Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1980, Qupperneq 22
Katarína Lúther, f. von Bora.
A prestssetri
austan
járntjalds
ritum ábótans en þegar bréfiö barst til
Erfurt, var hinn vafasami dulhyggju-
maöur nýlátinn.
„Þessa mynd hef ég verið aö grípa í
viö og viö í heilt ár,“ segir listviðgerð-
armaðurinn og bendir okkur á stóra
og fallega landslagsmynd ævagamla.
Þessi mynd var í rómanskri kirkju á
11. öld úti á landi. En þegar kolanáma
fannst undir grunni hennar var hún
rifin niöur. „Sorglegt" segir listviögerö-
armaöurinn og snýr sér aö næstu
mynd. „Þessi mannhæðarhái róöu-
kross er aðalverkefni rnitt." Hann snýr
sér aö tréskuröarmynd úr annarri
sveitakirkju. Utan frá er ekki unnt aö
sjá mikiö athugavert viö þessa róöu,
sem skorin er út í linditré, en viögerö-
armaöurinn segir okkur, að þessi
aldagamli kross sé allur ormétinn aö
innan. „Þaö er erfitt aö sjá utan frá,“
heldur hann áfram „hvernig tréskurð-
armyndirnar eru aö innan þar eö
ormarnir éta þær innan frá út að ysta
laginu, málningunni, og þegar kross-
arnir eru teknir niöur geta þeir hrein-
lega hruniö saman." Hann strýkur
varlega eftir krossinum. Nú er hann aö
fylla þennan kross meö sérstöku
tréfni, sem hann setur inn í og lagfærir
hann einnig meö tréflísum aö utan.
Viö erum komnir til Weimar, borgar
Göthes, Schillers og Herders. Weimar:
borg þýzka klassísismans, borg feg-
uröar, skálda og listamanna, borg
þýzkrar hámenningar. Viö göngum út í
skógarhúsiö þár sem Göthe skrifaöi
mörg sín þekktustu verk. Hér stóö
hann eða reyndar sat við hátt skrif-
púltið, leit úr glugganum vatniö og
skóginn og ennfremur grískar súlna-
rústir, sem hann haföi af hégómagirnd
sinni látiö reisa þarna í fullri stærö til
þess aö hann gæti ævinlega haft
eitthvaö grískt fyrir augunum, í næsta
herbergi sat skrifari hans. Hér vár
meistarinn ótruflaöur af öllu nema
hinni kyrru grísku fegurö, samtímann
lét hann ekki hræra hin kyrru fjallavötn
huga síns og hunda hataöi hann eins
og pestina. Grísk speki, das ewig
Weibliche, kvenmynd eilíföarinnar,
Gretchen, ímynd fegurðar og ástar en
á næsta leiti hatriö, Ijótleikinn, Me-
fistofeles. Hvaöa erindi á svo Páska-
gangan inn í þessa mynd, Ostern-
spaziergang? Svo óviss sem tengsl
Göthes eru viö kristna trú var þaö
engu aö síður eitt hans bezta verk aö
fá til borgarinnar prestinn og skáldið
Johann Gottfried Herder. Herder var
afkastamikill fræðimaöur ekki sízt um
þýzka tungu, hann ritaöi um heim-
spekileg efni en einnig bókmenntaverk
í anda Sturmund Drang-stefnunnar.
En aöalstarf hans var biskupsstarf
hans í Weimar og er stærsta kirkja
borgarinnar, borgarkirkjan, ævinlega
kennd viö hans nafn og nefnd Herder-
kirkja.
Við leggjum leiö okkar inn í þessa
stóru kirju úr stórgerðum náttúru-
steini, grá og forn aö utan aö sjá en
þegar inn er komiö blasir viö sérstök
fegurö. Listamenn vinna í kirkjunni viö
endurbyggingu hennar og voru þeir aö
leggja síöustu hönd á málun kirkjunn-
ar. Á gömlum myndum má sjá, hvernig
kirkjan leit út fyrir endurbygginguna
og var hún þá öll máluð í gráum litum.
En nú er horfið til þess upprunalega,
fagrir litir alls litrófsins skreyta kirkju
þessa eins og svo margar aörar
gamlar kirkjur, sem veriö er aö
endurbyggja og endurlífga um þessar
mundir. Hvernig gat líka nokkrum
dottið í hug aö mála kirkju Krists,
kirkju fagnaðarboðskaparins og von-
arinnar, gráa, litlausa og gleöisnauöa?
Hvert sem fariö er viröist standa yfir
viögerö á kirkjum. Þaö er engu líkara
en eitthvað mikiö standi til, einhver
breyting. Er ný kynslóö aö vakna til
vitundar um hlutverk og tækifæri
kirkjunnar?
Weimar veitir okkur ekki þann
munaö að gleyma okkur í fegurðinni
og hámenningunni. Útborg Weimar
dregur okkur aftur niöur á jöröina, hún
dregur hugann aö öörum kafla þessar-
ar þjóöar, myrkasta kafla hennar svo
af ber, kafla, sem engar svörtustu
miöaldir komast í hálfkvisti viö. Miö-
aldir þekktu galdrabrennur, þriöja ríki
Hitlers fann upp gasklefann, þar sem
dauðinn beiö 6 milljóna gyöinga.
Okkur skortir alla viömiöun og allt
hugmyndaflug til aö henda reiður á
þessum kapítula mannkynssögunnar.
Þaö er því ekki aö undra þótt gyðingar
sem kristnir menn hafi sagt: „Eftir
Auschwitz getum viö ekki lengur talaö
um Guð,“ eöa eins og heimspekingur-
inn Adorno: „Eftir Auschwitz getur
mannkyniö ekki ort Ijóð framar." Svo
algjört hrun á mannlegum verömætum
svo og trúarlegum fyrirheitum virtist
seinni heimsstyrjöldin vera að menn
hafa spurt á nýjan hátt í örvæntingu
um ýmsa grundvallarþætti mannlegs
lífs. Hver getur lengur ort, hver getur
lengur litiö glaöan dag, hver getur
lengur variö í hug sér traust til þessa
heims, sem brást svo gjörsamlega,
heims, sem enginn nema djöfullinn,
hatrið og tilviljunin hljóta að ráöa, og
hver getur svo tekiö sér í munn nafn
Guös eftir slíkan atburö sem seinni
heimsstyrjöldina? En kannski er þaö
einmitt hiö ómögulega svo sem trúin
og listin, sem hefur hjálpað manninum
aö lækna hin djúpu sár þessa tímabils.
En þaö er ekki Auschwitz, sem bíöur
okkar fyrir utan Weimar heldur Buch-
enwald. En hvort sem þaö er Buch-
enwald, Treblinka eða Dachau, þá
segja þessi staðanöfn öll þaö sama,
sami harmleikurinn hefur átt sér staö á
öllum þessum stööum.
í Dachau í Suöur-Þýzkalandi eru
elztu fangabúðir nasista og þar hefur
veriö gert safn til minningar um
atburöi nasismans og getur feröamaö-
urinn gengiö þar um svæöiö og fengiö
dálitla innsýn inn í veruleik þessa tíma.
Viö hverfum um stund í huganum til
Dachau og lítum inn í einn gasklefa. Á
fyrstu dyrunum stendur „búningsher-
bergi“ og þaöan höldum viö inn í
annan klefa sem merktur er „sturtu-
klefi", en um þær sturtur kom aldrei
vatn heldur voru þær hannaðar fyrir
eiturgas. Úr þessum klefa var aðeins
ein útgönguleiö: í áttina til brennslu-
ofnanna. A þessari göngu hljómaöi í
hug mér eitt stef úr hinni klassísku
messu: Kyrie eleison, drottinn mis-
kunna þú. Og þegar ég fór út um hliðið
gnæföu þessi tvö minnismerki yfir
svæöinu: himinhár reykháfurinn og
skammt frá honum gríöarstór þyrni-
kóróna. Hér flytur þögnin miskunnar-
bænina, kyrie eleison. Gloria er ekki
hér, hér er engum sungin dýrö. En
þegar betur er hlustað er þá aöeins
kyrie? Er ekki dálítil gloria eins og
dimmur bassatónn lengst á bakviö?
Maðurinn gat haldið þetta út og gat
byrjað upp á nýtt — aö þessu sinni, en
sáriö djúpa á líkama mannkynsins er
ólæknandi og kannski svíöur þaö
sárast þeirri þjóö þar sem atburöirnir
geröust. Og því skilur feröamaöurinn
tvö orö, sem grópuö eru í vegginn viö
útganginn, þessi: Aldrei aftur.
Viö vöknum af þessu hugleiðingum í
Buchenwald, þessum reit mannlegrar
ofurþjáningar. Öll þjáning hlýtur aö
vekja spurninguna um manninn,
hvernig er maöurinn innréttaöur, hver
er maðurinn, hver er ég? Og Buch-
enwald hefur gefiö hluta svarsins, en
nota bene, aöeins hluta, svariö í heild
hefur maöurinn aldrei fundið.
Síðustu daga stríðsins velti guð-
fræöingurinn Dietrich Bonhoeffer ein-
mitt þessari spurningu fyrir sér þegar
hann sat í fangabúðunum hér í
Buchenwald. Bonhoeffer hafði þá set-
iö í tvö ár í fangelsum ríkisins vegna
þátttöku sinnar í andspyrnuhreyfing-
unni gegn Hitler, megniö af tímanum
sat hann í Berlín, síöan hér í Buchen-
wald og loks var hann tekinn af lífi í
Flossenbúrg hinn 9. apríl 1945 aðeins
örfáum dögum fyrir frelsun búðanna
og lok stríösins. Nafn BonhoeTfers er
ritaö gylltum og áberandi stöfum í
sögu þýzkrar þjóöar eftirstríösáranna.
í fangelsinu ritaöi hann fjölda bréfa til
vina, kunningja og ættingja, en einnig
ritaöi hann Ijóö og meöal þeirra er
þetta, sem fannst í fórum hans:
Hver er ég? Þeir segja mér oft
aö óg gangi úr klefa mínum rólegur, glaölegur og
staöfestulegur
eins og óöalsbóndi úr höll sinni.
Er ég þaö raunverulega, sem aörir segja aö óg aó?
Eöa er ég aöeins þaö, sem ég veit sjálfur aö óg er:
Órór, kvíöinn, veikbyggöur eins og fugl í búri?
Er ég hvort tveggja á sama tíma?
Fyrir mönnunum hræsnari og fyrir sjálfum mór
fyrirlitlegur, aumur smákarl?
Hver er ég?
Hver, sem ég er, þú þekkir mig. Ég er þinn, ó Guö.
Kvöldið eftir kveö ég prófastinn og
hans fólk. Ég veit eins vel og þau, aö
endurfundir eru ekki á næsta leiti, ekki
nema ég leggi leiö mína til Erfurt og
þaö hljómar í hug mér setning, sem ég
heyröi oftar en einu sinni: „Viö búum í
fallegasta fangelsi í heiminum." En
hvað sem því líöur, þá opnast vestur-
dyrnar þegar einstaklingurinn nær
eftirlaunaaldri og því var þaö, aö
Gottfried litli, 10 ára yngsti sonur
prófastshjónanna svaraöi mér, þegar
ég spuröi hann, hvenær hann ætlaöi
að koma til íslands, „þegar ég verð 65
ára“. Ég hélt hann myndi svo brosa en
þaö kom ekkert bros.
Þaö er milt vetrarkvöld, ég geng
áleiöis til lestarstöövarinnar til þess aö
ná í næturlestina. Ég geng gegnum
miöborgina, mér þykir oröiö vænt um
þessa borg, hún er farin aö koma mér
kunnuglega fyrir sjónir, þarna eru
kirkjurnar á hæðinni, þær bíöa enn
aftureldingar, bjarma nýs dags, þarna
er Prédikarakirkjan, sem geymir minn-
ingu Meister Eckharts og Ágústína-
kirkjan, sem geymir minningu Mart-
eins Lúthers og þarna eru kirkjuverk-
stæðin, þaö er Ijós í glugga, jú, það er
hjá listviögeröarmanninum, hann er þá
ennþá viö róöuna gömlu aö safna
nýjum flísum í kross Krists.