Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Side 3
var í hálft annað ár í Útvegsbankanum.
Og þá kemur að ævintýrinu.
Upphaf þess má ugglaust rekja til þess
að Haraidur var mjög hrifinn af Suöur-
Afríku og ræddi oft þann möguleika að
komast þangaö. Og vegna þess að ég var
ekki beint fyrir langvarandi kyrrsetur, þá
leizt mér vel á þær bollaleggingar.
Við skrifuðum sendiráði Suður-Afríku í
Svíþjóð og létum í Ijósi ósk um að búa og
starfa þar syðra, en svarið var á þá leið, að
pappírar okkar yrðu í athugun í 6 mánuði,
eða jafnvel í tvö ár.
Meðan við biðum eftir svari, varð
þjónaverkfali og þá urðum viö alveg
staurblönk og meðal annars vegna þess
var ákveðið að láta bara til skarar skríða
og fara af stað. Við seldum innbúið og
héldum með aleiguna í fjórum feröatöskum
til London og ætlunin var að komast í bili til
Rhodesíu. Til að komast þangað þurfti
ekkert að bíöa; maður tilkynnti sig bara á
skrifstofu innflytjenda, þar eru pappírar til
útfyllingar og þarmeð er það klappað og
klárt.
Og sem sagt; við flugum áfram suðurúr
frá London og fyrstu áhrifin af Rhodesíu
voru góð, nema hvaö hitinn var kæfandi.
Salisbury er afskaplega fögur borg með
ríkulegum gróðri og drifhvítum húsum.
En hvað gerir bláókunnugt fólk, þegar
það kemur á svona framandi stað með það
fyrir augum að setjast að? Við áttum
ekkert húsnæði víst, höföum enga vinnu,
en héldum með ferðatöskurnar okkar á
hótel og reyndum að átta okkur á hlutun-
um. Það fyrsta, sem manni kemur í hug er
að líta í blöðin og lesa atvinnuauglýsingar.
Og strax fyrsta kvöldið fórum við á barinn í
hótelinu; alltaf getur það komið fyrir, að
maður hitti einhvern á bar og kynni skapist,
sem orðið geti til hjálpar. En við vorum svo
feimin, að enginn árangur varð af þeirri
viðleitni.
Að því kom þó seinna. Á þriöja degi
kynntumst við fólki, sem kvaðst þekkja
mann, sem þekkti mann. Kannski gæti
eitthvað komið út úr því. Og í bili var okkur
ráölagt að flytja á ódýrara gistiheimili og
bíöa átekta. Sú bið varð aðeins ein nótt. Þá
kom fólk eftir þessum bendingum; hjón
sem ráku sveitahótel, Mermaids Pool, rétt
fyrir utan Salisbury, og þau vantaði
starfskraft.
Auðvitað tókum við boöinu. En fljótlega
kom í Ijós, að þarna átti að plata
sveitamanninn. Þau laun sem okkur voru
boðin, reyndust mjög lág, enda skar frúin
flesta hluti við nögl. Ánægjurík varð þessi
vist ekki, en teygðist samt uppí þrjá
mánuði. Þá strauk ég — hafði þá kynnst
gamalli konu frá næsta bæ, sem vissi alveg
hvernig ástandiö var og sagöi: „Komdu
bara til mín og vertu hjá mér á meðan
maðurinn þinn leitar aö vinnu.“ Þessi kona
var búin að missa allt sitt fólk.
Haraldur hætti líka þegar ég var strokin
úr vistinni. Hann hélt í atvinnuleit til
Salisbury og komst að raun um laust starf
við Viktoríufossana. Þar vantaði umsjónar-
mann meö matsal — og starfiö fékk hann.
Fyrsti kapítuli var búinn og nú var haldið
á nýjan stað; flogiö til norðvesturhorns
landsins, þar sem mætast Rhodesía, Zam-
bía og Botswana. Þar verða þessir tignar-
legu fossar og ég held að þarna sé ein af
paradísum þessa heims. Gróskan er mikil
og fögur, sömuleiðis fossarnir og veðurfar-
iö er jafnt og gott. Á sumrin er heitt, allt að
40 stiga hiti og rakt, en á vetrum gat hitinn
farið niður í frostmark og þá var allt svo
þurrt, aö fossarnir þornuðu að verulegu
leyti.
Hóteliö heitir Victoria Falls Casino og
eins og nafnið bendir til, er þar spilavíti. Ég
fékk starf í móttöku hótelsins og þar var
gott að vinna, kaupiö ágætt, enda var
þetta þá eina 5-stjörnu hótel landsins. Við
fengum þriggja herbergja hús útaf fyrir
okkur, en aö hálfu ári liðnu varð hjóna-
skilnaöur hjá okkur; hann hélt þá í burtu á
vit nýrra ævintýra, en ég hélt áfram unz að
því kom, að ég gat fengið starf við sjálft
spilavítiö, sem ég áleit mjög spennandi.
Hótelstjórinn vildi aftur á móti ekki sleppa
mér og úr þessu varð togstreita, sem olli
Við Victoríufossa er hótel með kunnu spilaviti, þar sem Ragna vann um tíma.
Myndin er tekin um svipað leyti.
því, aö ég sagði upp og fór aö vinna í
móttöku á móteli.
En mér líkaði það heldur illa, svo ég hélt
á puttanum til Salisbury með allt mitt
hafurtask; það tók þrjá daga.
Á hótelinu við Viktoríufossa hafði ég
fengið innsýn í heim spilahallanna, rúllett-
unnar, þar sem ríkti seiðmagnað andrúms-
loft og spenna. Mér fannst, aö þarna hefði
ég fundiö eitthvað viö mitt hæfi og ég var
staöráðin í að gera atlögu. Ég hafði séð
auglýst námskeið til undirbúnings fyrir
vinnu við spilavíti og lét þaö verða mitt
fyrsta verk að kanna málið. En vegna þess
að ég var innflytjandi, gat ég ekki komizt
að.
En það er þarna eins og annarsstaðar,
að reglur eru til þess að brjóta þær, ef svo
ber undir, — og tilviljun ein kom mér til
hjálpar. Sú tilviljun varö með þeim hætti,
að ég rakst á mann, sem ég þekkti í sjón,
vegna þess aö hann hafði oft verið gestur á
hótelinu við Viktoríufossa. Hann þekkti vel
til hjá stórum hótelhring, Southern Sun, og
fyrir milligöngu þessa manns, komst ég að
þar sem nemi í spilavítafræðum.
Svo fór, að ég tók þriggja mánaða
námskeið og meðan á því stóð voru
þátttakendum greidd smávægileg laun. Og
sjá: Draumurinn rættist og sá dagur rann
upp, að ég gat hafið störf við spilavítið á
Kariba — nafnið er dregið af stærsta vatni
Afríku, sem gert er af manna höndum.
Þetta var stórfenglegur staður og ég fór
að hafa umsjón með rúllettunum; láta þær
snúast og snúast unz í Ijós kemur að
einhver hefur oröið auðugri, en annar
tapar. Þetta er mikið ábyrgðarstarf og því
fylgir geysileg taugaáreynsla. Engum er
treyst þarna. Alger agi verður að ríkja og
orð umsjónarmanns eru lög.
Um þetta leyti árs 1974, fór verulega aö
hitna í kolunum í pólitíkinni í Rhodesíu, sem
nú heitir Zimbabve. Útgöngubann var eftir
kl. 7 á kvöldin, vopnaðir eftirlitsbátar
þeystu um vatnið og maður fór að heyra
skothvelli. En það átti að sjálfsögðu eftir aö
versna.
Eftir níu mánaða dvöl á Kariba, fékk ég
því til leiðar komið, að ég var flutt til
Viktoríufossanna og þar fékk ég starf á
kasínói Elefant Hills-hótelsins. Það var
dæmigert auðkýfingahótel, þar sem ekkert
er til sparaö, — og spilavítiö þar þótti eitt
glæsilegasta í allri Afríku.
Ég var þar í eitt ár og maður var eins og
ölvaður af öllum þessum glæsileika. Allt
var svo stórfenglegt, íburöarmikið og
manni fannst að annað skipti ekki máli.
ísland skipti til dæmis harla litlu máli þá;
mig langaöi alls ekki heim. Hver dagur var
spennandi, alltaf svo mikið um að vera og
maður hreifst með. Milljónir fóru um
hendur manns á einu kvöldi og ég varö
alveg gagntekin og innlyksa í þessu.
Grunnkaupið var helmingi hærra en til
dæmis í móttökunni á hótelinu, en þar að
auki greiddur bónus, og mikill afsláttur á
öllum hótelum hringsins, svo og flugi.
í spilavítinu vorum við með banka hjá
okkur uppá 2500 dollara og húsiö fylgdist
alltaf nákvæmlega með stöðunni. Ef fram
kom, að húsið væri að tapa, þá var ekki
talið heppilegt að loka. Það var aftur á móti
snarlega gert, ef kasínóið hafði grætt og
farið aö fækka fólki.
Græðgin ræður ríkjum þarna og oft var
öll nóttin ekki nóg. Það varð að hafa opiö
áfram til aö græða meira. Venjulega var
annars opnað kl. 8 að kvöldi og lokað kl. 8
að morgni. Okkur var bannað að hafa vín
um hönd eða aðra vímugjafa, en það var
þverbrotið. Einkum og sér í lagi var það
gert til þess að halda sér uppi. Það voru
pillur og það var vín. Og þegar törninni lauk
í spilasölunum, var haldiö áfram í enda-
lausum partýum, þar sem fólk blekkti sig
og trúöi því að það væri að slappa af.
Lokaður hringur myndaöist meðal starfs-
fólksins; við blönduðum lítið geði við annað
fólk, en hringurinn hélt þétt saman og þar
vissu allir allt um alla.
Sem sagt; þarna ríkti mikil spilling,
óregla og gjálífi. Stundum rann það upp
fyrir mér, að kannski væri þetta ekki nógu
gott uppá framtíðina og auk þess var
ástandiö í landinu að verða mjög ískyggi-
legt. Við vorum sótt í vinnu á litlu
„rúgbrauði" og ekki þótti annað fært en sá
sem fremstur sat í bílnum, hefði riffil í
höndum og einnig sá sem aftast sat. Ég sá
þá og skildi, að málstaður hvíta minnihlut-
ans var glataöur og hvorki ætlaði ég að
sækjast eftir landi þeirra svörtu, né falla
fyrir málstað þeirra hvítu. Á morgnana
vaknaöi maður við skothríð á brúnni milli
Zambíu og Rhodesíu. Lífið gekk samt sinn
vanagang á hótelinu og þótt merkilegt
megi virðast, kom ferðafóik á staðinn og
fór í leiðangra inn í regnskóginn. Aðallega
voru það Ameríkanar.
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Jóhann S. Hannesson
Vitaskuld
Hvernig stendur á að allir
ætla að það sé frumleg speki
ef að bara opnar kjaftinn
öldungur á mínu reki?
Ekki svo eg sverji fyrir
svoltió prívatviskuroms, en
mest er upp úr öðrum skáldum,
einkanlega Grími Thomsen.
Meöan hann og ýmsir aðrir
eiga hjá mér speki á rentum,
þó eg komi viti í vísu
vil ég ekki að mér sé kennt um.
Tout comprendre
Þó höfuðið sé orðið kyrrt og kalt
og kunni ei annaó lögmál en „þú skalt, ‘
þaö skiptir engu. Enn er hjartaö valt.
Þaö lætur stundum eins og enn sé til
ákvæði er geri ráö fyrir „eg vil. “
Eg læt það heita gott. Eg skil. Eg skil.
3