Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Blaðsíða 9
Yfirvöldum komm-
únista hefur ekki
tekizt að brjóta á
bak aftur trúar-
áhuga Pólverja.
Góralar fóru framá
að fá að byggja
þessa kirkju suður í
Karpatafjölum, en
embættismenn
flokksins sögðu nei.
Goralar tóku sig þá
til, smíðuðu kirkj-
una á laun og alit i
einu var hún risin
— og þá látið þar
við sitja
Efnilegur ungur maður: Karol Wojt-
yla 18 ára — hann yfirgaf þá
Wadowice, hélt til Krakau og reyndist Karol Wojtyla 38 ára, yngsti biskup í
frábær námsmaður. Póllandi og 20 árum síðar: Páfi í Róm.
Frh. á bl.s 14
Goraiar — truadir
og fara sinar
eigm leiöir
kemur feðgunum saman um að hafa
bústaðaskipti. Þeir flytja frá Wadowice-
þorpi viö rætur Karpatafjalla og til Kraká, í
dimma kjallaraíbúö, sem sumir kölluðu
„katakombuna". Karol er ákveðinn í að
hefja háskólanám. í sumarleyfum vinnur
hann við vegagerð eins og margir pólskir
stúdentar.
Heilsa hans er góð, hert við skíða- og
gönguferðir og knattspyrnu, enda kemur
það honum síöar að liði. Karol er föður-
landsvinur og brennur af áhuga á því að
vinna þjóð sinni gagn.
Árið 1939 dynja ósköpin yfir. Pólland
logar í stríði og því næst kemur hinn kaldi
friöur. Landið er hernumið. Karol hefur
ekkert „vinnukort" og er í yfirvofandi hættu
að veröa fluttur burt í nauðungarvinnu, þar
sem hann má búast við heilsutjóni eöa
jafnvel dauða. En Karol hefur heppnina
með sér. Hann kemst í steinnámu í grennd
við Kraká.
Úrslitastund rennur upp í lífi hans árið
1941. Þá deyr faöir hans úr hjartasjúkdómi.
En hann hafði verið syninum jafnan styrk
stoð og sannur félagi og ráögjafi. Örvænt-
ingarfullur situr ungi maðurinn, sem þá
stendur á tvítugu, við dánarbeð fööur síns.
Hann ber fram bænir sínar við Guð og það
birtir í hug hans. Við þennan atburð varð
mikil breyting í fari Karols. Vinir hans hafa
sagt frá því, að hann hafi ávallt veriö hlýr,
alúðlegur og oft gamansamur í framkomu,
en upp frá þessu verður hann alvarlegri.
Og staðreynd er að hann tekur nýja
lífsstefnu. Skömmu síðar hefur hann guö-
fræðinám við Prestaskólann í Kraká, en
hverfur frá námi í pólskum fræðum og
bókmenntum, sem hann hafði áður stund-
aö af kappi. Karol hefur tekið endanlega
ákvörðun.
Margar sögur eru á kreiki um frjálslyndi
Karols gagnvart ströngu klerkavaldi. Eftir
að hann var orðinn prestur stjórnaði hann
knattspyrnufélagi ungra manna og oft stóð
hann í marki í kappleikjum þeirra.
Þegar hann var orðinn kardináli, snerist
hann gegn því að prestar og aðrir krypu
fyrir sér.
Eitt sinn kraup prestur einn á kné
frammi fyrir honum og þá fór kardinálinn
aö dæmi hans og kraup til að venja
prestinn af þessu. Þegar hann hafði verið
valinn páfi, átti hann bágt meö aö láta af
því að ganga hratt eöa skokka (það var
honum ekki ieyfilegt eða sæmandi) — en
talið aö hann geri það enn, svo að lítiö beri
á. Ekki láta honum „véringar og ossingar"
er hann flytur ávörp eða heldur ræður.
Honum er tamara að grípa til eintölunnar
„ég“. „Ég, Karol Wojtyla."
Góralar komnir á markað í Nowy Targ og þarna í forinni er verzlað með lifandi
búpening og heimaunninn fatnað.
Einþykkir og stoltir eru þeir Goralar og
unna frelsinu. Goralar eru kynþáttur sem á
heima í Karpatafjöllum, víölendum fjalla-
klasa sem nær frá Póllandi um Rússland
og alla leiö til Rúmeníu.
Þeir eru siungnir, duglegir og hjátrúar-
fullir. í heimahögum þeirra er á reiki fjöldi
þjóðsagna um Borúta-djöfulinn sem ávallt
er á sálnaveiðum. Varúlfar og sálir drukkn-
aöra manna sitja hvarvetna á fleti fyrir í
gjám og gljúfrum. Bezta ráðið til aö verjast
þessum ókindum er að neyta geirlauks
óspart.
Karol Wojtyla á fyrsta ári ásamt
móður sinni, Emilíu.
Karol Wojtyla gengur í fyrsta sinn til
altaris í Wadowice.
9