Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Side 3
Ég fann að ég varð að hefna mín. Það var eins og einhver djöfull hefði tekið handfylli í hárið á mér, og öskrað: „Leibus nú er tími til hefnda!“ honum, baöaöi hann og greiddi hár hans. Hann gat ekkert melt, og kastaöi öllu upp jafnharöan. Sjúkdómurinn breiddi sig líka út í fæturna á honum, svo hann gat ekkert gengiö. Ég varö aö færa honum alla hluti, og í hvert skipti sem hann sá mig, þá horföi hann á mig eins og ég væri skítur. Stundum var hann búinn aö þreyta mig svo, aö mig langaöi til aö hlaupast frá honum alla leiö á heimsenda. En hvernig er hægt aö yfirgefa fööur sinn? Svo ég þjáöist í kyrrþey. Síðustu vikurnar voru hrein- asta helvíti, pabbi bölvaöi og hljóöaöi í senn. Ég hefi aldrei heyrt jafn hræöileg blótsyröi. Lippe bróöir rak inn hausinn tvisvar í viku, og spuröi brosandi „Jæja þá, hvernig líður þér, pabbi? Ekkert betri?, og um leiö og faöir minn leit hann, þá Ijómuöu í honum augun. Ég hefi fyrirgefið honum, og ég vona aö Guö geri þaö líka; skilur maður annars hvaö þaö er, sem maður er aö gera? Þaö tók föður minn tvær vikur að deyja, en ég get ekki fengið af mér aö lýsa kvölum hans. Hvenær sem honum varö litiö á mig, brann reiðin úr augum hans: Eftir jaröarförina fannst erföaskrá hans undir kodda. Ég var settur hjá. Lippe bróðir fékk allt, húsið, hand- kvörnina, bollaskápinn, fatakistuna, jafnvel diskana. Öllum í bænum okkar blöskraöi og menn sögöu, aö svona erföaskrá væri ógild. Þaö var jafnvel hægt aö finna dæmi uppá þaö í Fræöum okkar. Þaö var fariö fram á þaö viö Lippe aö hann léti mig hafa húsiö, en hann bara hló aö því. Þess í staö seldi hann þaö undir eins, og flutti handkvörnina og húsgögnin heim til sín. Ég fékk bara koddann. Þetta er sannleikurinn hreinn og einfaldur. Megi ég sjálfur vera jafn hreinn, þegar ég kem fyrir auglit Herra míns. Ég byrjaöi svo aö vinna hjá trésmiö, en bar svo lítið úr býtum, aö ég haföi hvorki í mig né á. Ég var látinn sofa í kofaskrifli. Lippe haföi gleymt því, að hann ætti bróöur. En hver heldur þú aö hafi látið lesa úr Helgiritunum fyrir fööur okkar? Það voru alltaf einhverjar ástæöur fyrir því, aö Lippe gat ekki gert það. Ég bjó í bænum, þaö voru ekki nógu margir menn til þess aö vinna viö mylluna, þaö var of langt fyrir hann aö fara til bænahússins á laugardögum. í fyrstu fjargviöraöist fólk yfir því, hvernig hann kæmi fram viö mig, en þegar frá leiö, fór þaö aö tala um aö hann hlyti aö hafa sínar ástæöur. Þegar einhver hefur oröiö undir, þá hafa allir gaman af aö traöka á honum. Ég var þegar hér var komiö, ekki lengur ungur, en ennþá ókvæntur. Mér haföi vaxiö skegg, en enginn hugsaöi um konuefni handa mér. Ef hjúskapar- miölari heföi komið til mín, þá heföi hann ekki haft meitt uppá aö bjóöa annað en dreggjarnar af dreggjunum. En hvers vegna ætti ég aö neita því, aö ég varö ástfanginn. Stúlkan var dóttir skóviögeröarmanns, og þaö var vani minn aö horfa á hana, þegar hún var að hella út skólpinu. En hún trúlofaöist beyki. Hver vill eiga munaöarleysingja? Ég var enginn bjáni, og þetta særöi mig. Ég gat oft ekki sofiö um nætur. Ég kastaöi mér til og frá í fletinu mínu, eins og ég væri meö hita. Hvers vegna? Hvað haföi ég gert á hluta fööur míns? Ég ákvaö aö hætta aö láta lesa úr Helgiritunum, en samt var næstum liðið ár, án þess aö úr því yrði. Fyrir utan þaö, hvernig'getur þú hefnt þín á þeim, sem dauöur er? En lofaöu mér nú aö segja þér, hvaö kom fyrir. Þaö var eina föstudagsnótt, aö ég lá í hreysinu mínu undir hefilspónahrúgunni. Ég haföi unniö mikiö síöustu dagana, og byrjaö í dögun. Ég haföi ekki einu sinni haft tíma tii aö fara í baöhúsiö. Ég vann viö. kertaljós, og andvirði kertanna var dregiö frá kaupinu mínu. Á föstudögum fengum viö engan miödegisverö, þaö var gert til þess aö viö hefðum betri lyst á Sabbatsmiödegisveröinum. En kona trésmiðsins skammtaöi mér alltaf minni miödegismat en hinum. Hver fyrir sig, fékk vænt, fallegt fiskstykki, en ég fékk sporöinn, beinin voru oft nærri búin aö kæfa mig. Súpan var vantsborin, og kjötskammturinn minn var læriö af hænunni meö sinatægjum. Og þaö var ekki aöeins þaö, aö ég gat ekki tuggiö þaö, heldur líka hitt aö heföi ég rennt því niður, þá heföi minni mitt sljóvgast, eftir því sem Fræöin okkar kenna. Ég fékk ekki einu sinni nóg af kökunni. Eins var meö öll sætindu. á þeim fékk ég aldrei aö bragöa. Svo ég varö aö fara sársvangur í fletið. Þaö var vetur og bitur kuldi í hreysinu mínu, og mýsnar voru hærðileg plága. Ég lá í hefilspónahrúgunni með druslur ofan á mér og brann af reiði. Þaö sem mig langaði til var aö ná mér niðri á honum Lippe bróöur mínum. Mér datt Havele líka í hug, því gætir máski búist viö, aö mágkona þín væri þér betri en bróöir þinn. En hún haföi aöeins tíma til aö hugsa um sjálfa sig og litlu dúkkurnar sínar. Ef þú heföir séð, hvernig Havele klæddi sig, þá heföi þér ekki dottiö annað í hug en hún væri heföarkona. Þá sjaldan hún fór í samkunduhúsiö til þess aö vera viö giftingu, bar hún hatt meö fjöörum. Hvar sem ég kom þá heyröi ég talað um hvar Lippe heföi keypt þetta og hvar Havele heföi keypt hitt. Þeirra aöal iðja virtist vera aö dekra viö sjálf sig. Fyrst fékk hún sér kápur úr skunkskinnum, og litlu seinna aöra úr refaskinnum. Hún gekk um til aö sýna sig, klædd pelli og purpura, meöan ég lá í fleti mínu eins og hundur, þjáöur^ af hungri. Ég bölvaöi þeim báöum. Ég baö til Guös, aö hann sendi þeim allar upphugsanlegar plágur. Og aö lokum kom svefninn til mín, hægt og hægt. En þegar ég vaknaöi aftur, var nóttin aöeins hálfnuö, og ég fann aö ég varö aö hefna mín. Þaö var eins og einhver djöfull heföi tekið handfylli í háriö á mér, og öskraö: „Leibus nú er tími til hefnda!" Ég stóö á fætur, og í myrkrinu þreifaði ég fyrir mér eftir poka, og fyllti hann meö hefilspónum. Svona hlutir eru fyrirboðnir á Sabbatsdegi, en ég haföi gleymt trúarbrögöum mínum. Áreiöan- lega heföi ég veriö haldinn af illum anda. Ég klæddi mig hægt og rólega, tók pokann meö hefilspónunum, tvo tinnusteina og kveik, og læddist út. Ég ætlaöi aö kveikja í húsinu hans bróöur míns, myllunni, kornbúrinu, öllu. Þaö var þreifandi myrkur úti, og ég átti langa leiö aö fara. Ég hélt mig fyrir utan borgina, og lagöi leiö mína þvert Framhald á bls. 15 Ingibjörg L. Harðardóttir í LEIKHLÉI Kniplingarnir á svuntunni hennar eru alltaf jafn hvítir þegar hún færir okkur kaffiö aö borðinu. í eyrum hennar óma setningar snillinganna en samt breytir hún aldrei um svip. Þaö rignir létt þokan sleikir rúöurnar og Ijósin úti eru stór eins og tungl og svanurinn á tjörninni eins og hvítur depill í myrkrinu eins og tilfinning fullkominnar hamingju. HEIMA Rökkriö í forherberginu eftir langa útiveruna er eins og heit þögn. Flökktandi birtan af deyjandi teljósinu gerir árstíöir Thorvaidsens ávalar á dökkgrænum veggnum. Jón frjálsi í MINNINGU HESTS Skotið glumdi í ókunnu húsi. Dökk hestsaugun full trúnaöartrausts til mannanna brustu. Ef til vill var síöasta minningin þín um fyrsta vorið þegar þú lékst í iðgrænum haganum í fjarlægri sveit grunlaus um illsku mannanna. TRUFRELSI Þeir segja hann vitskertan því hann vill ekki fara í stríö og segja aö fyrir tvö þúsund árum hafi byltingarmaður í Gyöingalandi boðaö mannkyni bræöralag og friö því sé hann kristinn. í nótt tóku þeir hann og fluttu burt. í dag syngur presturinn hátíöarmessu. Aö gefnu tilefni. SOKNUÐUR Allir hlökkuðu til þess dags aö þú kæmir og dagurinn kom. En vonbrigðin byrjuöu strax viödvölin var stutt og slitrótt Svo hvarfstu á brott um nótt án þess aö kveðja. Eftir grúföi svört sorgin og nísti hjörtun. SAMLIKING Græn stráin féllu aö jöröinni eins og ráövillt mannkyniö sem hefur trúað moröóðum stríösmönnum fyrir tilveru sinni en skilur ekki fyrr en um seinan aö þeir ætluöu alltaf aö svíkja LfFIÐ. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.