Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Page 7
Garðar og gróður Garðurinn er dýrðlegur — en því miður er hann ekki notaður I>órhallur IlaKdórsson í Grundarjíarði. Hann hir<Mr hann og fleiri ^arða á vesíuni horjíarinnar. í Grundarsíarðii Grasflöt. litskrúð- usí hlómaheð ok hekkir í skjóli. En þetta framtak horiíarinnar virðist lítils metið <>Sí fáir koma í Síarðinn. Um Grundargarð og fleiri slíka garða á vegum borgarinnar og hvað ef til vill vœri hægt að gera til þess að koma í veg fyrir að þeir verði hliðstæða við rykfailnar stássstofur Hljómskálagarðurinn og Klambratúnsgarðurinn blasa við frá nálaegum umferðargötum og vegfarendur sjá útundan sér, að þar er allt harla gott — að einu undanskildu: Næsta sjaldgæft er að sjá fólk í þessum göröum borgarinnar, jafnvel þótt blíðuveö- ur sé Garðar borgarinnar eru raunar fleiri. Flestir munu þekkja Laugar- dalsgarðinn, sem er talsvert sóttur, en færri vita um tilvist Grundar- garðs, sem er við Grundargeröi í Smáíbúöahverfi. Þessi garður er minni en hinir og hann blasir hvergi við frá alfaraleið; sést til dæmis ekki frá Miklubraut eða Grensás- vegi, þótt hann sé aðeins steinsnar frá þessum fjölförnu leiðum. Ástæðan til þess að minnst er á Grundargarð hér er sú, aö í sumar hafði áhugasöm kona úr næsta nágrenni við garðinn samband við blaöið og kvað ómaklegt, aö aldrei væri vakin athygli á því merka starfi, sem þar væri unnið. Sá er þetta ritar, vissi þá ekki einu sinni að bletturinn sá arna væri til, en var þar þó á ferðinni með mynda- vél áöur en blóm og annar garðagróður sölnaði meö öllu. Þá kom í Ijós, að ábending konunnar var í hæsta máta réttmæt. Hér hafði verið búin til dálítil perla með alúö þess, sem hlýtur að tala við blómin svo þau verði fallegri eins og sumar myndarlegar húsmæður ku gera. Grundargarður er til kominn vegna „Grænu byltingarinnar" sem svo var nefnd, en skipuleggjari hans og höfundur er Hafliði Jónsson garöyrkjustjóri Reykjavík- urborgar, sem unnið hefur frábært starf. Þegar gengið er um garðinn núna, er næsta furðulegt, hvað hann er ungur. Byrjaö var 1972, en verkiö unnið f aðalatriðum 1973 og 74. Stærðin er rúmur hektari, eða 11.500 fermetrar. Stærsti hlutinn af þessu flatarmáli fer undir grasflatir, nokkuö undir grósku- mikil skjólbelti og fegursti hluti garösins er blómahóll, afmarkaöur með skjólbeltum og gefa myndirn- ar einhverja hugmynd um hann. Blómin eru víst flest komin úr Grasagaröinum ú Laugardal, þar sem geröar eru tilraunir með fræ erlendra blóma, runna og trjáa. Þær tegundir, sem hafa staðið sig í þrjú ár í Grasagarðinum, hafa til dæmis veriö fluttar í Grundargarð. Þarna er snyrtilega aö öllu staöið. Þórhallur Halldórsson, sem hirðir garðinn og fleiri garöa raunar, á heiöur skilið fyrir framúr- skarandi natni, sem lýsir sér hvarvetna í garðinum. Þórhallur er Vestfirðingur að upþruna, frá Arnargerðareyri í Norður-ísafjarð- arsýslu og bróðir Baldvins leikara Halldórssonar. En því miður; aðeins sárafáir koma í þennan garð. Hann blasir við úr fáeinum húsum í Smáíbúða- hverfi og hlýtur að vera íbúunum þar kærkominn. Svo langt er síöan Smáíbúðahverfið byggöist, aö barnafólk er þar ekki til muna, en hugsazt gæti aö það notaöi frekar garð af þessu tagi. Gallinn er sá, að ekki er hægt aö hlaupa með hann uppí Breiðholt, þar sem viðkoman er nú um stundir, og ætla mætti að hann yrði notaður. Enginn treystir sér til að svara þeirri spurningu, hversvegna garð- ar eins og Klambratúniö og Grundargarður eru ekki notaðir aö sumarlagi. í erlendum borgum er krökkt af fólki í hliðstæðum göröum og Hafliði garðyrkjustjóri segir, að algengara sé, aö fólk af erlendum uppruna komi og dvelji í Laugardalsgarðinum um helgar en innfæddir íslendingar. Þetta getur verið spurning um uppeldi og vana; erlent stórborgafólk á trúlega ánægjulegar endurminningar um helgarferðir í hina gamalgrónu garða. Með aukinni bílaeign Reyk- víkinga, er trúlegt aö margir vilji heldur aka eitthvað og komast út í náttúruna. Þar er hægt að vera í sólbaöi ef verkast vill, sitja við læk eða ganga á fjall. Jafnvel að sparka bolta. Kannski er mergurinn málsins sá, að fólki þyki ekki freistandi að fara á helgum í skrúðgarða til þess eins að spásséra elleger leggjast niður stundarkorn, ef veðrið býöur uppá slíkan lúxus. Á bílaöld er spurning, hvort garöar af þessu tagi eru ekki tímaskekkjufyrirbæri. Svo fáir iðka rölt um grasflatir nema gamalt fólk svo og þeir sem barnavögnum aka. En eins og áöur er að vikiö; barnafólk bjó í Smáíbúðahverfi fyrir aldarfjórðungi og á morgun veröur það kannske ekki lengur í Breiðholti. Skrúðgarður sem.útivistarsvæði nær tæpast tilgangi sínum á íslandi samtímans, nema þar sé eitthvaö viö að vera; eitthvað, sem hægt er að skemmta sér við og fjölskyldur geta stundað sameiginlega, ungir sem gamlir. Ekki er vanzalaust, aö ekki er einn einasti tennisvöllur til í höfuöborginni. Það er þó íþrótt, sem hægt er að iöka sér til hita, þegar ekki er hægt að liggja útaf. Einu sinni var til tennisvöllur vestur á Melum og einu sinni var til Tivoli, þótt ófullkomið væri, en margur rnaðurinn á sælar bernskuminning- ar úr Tivolí í Vatnsmýrinni. Badminton er svo sjaldan hægt að leika úti við af veðurfarsástæð- um, að það kemur tæpast til greina. Talað var um nýlega að koma upp stuttum golfvelli í Laugarnesinu, en svonefndum pitsvöllum, þar sem einungis er slegiö stutt högg af teig á flöt, væri mæta vel hægt að koma fyrir á Klambratúni til dæmis og víöar. Einnig væri hægt að kQma upp sjálfstæðum púttflötum, þar sem hægt væri að leika 18 holur, ellegar minigolfi, sem víða er mjög vinsælt og öll fjölskyldan getur tekið þátt í. Á þetta er bent ef vera mætti að eitthvaö slíkt drægi fleiri að görðunum en nú er raunin á og ætti ekki að þurfa að spilla þeirri ræktun, sem þar fer fram. Vissulega er góöra gjalda vert aö koma upp skrúðgörðum meö skjólbeltum og litskrúðugu blóma- hafi. En sú spurning hlýtur að vakna, hvort réttmætt sé að leggja í þann kostnað, þegar jafnvel sárafáir leggja leið sína þangaö þessa fáu daga, sem sumarið stendur. Gísli Sigurösson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.