Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 5
VEGIR Á
BOKASSA-
STIGINU
Einatt er í stjórnarsáttmálum
látin í Ijósi ósk um vegi meö
bundnu slitlagi. Mergurinn málsins
er þó sá, aö pólitískur vilji er ekki
fyrir hendi, þegar á reynir. Ef svo
hefði verið í alvöru, þá byggjum við
nú viö vegi, sem stæðu undir nafni,
hringinn í kringum landið. En þegar
til þess kemur að gera átak á
einhverjum fjölförnum kafla, rísa
þeir upp sem standa að kotrassa-
stefnunni og benda á einhverja
Víkurskarðsvegi eða fjallaskörð,
sem endiiega verður að afgreiða
fyrst. í þéttbýli þar sem álagiö er
mest, gengur yfirleitt verst að koma
sjálfsögðum hlutum í kring. Nægir
að benda á þær fáránlegu króka-
leiðir, sem tengja saman nálæga
byggðakjarna svo sem Garðabæ
og Breiðholt.
Pólitískur vilji hefur beinst að
skæklatogi og misnotkun á að-
stöðu, svo sem að ráðast í Borgar-
fjarðarbrú, þegar Ijóst var að fyrir
sama verð mátti setja bundið
siitiag á þjóðveginn langleiðina frá
Reykjavík til Akureyrar. Ekki virðist
það hrófla hið minnsta við pólitík-
usum, þótt þeim sé margbent á
þjóöhagslegan ávinning af vegum
með bundnu slitlagi. Sá ávinningur
er sannanlega svo stór, aö arðbær-
ara fyrirtæki er vandfundið.
Til að mynda veröur orkueyðsla
um 20% minni við akstur á vegum
með bundnu slitlagi, sem þýðir að
miðlungsbíll með 10 lítra eyðslu á
hundraðiö á mölinni, fer niður í 8
lítra á alvöruvegi. Þá er slit öku-
tækja um 70—80% minna og
mestu munar á hjólbörðum, eða
allt uppí 180%.
Niðurlæging þjóðarinnar að
þessu leyti hefur komið einstaklega
skýrt fram nú í vor. Langsamlega
minnst er gert fyrir malarslóðana á
því svæði landsins, þar sem um-
ferðin er þyngst og mest, nefnilega
í Borgarfirði og á Suðurlandsund-
irlendi. Sá eini slóði, sem á að heita
að til sé austur að Geysi og
Gullfossi, hefur langtímum saman í
vor verið gersamlega ófær venju-
legum fólksbílum. Samgönguráð-
herrann hefði átt fullt í fangi með
að brjótast á Blazernum sínum yfir
Grímsnesiö ellegar Skeiðin, hvað
þá hinir, sem aka á minni bílum og
verða að ná saman liði til að ýta yfir
svöðin. Á þessum fjölfarnasta
ferðamannavegi landsins er
ástandið svo bágborið, að eitthvað
sambærilegt er vandfundið í víðri
veröld. Því til sönnunar skal bent á,
að nú mun aðeins hægt að finna
tvö vanþróuö Afríkuríki, þar sem
ástand vega er svipaö eöa verra en
á íslandi. Annað er frumskógaland-
ið Zaire, sem fyrrum hét Congo, —
og hitt er Miðafríkulýðveldið marg-
rómaða, þar sem negrakeisarinn
Bokassa ræður ríkjum; hann er
sem sé sá þjóðhöfðingi, sem helzt
ætti að vera hægt að bjóða íökuför
um landiö án þess að skammast
sín.
Þegar hin árlega og árvissa
drulla er í hástigi, er vertíð hjá
útgerðarmönnum vörubíia vítt og
breitt um landið. Hér sunnanlands
tíðkast að sturtað sé grjóti einu
saman í foraðið og fæst með því
urð eins og sést á myndunum til
vinstri. Aðeins lítillega er jafnað úr
hrúgunum og verður að fara yfir
þær meö ýtrustu gætni eftir að
komið er framá sumar.
Útgerðarmenn vörubíia væru illa
staddir margir hverjir, ef vegirnir
væru ekki á Bokassa-stiginu. Öðr-
um bíleigendum erj/ert sem erfiðast
fyrir og finnst íslenzkum pólitikus-
um, að ekki dugi minna en jaðra
við heimsmet á þremur sviðum til
þess að hagur bíiakandi fólks verði
sem verstur. í fyrsta lagi mætir
skattaáþjánin kaupandanum um
leiö og hann kaupir bílinn. Af
miðlungsbíl, sem kostar nú um 6
milljónir króna, hirðir gírugur
ríkiskassinn 4 milljónir. í öðru lagi
er verðið á bensíni eitthvað nærri
þvíað vera það hæsta, sem þekkist
á nokkru byggðu bóli. í nýjasta
bensínverðinu fólst 10 milljarða
skattaauki, en ekki fer ein króna af
þeim skattaauka í vegagerð. Og
það að bensínreikningurinn er orð-
inn einn stærsti liðurinn í búskap
hverrar fjölskyldu, helgast ekki af
háu innkaupsverði og okurverði á
Rotterdammarkaði, heldur því okri
sem ríkið stendur fyrir, þegar það
hrifsar í skatta 241,38 krónur af
hverjum bensínlítra. Aðeins liölega
þriðjungur, eða 37,3% af bensín-
verðinu, fer þó til veganna.
Þá er þriðji þátturinn eftir; sjálf
samgöngumannvirkin, vegir og
brýr, — lífæðar nútíma þjóðfélags.
Við værum langt komin með bund-
ið slitlag á alla vegi, ef hlutur
ríkisins í bensínverðinu einu, hefði
runnió til þess arna. En þar vantar
mikið uppá.
Stundum er eins og allir skilji
alvöru þessa máls nema þeir, sem
geta haft áhrif á það. Þó brá fyrir
óvenjulegri og lofsverðri glætu á Kj
þessu vori, þegar Sverrir Her-
mannsson tók sig til og beitti sér jj
fyrir því að Byggðasjóður úthlut-
aði 700 milljónum til vega.
Trúlega væri annaö upp á ten-
ingnum ef menn skildu almennt
brýna nauösyn þessa máls til jafns
viö Sverri. I hressilegri grein um
vegamál, sem nýlega birtist í Morg-
unblaðinu, klikkti hann út meö
eftirfarandi niöurstööu: „Ömur-
legast er þó ef varanleg vegageró lí
lendir áfram í útideyfu fyrir kjaftæði
upphlaupsmanna og kjarkleysi
stjórnvalda. “
Sagan sýnir ao það er helzt,
þegar einstakir dugnaöarmenn
eins og Sverrir taka sig til að §)
eitthvaó gerist. En það er misjafnt
hvermg dugnaöurinn nýtist. Ólafur §
Ketilsson hefur orðið að láta sér \
nægja að þruma yfir þeim í ráðu-
neytunum og stundum lesið Stóra-
sannleik inná band og afhent þeim.
Hann veit hvar skórinn kreppir að;
hefur enda aliö aldur sinn á malar-
ruðningunum. Halldór E. Sigurðs-
son hefur það framyfir Ólaf að hafa
verió þingmaður og ráðherra og
með dæmafárri frekju og þröngsýni
tókst honum aö fá því framgengt
að ein brú væri látin ganga fyrir
miklu brýnni verkefnum. Betur að
Ólafur hefði verið á þingi og
Halldór ekið Laugarvatnsrútunni.
Verður skrönglast yfir hálfófæra
malarslóð að Geysi og Gullfossi
árið 2007, — á 100 ára afmæli
slóðarinnar, sem rudd var með
skóflum og hökum í tilefni af
konungskomunni 1907? fiær sú
auglýsing á aumingjaskap okkar aö
standa enn um hríð, að spottinn
austur á Þingvelli sé moldargata,
þar sem ekki sér handaskil fyrir
mekki, ef þornar af steini. Verður
hvorki þrot né endir á sljóleika
þeirra, sem við höfum kjörið til að
fara með þessi mál? Mér er til efs
að dygði, þótt landsmenn byðu
fram sparifé sitt í örvæntingarfullri
tilraun til að fá samgöngur að
nútímahætti. Pólitíkusar mundu
benda á einhverja Fjallabaksvegi
og Víkurskarðsleiðir, sem yrði að
klára fyrst.
Meö sömu forsjá er líklegast að
við veröum áfram á Bokassa-stig-
inu — höldum okkur við slóðana í
tvennum skilningi.
Gísli Sigurösson