Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 11
þaö bil stundarfjórðungi frá því að ég skaut síöasta blysinu komu mennirnir til bæki- stöðva okkar. Neyðarblysin höfðu vísað þeim leiðina og án þeirra er alveg óvíst, hvernig farið hefði. Varð því þarna mikill fagnaðarfundur, ekki síst fyrir það að nú höfðum við mat og olíu, svo að vel var fyrir öllu séö. En illviðriö hélt áfram og gerði okkur sífellt erfiðara fyrir. Um síðir var svo komið að við urðum að skiptast á um að vaka á nóttunni til að hreinsa snjó af tjöldunum, sem annars hefðu sligast undan þunganum og fallið á okkur. Milli byljanna þiönaöi svo annaö slagiö og gerði úrhellisrigningu. Fór þá allt á flot og varð rennandi blautt, svo að þaö var litlu betra. Tókum við þá fyrir aö hlaöa snjóhús og vorum í því, þangað til um hægöist á ný og viö fórum í tjöldin aftur. Snjóhúsiö notuðum við samt áfram sem birgðageymslu og kom það sér vel. Er við höfðum hafst þarna við á jöklinum í hálfan mánuð, fórum við að verða mjög áhugasamir um aö komast burtu. Leitar- flugvél haföi lengi vel ekki tekist aö finna vélina C-47 á jöklinum sakir þoku og illviöris, en loks heppnaðist að staösetja hana. Var hún þá að mestu komin í kaf í snjó, nema hvað flugmannshúsið og efsti hluti stýrisins stóöu upp úr. Þegar svo var komið, þótti útilokaö aö hægt mundi að bjarga henni að sinni og við fengum orösendingu um aö þyrla mundi koma til Árni Stefánsson leiðsögumaður ásamt hundi, sem var með Geysi og lifði áf slysið. aö sækja okkur. Tvær fyrstu tilraunir þyrlunnar mistókust sakir illviðris, en haföist með herkjum í þeirri þriðju. Ég fór þá meö þyrlunni ásamt vélstjóra og leiðsögumanni í fyrstu ferðinni. Næsta dag fiaug ég síöan aftur upp á jökulinn og sótti þá, sem eftir voru. Veður var þá einnig mjög illt og skyggni í lágmarki sakir skafkófs. Allir komust þó vel af og til byggöa, en farangur og tjöld skildum við eftir á staðnum. Þar með höfðu menn að sinni gefist upp við að bjarga flugvél okkar, C-47, af Vatnajökli. Nokkru síöar seldi flugherinn Loftleiðum hana á 1200 dollara. Eftir því sem ég frétti hafði laskast vængur á einni af DC-3 vélum þeirra Loftleiðamanna og töldu þeir sig geta bætt hann með því að fá vaeng af C-47. í maímánuði næsta vor kleif leiðangur á vegum Loftleiða upp á jökulinn. Flugvélin C-47 var grafin úr fönn og síðan dregin niöur til byggöa. Þar tókst leiðangurs- mönnum aö koma henni á loft og fijúga henni til Reykjavíkur. Flugvélin var eitthvaö í notkun á íslandi um skeið, en nokkru síðar skilst mér að hún hafi verið seld til ísrael. m Barnið ógnar foreldri sínu Það hafa verið uppi um það deilur undanfarið, hvort blaöamönnum væri skylt aö skýra lögregluyfirvöld- um frá því, hverjir væru heimildar- menn sínir aö ótímabærum sakamálafréttum. Blaðamenn höföu uppi þau rök, að þaö hlyti aö rýra möguleika blaðanna til aö afla upplýsinga, ef heimildarmenn þeirra ættu það yfir höfði sér að upplýsingarnar yrðu raktar til þeirra. Svo virtist af umræðunum, að frétt blaðsins hefði lekið frá lögreglunni sjálfri og þaö varð einnig Ijóst, hver væri heimildarmaöur lögreglunnar. Mönnum skildist af viðbrögóum lög- regluyfirvalda að þau vildu finna sökudólginn og þau gátu haft uppi sömu rök og blaðamenn: Það rýröi upplýsingamöguleika lögreglunnar, ef hún gæti ekki verndað og leynt sínum heimildarmönnum meöan mál væru í rannsókn. Hún missti trúnaö almennings. Borgari, sem gæti gefiö lögreglu mikilvægar upplýsingar í sakamáli, veigraöi sér við því, ef hann ætti þess von að lesa frásögn sína í blöðunum næsta dag og hann væri þannig máski oröinn aöal blaöamaturinn í sakamáli. Þaö væri eins gott fyrir þann aumingja mann, að ítalska eöa bandaríska Mafían ætti ekki í hlut. Lögreglunni ber sem sé sízt minni skylda til aö vernda og halda leynd yfir sínum upplýsingum og heimildarmönnum meðan mál eru í rannsókn, heldur en blööunum sínum. Vissulega er nauðsynlegra aö lögreglan geti aflað sér upplýsinga hjá almenningi um sakamál heldur en að blöðin geti aflað sér fréttar um hið sama mál. Sem sagt: leiöi þaö til vandræða fyrir blöðin aö mega ekki leyna heimildarmönnum aö fréttum í saka- málum, þá leiöir það ekki til minni vandræða fyrir lögregluna aö geta ekki haldið leynd yfir sínum heimild- armönnum. Þetta einstaka atriði í viðskiptum lögreglu og blaöa getur því orðið erfitt matsatriði fyrir dómstólum. Umræðurnar um ofannefnt mál gefa tilefni til umhugsunar um hina „frjálsu pressu" og hvert hún sé á leið. Það viröist nokkuð sameiginlegt álit blaöamanna að þeir eigi að hafa sem næst, ef ekki algert, sjálfdæmi í skrifum sínum, ef frá eru talin bein meiðyrði, og þá löggjöf er reyndar búið aö gera einskis virði. íslenzkir blaðamenn segjast hafa sínar eigin siðareglur, en hafa þær nokkurn tíma orðið þeim haft á penna? Ég minnist þess helzt, það var í fyrra trúi ég, aö blaöamaöur tók stórt uppí sig um aöra blaðamenn (útvarpsmenn, sem heyra til blaðamannastéttinni), og þá brást „hin frjálsa pressa“ illa við. Flest telja blaðamenn sér skylt að gagnrýna, en þaö finnst þeim ganga úr hófi að gagnrýna sjálfa sig og blaöamaðurinn hafði brotiö meg- in siðareglu Blaðamannafélagsins: gagnrýnt aöra blaöamenn. Hið mikla frelsi í fréttaflutningi, upplýsingaöflun og frásögn blaöa í lýöræöisríkjum, er rökstutt meö því, aö frjáls blöð séu bezta vörn al- mennings gegn yfirvöldum margs- konar og þaö sé aö fara útá hálan ís, að takmarka hið minnsta frelsi blaða. Blaðamenn eru auðvitað misvand- aöir í sér, eins og aðrir menn, og blöð þeirra einnig misvönduö. Óprúttnir blaðamenn undir ritstjór- um sömu gerðar, eru allsstaöar snuðrandi og birta óhikaö allt sem þeir komast á snoðir um í skjóli þessa grundvallar sjónarmiðs um nauösyn frjálsra blaða. Séu þeir beðnir að gæta penna síns, æpa þeir í kór: — er meining að koma frjálsri pressu og blaöamennsku fyrir katt- arnef? Lýðræðisleg yfirvöld, sem sjaldan eru nú orðuð viö hugrekki, viö kjósum yfir okkur álíka heybrækur og við erum sjálfir í lýóræöisríkjun- um, glúpna ævinlega fyrir þessu herópi og opna allar sínar skrifstofur og skjalaskápa uppá gátt, — elsku vinir, fulltrúar hinnar frjálsu pressu, gjörið þið svo vel og gramsið í þessum plöggum. — Forystumenn í helzta lýöræðisríki heims eru svo opnir og kjöptugir, að bandamenn þeirra þora ekki orðið að ráða ráóum sínum með þeim. Þessi opingátt embættismanna og ýmissa ráðamanna lýðræðisríkjanna er gengin í öfgar og þeir bregðast í raun og veru skyldu sinni við al- menning sem stjórnendur. Þeir geta ekki stjórnað, ef þeir bera öll sín ráö í hverju efni fyrir almenning, og láta fjölmiðla hundþvæla sér fyrir augum þess almennings, sem þeir eiga aö stjórna. Valdamenn eru nær ævin- lega illa leiknir í fjölmiðlum, þegar þeir eru teknir til yfirheyrslu, svör þeirra hártoguö og véfengd, vaktar upp grunsemdir, notaö til þess spurningarformið, einkum í blöðum. (Er forsætisráöherrann viðriöinn Geirfinnsmálið?) — Enginn hefur á spurninni, segja blaðamenn og reyndar aðrir fjölmiðlamenn. Embættismönnum og öðrum ráöamönnum í lýðræðisríkjum er að vísu nokkur vorkunn í þessu efni. Neiti þeir aö gefa upplýsingar, sem skaðað gætu embætti þeirra eða jafnvel alla þjóöina væru þær látnar í té, að ekki sé nú talað um ef þeir reyna að stööva frásagnir blaöa, þá upphefst mikill darraðardans. Fyrst náttúrlega, aö þetta 'sé atlaga að hinni frjálsu pressu, en síöan hefjast getsakir: — Hverju er yfirvaldið aö leyna? Er þaö þetta? Er það hitt? Almenningur fylgist af áhuga með bollaleggingum blaðanna, viss um, að nú séu helvítis yfirvöldin að leyna einhverju misferli hjá sjálfum sér. Hinum frjálsu blöð- um og fjölmiðlum hefur nefnilega tekizt að rýja yfirvöld í lýöræðisríkj- unum öllu áliti, tekizt að skapa tortryggni almennings í garö allra stofnana og meiri háttar embætta og fyrirtækja. Það er því svo komið, aö lýðræð- inu er farið að standa ógn af sínu eftirlætisbarni, frjálsum fjölmiðlum. Þeir eru að skapa stjórnleysi og lýöræöi merkir ekki stjórnleysi, eins og sumir viröast halda, þaö er vissasti vegurinn til aö drepa það. Hin frjálsa pressa er líka farin að bitna illa á almenningi, skjólstæðingi sínum gagnvart yfirvöldum. Þaö á ekki sízt við hérlendis í fámenninu og tíðindaleysinu. Blaðamenn okkar eiga vissulega oft erfiðar stundir, það verður að fylla blaðið en fátt tíðinda, kattavina- félag stofnað hér, hundavinafélag þar... Hlutskipti blaðamanna — einkum við síödegisblöðin — verður því oft að skrifa í vindinn, sem þeir verða þó fyrst aö æsa upp sjálfir til að geta notaö stríðsletur sitt á tíðindin. Þeir eru vandræðum sínum lagstir í lúsaleit um allt þjóöfélagið. Séu tveir menn aö rífast í skólastofu í fjarrum staö, eru þeir komnir þangaö og oröasennan orðin næsta dag að forsíöufrétt, ekki minna. Almenning- ur er ekki orðinn óhultur fyrir vinum sínum, frjálsu blöðunum, og er tekinn að kvarta ótæpilega. Lögregl- an hleypir blaöamönnunum inná sig án þess að huga að því, aó blaða- menn eru ekki bundnir neinni þagnarskyldu fremur en þeim sjálf- um sýnist, og uppistand eða erjur á heimilum veröa þeim stundum hin bezta frétt. Frelsi án skynsamlegs sjálfsaga er eyöileggjandi. Ef hin frjálsa pressa hefur ekki vit á aö aga sig sjálf, getur það ekki endaö nema meö ófarnaði fyrir hana; hún gerir sjálfa sig gagnslausa og áhrifalausa í hömlu- lausum fréttaflutningi og söguburði — kjaptar sjálfa sig ! hel og lýöræðisþjóðfélagiö um leið. Asgeir Jakobsson 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.