Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1978, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1978, Blaðsíða 9
Wf.fliíifitagwaiBis graMBTOXMHiaffSCTg mimiMiri pwiwm—■ miö, lét svo um mælt um afstraktlist ungu mannanna, aö þar væru á feröinni „ung nátttröll". Ugglaust á hann viö, aö þá hafi dagaö uppi í myndgerð, sem búiö væri aö afgreiða. Þó fátt sé nú nýtt undir sólinni, er þó enginn hlutur né stefna svo, aö búiö sé aö afgreiöa hana aö fullu og öllu. Nýir tímar kalla alltaf á endurmat og ný sjónarhorn. Þessvegna er sama hvort menn vinna myndir úr atvinnulífi, af landslagi, úr biblíunni eöa íslendingasögunum eöa afstrakt, — alltaf verður hægt aö nálgast þessi viöfangsefni meö nýrri hugsun og hugsanlega meö nýrri tækni. Þess- vegna er út í hött aö elta ólar viö eitthvað, sem kann aö hafa verið gert áöur og sé gamaldags, — nema það sé nálega kópíeraö og höfundurinn hafi ekkert nýtt til málanna aö leggja. í dægurlagaheiminum er nú sífellt veriö að enduriífga gamlar lummur meö nýjum útsetningum. Og Þórarinn Eld- járn hefur reynt aö endurlífga rímna- formið meö þvi aö yrKja um nútíðarefni. Einu sinni var talaö um, aö skáldsagan væri dauö; nú skrifa ungir menn skáidsögur, sem vekja athygli og eiga erindi. En þeir skrifa ekki amerískar skáldsögur og heldur ekki um fólk í Kína. Sumir íslenzkir myndlistarmenn hafa oröiö fyrir sterkum áhrifum af erlendri list; þaö er síöur en svo einsdæmi. Kunn eru til dæmis þau áhrif, sem myndir Turners höföu á Kjarval. En hann fór ekki aö mála Themsá eða Parlamentiö eöa enska kastala uppfrá því. Þaö er nefnilega eitt aö kunna til verka í tæknilegum efnum og annað að hafa eitthvaö aö segja, sem máli skiptir. Nú þegar þessi tegund afstraktlistar er meö frásagnarívafi og talar meira aö segja meö „nýju myndmáli" eins og þeir segja, er í lófa lagið aö láta hana veröa annaö og meira en dauft bergmál af því sem búiö er aö gera í útlöndum. Ekki er þarmeö verið aö biöja um neinskonar þjóðlega útgáfu; hinsvegar veröur góö list alltaf þjóðleg eins og oft hefur veriö hamrað á. Afstraktlist ungu málaranna, sem þó eru ekki svo bráðungir lengur, er oftast meö þeim hætti að hún gleður augaö; hefur skreytigildi og stundum kann hún aö vekja spurningar. Almennt mun fólk ekki vant myndum af þessu tagi og vafasamt aö nokkur þori aö gefa sextugum góöborgara eina slíka í afmælisgjöf. Þegar bezt lætur er samsetningurinn myndrænn, en oftast mjög í ætt við auglýsingaplaköt. Þaö er út af fyrir sig tímanna tákn. En umhverfið hér á norðurhjaranum og íslenzkt mannlíf viröist ekki róta mikiö við þessum ungu mönnum. Þeir minna dálítið á popphljómsveitirnar fyrir nokkrum árum, sem ævinlega sungu sína texta á ensku, því þeir voru á leið út í heimsfrægöina og íslenzkir textar voru ekki rétta leiðin til þess. HÉR AÐ OFAN Tvær myndir eftir Guðberg Auðunsson. Öll verkin, sem hér eru myndir af, hafa veriö á sýningum á Kjarvals- stööum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.