Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 6
BALDUR OSKARSSON og BERNHARÐUR GUÐMUNDSSON
JÚLÍUSI
NYERERE
„bónbjargamanninum mikla“
Tilefni þessarar greinar er aö síöla vetrar birtist í Lesbók þýdd grein úr þýzku
vikublaöi um þjóöhöföingja Tanzaníu, Júlíus Nyerere, þar sem hann var
nefndur „bónbjargamaöurinn rnikli". Var þar lýst ýmsum stjórnarathöfnum
og fjárútvegun forsetans á fremur neikvæöan hátt, en greinin var þýdd og
birt í góöri trú, því blaöiö er virt. Þeir Baldur Óskarsson og Bernharöur
Guömundsson hafa báöir veriö í Tanzaníu og þekkja ástand mála þar af eigin
raun. Finnst þeim ómaklegt, aö Nyerere sé lýst á svo neikvæöan hátt, því
hann sé meö merkustu leiötogum Afríku.
Til
varnar
Fyrir nokkru birtist hér í Lesbók
Morgunblaðsins allharðorð grein um
þjóöarleiðtoga Tansaníu, Julíus Nyer-
ere, undir fyrirsögninni „Bónbjarga-
maöurinn mikli“. Grein þessi bar ekki
höfundarnafn né heldur var þess getið
aö þetta væri þýðing. Lá því beinast
við aö ætla að hér væru túlkuö viðhorf
og skoðanir Morgunblaðsins. Til allrar
hamingju kom í Ijós viö nánari eftir-
grennslan aö greinin var þýdd úr
þýska blaðinu Stern. í greininni er litið
á málefni Tansaníu frá sjónarhóli sem
ekki er réttlætanlegur að okkar mati
og dregin upp mynd af leiötoga
landsins og öllu ástandi þar sem okkur
virðist vera fráleit. Byggjum við það á
reynslu okkar sem tíðir gestir og
búandi í landinu um skeið.
Litiö frá öðrum sjónarhól
Nú er það mála sannast að margir
fletir eru á fyrirbærum lífsins. Þaö skal
þess vegna ekki dregið í efa að sú
mynd sem lesendur Lesbókarinnar
fengu í greininni af Nyerere forseta er
sannferðug frá sjónarhóli nýlendu-
stefnu vestræns nægtaþjóöfélags.
Hinsvegar lítur málið alltöðru vísi út
frá sjónarhóli Tansana sjálfra og þeirra
er meö þeim hafa starfað. Við teljum
okkur skulda þaö hinni tápmiklu tans-
önsku þjóð, sem bauö okkur til
samfélags og sams*arfs, að kynna
lesendum Morgunblaösins aðstæður í
Tansaníu svo sem heimamenn sjá
þær. Aö því leyti hefur hin skaölega
þýska grein gert gagn aö hún gaf
okkur ástæðu ærna til þess að koma
eftirfarandi leiðréttingum á framfæri.
Skilyröí fyrir
þróunaraöstoð
Greinarhöfundur telur að Tansanir
eigi ekki skiliö svo mikla fjárhagshjálp
sem þeir hafi hlotiö, vegna þess aö
þeir uppfylli ekki nein skilyrði fyrir
þrónuarhjálp að hans mati. Þessi
skilyrði eru síöan talin upp: og þau eru
m.a.:
— að landið sjái iönaðarríkjunum
fyrir bráðnauðsynlegum hráefnum.
— að landfræðileg lega landsins sé
mikilvæg hernaöarlega.
— að ríkið sé sérlega vinveitt
vestrænum þjóðum.
— aö landinu sé vel stjórnað og
hjálpin komi í góðar þarfir.
Auk þess er greint frá því aö
Nyerere sé haldinn miskunnarlausri
drottnunargirni, einnig hringhugasýki.
Höfundur spyr hvort hann sé ekki líka
haldinn stórmennskubrjálæði.
Það er ekki gerlegt að elta ólar við
hinar fjölmörgu afdráttarlausu stað-
hæfingar greinarinnar, sem allar eru
meö grófu neikvæðu formerki. En eitt
getum viö ekki látið vera aö benda á.
Uggvænlegur
misskilningur
í greininni kemur fram grundvall-
armisskilningur á hugtakinu þróunar-
aðstoð að okkar mati. Samkvæmt
greinarhöfundi skal veita aöstoð til
þess aö efla gjafarann, svo að hann fái
„bráðnauðsynleg hráefni“ styrkari
hernaöarlega stööu og eigi öruggan
hauk í horni og þakklátan þar sem
viötakandi sé. Þetta viöhorf hefur
reyndar allar götur veriö nefnt ný-
lendustefna og felur einfaldlega í sér
að rík þjóð hagnýtir sér gögn og gæði
minnimáttar þjóðar, sem er vanþróuð
í tæknilegu tilliti. Aðferðin er að gefa
ögn svo að hægt sé að hrifsa meir, og
sá ríki verði enn ríkari.
Markmið raunverulegrar þróunar-
aðstoðar er hinsvegar að nægtaþjóð
miðlar gæðum sínum með þeim þjóð-
um sem minna hafa, til þess að þær
geti orðið sjálfstæðar, efnahagslega,
stjórnmálalega og menningarlega.
Hugarafstaða
íbúar hinna ríku Vesturlanda eiga
ekki þær nægtir sem þeir hafa tekiö í
arf. Afrakstur jaröarinnar er væntan-
lega eign allra íbúa hennar. Því getur
það ekki verið siðferöilega réttlætan-
legt aö íbúar einnar þjóðar hrifsi til sín
gæði annars lands undir yfirskini
þróunaraöstoöar, þannig aö íbúarnir
þar haldi áfram að búa við mjög
skertan hlut.
Raunveruleg þróunaraðstoö, sem
auövitaö er aðeins molar sem falla af
nægtaboröi Vesturlanda, beinist aö
því að jafna mannleg kjör. Slík þróun
er ekki aðeins tæknileg og efnahags-
leg, heldur verður hún aö fela í sér
breytingu á hugarafstööu veitanda
sem þiggjanda, þannig aö þeir líti ekki
á sig sem slíka, heldur sem samstarfs-
aðila viö aö koma á réttlæti.
Hafi tekist að rækta slíkt viöhorf hjá
svonefndri vanþróaöri þjóö, er umtals-
verður sigur unninn. Eftirleikurinn, hin
tæknilega þróun, er allur auöveldari.
Okkur er næst aö halda aö einmitt
þetta hafi leiðtogum Tansaníu tekist
betur en flestum öðrum forystumönn-
um Afríku. Veronica Swai leiðtogi
lúterskra kvenna í Tansaníu tjáöi
þennan veruleik hvað best með ein-
földum orðum og hlýju festulegu brosi
sínu:
„Við erum aö vísu fátæk — ennþá,
en viö erum stolt og þakklát að vera
frá Tansaníu."
Orsakir fátæktar
En af hverju er þá Tansanía meöal
fátækustu landa heims þrátt fyrir hið
óhemjulega fé sem þaö fær sem
þróunaraöstoö, er spurt í grein Les-
©
yjSem sósíalisti veit ég ekki hvort
Guö er til eða hvort líf er aö loknu
þessu. Sem kaþólskur maður hins
vegar veit ég að Guð er. Ég trúi því,
og hér er um að ræða trúaratriði en
ekki vísindi. Þess vegna ákærum við
kommúnista fyrir aö gera pólitík aö
trúarbrögðum.Éfi
bókar. Og þar lætur svariö ekki á sér
standa: „Þaö er Nyerere sjálfur. Hann
er glöggt dæmi um það aö sósíalismi
geti ekki einu sinni á 20 árum breytt
landi til hins betra.“
Þetta er mjög fávísleg fuliyröing,
þótt ekki sé meira sagt. Þaö er aö vísu
rétt að Tansanía er í hópi fátækustu
ríkja veraldarinnar. En þar er ekki við
Nyerere að sakast. Ástæöur þess eru
margvíslegar. Þar er fyrst til aö taka að
stærstur hluti Tansaníu er háslétta,
þurr og illa til ræktunar fallin. Landið
er gífurlega víöáttumikið, eöa næstum
10 sinnum stærra að flatarmáli en
ísland, enda stórir hlutar þess óbyggö-
ir. í Tansaníu hefur um aldir verið
stundaöur sjálfsþurftarbúskapur, ým-
ist af Bantu-negrum sem lagt hafa
stund á akuryrkju af ýmsu tagi, eða
Nilótum og Níló-hamítum, ættuðum úr
Norður-Afríku og reika um meö hjarðir
sínar á hinum þurru steppum. Enda
var landnám Evrópubúa mjög óveru-
legt í Tansaníu miðaö viö nágranna-
löndin, svo sem Keníu og Uganda, þar
sem landið er frjósamara og mun
betur til ræktunar falliö. Málmar og
auðlindir af því tagi eru mjög
óverulegar. Vert er þó að geta auðugra
fiskimiöa í Indlandshafi. Þau hafa um