Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Síða 13
Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu I. YFid- C.AUC.- UB. veiK- UP MA'Li' VERC INR LTÚ Kfl ííYw- OJHM- STÆÞ IH FJALL ÚMMe r w. (*£TA £KKI L£ Slé '0 L K S A R iffl [mi • U R ra L A r A F F R '£ T T « © ra X R 'W o S Burt vís- t u r T 7 K N ra © A Xs P«0UA rflR- IN M H o R F « N N ■ T A L D I s 1 1 R Pcl k- /MN íflM- Hir. X R I N iSS I t> I HEWnR BC-ÓM T '0 R HLT- ÓMfl A L Oota fO u N A R MANNi- HRFH LAtlWll N T X L UNO- ie- JFAPA R 10 T S N \ £> £LP I- vio- u«J. U L ii U i A KHC.M MNTA A M A Mir. ftFR Á jN u M t> I'ICUR U R R A TW X M A N R T ÍKOTT- JPNU> R '0 F A N SPÍRfl 5AUR JT U R N K Dl/fL- UR A L'1”1 'o T T R u K K A F e K««L- V e « A F A R N 6 I T Aj ARMUR K L K. R H'jtrs- £N0IN& A f U N D I N HPWD- ÍÖMUM SUÍT T b K U M áeeiN ip- Æ I L L JT K'ven- i>ý,R I N N A R.k* IÐ L A N £ 5 L A 0. I N t* DV F £ N O £ A ríkjandi fjölskylduvandamál, eða hvort heilbrigöis- ot hann birtist í hátterni alkóhólistans, sem vegna almenn leiðir af sér margþættan vanda í samskipt- öllum stéttum fóva u W L IVC- Al'AS- HLUTI FDd- MÐ- ua ewo- I Si (X Heitið + ÖURT UT- « fvo - u StoPP- Aði 'I ELiMA (ÁStiJI &bK ÍTAFUR (SLÉ’ÐT- ALTfFlR ritwc- 1 £> VoTKA l'ik- MVlS- HLUT I $vtr- o'graoi -4- Blomib ?f>A- oTTrt- FÉlikOl a<ir- OTIÐ V V K HAZrZrtA ser t n Rvic- KdKoJ KÆ£>- I SkaRT- Cl«IP- UfL 'OfTfl VÆCL A©1 BiáT A N IfeLllL tíu.© FLEWfJ UNA TRuftfi- ORöClÍS Hæð ReMfJAM gsrrua SUDA í 5LIPR ÞKtt- TAK- CfJ DU(L 5íTfJW (- (.ecrtR fTtK •íífeiR EIFl S -jr* ,V< Blaut- Rl Í-OKKA 'IL'RT DM- ELTA dizeiM IR (9- SÆR- Ðfi C> Klípu TAka seii- H LT. SKoÐUtf BfLTI BER. K’OEA'- MAFW EMDfMfj 5P1L Hl5o'm koftfJS K««.L- fullmna VCÉ-' 'OSflM- st-æsik VdmbiR .^0 x<. -V- um fjölskyldunnar innbyröis. Margra ára rannsóknir hafa sýnt fram á, að eiginkonur og fjölskyldur alkóhólista bregða fyrir sig sömu varnarháttum. Þaer beita hömlum, telja sér trú um réttmæti eigin gerða og gera mótaðilanum upp eigin tilfinningar. Þær taka að sér hlutverk „verndarans", „eftirlitsmannsins", „ákærandans” eða „fyrirgreiöslumannsins", og taka á sig æ meira af ábyrgö alkóhólistans, uns að því rekur aö þær geta flokkast sem „samalkó- hólistar". Þaö er áhugavert í þessu sam- bandi, aö AA-, Alanon- og Alateensam- tökin eru sama sinnis, aö fjölskyldan þurfi einnig á hjálp að halda. Ewing og Fox skrifuðu 1968 að „hjónab- and alkóhólistans væri homeostafic mechanism sem veitir kröftugt viönám gegn breytingum" þar sem hegöun annars makans er undir ströngu eftirliti hins. Af því leiðir, að viðleitni einnar persónu til að breyta dæmigerðri hegðun sinni ógnar jafnvæginu í fjölskyldunni og vekur upp nýjar tilraunir hjá makanum til aö viðhalda óbreyttu ástandi. Þegar sýnt er, að sam- skíptin milli alkóhólista og fjölskyldu þeirra er ekki einstefnuferli, verður augljóst aö reikna þarf með nánustu fjölskyldu í meðferöinni til að auka líkurnar á árangri. Þetta á sér nú stað í mörgum meðferöar- stöðvum. í Henwood hefur svo verið síðan starfsemin hófst 1968 og í auknum mæli síðan 1976, þegar fjölskyldunámskeiðun- um var komið á fót. Henwood er meðferðarheimili fyrir fólk sem þjáist af alkóhólisma og ofneyslu vímuefna. Það stendur í fögru sveitaum- hverfi tíu kílómetra utan við Edmonton í Albertafylki í Kanada. Starfsemin nýtur fjárstuðnings fylkisstjórnarinnar og heyrir undir Alberta Alcoholism and Drug Abuse Commission (Áfengis- og fíkniefnanefnd Albertafylkis). Hugmyndin að baki starf- seminni í Henwood er sú, aö alkóhólismi sé óumdeilanlega sjúkdómur samkvæmt læknisfræðilegri viðurkenningu, sjúkdómur sem einkennist af líkamlegum, sálrænum og félagslegum þáttum í uppruna sínum og þróun. Ennfremur aö alkóhólismi sé meðal mestu vandamála samfélagsins á sviöi er að þeir komi af frjálsum vilja, jaflvel þótt það gerist oft undir nokkrum þrýstingi, og séu líkamlega og andlega færir um að taka þátt í starfinu. Það byggist á hóprrieðferð, einstaklingsbundinni ráðgjöf, fyrirlestrum, afþreyingu (tómstundaiöju), slökunaræf- ingum og kynnum af AA-samtökunum. Dvalargestir okkar eru oft sjúklingar, sem eiga við meiriháttar vandamál að stríða og hefur mistekist aö ná árangri á göngudeild- um eða öðrum endurhæfingarstöðvum. Nýjasta könnun okkar á árangri meöferðar gaf til kynna, að um 52% höfðu ekki neitt áfengis (eöa annarra vímuefna). Auk þess höföu 30% sýnt framför í umgengni sinni við áfengi og lifðu ánægjulegra lífi. Fjölskyldur hafa ætíð verið hvattar til að taka þátt í hinni 28 daga dagskrá. Hér áður fyrr gátu þær komið hvenær sem var. Ráögjafinn, sem hafði með sjúklinginn að gera, tók þá á móti þeim og síðán gátu þær gengiö inn í hina reglubundnu dagskrá ásamt sjúklingnum. Þetta hafði í för með sér, að sjúklingurinn hafði oft lítinn tíma til að hyggja að sjálfum sér áður en fariö var aö fást við samskiptaöröugleika og hélt áfram í ósjálfstæöistilfinninguna, sem við vorum að reyna að breyta. Þetta orsakaði einnig, að samkvæmni skorti í fram- kvæmdinni, og við höfðum ekki tækifæri til að fræða fjölskylduna um ofneysluna áður en hún fór í ráðgjöf og hópmeðferð. Þannig færðist áherslan yfir á hinn tiltekna sjúkling í stað þess aö laða fjölskylduna með hægðinni til að koma og skoða sín eigin vandamál, og athuga hvernig þau hafa áhrif á heildarástandiö. Árið 1976 var ákveðiö aö endurskipuieggja fjölskyldu- starfsskrána. Sökum þess aö við höfðum ætíð verið þeirrar skoðunar aö alkóhólist- inn ætti að taka sjálfstæða ákvörðun um að fara í meðferð við sjúkleika sínum, ákváöum við að koma á fót sérstöku þriggja daga dvalarnámskeiði fyrir fjöl- skylduna, eftir að alkóhólistinn haföi veriö tvær vikur í meðferð. Að þessum þremur dögum liönum er fjölskyldan hvött til að taka þátt í hinni reglubundnu starfsskrá meö sérstakri áherslu á fjölskyldumeöferö og hjúskaparráögjöf. Myndsegulbandstæki eru mikið notuð við hjúskaparfræðsluna, enda reynast þau vel til að sýna hjónunum hvernig samskiptaviðbrögðum þeirra er háttað. Þótt flestir hinna tuttugu ráðgjafa okkar styðjist við kenningar Virginíu Satir í fjölskyldumeðferðinni, eru sum okkar m.a. nýlega búin að fá áhuga á aðferðum Milan-hópsins („long-brief“ therapy) og Paul Watzlawicks, og verið er aö kanna þessar aðferðir nánar. Markmiö þriggja daga námskeiösins er að stuöla að bættum samskiptum innan fjölskyldunnar með því að láta fjölskyldunni í té þekkingu á þróun ofneyslunnar og áhrifum hennar á alkóhólistann og fjöl- skyldu hans. Námskeiðið verður að láta fjölskyldunni í té upplýsingar um hátterni sitt í samskiptunum (Communication patt- ern) og vísa á nýjar leiöir. Meðal annars er rætt um hvernig alkóhólistinn þróar með sé varnaraðferðir til aö vernda sársaukafullar, bældar tilfinningar og hvernig fjölskyldan býr viö þann tvískinnung, sem stafar af óþægilegum áhrifum vegna hinna bældu tilfinninga annars vegar, og af hinum augljósu varnarviðbrögðum hins vegar, sem knýja fjölskylduna líka til aö bæla niður tilfinningar og að mynda varnir, sem orðið geta að óviðráðanlegri áráttu. Þannig rofna tengslin við raunveruleikann, og á sama hátt og árátta alkóhólistans eykst gagnvart áfenginu, þannig eykst árátta fjölskyldunnar gagnvart hátterni alkóhólist- ans. Námskeiöiö þarf að veita fjölskyldunni tækifæri til að þjálfa nýja framkomu og efla skilning á heilbrigðum lífsháttum. Umfram allt þarf að gefa fjölskyldunni tækifæri til að blanda geði við aðra, sem búa við svipaöar aðstæður. Gera þarf fjölskyldunni Ijóst að hún hafi áður tekist á við vandann eftir bestu meiningu, og auka þannig sjálfsvirðingu hennar og sjálfstraust. Þess- um markmiðum hefur veriö náö meö fyrirlestrum, kvikmyndum, hópmeöferð, umræðum og ráðgjöf. Fyrsta daginn er venjulega fjallaö um grundvallarupplýs- ingar um áfengi og áhrif þess á ofneytand- ann og fjölskyldu hans, og tækifæri gefst samtímis til aö kanna drykkjuhegöun alkóhólistans og viðbrögð fjölskyldunnar við þeirri hegðun. Öðrum deginum er venjulega variö til að athuga fjölskyldur alkóhólista sem þátttakendur í óstarfhæfu samneyti og til að rannsaka hvernig samskiptum þeirra er háttað. Tækifæri gefst til að þjálfa farsælli leiöir meö æfingum og hlutverkaskipan. Þriðja daginn er athyglinni beint að einstaklingnum með fræöslu og æfingum sem varða sjálfsvitund og sjálfsvirðingu. Hópmeðferð er útskýrð og leiðbeiningar gefnar um þátttöku í sjúklingahópnum. Hún felst í því að sækja fyrirlestar og hópmeðferðartíma, hjúskap- ar- eöa fjölskylduráögjöf, ásamt þátttöku í öllu venjulegu afþreyingar- og samkvæmis- starfi í Henwood. Um það bil 75% þeirra, sem tekið hafa þátt í fjölskyldunámskeiðinu voru makar eða nákomin skyldmenni. 15% voru börn og 10% voru aðrir nákomnir, svo sem mæður, feður, bræður, systur, og jafnvel vinnuveitendur. Við teljum ráðlegt aö börn séu orðin tólf ára áður en þau taka þátt í öllu námskeiðinu, þótt komiö hafi verið meö yngri börn á sérstaka fjölskyldufundi i einn dag. 95% maka voru konur og 60% barnanna voru telpur. Fjöldi þátttakenda á hverju námskeiði hefur verið frá fimm til átján, en að meðaltali tólf. í könnun á fjögurra mánaða tímabili, sem valiö var af handahófi, voru alls 225 sjúklingar. Af þeim voru 95 sjúklingar giftir og 62 makar þeirra sóttu allt námskeiöið eða hluta þess, eða 65% giftra sjúklinga fengu maka sína með í starfiö. Fjölskyldunámskeiöiö í Henwood hefur veriö árangursríkt og gert þátttakendum kleift að eiga hlutdeild í meðferð sjúklinga. Á námskeiðinu hafa verið gefnar grundvall- arupplýsingar um áfengi og afleiöingar þess, það hefur veitt þátttakendum tæki- færi til sjálfsrannsóknar og þroska og leitt mikið af reiöinni og kvíðanum sem þeir báru í brjósti við komuna í nýjan farveg. Einnig hefur það aukiö skilning þátttak- enda á viðbrögöum sínum við drykkjusk- apnum og látið í té tækifæri til að reyna nýja umgengni í öruggu og styðjandi umhverfi. Þetta hefur búið þátttakendur í fjölskyldunámskeiðinu undir að taka fullan þátt í starfinu með sjúklingunum í Hen- wood. Niðurstöður spurningalista, sem aðstandendur skila fyrir og eftir meðferð, svo og lofsverð ummæli þeirra, gefa til kynna hve nálægt viö höfum komist settu markmiöi. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.