólegging- ar og ráðstafanir eru geróar inn- an bekkjarins. Ef þær duga ekki þá eru til fengnir sérkennarar sem eru starfandi í öllum skólum borgarinnar og ákveöinn er tima- fjöldi fyrir nemandann til hjálpar og sérkennslu. Reynt er sem sé aö leysa vandann innan skólans. Ef þetta reynist ekki nægilegt þá er gripið til sérkennsluskólanna. Þá er um að ræöa dagskóla í Bjarkar- hlió við Bústaöaveg, auk þess hef- ur starfaó frá því i haust sérdeild vió Breiðagerðisskóla og þriðja sérdeildin er viö Laugarnesskóla. Þessar deildir byggja meira á ein- staklingskennslu en venja er í al- mennum skólum, enda eru vanda- málin af ýmsum og ólíkum toga. Þetta á við ef um námserfiðleika er aö ræóa. Ef um er að ræða hegðunarvandkvæði, þá er að- ferðin svipuð. Fyrst er unnið að lausn með kennurunum. Ef það reynist ekki nóg þá eri* sérkenn- arar tilkallaðir ásamt bekkjar- kennara. í flestum hverfum borg- arinnar eru starfandi athvörf svo- kölluð og þessum nemendum er gert tilboð að dveljast þar hálfan daginn. Þar fá þeir ákveðna hjálp og þar er reynt að skapa ró og frið svo þeir fái möguleika til að kyrr- ast og þeir fá örlitla hjálp við heimanámið. Ef vandkvæðin eru meiri en svo að þetta dugi, þá er til sérstakt meðferðarheimili á Kleifarvegi þar sem unglingar geta dvalist allan sólarhringinn en ganga jafn- framt í skóla. En í öllum tilvikun- um er viðhöfð fjölskyldumerð- ferð, þ.e.a.s. foreldrar eða að- standendur nemandans koma til viötals. í einstaka tilfellum er'um svo alvarleg sálræn eða geðræn vandamál að ræða að visa verður til geðlækna eða annarra sérfræð- inga, en það er sá þáttur sem fólk er hræddast við. Persónulega er ég á móti því að flokka vandamálin nákvæmlega niður. Ég sé ekki ástæðu til þess að þessir nemendur fái einhvern stimpil þótt þeir séu hjálparþurfi. Eg álit að við eigum öll i allskyns vandamálum og þurfum á hjálp að halda alla tið, erum ýmist að veita lijálp eða þiggja allt okkar lif og ljúkum siðan ævinni eins hjálparvana og í upphafi. Að sjálfsögðu eru þær sérdeild- ir og þau sérfræðilið sem hafa komið til á siðustu árum nauðsyn- leg aö ákveðnu marki. En slik afskipti mega ekki ganga út yfir að vinir og náungar hjálpist að, þ.e.a.s. hið gamla viðhorf á að eflasl á ný. Við það rná margt færa til betri vegar. En þvi miður er það svo að í nútimaþjóðfélagi eru samskipti og tjáskipti manna á meðal svo hróplega litil að það er óhugnanlegt, og þvi miður eru þeir of fáir sem koma auga á þessa staðreynd. Gagnvart vandamálum nem- enda i skólum mætti líka finna hjálp innan sérstakra hópa, t.d. i foreldrafélögum skólanna. Þar er sjálfsagt fólk sem gæti tekið að sér skipulagningu og fundið hvaða starfskraftar eru fyrir hendi. Það er ekki vafi á þvi að fólk getur verið hvort öðru til stuðnings. Eitt er lika brýnt verk- efni i þessu sambandi og það er að eyða markvisst þessu nútímafyr- irbæri sem kallað er kynslóða- skipti. Reyndar sýnist mér svo nú að jafnvel miðaldrakynslóðin sé að glata tengslum sin á milli. „Er hægt að fara nokkrum orð- um um árangur í þessu starfi? „Ég efast um að hægt sé bein- línis aó mæla árangur á þessu sviði. Eg hef þó fengið ákveðna uppörfun þegar vel hefur tekizt. Mörgum kemur þessi stuöningur að greinilegu gagni, og fordómar hverfa þegar fólk kynnist því í hverju þessi þjónusta er fólgin. Við höfum talað um þann hóp nemanda i Reykjavik sem valda áhyggjum — en hinn er miklu stærri sem betur er settur á þessu sviði. Mér finnst að leggja eigi meiri áherzlu á að virkja þann hóp til að hjálpa þeim sem eru samferða en standa verr að vígi. Kennurum hefur bara ekki verið kennt að greina þarna á milli og velja úr. Þarna tel ég skorta mikið á menntun kennara. Hún er ekki nóg á hagnýta sviðinu. Undirstöðuþekking er fyrir hendi, en ekki nægileg reynsla. Hvernig á t.d. að vinna með 25 manna hóp? Hvernig er bezt að skipta þeim niður? Hvernig er unnt að nýta þá starfskrafta og hæfileika, sem eru til staðar? Hvaða ferli á sér stað innan hóps- ins o.s.frv. Það þarf að vinna með nemend- um eins og við teljum, að bezt verði unnið með nemendum i grunnskólanum. 1 Kennarahá- skólanum ættu þeir eðlilega að fá góða fyrirmynd. „Einstaka sinnum heyrum við því fleygt, að fólk eigi erfitt með að skilja sérfræðinga. Verðið þið vör við þetta i ykkar starfi?“ Undirstaða þess, að góður ár- angur náist, er gott samstarf. Og gott getur samstarfið aldrei verið, ef viðkomandi aðilar skilja ekki hverjir aðra. Ég tel sjálfur, að hér geti verið mikil hætta á ferðum. Sérfræð- ingar, sem hafa lengi numió ákveðið fag, tamið sér ákveðin fag-orð og hugsanagang, eiga stundum erfitt með að setja sig inn í hugmyndaheim almennings eða byrjenda í háskóla t.d. Ég held ennfremur, að tjá- skipta- og samskiptavandamál al- mennt séu ekki aðeins á þessi sviði. Margir halda því fram, að fólk eigi sifellt erfiðara með aö komast í samband hvert viö ann- að, fólk sé hætt aó ræða saman. Timi skrifta er liðinn. Prestar hafa of litinn tima til þess að sinna sálusorgarastarfinu, þar sem þeir þurfa að sinna svo mörgu öðru. Hið mikilvæga, per- sónulega samband kennarans við nemandann minnkar í hlutfalii við aukið námsefni og auknar þekkingarkröfur til nemanda. Stundum liggur við, aö líkja megi sambandi sjúklings við heimilis- lækni sinn, við samband frysti- hússtarfsfólks og þorskinn á færi- bandinu. Og svona mætti því mið- ur lengi telja. Mér finnst því mikil ástæða til þess að leggja áherzlu á þennan þátt að lokum, að við mættum i rikara mæli á öllum sviðum taka meira tillit til manneskjulegra þátta i tilverunni, og reyndum að skilja hvert annað. ÞJOÐ- MINJAR . Handa- verk Húsafells- manna Eftir Þór Magnússon þjóðminjavörð Það fer ekki mikið fyrir steinsmiðum Islendinga frá fyrri öldum. Þótt margir hafi verið hagir þá eins og nú er samt svo, að steinsmfðar hafa menn ekki fengizt við f nein- um verulegum mæli. Hið eina, sem til er frá miðöidum eru fábrotnar steinkolur og bolla- steinar og fáeinir fegsteinar frá sfðara hluta miðalda, þar á meðal nokkrir rúnasteinar, og er smfðin þó að kalla einvörð- ungu bundin við letrið eitt. Frá 17., 18. og 19. öld eru þó til nokkrir legsteinar, sem ótvfrætt eru gerðir hér á landi og kalla má raunverulega steinsmfð. Fæstir steinsmið- anna eru þó þekktir með nafni en greinilegt er, að fyrirmynd- irnar eru oft sóttar til inn- fluttra legsteina, sem nokkuð er til af frá þeim tfmum. 1 allmörgum kirkjugörðum á Vesturlandi eru legsteinar, sem hafa á sér allsérstæðan svip og vekja eftirtekt þeirra, sem skoða. Þeir eru flestir úr dökkrauðum leirsteini en sum- ir úr gráum, holóttum steini, hellusteinar, oftast um einn metri á lengd og breiddin 50—60 sm, en geta þó verið stærri. Steinarnir eru slétt- skafnir ofan, stundum nokkuð kúptir og brúnirnar vandlega strikaðar og stundum eins kon- ar tappar höggnir meðfram brúnunum. Letrið er yfirleitt latfnuletur en stundum skrif- letur og f.vrir kentur, að báðar leturgerðir eru á santa steinin- um. Þeir liggja allir flatir á leiðununt eins og venja var. Það er greinilegt, að þessir steinar eru allir af sama upp- runa, þótt þeir séu ekki gerðir af sama manni. Áletranir sýna, að þeir eru gerðir á lengri tfma en svo og þótt þeir séu yfirleitt ekki meö höfund- armarki er þó einn og einn steinn merktur höfundi sfnum og það nægir til að koma manni á sporið. Þessir steinar eru nefnilega allir gerðir af sömu ættmönnum og efnið úr sama stað, frá Húsafelli f Hálsasveit í Borgarfirði. Og það eru þeir Húsafells- menn, sem gert hafa steinana, afkomendur séra Snorra Björnssonar, þess nafnkunna þjóðsagnaklerks. Lfkur eru þó til, að þar á Húsafelli hafi leg- steinasmfð einnig verið stund- uð eitthvað fyrir daga séra Snorra, en langflestir stein- arnir eru frá fyrra hluta 19. aldar. A Húsafelli sjálfu eru nokkrir legsteinar af þessari gerð, meðal annars yfir séra Snorra sjálfan, en nokkrir þeirra hafa nú verið settir inn í kirkjuna þar. Legsteinninn yfir sr. Hallgrfm Pétursson í Saurbæ er einnig einn þessara Húsafellssteina, settur á sfð- ustu öld af Magnúsi Stephen- sen konferensráði, svo sem áletrunin ber með sér, en hvað flestir eru þeir f kirkjugarðin- um f Reykholti og þar má bezt sjá, hve fjölbreytnin f gerð- inni er mikil og steinarnir þar eru mjög vandaðir. Til er prentuð greinargerð um þá f Arbók fornleifafélagsins 1963, en ekki hefur útbreiðsla stein- anna f öðrum kirkjugörðum verið könnuð til neinnar hlítar og væri þó full ástæða til, þar sem hér er um að ræða svo merkilega heimilisiðju, sem lögð hefur verið mikil rækt við og vfða hefur borizt um ná- grannasveitir. Einungis þrír steinar í Reyk- holti eru með höfundarnafni, tveir þeirra eru eftir Jakob Snorrason á Húsafelli, son séra Snorra, og einn er eftir Gfsla son Jakobs. Vitað er einnig, að Þorsteinn sonur Jakobs var legsteinasmiður, en ekki eru steinar merktir honum f Reykholti en vera má, að þá megi finna annars stað- ar. Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi, sonarsonarsonur séra Snorra, hefur minnzt á þessa legsteinasmíð ættmenna sinna f ritum sfnum. Hann seg- ir að efnið sé fengið þar heima á Húsafelli, dökkrauða grjótið sé úr Bæjargili en gráa grjótið úr Selgili, sem er sk-ammt fyr- ir innan bæinn. Þeir Húsa- fellsmenn fengust mikið við hvers kyns smfðar og hand- verk. „Hver búshlutur var smíðaður heima og auk þess mikið selt af smfðum, sent Jakob kenndi Ifka sonum sfn- um að leysa af hendi þegar þeir höfðu aldur til. Guðmund- ur smfðaði rokka, Björn smfð- aði gull og siifur, Eirfkur smíðaði drifna hellusöðla, Snorri batt inn bækur og faðir minn sem var yngstur allra systkina sinna, var með föður sfnum bæði við legsteinasmíði og járnsmfðar. Við jarðabótum og garðrækt var aftur á móti ekki mikið hreyft.“ Þetta eru orð Kristleifs. Þeir voru greinilega meiri smiðir en bú- skaparmenn afkomendur séra Snorra í fyrstu ættliðina. Legsteinninn, sem hér er mynd af, er í Reykholti, yfir Hannes Jónsson bónda á Stein dórsstöðum og konu hans Ast- rfði Steinsdóttur. Hann dó 1843 en hún 1835. Má af mynd- inni sjá, hve haglega steinninn er höggvinn og þá ekki sízt letrið, sem er bæði latfnuletur og skrifletur. „Legsteinninn springur og letur hans máist í vindum. Svo er með þessa Húsafells- steina. Steintegundin er mjúk og veðrast tiltölulega ört Þyrfti að koma þeim undir þak ef þeir eiga ekki að eyðast með öllu, en það er ekki auðgert Ekki er rúm fyrir þá f kirkjun um og ekki komast þeir á söfn nema einn og einn sem sýnis horn. Og séu þeir teknir af leiðunum þarf að tnerkja þau á annan hátt. En ekki niega þeir allir glatast, þeir eru of merkilegir og of listilega gerð- ir til þess að svo megi fara.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.