Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Qupperneq 3
lítið barn sofna með bros á vör í
örmum móður sinnar. Hljóðlát og
fögur mynd um hamingjuna.
Tenor-söngvarinn, Sigurður
Björnsson, hefur áhrifamikla rödd.
Þegar hann söng t.d. úr „Sígaunabar-
óninum eftir Franz Lehar, var hún full
af gleði og bjartsýni, en þegar hann
söng íslenzka þjóðlagiö „Bára blá", var
röddin tignarleg og hrífandi meö allt
öðrum hætti. Aheyrendur urðu djúpt
snortnir þegar kórinn söng með mikl-
um tilþrifum hið vinsæla kínverska lag
„Söngur skæruliðanna'1 eftir hið
þekkta, aldna tónskáld, félaga Hue
Luting. Síöast í laginu sameinuðust
söngur og klapp áheyrenda viö mikinn
fögnuð í mögnuöum öldum vináttu.
Á því augnabliki óskuöu eflaust
margir eftir aö þessi vinátta ætti eftir
að streyma óstöðvandi, líkt og vatnið í
Perlu-á (rennur í gegnum Canton) og í
hinum íslenzka Gullfossi.
Dagblað þjóðarinnar,
Peking:
Líkt og mismun-
andi stórar perlur
falli á Jeöe-disk
Snemmvetur færöi okkur í heim-
sókn Karlakór Reykjavíkur frá hinu
fjarlæga íslandi meö tvenna hressandi
hljómleika í höfuöborg Kína. Áheyr-
endur fengu að hlusta á allmörg
íslenzk þjóðlög með fögrum laglínum
og ég verö aö segja, aö þessi kór er
með þeim allra beztu, sem hafa
heimsótt okkur í seinni tíö.
Þótt helmingur kórfélaga sé viö
> miðjan aldur, þá sönnuðu þeir með
hæfileikum sínum á ótvíræðan hátt og
meö frábærri frammistöðu sinni að við
hliö hinna yngri söngvara í kórnum,
stóðu þeir þeim hvergi að baki.
Þegar litið er á tignarlegan stíl og
fágaöa framkomu kórsins á sviði, svo
og listrænan smekk, getur maður ekki
komizt hjá því aö viðurkenna, aö hér
eru á ferðinni þrautþjálfaöir söngvarar
meö sérstakan og óviðjafnanlegan
söngstíl. Hinar einstöku raddlr voru í
fullkomnu jafnvægi og samræmi;
sveigjanlegar í mýkt sinni við marg-
breytileg kaflaskipti. Það sem sérstak-
lega er vert að minnzt sé, er hve
snilldarlegur kórinn var í veikum söng,
þegar jafnvel minnsta hljóð virtist
gegnsætt. Áheyrendur uröu þá líka frá
sér numdir, en áhrifin verkuðu líkt og
bergmál úr fjarlægö eða yndisleg
hljómlist úr Paradísar-draumi.
Einsöngvararnir höföu einnig stór-
kostleg áhrif á áheyrendur og var
þáttur Sigurðar Björnssonar ýmist
með kraftmiklu fjöri eöa hjartfólginni
„rómantík". Söngur Sieglinde Kahman
var tignarmikill og innilegur. Hjálmar
Kjartansson var einn af eldri kórfélög-
unum. Hin djúpa rödd hans hlaut langt
og veröskuldað lófatak. Sömuleiðis
Hreiðars Pálmasonar, sem með látl-
ausum söng sínum hlaut mikið lof
áheyrenda.
í heild sungu einsöngvarar og kór
saman af miklu öryggi og sýndu gott
jafnvægi.
Þessi íslenzki kór hefur náð langt á
braut sinni. Þótt segja megi að þjóöir
landa eins og Svíþjóðar og Bretlands
hafi komizt langt á söngsviðinu, þá er
þaö greinilegt aö íslendingar eru fljótir
aö tileinka sér listir umheimsins.
Hljómleikar þeirra í Kína munu
vissulega auka á og ýta undir góðan
kórsöng í landi okkar.
Þaö er dögun. Lítill fugl syngur á
grein hátt uppi í tré fyrir utan opinn
glugga.
Helga Tómasdóttir er allt í einu
glaðvakandi. Hún vaknar alltaf allt í
einu, er ekki nógu gömul til að
hálfvakna, draga sængina upp fyrir
höfuð og langa til aö sofa lengur, segja
viö sjálfa sig: Annar dagur og allir eins,
hvert er ég aö fara og hvers vegna?
Hún er ennþá ung og óskemmd og
ekkert getur aftrað henni frá aö njóta
hverrar stundar til fulls. En þessi
morgunn er samt frábrugðinn öllum
öðrum morgnum því í dag er afmælið
hennar.
Á stól viö rúmið er kjóll úr fisléttu
efni með blómamunstri og pífum, hvítir
hálfsokkar og lakkskór. Klukkan er
aöeins fimm að morgni og allir í húsinu
eru sofandi, nei, þaö er einhver aö
skrölta niöri í eldhúsi, ah-ha, afi,
auövitaö afi, hann ætlar niður á
bryggju að kaupa fisk. Hann fer
stundum þegar bátarnir koma að og
fær glænýjan fisk í soðið og rabbar um
daginn og veginn, eöa um sjóinn
eiginlega, en sjóinn er dagurinn og
vegurinn hans afa. Hann þekkir þá alla
þessa gömlu kalla, þekkir þá mjög vel.
Stundum þegar Helga hefur verið niðri
á bryggju meö honum hefur hún velt
því fyrir sér af hverju hann þekkir þá
betur en til dæmis mömmu, sem fyrir
utan að vera besta mamma í heimi, er
dóttir hans. Hann sagði það sjálfur og
þaö er þess vegna aö hann er afi
hennar Helgu. Hann hlýtur aö þekkja
þá betur, því það eru einu skiftin sem
Helga heyrir hann hlæja.
Hún flýtir sér í nýja kjólinn og læðist
hljóölega niður stigann, fullorðið fólk
kærir sig ekkert um aö vera vakið
klukkan fimm á morgnana, það hefur
Helga lært af reynslu.
Hún stanzar á eldhúsþröskuldinum,
hvítir og kaldir geislar mogunsólarinn-
ar eru að læðast lymskulega inn um
gluggann, en það er hlýtt í eldhúsinu
og ilmur af nýlöguöu kaffi fyllir vit
hennar. Afi stendur viö eldavélina, hár
með breiðar, lotnar herðar. Hann lítur
út undan sér á Helgu og tekst ekki sem
best aö fela brosið. Hann segir ekkert
en það gerir ekkert til, hún býst ekki
viö hrósyrðum yfir nýja kjólnum og
spariskónum, því afi hefur aldrei neitt
aö segja um nýja kjóla og segir aö
lakkskór meö ristabandi séu slæmir
fyrir fæturnar og ber hné séu slæm
fyrir hvern sem er. Litlar telpur eiga aö
hans áliti að vera í þykkum uppháum
sokkum allan ársins hring. Ef til vill
hefur hannn rétt fyrir sér, en Helga
hefur engan tíma til aö velta því fyrir
sér, í dag er afmælið hennar og hún
ætlar að vera í sparifötum allan
guöslangan daginn.
Afi hefur enn ekki sagt neitt, en hann
setur annan kaffibolla á borðið og
nokkrar tvíbökur í viðbót viö þaö sem
fyrir er á kökudisknum meö rósunum
á. Helga lokar hurðinni hljóðlega og
sest á stól viö boröiö og hún veit að
hún fær eins mikiö af tvíbökum og hún
vill og hún getur drukkiö tvo kaffibolla
og meira aö segja dýft ofaní. —
Mamma segir að kaffi sé óhollt fyrir
börn og að það sé dónalegt að dýfa
ofaní. Hún veit líka að hún fær aö fara
niöur á bryggju aö kaupa fisk, hún þarf
ekki að spyrja og henni finnst að það
sé enginn í heiminum nema hún og afi.
Gatan er auð. Helga hoppar og
skoppar og reynir að komast í takt við
löng, þung skrefin hans afa, en þaö er
erfitt, það er alveg ómögulegt. Hún
reynir tvö skref í takt við eitt, en, nei,
Smásaga
þaö er ekki hægt svo hún heldur bara
áfram að hoppa og skoppa meö litla
mjúka hendi í stóru hendinni hans afa
meö höröum lófa og gulbrúnt, hrukkótt
hörund á handarbakinu. Hendin hans
afa grípur svo fast aö það meiöir
svolítið, stundum, en það gerir ekkert
til, eiginlega er það best því að ef
maður dettur, maður dettur, aldrei
alveg, maður bara hrasar.
Bátarnir eru sem óöast aö koma að
landi, sumir eru byrjaðir aö landa og afi
hoppar niður í einn þeirra og byrjar að
króka fiskana. Stórir beittir krókar eru
kræktir undir hökuna á aumingja
fiskunum og þeim er hent upp á
bryggju. Helga vill ekki horfa á og hún
sest aftur í skut og leggur kinnina á
byrðinginn á bátnum og horfir skáhallt
yfir spegilsléttan sjóinn þar sem fjöllin
standa á haus, hún dýfir hendinni í
sjóinn, ah, sjórinn er kaldur og loftiö
angar af þangi og seltu. Helga er að lifa
eina af þessum örfáu hamingjustund-
um sem gefa lífinu gildi, en hún er of
ung til aö skilja það, hún bara nýtur
þess. Þegar hún er nógu gömul til aö
skilja hvar er hún þá, hefur hún ekki
veriö tekin of langt frá því til að hugsa
um þaö. En hún skilur samt aö allir
þessir stóru fiskar eru slorugir og að
það er slor á þóftunni sem hún situr á,
kjóllinn hennar er svolítið skítugur og
skórnir hennar líka en það er ekki svo
slæmt því þaö er hægt að þurrka og
pússa lakkskó en hvaö gerir maður við
slorugan kjól. Þung undiraldan vaggar
bátnum og geislar morgunsólarinnar
eru ekki lengur hvítir og kaldir heldur
hlýir og bjartir og Helga hættir að
hugsa um skítugann kjólinn. Hún hefur
hendina hangandi í svölum sjónum
meö vangann á byröingnum á bátnum
og rauöglóandi sólina skínandi allt í
kring og það er afmælið hennar í dag.
Afi er að kalla, það er tími til aö fara
heim. Helga stendur upp af þóftunni og
klifrar upp á bryggju þar sem afi bíður.
Hann hefur þrjá fiska festa upp á vír,
vírinn er stunginn í gegnum augun á
þeim og þeir hanga á hausnum. Helga
haföi oft veriö í fiskbúð og séö vír
stungið í gegnum grá, slikjuö augu
fiskanna, en augun í þessum fiskum
eru ekki slikjuö þau eru blágræn og
vakandi og það fer kuldahrollur um
Helgu, kannski afi hafi rétt fyrir sér og
litlar telpur ættu aö vera í háum
sokkum allan ársins hring.
Helgu langaði að segja mömmu frá
fiskunum og fjöllunum sem standa á
höföi í sjónum, en mamma hafði sett á
sig stóra, hvíta svuntu og hafði engan
tíma til aö skilja. Hún var að reyna að
vera ekki reið yfir skítugum kjólnum,
en Helga vissi aö hún var reið, hún
haföi þennan „hvar í ósköpunum hefur
þú veriö barn?“ svip, en hún sagði
bara, „hvert fórstu?" og Helga sagöi:
„Niöur á bryggju með afa, “ Og
mamma sagöi. „Ó, já auðvitað," og
Framhald á bls. 13