Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1978, Blaðsíða 4
Gunnar Stefánsson: SAGNASKALD MILLI STRÍÐA Útgáfa Almenna bókafélagsins á skáldverkum Kristmanns Guömunds- sonar má verða tilefni pess að rifja upp feril höfundar og lesa eða endurlesa bækur hans. Á síðari árum hefur ritum Kristmanns lítt verið á loft haldið, enda helztu sögur hans áratugagamlar og löngu horfnar af markaði, en nýrri sögurnar miður vel til pess fallnar að efla hróður höfundar. En með pessari myndarlegu útgáfu er hlutur höfundar réttur og má nú öllum Ijóst vera hvað hann hefur fram að færa. Kristmann Guðmundsson var hinn síðasti íslenzkra höfunda sem gat sér orðstír með pví að semja sögur á erlenda tungu. Og hann var hinn eíni peirra sem ritaði á norsku. Með heimkomu hans og Gunnars Gunnars- sonar í upphafi seinna stríðs, og vígi Guðmundar Kambans við lok pess, er á enda merkilegur kafli í íslenzkri bók- menntasögu. Á þann kafla minnir ritsafn Kristmanns. Hann gaf út á norsku tólf bækur á árunum 1926—38, ellefu skáldsögur. Átta þeirra eru teknar upp í ritsafniö í íslenzkum búningi höfundar sjálfs. Þær sem vantar eru Bjartar nætur, Börn jarðar og Lampinn (1934—36). Eftir heimkomuna tók Kristmann að frumsemja á íslenzku og gaf út fjórar skáldsögur fram til 1952. Tvær þeirra eru ekki teknar hér með, Félagi kona og Kvöld í Reykjavík. Aö vísu er ekki eftirsjá að öllum þessum fimm sögum, en tvær þeirra, Lampinn og Kvöld í Reykjavík eru ekki lengri en svo að þær myndu vel rúmast í safninu ef smásögun- um hefði verið fækkaö nokkuð. Báðar þessar sögur eru góð sýnishorn af ritmennsku Kristmanns og viöhorfum, og einnig betur formaðar og haglegar gerðar en flestar aörar sögur hans. — En sjálfsagt var að nema staðar við Þokuna rauðu. Eftir útkomu hennar verður meira en áratugs hlé á skáldsagnaritun Krist- manns ef frá eru taldar tvær geimferða- sögur. Eftir 1965 hefur hann svo enn birt sjö skáldsögur, þar á meðal eina geimferðasögu í viðbót. í staö inngangs er fremst í ritsafninu birt afmælisræða sem Sigurður Einarsson flutti Kristmanni sextugum (pr. í Félags- bréfi Almenna bókafélagsins 1962) en þess uppruna í engu getið. Greinargerö um skáldsögur Kristmanns hefur enn ekki verið samin né bókmenntasöguleg staða h'ans könnuö. Þau orð sem hér fara á eftir eiga ekki aö vera slík úttekt, en ef til vill gætu þau orðið ábending til bráðabirgða um ieið og blaðaö er í safnriti höfundar. Kristmann Guðmundsson var einn þeirra (slenzku höfunda sem voru ungir og upprennandi viö lok heimsstyrjaldarinnar fyrri. Á bókmenntasviðinu voru Stefán frá Hvítadal, Sigurður Nordal og Davíð Stefánsson helztu boðberar þessara vordaga þjóölífsins með bókum sínum 1918—19. Og þá var einnig ungur piltur, jafnaldri Kristmanns, að gefa út fyrstu sögu sína, Halldór frá Laxnesi. í kjölfar þessara manna komu ýmsir fleiri, og Ijóðabækur ungra skáldefna hrönnuðust upp á næstu árum. Þar á meðal var bók eftir Kristmann, Rökkursöngvar (1922), „kver sem hvarf í straumi annarra áskriftaljóða“, segir Sigurður Nordal í © Vöku 1927. Kristmann hafði veriö á flækingi á unglingsárum og fengizt viö margt, var örsnauður og stríddi viö heilsubrest um skeiö. En hann var staðráðinn aö sækja til skáldfrægðar, og vorið 1924 réöst hann til utanferðar, hélt til Noregs og hugðist gerast rithöfundur á norska tungu. „Heimanbúnaðurinn var svo óríflegur sem verða má“, segir Nordal í áðurnefndri grein. „En Norðmenn reyndust honum góðir viðurtöku, og undir eins og Kristmann eygði einhverja vonarglætu óx honum þrek og kjarkur. Hann hefur unnið sleitulaust í Noregi, lært máliö ágætlega, kynnzt landi og þjóð, lesið og skrifað af kappi“. Það er ekki ofsagt aö Kristmann hafi skrifað af kappi í Noregi. Fyrsta bókin kom út þegar 1926 sem áður sagði, smásagnasafniö Islandsk kjærlighet í fremstu og lengstu sögu þeirrar bókar, Fattige barn, er fjallað um efni sem Kristmann gerði nánast að kjörsviði sínu, unglingaástir. Saga þessi er einföld í sniðum og gædd látlausum þokka, en höfundur hefur aldrei snúið henni á íslenzku. — í þessari bók er einnig kunnasta smásaga Kristmanns, Svona er lífiö (Livet i og for sig) sem Siguröur Nordal tók upp í lestrarbók sína. Þessari fyrstu bók Kristmanns mun hafa verið vinsamlega tekið. „En mér var ljóst“, segir höfundur í greinargerð ritsafnsins, „aö ég yröi að fylgja fast eftir þeim sigri, enda haföi ég nægt efni að moða úr. Skrifaöi ég svo Brúðarkyrtilinn. Þótti norskum gagnrýnendum það góð bók. Seldist hún allvel, og var brátt þýdd á nokkur erlend mál, þar á meðal kín- versku." Brúðarkyrtillinn (1927) bar undirtitilinn Roman fra Island. Bendir það til að nafn íslands hafi þótt til þess fallið að laða menn að bókinni í Noregi. Reyndar kemur fram í viðtökum þeim sem ýmis verk íslenzkra höfunda fengu á Norðurlöndum (t.d. Fjalla-Eyvindur og Borgarættin) að ísland hefur verið spennandi sögusviö í augum útlendra manna. — Og Brúðar- kyrtillinn er átakamikil saga og dramatísk í bezta lagi, sögð af miklu æskufjöri. Hún greinir einkum frá tveim mönnum, draumóramanninum Birni ísleifssyni sem lifir í áformum um framkvæmdir sem aldrei verður neitt úr, og á hinn bóginn Skúla Barðasyni, ungum manni sem sækir menntun í norskan lýðháskóla og kemur síöan heim í sveitina aö hrinda fram þeim umbótum sem héraðið beið eftir. Brúðarkyrtillinn er ofinn úr tveim þáttum: Annars vegar er þessi félagslegi þáttur sem er borinn uppi af bjartsýni ungmennafélagshreyfingar; hún barst einmitt til íslands frá Noregi á fyrsta tug aldarinnar. Hins vegar er stílfærð og einföld sálkönnun sem hlítir þó Ijósum raunsæisrökum, en blandin hæfilegri dul og spennu. Eftir útkomu Brúðarkyrtilsins birti Sigurður Nordal umsögn í Vöku (1927) og segir þar: „Frásögnin er fjörleg og skemmtileg, höfundurinn tekur svo mikinn þátt í örlögum persónanna að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.