Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1981, Blaðsíða 14
Ennþá feigs Jón Þorkelsson f. 1859, d. 1924, doktor í ísl. fræöum og þjóöskjalavöröur í Reykjavík, ritaöi margar bækur, var ritstjóri og alþingismaður, oft kallaður Jón Forni. Skömmu fyrir lát sitt gaf hann úr Kvæðakver, sem seinna kom út aukiö. Þar kallaði hann sig Fornólf. Dr. Jón starfaöi alla ævi sína við söfnun og útgáfu fornra rita, Ijóö hans bera þessa og öll merki. Hann var um margt sérkennilegur gáfumaður. Hannes Þorsteinsson starfs- maður Jóns og eftirmaður við Þjóðskjala- safnið, segir um hann látinn: „Dr. Jón var hár vexti og þrekinn að sama skapi, og að öllu leyti hinn öldurmannlegasti að vallarsýn, meö mik- ið og fallegt skegg . .. Sómdi hann sér einkar vel, hvar sem hann var staddur, og lýsti það sér í fasi hans, framkomu allri og málfari, aö hér var enginn miðlungsmaö- ur.. Föðuramma dr. Jóns var Guðrún dóttir séra Jóns á Bægisá. Hann átti því ekki langt að sækja skáldskapargáfuna. Hann var prestssonur, en ólst ekki upp í foreldrahúsum, fóstra hans var dóttir Sveins Pálssonar læknis, þeirrar frægu kempu. En mest annaðist hann kona, sem kallaðist Minna. Um hana orti dr. Jón kvæði, sem mörgum hefur orðið minnisstætt. Hér er sýnishorn: Ævinnar um sóknarsvíð sérhvers bíöur glíma, því er best að venjast við vosbúðina í tíma. Móðurhöndin mjúk og hlý, mönnum öllum kærri, mér var bernsku aliri í ótal rasta fjærri. Ef ég minnist einhvers góðs, — á því mest skal taka, — er það fyrst til aldins fljóðs að ég lít til baka. í liðnum tíma löngum er Ijúft við sumt að una, flest þó best mér finnst hjá þér frá því ég tók að muna. Mundi varla meistari einn mýkra færa í letur, og ennþá finnst mér ekki neinn orða sögur betur. Til ellikvölds þú minntist mín, manns í fjarlægðinni, þrotna mér og minning þín má ei nokkru sinni. Hér get ég ekki stillt mig um að gera átthent erindi aö tveimur vísum. Þetta er úr eftirmælum um Þorlák Jónsson frá Gautlöndum, sem drukknaöi í Kaup- mannahöfn á aðfangadagskvöld jóla 1897. Ekki bregðast ragna rök, römm eru sköpin gumum, enn þá feigs er opin vök ungum jafnt sem hrumum. Engum tekst, þótt æskufjör sé enn í mergi og beini, aö fóta sig í Feigðarvör, þeir falla á Dauösmannssteini. Lengi var dr. Jón erlendis við nám og störf. Heimkominn yrkir hann: Ennþá er hann ekki hlýr, úti frost og bylur, veltir sjó, en veðra gnýr vondan galdur þylur. er opin vök Hörð eru kára handtökin, húsum vindar rugga, nepjan æpir náhljóð inn, næðir um hurö og glugga. Sonur dr. Jóns var Guðbrandur, sem varð rithöfundur og fræðimaður. Til hans eru þessar vísur ortar: Æ er voöinn einhvers vís, um þótt snöggvast kyrri, óöar boðinn annar rís óskapiegri en fyrri. Hræöstu hvorki hrönn né grjót, hruflu, flumbru, skeinu, út á lífsins Leggjabrjót legöu, og kvíddu ei neinu. Á þeim ferli framt eða skammt færöu skónum slitið, með hugrekkinu í hönd þér samt halda láttu vitið. Dr. Jón var á þingi 1911. Ekki var hann allskostar ánægöur með þaö hvernig Gróttakvörn þingsins var látin mala: Hvernig gengur gjálfri sokkin Grótta þingsins ráödeildar? Kemur nóg í kvarnarstokkínn að kasta út á þarfirnar? Fæst er best um flest að segja, fáum er þar nægja veitt. Þeim hálæröu er ei hægt aö þegja: Háskólinn fær ekki neitt. Mikil vinátta var með dr. Jóni og Ólafi Davíðssyni grasafræðingi og þjóðsagna- safnara, sem fæddur var 1862, en drukknaöi 1903. Viö hið sviplega fráfall Ólafs orti Jón kvæði. Þar eru þessar vísur: Seint mér vilja um sefa garö sjatna hin fornu kynni. Það liðna, sem fyrir löngu varð, líður síst úr minni. Ólafur var einn af þeim, sem enginn frá mér hrekur þangað til að held eg heim, hvaö sem þá viö tekur. Ei vil ég þess orku manns við annars jafna leggja, betri voru handtök hans heldur en flestra tveggja. Ótal fræöin afreksmanns eru á letraskránum, meira þó í huga hans hvarf meö honum dánum. Vísurnar eru þrettán. Ég breyti röö á einum staö. Sigurður Ingi Sigurðsson, Höfn Við y Viö erum farþegar í hringekju iífsins, er ber okkur á vit hins óþekkta og okkar smáa hugsun leitar aö oröum, — orðum um það, sem viö ekki skiljum í frumskógi alheimsins. Viö erum sem greinar í myrkum skógi, er svigna, undan erfiði áranna, og sál okkar, sem stoltur sjávarklettur molnar undan þunga brimsins. — Brimi tíma og rúms, er takmarka líf okkar aö eilífu. Líf okkar er sem hinn lokaði hringur, fært í hlekki vanans, þar sem allt leiöir til sama endis. Heimur okkar er völundarhús, fyllt af ópum — — hrópum þeirra er sleppa vilja út. Páfi úr Karpatafjöllum En þeir eru líka trúaðir menn. Fullir aðdáunar kalla þeir Jóhannes Pál II páfa „Goralski Ojeiec", sem þýðir „Faðir Gor- ala“. Páfinn er einn úr hópi þeirra. Því hann er fæddur í norðurhlíöum Karpatafjalla, í þorpinu Wadowice. Og fjöldi Gorala flykkt- ist til Kraká, þegar Jóhannes Páll II krýndi Guðsmóður í Makow Podhalanski. Eitt eru Goralar vissir um: Þeir skipa sérstakan sess í sögu þjóðanna. Smásaga ein sýnir greinilega, hve skarpa afstöðu þeir taka gegn allri erlendri kúgun: í seinni heimsstyrjöldinni spurði þýzkur embættis- maður gamlan selhirði eftirfarandi spurn- ingar: „Hver er æðsti leiðtogi þjóðar okkar?“ Svarið var: „Góöur Guð á himn- um.“ Sagði þá embættismaðurinn: „Þér ættuð nú að vita, að Adolf Hitler er leiðtogi okkar." „Heil Hitler,“ svaraöi Goralinn, „nú, hann þekki ég ekki. Viö erum nú einu sinni Goralar.” Öldum saman hefur þetta fjallafólk barizt af hörku gegn hverjum þeim sem vildi ræna það frelsi. Á barokktímunum reyndu lénsherrar að hneppa Gorala í ánauö og brytjuðu þá niður. Bændurnir flýðu upp til fjalla og geröust ræningjar. Foringja þeirra, Janosik, dáöu fátækl- ingarnir, en ríkir menn lögðu hatur á hann. Kirkjan studdi þá sem undirokaðir voru og var hjáipleg stigamönnum sem gáfu henni oft góðar gjafir. Sumar gömlu timburkirkj- urnar, sem stundum voru ræningjabæli, hafa verið gerðar vandlega upp. Síðasta skeið frelsisbaráttu Gorala er ekki enn á enda runnið. Selbóndinn Jan Murzanski sefur undir skærum stjörnu- himni í fjárhúsi. Hann haröneitar því að fara burt úr sellandi sínu. Fyrir átta árum ákvað pólska stjórnin aö leggja stór svæði í Tatrahálendinu undir þjóögarðinn. Þar á meðal þrjú hundruð hektara sem voru í eign Jan Murzanski. Hermenn voru gerðir út af örkinni og þeir brenndu selkofana hans. En fjallabóndinn lét ekki hrekja sig í burt. „Þegar lögreglan kemur, siga ég hundunum á hana,“ hreytti gamli maðurinn út úr sér. Þetta var þá ööruvísi hérna áður. Nú koma jafnvel langferðamenn í stórum vögnum. Á sunnudögum heimsóttu mig vinir mínir, þegar þeir komu frá kirkju, og nú sjáum við ekkert nema ferðamanna- flokkana." Eitt er það þó sem Goralar kunna að meta við ferðamennina, og það eru peningarnir þeirra. Þeir pranga ýmsu inn á þá eins og reyktum sauðaosti og prjóna- treyjum. Að því ógleymdu aö aka þeim á sleðum um fjöllin, einkum á skíðaárstíðinni. Hver Gorali sem hefur góðar tekjur fer ekki í felur meö þaö. Goralastúlkurnar fá sér gullfyllingar í tennur sínar. Þaö er hámark skartsins við brúðkaup. Brúðkaup- ið er stórkostleg athöfn sem Goralar taka mjög alvarlega. Viku fyrir brúðkaup eru sendir út ríðandi brúðarsveinar víðsvegar um nágrennið til að bjóða gestum, oft allt að fimm hundruð manns. Brúðarsveinun- um eru veittar rausnarlegar móttökur hvar sem þeir koma, og þá má víða heyra gamla ræningjasönginn: „Hæ, Goralar! Hví skyld- um við vera að slást? Hafi stúlkan tvær fléttur, getum við skipt þeim á milli okkar, hæ!" Þegar Karol Wojtyla var sálusorgari í Niegowice, varð hann oft aö umbera hina hispurslausu skoðun Gorala á hjónavígslu- sakramentinu: „Því sem Faðir leiðir saman með erfiði, sundrar djöfullinn!“ — Wojtyla hló með þeim og dreypti á brúðarskálinni. Hann er sannur Gorali og skilur glettur þeirra. Misminni leiörétt Ég verö aö játa að mér hafa oröiö á leiöinleg mistök í Lesbókargrein minni 11. tbl.’81. í pistli um bók Jóns Þóröarsonar frá Borgarholti, Afleifö kynslóðanna segi ég, aö forstööumenn Menningarsjóös hafi ráöið hann til aö rita fræöslugrein- ar um bókmenntaleg efni í fyrirhugaöa alfræöibók, sem síðar var hætt viö aö gefa út. Þetta er misminni hjá mér. Jóni voru falin önnur verkefni. Ég harma þessa villu og biö þá sem hlut eiga að máli afsökunar. Ég rita greinar mínar á eigin ábyrgö og hef þar auðvitað ekki samráð viö neinn, síst af öllu þá sem þar kynnu aö vera nefndir. Þeir, sem Jón Þóröarson þekkja, láta sér síst koma til hugar, aö þessi vitleysa mín sé frá honum runnin. Mér er því sérstaklega umhugað um aö biöja hann aö fyrirgefa mér. Þá hefur maöur málinu kunnugur bent mér á, að rangt muni vera aö tengja örlög hins fyrirhugaða alfræði- rits Menningarsjóös útgáfu samnorr- ænu alfræðiorðabókarinnar, fyrstu bindi hennar hafi veriö komin út, þegar þetta var. Má svo vera. Jón úr Vör. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.