Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 2
Karlakór Reykjavíkur Þýöingar á nokkrum umsögnum um hljómleika kórsins úr kínverskum blöðum. Góö skemmtun í Canton! Efftír Wu Hsian Á fyrstu vetrardögunum í Canton tóku íbúarnir að sjálfsögðu aö kenna kulda. Eigi aö síður voru svo mikil hlýindi í „Vináttuleikhúsinu“ í Canton, aö þaö var sem vorsólin skini. Hljómleikar íslenzka karlakórsins frá Reykjavík, fyrstu íslenzku listamann- anna, sem nokkurn tíma hafa látiö Ijós sitt skína í Kína, hrifu íbúa Canton meö frábærri list sinni og vinsamlegri fram- komu. Lófatak var mikið eftir hvert lag. Kórinn, undir stjórn Páls Pampichler Pálssonar, sem er afar vinsæll hljóm- listarmaöur i landi sínu, söng af mikilli innlifun. Hann söng meira en 20 lög og var nær heilmingur þeirra íslenzk þjóðlög, hvert ööru ólíkara. Þegar kórinn söng „ísland“ (a capella — þ.e. án undirleiks), sem dró upp mynd af frumbyggjendum íslands, er námu landiö fyrir meira en 1100 árum, var auðvelt aö finna hve næman skilning og djúpa ást hann hafði á viðfangsefn- inu og sögu lands síns. Rímnadanslögin, „Siglingavísur“, voru sungin af léttleika, en meö þunga þó í áherzlum og spegluöu á skemmti- legan og myndrænan hátt íslenzka sæfara viö störf og strit. “Þjóöskáldiö" eftir söngstjórann var erfitt lag meö „írónísku" ívafi, en afbragðs vel sung- iö. Þótt máliö væri okkur óskiljanlegt og ókunnugt, voru áheyrendur heillaöir af túlkun listamannanna. Hljómleikarnir náöu hámarki þegar gestirnir sungu kínverska lagiö „Söng- ur skæruliöanna". Framburður þeirra á kínverskunni var nákvæmur og áherzl- ur réttar, enda hlaut kórinn mikiö klapp fyrir og varö aö endurtaka þaö. Ég er viss um að íslenzki kórinn hlýtur aö vera stolt íslendinga. Hann er gott dæmi um boöbera vináttu, sem flytja góöa list til að afla vina, og í því tilliti tókst honum vel. Megi vinátta milli þjóöa Kína og íslands endast til eilífðar. Við óskum listamönnunum velfarnaöar. Suöur-Dagblaðiö, Canton: Fögur list! Söngvararnir okkar í Karlakór Reykjavíkur frá íslandi komu um lang- an veg yfir höf og lönd alla leiö til Canton, einmitt á þeim tíma þegar Krýsurnar (Chrysanthemum) blómstra. Söngur þeirra var líka jafnáhrifamikill og þessara vinsælu blóma. íslenzk þjóölög, eins og „ísland“; „Siglingavísur", „Gleöivísur" og „Nú er ég glaður", svo og mörg fleiri, gáfu okkur innsýn í lífsmynd hinnar vinnu- sömu íslenzku þjóöar. Hljómurinn var svo áheyrilegur og fagur; áherzlur svo hrífandi og jafnvægi milli radda ein- staklega gott, aö veikasti söngur var eins og lækjarniöur; sterkur söngur sem ólgandi hafið í sínu ógnþrungna veldi. Söngur og túlkun sýndu ekki aðeins háþróaöan og listrænan árangur gesta okkar, heldur einnig ást þeirra og viröingu fyrir föðurlandi sínu. Fleiri lög eins og „Fuglinn í fjörunni" (Jón Þórarinsson) og „Svanurinn" (Armas Járnefeldt), voru einnig sungin á hrífandi hátt. Páll Pampichler Pálsson stjórnaöi kórnum af nákvæmni. Hinn djúpi skilningur hans og næmi fyrir hverju lagi fullkomnuöu túlkun kórsins. Það kom sérstaklega fram þegar hann stjórnaöi íslenzku þjóölögunum, en þá virtist sem hann geröi þaö ekki meö höndunum, heldur meö hjartanu, enda söng kórinn þá af hjartans lyst. Sieglinde Kahman, sopran-söng- kona, er miklum hæfileikum búin. Viö einsöng hennar í laginu „Vögguvísa" (eftir Karl O. Runólfsson) var hún ímynd móöurástar. Rödd hennar var innileg og róandi, og viö lágan undir- söng kórsins sáu áheyrendur fyrir sér Efst: Karlakórinn fyrir framan keisarahöllina í Peking. Nasstefst: Vió veizluborö í Canton. Söngstjórinn, Páll P. Pásson, sést lengst til hægri, en fylkísstjórinn situr vió hinn enda borösins, milli Ástvalds Magnússonar formanns kórsins og Ragnars Ingólfssonar. Næstneöst: Kínamúrinn skoöaóur. Hér eru fremst á myndinni Siguröur Björnsson, Hreiöar Pálmason og Sieglinde Kahmann. Neóst. Karlakórinn syngur í Peking. Hjálmar Kjartansson er þarna aö syngja einsönginn í negrasálminum, sem vakti mikla athygli, en Páll P. Pálsson stjórnar. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.