Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1980, Page 13
APRÍL- DAGUR Sérhver mánuöur ársins býr yfir sínum sérstöku töfrum, þ.e. a.s. ef veðurfariö er „eins og það á aö vera.“ En oft er því nú ekki að heilsa hér á okkar landi þar sem duttlungar veöráttunar geta oröiö meö þeim eindæmum aö hlýindi og vorblíða ríkja á jólaföstu, en grenjandi stórhríð, þegar komiö er fram í júní, a.m.k. á Norður- landi og þarf ekki aö sækja dæmi um slíkt úr minnum elztu manna. En ef allt er meö felldu og grannt er að gáö má finna í hverjum mánuöi birtu, dimmu, liti, litleysi, lykt eöa andblæ, sem hvergi getur átt heima nema þar. í janúar skynjum viö hvernig hver dagur lengist um eitt hænu- fet, guit og fölt sólskin er einkenni febrúar, marz er langur, kaldur og þræsingslegur, en þá fara líka völd birtunnar stórum vaxandi og alltaf finnst mér miklum áfanga náö á ársferöinni, þegar ekki þarf lengur aö kveikja viö kvöldmat- arboröiö. í apríl fer maöur að finna fyrir lífinu, sem blundar í trjám og runnum. Fyrir nokkrum vikum uþplifði ég einn fallegasta apríldag, sem ég man eftir. Viö ókum austur fyrir fjall og upp í gegnum Þrastaskóg. Hlýtt aprílregn haföi þvegiö kaldan marzgrámann af trjá- og runnagreinum og alveg ótrúlegt litaskrúö blasti viö. Lauflausir víöirunnar skörtuöu í fjölmörg- um litbrigðum frá Ijósgulu, gul- brúnu, brúnu, rauöbrúnu og alveg upp í fagurrautt. Gamla, íslenzka birkiö , sem lætur ekki voriö hagga sér fyrr en í allra lengstu lög, var enn svart og jók meö því á fjölbreytni litanna ásamt fagur- ' , ■? í L a\fs|p Á ÁRITRÉSINS grænum furutrjám, sem komu vel undan vetri. Ljósir asþarstofn- ar bættu sínu viö svo og skærgr- ænn mosi og hlýr vorblámi fjar- lægra fjalla kórónaöi myndina. Þessi aþríldagur var alveg eins og hann átti aö vera. Og nú er kominn júní, Ijós- grænn meö nýju grasi og ungum laufum, sem gægjast út úr brumi sínu enn einu sinni. Viö vonumst eftir mikilli sól á sundum, hlýjum júlí meö blóma- og laufaskrúði, kyrrum ágúst meö áfengri tööu- angan, september meö „hundr- aðlitum haustskóginum," stjörnubjörtum nóvember og des- ember meö jólasnjó. Þannig lítur óskalistinn út. Samt skal ekki gleymt aö viö búum á íslandi, þar sem allra veöra er von allan ársins hring. En ég vík aftur aö áðurnefnd- um apríldegi. Viö höföum sannar- lega ekki þvílíkt litaskrúö og í Þrastaskógi fyrir augum alla leiö- ina þennan sunnudagstúr. Lita- skartið þar mátti nær eingöngu rekja til trjáa og runna þótt lauflaus væru, sem þar hafa fengið aö vaxa friðuð auk þeirra tegunda, sem menn hafa plantað þar, svo sem furu og aspar. Allt ööruvísi var um aö litast strax og kom út fyrir giröinguna. Þar stóöu svartir, nagaðir runnastubbarnir upp úr vorfölri sinunni. Okkar ferð var heitið á lítinn landskika, sem viö höfum haft yfir aö ráöa um þriggja ára skeið. Þegar viö fengum land þetta í okkar hendur, óx þar ekki fljótt á litiö annaö en gras, örlítið berjalyng og fáeinir grávíöibrúskar, nagaöir og bitnir af sauðfé. Okkar meining er aö stunda þarna dálitla skógrækt til skjóls og ánægju og höfum viö holað niður nokkrum hundruðum trjá- og runnaplantna, sem enn eru lág í loftinu og lítinn lit farin að setja á landið. En þaö skemmtilegasta er kannski aö eftir aö viö girtum, hafa grávíöibrúskar komið víöar og víöar í Ijós og örgrannur, villtur víðir, sem ég veit ekki einu sinni hvaö heitir, hefur teygt sig upp úr grasinu. Ekki mátti á milli sjá, hvort gladdi okkur meira þennan apríldag, hnegg hrossagauksins eöa ofurlítill grávíöiteinungur meö fagurgrænum rekli, sem mont- aöi sig á grastó við litla lækjar- sprænu. Viö vorum örugg um hann fyrir sauöfé og hestum inni á girtu landinu. Anna María Þórisdóttir Afmælis- dagurinn Framhald af bls. 3 þaö var þá sem Helga hélt aö kannski heföi hún bara átt að sofa og ekki fara á fætur og fara niöur á bryggju meö afa, en það er afmælið hennar í dag og allir vinir hennar og frændur og frænkur mundu koma í eftirmiödags- kaffi og það veröur heitt súkkulaöi drukkiö úr sparibollum. Helga mundi heldur vilja drekka úr málinu sínu því sparibollarnir hennar mömmu voru svolítiö valtir og þaö má ekki hella niöur. Heitt súkkulaöi sötrað í gegnum þeyttan rjóma var eitt þaö besta sem Helga gat hugsaö sér, en maður veröur aö gera þaö voöa varlega því súkku- laðið er stundum of heitt og þegar maöur hefur brennt sig á tungunni, þá finnur maður ekkert bragö. Helga varö aö fara í gallabuxur á meöan mamma hennar þvoöi kjólinn. Hann var hengdur til þerris úti í porti. Helgu þótti gaman aö hjálpa mömmu viö dagleg störf og eitt af því sem hún fékk aö gera var aö hengja þvott til þerris. Varö hún þá aö standa á kassa sem geymdur var aðeins til þessara þarfa. Viskustykki og vasaklútar voru hennar verkefni, sparikjóll var alltof vandasamt fyrir hana svo hún fór aö leita aö glerbrotum í portinu í næsta húsi. Þar var alltaf fullt af pappaköss- um og alla vega litum glerbrotum því það voru verslanir þar. Þaö eru tveir strákar aö dóla í portinu. Helga þekkir annan þeirra, hann er stór, hlýtur að vera tíu ára, hann hefur sítt Ijóst hár, Helga er hálf hrædd viö hann, hann stríðir henni stundum og einu sinni elti hann hana meö dauöa mús í hendinni! „Sástu konuna sem var hér í gær?“ segir hann viö strákinn sem situr á tröppunni viö bakdyrnar á matvöru- versluninni. „Nei,“ segir strákurinn sem situr á tröppunni, hann hefur úfiö, dökkt hár og dökk augu, lítur ekki upp, heldur áfram aö tálga spýtuna sína, bítur á vörina. Sá Ijóshæröi er aö sparka holu í sandinn hjá sorptunnunni meö hælnum á strigaskónum sínum: Strákarnir voru aö æpa á hana," sá dökkhæröi leit snöggvast upp, „æptir þú,?“ spuröi hann, „Nei, mamma segir aö maöur eigi ekki aö æpa á fólk, svo hélt ég kannski aö hún væri dauö af því hún lá þarna hjá kössunum, en strák- arnir sögöu aö hún væri bara dauö af því hún væri full þaö var líka tóm flaska hjá henni, hann Bjössi tók hana sagðist ætla aö selja hana fyrir túkall.“ Sá dökkhæröi hélt áfram aö hamast á spýtunni með bitlausum hnífnum. „Asni, hann fær ekki túkall fyrir hana, hver hringdi á lögguna?" Sá Ijóshæröi virtist ekki hissa þó hinn vissi endalok sögunnar: „Harin Árni í búöinni," í sama bili kom Árni í búöinni út um bakdyrnar meö stóran kassa fullan af rusli. Sá sem sat á tröppunni stóö upp, dustaöi spænina af buxnaskálmunum og spuröi: „Hvað er klukkan?" „Er aö verða tvö“ segir Árni um leið og hann hvolfir úr kassanum. „Bless,“ segir sá dökkhæröi, „ég ætla aö fara aö selja Vísi,“ og hann labbar út úr portinu án þess aö líta viö. Helga hefur heyrt samtal drengjanna án þess aö hlusta, án þess aö skilja hvaö þeir eru að tala um. Hún hefur fundiö nokkur glerbrot sem hún ætlar aö nota í „búiö" sem hún hefur búiö til úr kössum í hinum enda portsins, þaö er lykt af skemmdum appelsínum í þessum enda þar sem búöin er. Hann Árni í búöinni er aö skamma Ijóshærða strákinn, Helga veit ekki fyrir hvaö, hún heyrir hann segja. „Þú ert meiri ótuktin, hvaö mundi þér finnast ef þaö væri mamma þín?“ og hann fer inn og skellir á eftir sér hurðinni. Helga horfir á sparikjólinn þar sem hann blaktir í golunni. Skyldi hann verða þurr áöur en gestirnir koma? Einhvern veginn skiptir þaö ekki neinu máli lengur. Mamma er farin inn til aö undirbúa afmælisveisluna og Helga er ein í portinu meö Ijóshæröa stráknum svo hún flýtir sér inn til mömmu. Afmælisveislan er í fullum gangi. Helga hefur fengiö margar gjafir. Stóra dúkku í rauöum silkikjól meö glerhaus og dúkkurúm sem er alveg eins og alvöru barnarúm, bollastell, liti, litabók og — hún veit ekki hvaö, almennilega, því þaö er umbúðapappír út um allt og Hulda frænka hennar sem er tveimur árum eldri, er aö reyna aö segja henni hvaö hún fékk á hennar afmæli og allir tala í einu. Hana iangar ekkert til aö hlusta á hvað Hulda fékk, hún sá þaö, hún var þar, í afmælisveislunni hennar. Mamma kemur inn meö stóra tertu meö kertum á, kertin mynda logandi eldhring, sem Helga verður að slökkva. „Ó já, öll í einu,“ hrópar einhver, „annars geturðu ekki óskaö.“ Helga kreistir aftur augun, hún sér auöar götur morgunsins, finnur stóra og sterka hendina hans afa, sér fjöllin sem standa á haus í sjónum, strákana í portinu sem voru að tala um eitthvaö sem hún skildi ekki og vírinn sem var rekinn í gegnum augu fiskanna og allt í einu er hún svo óskaplega reiö að henni finnst hún vera aö springa utan af gríöar stórri ófreskju. Og á meðan gestirnir bíöa meö öndina í hálsinum, blæs hún og blæs af öllum kröftum, henni tekst aö slökkva öll kertin í einu og allir klappa saman höndunum, hrópa húrra og fara aö drekka súkkulaöi meö þeyttum rjóma og Helga er oröin fimm ára. Þórdís Guöjónsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.