Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.11.1978, Side 13
Rósa haföi Þaö verk meö höndum aö færa sýslumanni kafli f rúmið á morgnana og næsta morgun var hún snemma á (ótum, sá að sýslumaður var kominn og útbjó katfi handa honum að venju og gekk með Það inn og sér bá konuna liggja hjá honum í rúminu og var hún sofandi, en Páll vakandi, horfði i augu Rósu og segir: „Einhvern tíma var bér nú ætlað aö sofa parna“. — Rósa setti bakkann viröulega frá sér og gekk út. tjálr honum, aö hun sé oröin barnshalandi og Ijóst er aö hún hefur vonast ettir samúö og tilhlýöilegri tillitssemi frá sínum fyrrverandi kærasta. Þaö bendir mjög til þess aö honum hafi variö máliö meir en lítiö skylt. Hins vegar er svo þaö, aö Rósa haföi einmitt tekiö þá ákvöröun aö láta ekki bera á ástarævintýri þeirra, svo aö þaö kastaöi ekki skugga á hjónabands- hamingju Páls og haföi hún einmitt fært kennt og vandræöalegt án allra tilþrifa og ævintýriö hverfur alveg og byrjun harm- leiks Rósu, hverfur á sama hátt, en aö þessu mun ég víkja síöar. Harmsaga Rósu heldur áfram í hjónabandinu vió Ólaf smiö. — Hún sinnir öllum störfum sveitakonunnar meö dugnaöi og atorku, Bn lifir í andlegu tómarúmi. — Hún er alltaf jafn fórnfús og hjálpsöm viö þá sem bágt eiga og þeim Ólafi farnast vel. Þau biuQQu á Snæringsstööum í 1—2 ár, en „Páll og Anna Sigríður eru skráð burtflutt frá Möðruvöllum 1816. Þau eru því bæði komin að Ketilsstöðum begar Rósa er ráðin bangað árið eftir. — Niðurstaða: Rósa færði sýslumannshjónunum aldrei kaffibollann fræga. Það hefur einhver annar gert... Frásögnin er algjör tilbúningur“. V „Brynjólfur var ekki aö sama skapi ærlegur sagnaritari og hann var skemmtilegur. Hann lét bjóð- söguna um veru Rósu á Ketils- stöðum ráða gegn betri vitund. Hann haföi fengið upplýsingar sem gengu pvert gegn bjóðsög- unni um veru hennar bar og honum hefði veriö auðvelt að sannreyna réttmæti bessara upp- lýsinga með bví aö fletta kirkju- bókum og manntali". Brynjólfur Jónsson frá Minna Núpi er Jóni Ólafssyni eins farið og öfugnafnan- um á Dagblaðinu, Ólafi Jónssyni gagnrýn- anda. Sá getur ekkert lært en herðist í fordildinni. Ég hef engan áhuga á ritstörfum gagnrýnanda þessa. Sá rithöf- undur væri sannarlega illa kominn sem léti sig gagnrýni hans varöa. Ég þekki marga leikhúsmenn en engan sem tekur mark á Ólafi Jónssyni. Ég hirti ekki um að nefna hann hér ef ekki væri náinn andlegur skyldleiki þeirra öfugnafnanna, Jóns Ólafssonar — Ólafs Jónssonar í meðferð „heimilda“. Hvorugum dettur í hug aö staldra viö og spyrja sjálfa sig einfaldrar spurningar: Hvaö hefur Birgir fyrir sér í þessu öllu? Og rannsaka síðan máliö. í ömurlegum dúett þeirra syngur hvor öörum óhreinna. Má ekki á milli sjá hvor hefur getið hinn. Þannig segir Ólafur Jónsson í ritdómi um leikritiö Skáld-Rósu: „í þessum kafla leiksins (þ.e. 1. þætti — innskot mitt) víkur líka Birgir þvert frá aðalheimildinni um þessa atburöi alla, sögu Brynjólfs frá Minna-Núpi, og snýr beinlínis við atburðarásinni frá því sem er í frásögn Brynjólfs. Þar er Rósa frilla sýslumanns á Ketilsstöðum uns hann óforvarandis færir heim eiginkonu í búiö“.....Því miður varð aldrei Ijóst í Iðnó hvað fyrir höfundinum vekti meö þessum tilfæringum". Þarna kveður Ólafur Jónsson sömu vísu og Jón Ólafsson. En þessa röngu sagnfræði um Skáld-Rósu leiðrétti ég í Morgunblaðinu skömmu eftir ritdóms- nefnu Ólafs. Hann rak augun í leiðrétting- una en sjálfsviröing hans er engin: Hann skrifar langhund í Dagblaðiö 28. ágúst síðastliðinn í tilefni útkomu leikritsins í bók. í stað þess að biðja lesendur blaðs síns afsökunar á afglöpum sínum situr hann hnakkakertur í moöreyknum og segir: „Birgir hafnar að vísu hinni dramatísku lýsingu Brynjúlfs á atburöum á Ketilsstööum"... og fylgir í staðinn frásögn Guðrúnar Helgadóttur sem einnig hefur skrifað þátt um Rósu, í „Skáldkon- um fyrri alda“. Hér lætur gagnrýnandi þessi sem svo að umræddar frásagnir séu jafngildar heimildir. Þaö er fölsun: Önnur er rétt. Hin röng. Ég fylgi ekki „frásögn" Guörúnar P. Helgadóttur um þetta, heldur heimildum. Þær eru ekki hennar né mínar. Þær eru skjalfestar staðreyndir. Guörún á hins- vegar miklar þakkir skyldar fyrir þátt sinn um Rósu vegna heimildargildis hans. Ég gekk úr skugga um að hver einasti tilvísun hennar til heimilda er rétt. Þar skilur milli virðingar minnar fyrir heimildum og viröingarleysis öfugnafnanna fyrir þeim. Á fordildarbikkjunni Ólafur Jónsson þekkir ekki umferöar- reglur sagnfræöinnar. Hann þekkir hvorki Stans, aöalbraut, stopp né Akið varlega: Þótt afglapaháttur hans veröi tii þess aö hann dettur af baki, klifrar hann aftur upp á fordildarbikkju sína og heldur áfram gandreiðinni. Trunt. Trunt, segir hann og skrifar í Dagblaösgreininni 28. ágúst: „Aftur á móti orkar sitthvað tvímælis í sögulegri umgerð og aldarfarslýsingu og leiöir af því mótsagnir innan leiks. Einkennilega kemur það fyrir að sýslu- maður á Ketilsstöðum bíöi í fjósbaðstofu í fyrsta þætti.“ — Og enn dettur reiömaður fordildarinnar af baki: — í ævisögu sinni segir Páll Melsted yngri m.a. eftirfarandi um húsakynni á Ketilsstöðum er foreldrar hans komu þangað: „Inn af nyrðri dyrum voru göng, löng og krókótt, til baðstofu. Var hún ákaflega löng og byggð á palli og á vetrin níu kýr undir palli (leturbr. mín).“ — Er ekki furöulegt að hrakfallabálkur þessi — Ólafur Jónsson — telji sig umkominn að gagnrýna sögulega umgerð og aldarfarslýsingu í leikritinu? Meira en furðulegt. Hlægilegt. En kannski er honum vorkunn. „Kannski er öllum mönnum vorkunn," segir Skáld-Rósa í leikritinu. Honum líður illa. Honum líður illa vegna þess að leikritiö hefur fengið mikla aösókn. Ólafi Jónssyni — Jóni Ólafssyni líður báðum illa. Samanspyrtir mega þeir nú dingla í moðreyknum og syngja do re mi fa so la ti do „sagnfræði" sinnar. Hver orti hvað? Spaugilegar þykir mér djúpvitrar upp- götvanir þeirra félaga um persónuna Natan Ketilsson. Þeim þykir minn Natan algjört frat. En nú bregöur svo við að þeir eru ekki sammála um sinn Natan. Þegar annar syngur do syngur hinn fa. Ólafurinn segir að enginn hafi alminlega botnað í Natani (og þá ekki Birgir Sigurðsson). Sjálfur gerir hann þessa stórmerku uppgötvun um Natan: „En er ekki maöurinn allur í sinni eigin góöu vísu“: Hrekkja spara má ei mergð. Manneskjan skal vera hver annarrar hrís og sverð, hún er bara til þess gerð. Jóninn hneykslast hinsvegar og álasar mér fyrir að ég hef, einmitt bent á þessa sömu vísu sem eitt dæmi um persónu Natansl, enda telja sumir þessa vísu eftir Níels skáld. Síðan opnar fyrrum fram- kvæmdastjórinn hrokagáttina til fulls og segir um mig: „Höfundi virðist ekki sýnt um að leita sannana fyrir skoðanamynd- unum sínum.“ — Ekki ætla ég að taka Jón Ólafsson — Ólaf Jónsson mér til fyrirmyndar í því efni. Það eru hinsvegar ekki fréttir fyrir mig að sumir telji þessa vísu eftir Níels skáld. En fréttir vil ég segja Jóni Ólafssyni svo að hann megi enn læra um sjálfan sig og „Sagnfræði-sannanir" sínar: Sem dæmi um hve Natan yrki vel tilfærir hann í grein sinni vísu sem byrjar svona: „Það er feil á þinni mey“. — Leidd hafa verið rök að því að þessi vísa sé eftir mann, sem eitt sinn var nágranni Rósu, Steingrím í Búrfelli! — Hver sannar hvað? Nokkrar af þeim vísum sem Jón tilfærir í greininni og eignar Rósu — án sannana — telja sumir eftir aðra en hana. Svo sem vísurnar: „Verði sjórinn vellandi“, „Ég að öllum háska hlæ", „Man ég okkar fyrri fund“, og að minnsta kosti fjórir höfundar hafa veriö tilefndnir að vísunni „Þó að kali heitur hver“l! Eftir þessa upptalningu og í Ijósi þeirrar afhjúpunar sem hér hefur verið fram- kvæmd á „sagnfræði" Jóns Ólafssonar — Ólafs Jónssonar, verða orð hins fyrr- nefnda: „Höfundi virðist ekki sýnt um að leita sannana fyrir skoöanamyndunum sínum“ skínandi gullkorn: Öfugmæli um mig en sannmæli um þá báða. Og þá er aö gera síðustu úttekt á Jóni Ólafssyni. Hann segir: „Þarna í lok þessa leikrits lætur höfundur Skáld-Rósu leggj- ast svo lágt aö bjóöa skuggalegum og illilegum vinnumanni í djöfuls nafni aö koma og hafa samfarir viö sig. Hvað er þetta eiginlega? Ærumeiðandi álygar í minningu ákveðinnar konu, in casu Skáld-Rósu, undir yfirskyni skáldskapar? Eða hvað?“ — „Ég fullyröi að engin stoð sé fyrir þessum tiltektum höfundar.“ Ég læt lesendur um að dæma hvers virði fullyrðingar Jóns Ólafssonar eru en upplýsi að einmitt það ár, sem atriðið fer fram, var vinnumaður einn á Vatnsenda, nefndur Lækjamóts-Jón. Hann haföi slæmt orð á sér (sagður „brösóttur“ í aths. sóknarprests í viðkomandi kirkju- bók). Þau Rósa og hann fóru saman frá Vatnsenda og var hún í slagtogi meö honum næstu ár. Þar er stoðin fyrir þessu „ógeðslega atriði" sem Jón nefnir í misskilningi sínum og rangtúlkun. Vitvana túlkun hans er honum auövitað frjáls en skáldskapur atriðsins á sér engu að síöur sagnfræðilegar forsendur. Báðum finnst þeim félögum leikritið vont. Þeim er það frjálst. Ég hirði ekki um álit þeirra á skáldskap mínum. í því eru þeir ekki annað en fulltrúar sjálfs sín svo félegir sem þeir eru. Skáldskaparvit þeirra er aö mínu mati jafnaumt sagnfræöivitinu. En það er önnur saga. Guði sé lof að til eru annarskonar menn; að öðrum kosti fyllti moðið allar gáttir sköpunarverksins og vanþekking, skilningsleysi og fordild byrgði mönnum sýn um aldir alda. — Má ég svo í lokin láta í Ijósi þá frómu ósk að menn hafi þaö sem sannara reynist og gangi ekki leiðitamir í kompaní viö moðiö. Hrísey 25. október 1978. Birgir Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.