Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.01.1978, Síða 16
r Ár huflskoti ¥Toodv dllm v „Þiö eigið að fara ð Letigarðinn" Framhald af bls. 5. skyldu minnar. En heimkoman var nokkuð á annan veg, en ég hafði búist við. Það var ólýsan- lega hryllileg heimkoma. Þetta var seint um kvöld klukk- an að ganga ellefu. íbúðin var eins og áður segir öll hin nötur- legasta, á hanabjálkalofti. Óhætt að segja í hinni mestu niður- niðslu. Þröngar kompur. Konan var dauðadrukkin og tók kveðju minni kuldaiega. Hún var kinn- fiskasogin og tekin til augnanna, og leit i alla staði illa út. Þetta var þó kona á besta aldri. Mér meir en brá. Ég ætla ekki að gera neina tilraun til að lýsa tilfinningum mínum. Hvað hafði eiginlega komið fyrir? Að vörmu spori komu börnin fram. Þau höfðu verið sofnuð, en vöknuðu við samtal okkar hjón- anna. Þau voru horuð, grá og guggin og brosin, sem þau vildu senda mér voru stirðnuð. Ég komst nú að því að fjölskyldan hafði liðið skort á meðan ég var í fangelsinu. Styrkurinn sem hún fékk- var svo nánasarlega lítill að hvergi nærri dugði fyrir fæði. Þetta eymdarástand leiddi til þess að konan hafði í umkomu- leysi sínu leiðst út á vafasama braut. Hún var farin að drekka. Hún hafði stundað næturfyllirí með rónum og það giftum mönn- um. Hún hafði lokað börnin inni meðan hún valsaði með þessum þokkapiltum. Börnin höfðu verið hrædd og kvíðin en grétu sig að lokum í svefn. Ég komst að því á næstu dögum eftir öruggum heimildum hverjir þessir svallfélagar konunnar voru. Það var danskur stór- kaupmaður, fstrubelgur og glaumgosi og skipsmaður á Súð- inni. Þeir höfðu í upphafi ginnt hana með smágjöfum. Siðan tælt hana til drykkjuskapar. Notuðu síðan vínið sem aðgöngumiða að öðru verra. Þessum siðlausu ná- ungum er ekkert heilagt. Þeir voru sannkallað verkfæri myrkra- höfðingjans. Þrátt fyrir þetta hræðilega áfall sléttaðist nokkuð yfir sambúð okkar hjónanna í bili. Enn hófst sama baráttan, vinnusnapirnar. Það er ömurlegt að hafa starfs- löngun og vilja til að bjarga sér, en fá ekki handtak að ge'ra. Og ekki er það auðveldara fyrir þó, sem hafa verið brennimerktir sem sakamenn. Skipti þá litlu máli, þó menn hafi verið dæmdir saklausir. Fólk vill svo gjarnan trúa því sem lakara er um menn. Nú, þú hefur verið á Letigarðin- um. Nei, ég hef enga vinnu fyrir þig- Stefán G. Stefánsson skildi þetta vel: Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það. Ei tjáir snilli mikils manns né sómi móti fólksins hleypidómi. Falin er i illspá hverri ósk um hrakför sínu verri, hún er aflins heit að vinna hnekki hinu kraftaminna. Þó hann væri ei þjóðskáldsmaki, það gat ræst á Jóni hraki. Þrátt fyrir það að ég var alltaf á snöpum eftir hverju handtaki, sem fáanlegt var, gat ég ómögu- lega aflað nægilegra tekna, svo að hægt væri að framfleyta fimm manna fjölskyldu. Eg varð að leita á náðir hins opinbera. Það nefndist ekki félagsmála- ráðuneytið, sem maður leitaði til heldur fátækrahjálpin. Við hvert fótmál var maður minntur á um- komuleysið, sem fylgir fátækt- inni. Kannski er rétt að minna á nýtt fyrirbæri, sem birtist innan fjölskyldu minnar. Dökkur skuggi. Konan mín var oftar en einu sinni kölluð niður á bæjar- skrifstofur til viðtals við einhvern sérfræðing sem hafði með hjóna- skilnaðarmál að gera, sveitar- flutninga og önnur slík vandræða- mál. Hún kom oftast grátandi frá þessum viðtölum. En hún sagði mér aldrei frá, hvað hefði verið rætt við hana. Vitanlega fór mig að gruna margt, en vissi þó ekki hvað var i aðsigi. Til þess að sýna að ég hafði fullan vilja á því aö bjarga mér skal þess getið að ég tók á leigu Iítinn skúr, sem var á bak við Utvegsbankann og tók að mér að gera við reiðhjól, barnavagna o.fl. Dag nokkurn er ég var þar við vinnu mína kemur sonur minn er var tiu ára, méð miklu ýrafári og segir: „Komdu strax inn til mömmu. Hún vill tala við þig.“ Eg bregð skjótt við og fer inn. Ég sá þegar að konan var í mikilli geðs- hræringu. Hún leysti nú frá skjóðunni og sagði mér hvað henni og þessum sérfræðing hafði farið á milli. Hún sagði að henni hefði verið tilkynnt að það ætti að flytja fjölskylduna norður í Þing- eyjarsýslu, skilja okkur að og láta okkur vera þar sitt í hvoru lagi. Konan mín var fædd og alin upp í borg í Noregi. Hún gat undir engum kringumstæðum hugsað sér að hlýða þessum fyrir- mælum stjórnarvalda. Munu flestir geta skilið það. Hún vildi heldur ganga út í eld og vatn og jafnvel skilja við mig. Enda hefði hún hún fengið annað glæsilegt tilboð frá sérfræðingnum. Það var að skilja við mig. Þá skyldi henni verða séð fyrir fari fyrir sig og börnin til Noregs, og þennan kost hefði hún valið. Þá var það ég einn sem átti að flytja nauðungarflutning norður. Datt mér nú i hug að leita á náðir svokallaðra kommúnista, sem þá voru víst ekki i miklum metum og hataðir af flestum og þeir björg- uðu mér frá þessu aumkunar- verða hlutskipti. Sú saga verður ekki rakin hér, en satt að segja reyndust þeir mér vel. Nú gengu einhver dulin öfl að því með harðfylgi að skilja okkur hjónin. Þess skal getið að þessi hjónaskilnaður, átti þrátt fyrir allt ekkert skilt við ósamkomulag okkar. Það var engin gremja lijá konunni í minn garð. Skilnaður- inn var þvingaður fram af ómann- úðlegum og skilningslausum vald- höfum. Þessu til staðfestingar skal hér tilfært það sem kona mín sagði við mig að skilnaði: „Þetta lagast allt sarnan. Þú kemur aftur til Noregs“. Konan fékk auðvitað yfirráðin yfir börnum okkar. Og búslóðina fékk hún líka. Tilfinningum mín- um um þetta leyti ætla ég ekki að lýsa. Eg var lamaður. Ég stóð eftir allslaus á götunni. Húsnæðislaus, atvinnulaus, sviptur fjölskyldu minni og ástvinum. Síðan hef ég ekki litið glaðan dag.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.