Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Qupperneq 12
Eftirfarandi erindi flutti Janet Meddings frá Kanada á
alþjóðlegri ráðstefnu um alkóhólisma — ALC 80 — er haldin
var við háskólann í Bath, í Avon- héraði í Englandi.
* Ráðstefnuna sóttum við tveir hjúkrunarfræðingar er störfum
við deild XV á Kleppsspítala, betur þekkt sem Vistheimilið
Vífilsstöðum, en þar fer fram endurhæfing aikóhólista og er
áherzla lögð á þátttöku fjölskyldunnar. Tímabil fjölskyldu-
dagskrár á deildinni spannar 4 vikur, en 3 dagar samfellt sé
um að ræða aðstandendur utan af landsbyggðinni. Á
ráðstefnunni vakti sérlega athygli mína hve mörg erindi
fjölluðu um þátt fjölskyldunnar í áfengisvandamálinu. Þegar
leitað var til mín um grein varðandi þetta efni varð því fyrir
valinu þetta erindi, sem mér þykir í alla staði mjög
athyglisvert. Við þýöinguna naut ég ómetanlegrar aðstoðar
Inga Karls Jóhannessonar. Þar sem alkóhólismi er nefndur
„fjölskyldusjúkdómur“ í erindi þessu þykir mér rétt að taka
fram að hér er ekki átt við erfðasjúkdóm.
Þegar um er að ræða aðstoð viö
alkóhólista og fjölskyldur þeirra, eru tvær
kenningar uppi. Báðar viðurkenna, að
alkóhólismi sé sjúkdómur, sem hafi áhrif á
alla í fjölskyldunni. Önnur telur nauðsynlegt
að alkóhólistinn viðurkenni sjúkdóm sinn
og leiti meðferðar sérstaklega fyrir sig. Er
þá haft í huga, að alkóhólistinn hafi verið
vanur aö reiða sig á fjölskylduna til bjargar
og stuðnings. Hin kenningin segir, að um
fjölskyldusjúkieika sé að ræöa, aö sjálfur
alkóhólisminn kunni að vera einkenni um
röskun í lífi fjölskyldunnar fremur en orsök
hennar. Ennfremur segir, að breyta verði
samskiptunum innan fjölskyldunnar, hvort
sem þau eru orsök eða afleiðing ofdrykkj-
unnar, áöur en varanlegum árangri verður
náð.
í þessu erindi veröur lýst hvernig viö
reynum aö sætta bæði þessi sjónarmið.
Einnig verður því haldiö fram, að mikill
ávinningur sé að þátttöku nánasta heimilis-
fólks í meöferðinni, einkum þar sem um
meðferö dvalarsjúklinga er aö ræöa, vegna
þess að hún fer fram í hlutlausu umhverfi.
Fari eiginkona að drekka með eigin-
manni, sem er alkóhólisti, leiðir það til
vandræða. bað verður manninum hvatn-
ing til aukinnar drykkju og leiðir
hægiega tii þess að konan verði einnig
alkóhólisti.
Jóhanna Stefánsdóttir
Þess utan miðlar hún víðtækri reynslu, sem
auðveldar skilning og breytingu á fram-
komu, fjarri þjakandi venjum heimilislífsins.
Ástæðurnar fyrir þátttöku fjölskyldunnar
veröa skýröar, svo og tilgangur og mark-
miö fjölskyldunámskeiðsins í Henwood.
Lýst veröur starfsaðferðum í Henwood og
einkum fjallaö um fjölskyldunámskeiöið, og
að lokum verður minnst nokkuö á reynslu
okkar og uppgötvanir.
Mörg rök hníga að þátttöku fjölskyld-
unnar í meðferðinni, og eru nokkur hinna
mikilvægustu eftirfarandi.
Erfiöara er fyrir alkóhólistann aö gera
lítið úr vandamálum sínum eöa þræta fyrir
þau og þess vegna auðveldara að sigrast á
mótþróa hans og laöa fram meiri hrein-
skilni, þegar fjölskylda hans er tiltæk, ýmist
til stuönings eða til að leiöa saman hesta
sína. Jafnvel þótt alkóhólistinn þræti ekki
beinlínis fyrir vandamálin, eru málefnin oft
oröin svo ruglingsleg eftir áralangan
drykkjuskap, ef til vill samfara minnismissi,
að ekki er unnt að fá af þeim skýra mynd
nema sjónarmiö fjölskyldunnar komi til.
Makar og annaö heimilisfólk hefur oft
Ofdrykkja er ekki einkamál. Drykkja
alkóhólistans hefur að jafnaði bein áhrif
á fimm aðra einstaklinga, maka, börn,
vinnufélaga, ættingja o.fl.
tamiö sér ákveöin viðbrögð til aö hafa tök
á ástandinu. Sumir hafa áskapaöa per-
sónueiginleika, sem hafa gert alkóhólistan-
um kleift að halda áfram uppteknum hætti.
Það er því áríöandi að nánustu aöstand-
endur hyggi að hlutverki sínu í vandamál-
inu og taki upp heilsteyptari framkomu.
Reynsla okkar sýnir einnig, að áralangt
álag og streita í sambúðinni við alkóhólist-
ann hefur oft haft vandamál í för með sér
fyrir hitt heimilisfólkiö. Þetta geta veriö
líkamleg veikindi, sem oft má setja í
samband við streitu, svo sem magabólga,
langvarandi höfuðverkur og bakþrautir.
Þaö kann að koma fram í þunglyndi, sem
leitt hefur til þess að fólk hefur farið að
nota óhóflega mikið af lyfjum, svo sem
róandi lyfjum og lyfjum gegn þunglyndi.
Sumir hafa sjálfir ánetjast áfengi eöa
öðrum vímuefnum í anda orötækisins „Ef
þú getur ekki sigraö andstæöinginn skaltu
ganga í lið með honum“. Jafnvel þegar ekki
er um nein meiriháttar vandamál að ræða,
höfum viö tekið eftir, að margar eiginkonur
eiga við offitu að stríöa, þær draga sig inn
í skel eöa skortir alla trú á sjálfar sig, maka
sinn eða aö um nokkra farsæla lausn geti
veriö að ræða frá vandanum. Þátttakan í
meðferðinni gerir þeim kleift að skoöa sín
eigin vandamál, og við getum þá vísað
þeim á aðrar hjálparleiðir, hvort sem þar er
um að ræöa AA, Alanon eða aðra
samsvarandi ráðgjöf.
Barn stendur höllum fæti þegar útí lífið
kemur, ef annað eða bæði foreldranna
hafa átt við drykkjuvandamál að stríða.
Líkurnar á því að slíkt barn hljóti sömu
örlög eru yfirgnæfandi á móti því, þar
sem drykkja er ekki vandamál á heimil-
inu.
Enn ein ástæöa til aö hafa fjölskylduna
meö, byggist á þeirri vitneskju okkar, að
sjúklingum úr fjölskyldum sem neita að
taka þátt í meðferð, er hættara við að fara
aftur aö drekka. Þetta kann að stafa af því,
að venjulega væntir fjölskyldan þess, að
alkóhólistinn fari í meðferö til „viögerðar"
og komi þaðan aftur skínandi og í
fullkomnu lagi. Um leið gleymist sú staö-
reynd, að trúlega sé viðkomandi persóna
haldin sínum mannlegu brestum, sem
orðnir eru enn flóknari eftir margra ára
öröug samskipti innan fjölskyldunnar. Sú
almenna trú eiginkvenna aö öll vandamál
leysist um leið og drykkjuskapurinn er úr
sögunni, leiðir venjulega til vonbrigöa.
Þegar maðurinn fer að lifa algáðu lífi, er
hulunni svipt af ýmsum vandamálum, svo
sem tilhneigingunni til að forðast náin
samskipti, sem drykkjuskapurinn dulbjó,
og einnig valdahlutföliunum á heimilinu
jafnvel þótt alkóhólistinn fari ekki að
drekka á ný á þesu stigi málsins, kunna
aðrir í fjölskyldunni að fara að sýna merki
um taugaóstyrk, sem meö tímanum getur
orðiö alkóhólistanum afsökun til að fara að
drekka. Hlutlaust umhverfi, þar sem fjöl-
skyldur geta kynnst á nýjan leik, lært aö tjá
sig og rætt væntingar til hvers annars
hjálpar til að byggja á raunverulegri grunni,
skýtur styrkari stoðum undir tilveruna.
Við komumst einnig að raun um, að
börnum alkóhólista er hættara við að
ánetjast ofdrykkju og meiri líkur eru á aö
þau giftist alkóhólistum. Þetta viröist ger-
ast af ýmsum samofnum ástæðum, þar á
meðal vegna líkamlegra erfða, einkenna
lífsbaráttunnar á vettvangi fjölskyldunnar
og hins sundraða og sársaukafulla fjöl-
skyldulífs, sem knýr börnin til að leita
undankomuleiða. Við þetta má ef til vill
bæta, aö þau eru oröið óþægindunum svo
vön, að þeim finnst heilbrigðari lífsvenjur
framandi og erfitt að sætta sig við þær.
Nauösynlegt er að kynna fjölskyldunum
þessar hættur og hjálpa þeim að gera upp
hug sinn gagnvart ríkjandi ástandi.
Við allar þessar ástæður bætist framar
öðru sú trú okkar, að alkóhólismi sé
fjölskyldusjúkleiki, og hún kallar okkur til
þeirrar ábyrgðar að veita fjölskyldunni
aöstoð. Að okkar mati skiptir ekki máli
hvort alkóhólisminn kemur fram í við-
brögöum til að hafa tök á og breiöa yfir
12