Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Page 10
Þaö virðast aöeins nokkur ár síðan, aö „hin Ijúfa Vín“ varö aö „gráu Vín“, borg meö gömlum viröulegum minnisvöröum sem haföi aldrei alveg vanist hlutverkinu sem höfuöborg lítillar þjóðar. Unga fólkið flúöi burt til annarra borga, þar sem glaumurinn og lífshraðinn var meiri. í hinum fögru listigöröum fyrrverandi keisaraveldisins Habsburg, þar sem einstaka göngugarpur og ferðafólk raska ró gamla fólksins sem er í yfirgnæfandi meirihluta. Eftir að lifa af hungriö og hörmungarnar í heimstyrjöldinni síðari, virtist eina lífsglaöa borgin leggjast í slen eins og harmi slegin ekkja. „Langsam aber sicher — hægt en örugglega, eins og Vínarbúar segja — hefur borgin tekiö stakkaskiptum, sem er aö þakka stefnu stjórnarinnar og aukinni velmegun. Þetta er ekki slæm breyting, engar himinháar skrifstofubyggingar sem standa í þyrpingum eins og í miöri Lundúnaborg, né nokkuð svo djarft og Beauborg listasafniö í París. Þvert á móti, hefur þetta nýja andlit Vínar oröiö til þess að uþphefja gömlu byggingarnar. Og þessi nýi borgarandi skilur glögglega hvaö og hver borgin er. Feröamenn eru enn aðal-tekjulind Vínar. Menning gömlu borgarinnar sem laðar fólk að sér og þ.á.m. tónlistin, hefur ekki misst neitt af aðdráttarafli sínu. Hofburg, stór og glæst, og eitt sinn samastaöur keisaraveldis, laöar ennþá aö sér fjölda ferðamanna sem reika um meöal glitrandi fjársjóöa í Schatzkammer, fylgjast lotningarfull meö hinum nákvæmu æfingum meö Lippinzzaner hestana í Spánska reiðskólanum, og hlusta meö andakt á drengjakór Vínar syngja viö messu í Hofburg kapellunni. Þaö sem hefur tilfinnanlega breyst, er umhverfið í kringum þessa gömlu staði. Innri borgin, gamli hlutinn sem er tengdur hinni iöandi Ringstrasse á þrjá vegu og Dónár-skurðinum á þann fjóröa, er að gangast undir eftirtektarveröa mynd- breytingar. Hin nýtískulega Kárn- tnerstrasse, hin fræga Grabe, Kohlmarkt og allt torgiö kringum Stefáns-kirkjuna, hafa verið breytt úr svælandi umferðar- götum í skemmtilegar göngugötur. Wolfgang Windþrechtinger arkitekt, sem teiknaöi göturnar skýrði svo frá: „Það var spurning um aö brjóta niður margar fagrar byggingar og láta vélmenn- inguna vinna, eöa taka vélarnar úr umferö og láta gangandi vegfarendur fá götur þar sem þeir geta gengið um, hitst, skoðaö og setiö á kaffihúsum. Viö völdum síöari kostinn". Viö framkvæmdirnar hafa marg- ar byggingar aöalsmanna í „Innri borg- inni" verið endurbættar, nýjum húsgögn- um hefur veriö komiö fyrir aö húsin máluð í Ijósum litum eöa hinum skæra „keisara- lega“ gula lit sem er einkennandi fyrir „hiö gullna tímabil" Vínar. Efri hæöunum hefur verið breytt í leikhús, hljómleikasalj, fundarsali ríkisstjórnarinnar og klúbba. Á neðri hæðunum eru glæsilegar lista- og Skrifstofuhúkn Samcinuöu þjóöanna á hiikkum Dónár cr því miður eins ok aðrir nútíma kastalar. Kártnerstrassc þar scm cr friðland fyrir hílaumfcrð ok ilmur liðinna datíaj Sumarkonscrt í hinni ííla-stu Schiinhrunn-hiill. Austurríki NÝTT ANDLIT A GOMLU fornsölur, sælgætlsbúöir, verslanir fullar af fínum leöurvörum og dýrum fatnaði. Eigandi einnar verslunarinnar sagöi meö aðdáun: „Þaö eru svo miklir peningar í þessari borg aö þú myndir ekki trúa því“. Allsnægtirnar eru augljósar í Ríkisóþer- unni, þar sem vel klætt fólk spásserar um í hléum, drekkandi kampavín og nartandi kavíar. Á toppnum er samt sem áður ekki lögö áhersla á auðinn eöa skemmtanirnar. Undir Leopold Gratz borgarstjóra, sem er mjög vinsæll stjórnandi sem tók viö embætti árið 1973, hefur borgin lagt mikiö fé í þarfir almennings, þ.á.m. leikvelli, sundlaugar og nýtt neöanjaröar- lestar-kerfi — sem byrjaö var á undir stjórn borgarstjórans á undan — hefur oþnaö fyrstu línuna. í þorg þar sem eldra fólk hefur veriö óvenju fjölmennt — 38% af íbúunum eru yfir fimmtugt — hefur borgarstjórnin hafið herferö í þá veru aö láta börnunum finnast þau vera velkomin. Borgin hefur greitt fyrir sumar-prógröm meö allskonar tómstundaiðkanir fyrir börn og unglinga, frá útilegum til róðrarbáta og auglýsingaherferö er hafin til aö milda harðgeröa öldunga. Ein auglýsingin sýnir börn sitjandi á tröppum og undirskriftin er: VIO ERUM ADEINS BÖRN. REYNIO AD SKILJA OKKUR. Hinir fullorðnu hafa líka ýmsar skemmtanir sem borgjn tekur þátt í aö borga. Otihljómleik- ar á vegum borgarinnar eru haldnir yfir sumarmánuöina, og maöur þarf aöeins aö stíga upp í sporvagn til aö komast í Vínarskóginn. Þar er uppáhaldsstaöur þeirra sem vilja boröa úti, göngumanna og náttúru-unnenda. Á veturna eru skíðabrekkurnar öllum frjálsar. Vín er líklega ein af fáum stórborgum heimsins, þar sem glæpir eru á undan- haldi. Hæöni örlaganna getur hafa haft áhrif á stefnuna: Hryðjuverkamenn Araba rændu ráöherrum olíuframleiösluland- anna er þeir þinguöu í borginni áriö 1975 og ránið á milljónamæringnum Walter Palmers áriö 1977, varð til þess að öryggisráðstafanir voru auknar og fleiri lögregluþjónar voru sendir á göturnar. Óbein en velkomin afleiöing þessa hefur veriö markanleg minnkun á stór-glæpum, sérstaklega moröum, kynferðisglæpum og ránum. Hiö nýja líf Vínarborgar er í þaö minnsta aö hluta að þakka, hve Austurríki gekk auöveldlega að ná sér upp úr stöðnuninni sem náöi yfir alla Evrópu 1974—‘75. Efnalegt ástand borgarinnar er einkenni- legt samband af jafnaöarstefnu og framtakssemi. Til aö bæta viö tekjurnar, hafa til dæmis, bæöi ríkis- og borgar- stjórnin hvatt til endurvakningar á hinu gamla hlutverki Vínar sem gestgjafi fyrir ráðstefnur og fundarhöld allskonar, hvaðanæva úr heiminum. Ríkisstjórnin er að reisa þyrpingu tignarlegra og nýtísku- legra bygginga viö Dóná, sem verður kölluð „U.N. City“ — Borg Sameinuðu þjóöanna — Áætlað er aö þeim veröi lokiö í byrjun ársins 1979, hún mun hýsa ýmsar stofnanir á vegum Sameinuðu þjóöanna — sumar veröa fluttar þangaö frá New York og Genf — og einnig veröur þar stór ráðstefnu-miöstöö. Auk þess er Vín viöræðustaöur á milli Nato og Varsjárbandalagsins um „Gagnkvæmt hernaöarjafnvægi í Evrópu" og samastaður olíuframleiöslulandanna. Þaö er ómögulegt aö endurreisa hina gullnu daga frá árunum 1814—‘15, þegar Metternich prins var gestgjafi stórvelda Evrópu meöan þingið í Vín gerði nýjan uppdrátt af Evrópu eftir stríö Napoleons. En hinir erlendu gestir sem stefnt er saman í borginni um þessar mundir eru orðnir innilegir aðdáendur hennar. „Vín er vöknuö”, segir Marie-Therese Nobel, spönsk starfsstúlka hjá lönaöarþróunar- stofnun Sameinuöu þjóðanna. „Hún er stórborg Evrópu meö stórkostlegt menningarlíf, heimsborgaraleg, umkringd óspilltri náttúru, örugg og fögur borg, sem hefur haldiö mannkyninu í réttu hlutfalli“. Hver sú borg sem hefur náö þessu takmarki, þarf ekki aö láta sig dreyma um keisaraveldi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.