Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.04.1978, Page 10
Þetta er nafnspjaldiö af Jose Fernandes og Hudsoninum sem hann gaf mér og baö mig að birta fyrir alla muni. áður sumt þaö verið talið upp sem ástæöa er til að skoöa. Það er gamall siður í Funchal að skemmta m.a. ferðamönnum á þann hátt aö draga þá á eins konar sleðum niður þar til gerða steypta stíga á fleygiferð, marga kílómetra leið. Tveir eða fjórir fílefldir karlar stjórna hverjum sleða og finnst ferðamönnum þetta hin þekkilegasta skemmtun. Þá er annað einkennandi fyrir Madeira og það er að fara í ökuferðir þar sem uxum er beitt fyrir vagnana og notfæra sér þetta margir. Um Funchal má einnig lengi reika á björtum sólardegi. Um þröngar götur, um blóma og grænmetismarkaðinn og flóa- markaöinn, í verzlanir með fyrsta flokks varning á boðstólum og síðan er hægt að setjast niður og horfa á blómaskrúöið og blíðuna í kring. Madeirabúar fannst mér glaðlegri og hressilegri í fasi en til dæmis Algarvebúar. Þar er t.d. mun þyngra yfir fólki í klæðaburði og framkomu. Það var nánast undantekning að sjá konur svartklæddar á Madeira, þó svo að gamlar væru og kannski ekkjur. Cristina Teixeira segir mér að staöa konunnar fari batnandi einkum meðal yngri kynslóðarinnar. Og að konur í Portúgal hafi mun meiri og almennari rétt en víöa í Suðurlöndum, svo sem t.d. á ítalíu og í Grikklandi. Þegar farangurinn týnist... Auðvitað getur maður ekki fengið allt. Það er augljóst. En á leiðinni með TAP-vélinni til Madeira á laugardags- morgni í febrúar var ég einmitt að hugsa um hversu undur notalegt yrði að koma þangað, njóta sólar og huggulegheita. Mér var í boði Portugala búin gisting á Sheraton, svo að það gat væntanlega komið sér hentuglegar aö ég hafði fest kaup á finnskum kjól áður en ég fór heiman, svo að ég gat dulítið fínað mig til á kvöldin. Viö flugum loks yfir Madeira, ég var enn í sama sólskinsskapinu fegurðin blasti við þegar niður var horft og flugvélin lenti mjúklega; fólk klappaði saman lófunum, þau viðbrögð munu eftirstöðvar af slysunum tveimur í nóvem- ber og desember. Þaö eru sennilega fleiri en ég sem heita á guð og góðar vættir viö lendingu á Madeira, en allt gekk þetta dægilega. Eftir slysin hefur líka veriö hert mjög á eftirliti meö ferðum þangað og reyndustu flugmenn einir fljúga á Madeira. Og svo stökk maður léttur í lund út úr vélinni á gallabuxum og blússu og jakka og hlakkaði til að komast á hótelið, fara í bað og hafa fataskipti og skreppa síðan út endurnærður á Minibílnum. Og upp- götvar þá að farangurinn er alls ekki með. Eg hafði sett handfarangur með líka til að þurfa ekki að vera að rogast með myndavél og fleiri græjur, það haföi þessar afleiðingar, nú var allt horfið, vítamíntöflur hvað þá annað. Ég hafði ekki annað en það sem ég stóð í og veskiö mitt, að vísu með vegabréfinu. Óneitanlega setti þetta mig dálítið út úr fókus. Á hótelinu var mér tekið hughreystandi og sagt þaö biði eftir mér stóreflis blómvöndur. Og taskan kæmi alvég áreiðanlega á morgun. Svo að ég ákvað aö slá þessu upp í grín og fara í Pollyönnuleik, sem varð að vísu æ flóknari eftir því sem fleiri farangurslausir dagar liðu. En ég sveiflaði mér inn í Sheratongrillið og í Næturklúbbinn á gallabuxunum og þýzku brókaöiklæddu konurnar horfðu á mig dolfallnar. Ég lét þaö ekki á mig fá, enda kæmi farangurinn á morgun og ég myndi bara þvo blússuna mína í kvöld. Þegar ég fór frá Madeira fimm dögum síðar var farangur minn enn ekki mættur til leiks. Engin tækifæri hafði ég til aö skarta finnska fínerískjólnum mínum. Þegar ég kom til flugvallarins frétti ég að farangurinn minn hefði fundist eftir mikla leit. A Azoreyjum. Svo barst telex þegar ég var stödd á vellinum að töskurnar yröu nú snarlega sendar til Funchal kvöldiö eftir. Ég bað stúlkuna blessaða að spara TAP ómakið, nú væri ég sumsé aö fara til Lissabon og einfaldast að senda dótið þangað, Penta hótel, takk fyrir. En það var ekki við það komandi. Farangur minn var sendur til Madeira og var þar yfirgefinn í flugstöðinni í tvo sólarhringa. Þá loksins tókst aö ná honum á ný til Lissabon og var það þó ekki fyrr en eftir að Ivan Blovsky framkvæmdastjóri Penta- hótels og eiginmaöur Evu Mariu vinkonu minnar hjá Fundo, hafði gengið í málið og krafist framsals farangursins. Þetta farangursleysi skyggði óneitan- lega nokkuö á Madeiradvölina. Ég varö dálítið örg út í elskulegu móttökumennina á Sheraton sem sögöu mér í óspurðum fréttum á hverjum morgni aö nú hefðu þeir hringt út á flugvöll og ekkert væri að frétta af farangrinum enn. Það var ekki fyrr en ég kvaddi aö þeir greindu mér frá því að ég skyldi athuga þetta þegar út á völl kæmi — þeir hefðu nefnilega aldrei náð sambandi við flugvöllinn. Ef ég hefði ekki verið með fangiö fullt af orkideum og öðrum göfugum Madeirablómum sem elskulegir vinir mínir höfðu fært mér til að gleðja mig í farangurs- og reyndar sólarleysinu hefði ég sennilega hvæst geðillskulega. En með fangið fullt af blómum er ekki hægt aö hvæsa. Svo að ég fór frá Madeira, jákvæð, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika og ekki haföi allt verið skipulagt eins og ég hefði viljað. En góöviljaðir og hjálpfúsir aðilar sem ég hafði hitt og hef hér minnst á nokkra höfðu gert sitt til að dvölin yrði hin ágætasta. Ég fullyrði að á Madeira er fólk almennt bæði Ijúft og hjálpsamt og það er fengur að því að kynnast því. Og seinna fer ég þangað aftur. Þá verður vonandi meiri sól en síðast og þá týnist farangur- inn minn vonandi ekki aftur. Guömundur Marteinsson „Að hafa vit fyriralþýðunnr Hugleiöingar í tilefni af rabbþœtti Því frelsið eitt er háski og hefndargjöf án bróöurþels til allra og alls, er lifir, Tómas Guðmundsson. „ÍSLAND ER BESTA LAND í HEIMI (og íslendingar mikil menn- ingarþjóö). Nýjasti vitnisburður um hvorttveggja er eftirfarandi: Á þessum vetri hefur grimmdar- frost og stórhríö dögum og jafnvel vikum saman lamaö þjóðlíf í Vesturheimi og orðiö fjölda fólks aö bana. Stórflóö í vestrænum og suörænum sólarlöndum, Kalíforníu, ítalíu og fleiri löndum, hafa valdið svipuöum usla. Þjóöir í Afríku og Asíu berast á bana- spjótum. En þaö sem einna helst hrjáöi íbúa eyjarinnar nyrst í Atlantshafi á þorranum 1978 var þaö, aö þeim var meinaö aö sjá í kvikmyndahúsi japanska klámmynd, sem aö dómi útlendings aö nafni Vulgaris er slíkt yfirþyrmandi listaverk, aö engin sönn menningarþjóö getur veriö þekkt fyrir aö láta hana óséöa!“ Þaö sem hér aö ofan er tilfært innan tilvitnunarmerkja setti undirritaöur á blaö í þorralok (ekki á góunni), einungis sjálfum sér til skemmtunar. En rabb-þáttur Lesbókarinnar á pálmasunnudag, „Aö hafa vit fyrir alþýöunni", varö mér hvatning til þess aö biöja höfund þess þáttar og ritstjórnarfulltrúa Lesbókarinn- ar aö Ijá mér rúm til skoðana- skipta viö hann í rabb-þættinum eöa e.t.v. annarsstaðar í Lesbók- inni. Ég les ávallt meö athygli þaö sem Gísli Sigurösson leggur til mála, hvort heldur er í rabb-þætt- inum eöa annarsstaöar í Lesbók- inni, því aö venjulega finnst mér skrif hans skemmtileg og einkenn- ast af heilbrigðri skynsemi. En í þetta skipti sýnist mér hann skjóta yfir markið ef svo mætti segja. Þátturinn jaörar við lýðskrum og smjaöur viö „blessaöa elsku alþýöuna". ■ Þaö er ákaflega vinsælt aö prédika frelsi og frjálsræöi á öllum sviöum. Ef „bróöurþel til allra og alls er lifir“ væri almennt ríkjandi í heiminum, mætti vissulega fækka boðum og bönnum til stórra muna. En á þaö skortir tilfinnanlega, svo sem dæmin sanna daglega. Rabbhöfundur nefnir nokkur dæmi um þaö sem hann kallar „landsföðurkomplex og bannást“, en um þriðjungur þáttarins er áróöur fyrir því, aö á Alþingi veröi samþykkt lög, er leyfi sölu á sterkum bjór og hálfsterkum, og bendir höfundur á auövelda leiö til lögbrota gegn því sem hann kallar „þetta fáránlega bann“. Þaö er ekki ætlunin meö þess- um línum aö taka afstööu til bjórbannsins, en bent skal á, aö um þetta mál eru mjög skiptar skoöanir meöal „blessaörar elsku alþýöunnar", og gæti jafnvel veriö aö fjölmargir foreldrar barna og unglinga væru síður en svo hlynntir því aö þessu banni væri aflétt. Hér er því naumast sérstak- lega um „landsfööurkomplex" aö ræöa. Þaö er nú einu sinni svo, eins og höfundi umrædds rabb-þáttar er vissulega Ijóst, aö þaö getur veriö varasamt að gleypa viö öllu sem „þykir sjálf- sagöur hlutur í öllum siömenntuö- um og þróuðum löndum". (En sjálfsagt er erlendum feröamönn- um sem vanir eru bjórþambi vorkunn aö fá hér engan bjór sterkari en Egils-pilsner eöa Sana-Thule). Ég sagöi hér aö framan, aö mér finndist hafa veriö skotiö yfir markið. Meö því vildi ég sagt hafa, aö vissulega geta bönn gengiö út í öfgar og gera þaö óspart í einræöisríkjum, bæöi rauðum og svörtum. En „meö lögum skal land byggja", og landslög eru samfelld upptalning á því sem má gera og því sem skal gera og því sem er bannaö í hlutaöeigandi þjóöfélagi. Framhald á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.