Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Side 6
öur-E igurðssQn j&B Magna 0 FERÐALOG eamdre House [jjj Rockb inster Chettie StGiles ranborne A Þriðji og íslenzkur geðþótta- akstur yrði erfiður í framkvæmd hér Eftir krókaleiöir um miöbæinn í Bournemouth, er komiö á veginn til Poole, sem liggur vestur úr bænum, unz komiö er á A 35. Upphaflega var ætlunin að sjá sig lítið eitt um í Exeter, sem gæti verið borg á stærð viö Reykjavík, vestur meö ströndinni. En þaö var svo freist- andi aö teygja á tímanum í Bourne- mouth, aö dagurinn leyfði ekki meira en rétt aö komast í næsta áfangastaö: Torquay. Leiöin liggur um héruöin Dor- set og Devon og víöa er stórkostlega fallegt; ekki sízt þegar vestar kemur og við tekur hæðótt landslag og minni skógur. í þessum blómlegu sveitum eru stórir búgaröar meö stööluðum kúm á beit, en sumstaöar meöfram veginum höföu dugnaöarmenn komiö sér fyrir meö veitingavagna og veittu te úr þeim. Þetta reyndist annars sá hluti leiðar- innar, sem strembnastur var í akstri og helgast af því aö alla leið frá Bourne- mouth til Exeter er mjór vegur og mjög í sveigjum og beygjum. Þaö hefur þótt góö latína aö planta trjám meöfram vegum fyrr í tíöinni; sumstaöar teygja þau greinar sínar saman yfir veginn, en af þessum sökum sér maöur yfirleitt skammt framundan. Umferöin á þessari leiö var geysimikil; veginum skipt meö striki í miöju og ekkert um neinn framúrakstur aö ræöa. Ég hef áður í rabbgrein gert aö umtalsefni, hversu erfitt íslenzkur geðþóttaakstur ætti upp- dráttar hér, — og hvaö yröi um lestarstjórana, sem hætta sér aldrei yfir 40. Á þessum vegum var aö vísu ekiö í samfelldum lestum; en þær gengu jafnt og þétt á 80 km hraða, — enginn fer hraöar og enginn hægar. En sem sagt; viö fórum hjá garöi í Exeter, sem er gömul borg og ku vera falleg á köflum. Þá var lítið eitt farið aö bregöa birtu, þegar kom á hraöbrautina M5 viö Exeter, sem raunar liggur allar götur norður til Bristol og áfram til London. En viö héldum í suöurátt eftir hæðóttu landslagi unz komiö er til strandar viö flóann Torbay, — og þar er Sveitarkrárnar eru oft kærkomnir áningarstaöir og hver þeirra er meö sinum svip, sumar afgamlar. Að ofan: The Copley Arms á Cornwall og að neöan: Gissons hotel viö einn þjóöveginn í Devon. Torquay, gamalgróinn feröamannastaö- ur. Ný hótel standa uppi á hæöinni, en á skiltinu er boöiö uppá makrílveiöar. Bátahöfnin, sem þarna er, þornar alveg upp á fjöru. Aldraöar byggingar í mark- aösbænum Totnes í Devon. einn eftirlætis sumarleyfisstaður Breta: Torquay. Þar áttum viö vísan næturstað á Livermead House Hotel, sem stendur á fallegum staö viö Strandgötuna; ágætis fjögurra stjörnu hótel og kostaði 15 pund á mann nóttin. Eftir fjögurra stunda akstur var gott þangað aö koma og snæöa kvöldverö í vistlegum borösal hótelsins. Hollendingar koma til að sjá hvernig mishæðótt landslag lítur út Meö ströndinni og upp um brattar hæðir gnæfa hótelin hvert yfir annað. Hvaðan koma gestir til aö fylla öll þessi ósköp. Því er til svarað aö Torquay hefur löngum veriö eftirlætisstaöur Hollend- inga og Belga; þeir koma hingaö í sumarleyfum sínum — ekki til aö sækjast eftir meiri hita eöa betra veöri en þeir eiga viö aö búa. En þetta hæöótta landslag er nýtt í augum þeirra, sem búa á flatneskjunni. Og þaö er óneitanlega fallegt í Torquay. í ár höfðu þeir Niöurlandamenn brugðizt og ann- aðhvort setiö heima ellegar horfiö til annarra staöa og enginn vissi hverju þaö sætti. En líklega á verölagiö ekki lítinn hlut í því. Þegar viö litum út á föstudagsmorgni, 29. ágúst; þaö er aö segja á sjálfan höföudaginn, var þoka og súld í fyrsta sinn í þessari ferö. Dálaglegt ef hann ætlaði nú aö bregöa meö höfuödegin- um hér og leggjast í rosa. í mínu ungdæmi var þá talið að helzt kæmi aö gagni að slá hoftóftina í Úthlíð, en ekki veit ég hvort þaö átti aö vera til að milda þau goö, sem þar var steypt af stalli áriö 1000. í Torquay kunni ég aftur á móti ekkert ráö viö höfuödagsrosa. Eftir morgunverðinn sátum við stund- arkorn í setustofu hótelsins og sáum regniö falla á sundlaugina og flóinn var grár og himinninn líka eins og heima. Mikiö er hvaö þetta getur alltsaman breytzt þegar sólin skín. Stáöarmenn sögöu, aö trúlega mundi létta upp meö flóðinu seinnipartinn og viö ákváöum aö hinkra viö og kanna staöinn. Þá var gott að vera á bíl og geta fariö um án þess aö 6

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.