Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 6
Upphaf og atferli Abæjarskottu Abæjarskotta mun vera frægasti draugur í Skagafjaröarsýslu, er sögur fara af. Frá upphafi hennar er sagt í ýmsum þjóösögum, svo sem Þjóösög- um Ólafs Davíössonar, Jóns Árnasonar og í flestum þjóösögum eru einhverjar sagnir um Ábæjarskottu. I Huld, fyrra bindi, er þáttur eftir Gísla Konráösson af Þorvarði presti Bárðar- syni og er þar sagt all greinilega frá upphafi Skottu. Séra Þorvarður Báröar- son var fæddur í Purkey 1689, fluttist með Steini biskupi Jónssyni aö vestan 1711 og fór þá í Hólaskóla og lauk námi þar. Fékk Bergsstaöi meö Bólstaöarhlíð 1715 og var þar prestur til 1726. Þá fékk hann Kvíabekk í Ólafsfiröi meö bréfi frá Friöriki konungi fjóröa. Þar var prestur Grímúifur lllhugason og var búinn að vera þar tvö ár og haföi Fuhrmann amtmaður veitt honum embættið. En konungsbréfiö haföi meira gildi en amtmannsbréfiö og séra Grímúlfur varö að víkja frá Kvíabekk fyrir séra Þorvaröi. Vegna þessa varö fullur fjandskapur á milli þeirra prestanna, en þeir kunnu báöir meö svartagaldur aö fara og fóru sendingar á milli þeirra sem drápu bæöi menn og skepnur, en sú saga verður ekki rakin hér. Litlu síöar fékk séra Grímúlfur Glaumbæ og mun hafa verið prestur þar í 50 ár en hann andaðist 1785 og er þá enn búandi þar. í Hólaskóla var séra Grímúlfur samtíða Lofti Gunnarssyni (Galdra Lofti), laust fyrir 1720. Loftur var runninn upp úr Breiöafjaröareyjum eins og séra Þorvarður og virðist því galdrakúnst hafa þróast vel þar. Bólu-Hjálmar skrifaði frásögu eftir fóstursyni séra Þorvarðar og kallar hann prest „Galdra-Varða“. Skal nú vikið aö upphafi Skottu eins og frá er sagt í þætti séra Þorvarðar eftir Gísla Konráðsson. Þar segir svo orðrétt: „Sagt hefur veriö aö heldur legðist fjölkynngisorö á Þorvarö þegar í æsku; var hann og maöur eölisvitur. Ólafur hét bóndi Bjarnason er bjó aö Steiná, kallaöur fjölkunnugur mjög. Þaö var eitt kvöld, aö Ólafur kom neðan dal, og er hann kom að Bergsstöðum, sá hann aö Þorvaröur prestur starfaöi nokkuð í kirkjugaröi, og varö þess vís, aö prestur haföi uppkomiö kvendraug, en fór heldur á hæli fyrir honum í glímunni, því jafnan varö aö fella uppvakninginn, áöur en hann væri sendur, svo menn fengi viö hann ráöiö, ella mætti hann þeim bana veita er upp vöktu. Slík var þá almenn trú. Ólafur kom aö garðinum og mælti er hann hélt prest í vanda meö drauginn. Bíttu í hægra brjóstiö á henni; er sagt Ólafur glotti að og kallaði aö prest mundi nú bila guöfræöin, en viö ráö þaö er Ólafur kenndi, er taliö aö prestur sigraöi. Ekki er þess getið, hvert prestur ætlaöi að senda draug þennan, en mjög öfundaöi hann kunnáttu Ólafs, er hann skyldi kunna ráð þetta og haft er þaö eftir Bjarna Ólafssyni, afkom- anda Ólafs, aö heyrt heföi hann Þor- varöur prestur hæddi oft aö Ólafi síöan, en Ólafur léki þaö á prest, aö allar yröu tekjur hans aö grjóti. Bjó Bjarni sá lengi síöan aö Steiná. Sagt er aö margt fleira slægist illt í með þeim svo varð af fullur fjandskapur. Varð þaö þá, að prestur sendi draug aö Steiná; átti hann að fyrirkoma Ólafi ella konu hans; og í því er kona Ólafs vildi stíga upp fyrir bónda sinn í hvíluna, sýndist henni fluga nokkur á glugga þeim, er yfir var rekkjunni; skjár var á honum; greip hún skjáinn og ætlaöi aö hrekja á braut fluguna, en er skjárinn var úr hneig konan niöur örend, en Ólafur haföi ekki varast þaö og gat þó varið sjálfan sig; er það og mælt, aö leikiö fengi hann það á prest, að hann banaði einu eöa tveimur börnum prests, og ritaöi er að tvö börn prests og Ólafar dæju ung, en ekki getið, meö hverjum hætti þaö varö, en trúaö var af völdum Ólafs verið hafa, því allt var þá slíkt göldrum eignað, einkum þá óvild var milli manna; svo var og um konu Ólafs, er bráödauö varö. Draugur þessi var kallaöur Steinárskotta og slæddist hann þar lengi um dalinn og fylgdi helst Ólafi og afkomendum hans.“ Síðar í þætti Gísla Konráössonar segir svo: „Ólafur bóndi á Steiná, er sagt, aö yröi fyrir mörgum árásum Skottu, og fékk nú ekki sent hana aftur aö Þorvaröi presti. Eftir það, er sagt, aö Ólafur fengi komið Skottu fyrir eftir langar særingar og sett hana í afturfót- arlegg úr hrossi og tappa fyrir.“ Fjórar eru taldar dætur Ólafs á Steiná og einn sonur. Ein dóttir hans hét Guðbjörg, líklega yngst. Samkvæmt manntali 1816 er hún fædd á Steiná 1749. í Þjoðsögum Jóns Árnasonar er sagt aö Ólafur frá Steiná hafi búiö á Tinnárseli í Austurdal. Tinnársel er í mynni Tinnárdals noröan Tinnár, um klukkustundargang fyrir framan Ábæ. Skammt sunnan Tinnár, er Nýibær. Þar eru sauölönd góö og landrými mikiö. Samkvæmt fornum heimildum á Nýibær dalinn allan austan Jökulsár eystri og Nýjabæjarafrétt, svo langt á fjöll suöur sem vötn draga til Jökulsár. Ekki eru til heimildir um, aö Ólafur Bjarnason hafi búið á Tinnárseli en þó gæti hann hafa verið þar á elliárum fýrir 1780, en hann mun hafa verið fæddur um eöa laust fyrir 1700. Guöbjörg Ólafsdóttir fluttist til Ólafur kom aö garðinum og mælti er hann hélt prest í vanda með drauginn: Bíttu í hægra brjóstið á henni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.