Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Blaðsíða 13
Finnbogi Hermannsson
„Sagðí einhvern tíma að
ég væri rauðsokka..
Spjall við Guð-
rúnu Lárusdóttur
húsfreyju og vita-
vörð í Æöey.
Guðrún Lárusdóttir í Æðey að gá á mælana áður en hún sendir út veðrið.
Betuhús í Æðey, byggt á dögum saltvinnslunnar í Reykjanesi á árunum 1771—1790. Afi
Guðrúnar kcypti húsið, og flutti til Æðeyjar 1874. Síðan hefur verið byggt við það. Einar
Sigurðsson vélsmiður úr Reykjavík er uppi á lofti að múra eldfornan ofn sem hann hefur
endursmíðað. Húsið er til endurnýjunar.
Þegar árrisulir menn eru aö nugga
stírur úr augum undir veöurfregnun-
um klukkan sjö á morgnanna, þá er
rúmur klukkutími síðan Guörún Lár-
usdóttir í Æðey fór ofan til þess aö
gá á mælana. Guörún er bæöi vita-
vörður og veðurathugunarmaöur í
Æöey, fluttist þangaö meö manni
sínum Helga Þórarinssyni 1961 og
hefur búið þar með syni sínum, Jón-
asi, síðan Helgi dó fyrir fáum árum. í
eldhúsinu í Æðey ræði ég viö Guö-
rúnu um veru hennar þar, líf og störf.
„Ekki hlaupið í búðina“
„Ég er fædd hér í Æðey og var hér alin
upp, en ég var í Reykjavík í tuttugu og fimm
ár áður en ég kom hingað aftur. Ég hafði
satt aö segja aldrei áhuga á búskap, Helgi
haföi það. Þegar systkinin í Æðey voru
ákveðin í aö hætta, skrifuðu þau mér og
þetta bauðst. Helga langaði þá að fara að
búa. Þaö var oft búið að nefna þetta, þaö
kæmi ekki til greina, ég vildi ekki búa. Viö
komum svo hingað 1961, við höfum því
verið hérna í 20 ár.“
Þú hefur veðurtöku hér meö höndum,
Guðrún.
„Já, veðrið og vitann, það er sameigin-
legt, ég þarf að fara ofan rétt fyrir sex á
morgnanna að taka veöriö. Þaö eru bara
tveir mælar, venjulegur hitamælir og svo
rakamælir, síðan hvað mikið er af skýjum
og hvað maður sér langt, hvaða vindátt er
og hvað hann er hvass. Það eru nú engir
mælar sem sýna þetta svo þetta er að
sumu leyti ágiskun, einkum þegar myrkur
er á morgnanna."
En með húsmóöurstarfiö, er það önnur
tilfinning að vera húsmóðir í Æöey en
Reykjavík?
„Ég held það sé ósköp svipað, en maður
hleypur ekki út í búð og kaupir það sem
mann vantar í augnablikinu. Það sem mér
fannst erfiðast, var að þurfa að senda
krakkana í burtu, en þetta venst eins og
annað, þau eru sex.“
En þitt fólk haföi búið hér í marga ætt-
liði?
„Já, afi minn bjó hér, Guðmundur Rós-
inkarsson og faðir hans Rósinkar Árnason
og faðir hans Árni Jónsson svo þetta er
fjórði ættliður og Jónas sá fimmti."
En þaö er fleira sem hvílir á gömlum
merg í Æðey, aðgerð fer nú fram á fornu
húsi, Guðrún.
gamalt, þetta hús er ættað frá saltvinnsl-
unni á Reykjanesi, sem var við lýði frá um
1770 til 1792, þannig aö þetta hús er kom-
iö til ára sinna. Húsið hefir veriö byggt sem
íbúðarhús og trúlega verið reist snemma á
tið saltvinnslunnar. Langafi minn keypti
húsið og lét flytja það hingað 1874, trúlega
hefur það verið tekið í sundur að einhverju
leyti, hér er um aö ræða þann hluta sem er
undir risinu, hitt er viðbygging, sem hann
lét byggja við, þannig að hún er rúmlega
hundrað ára. Það er lika veriö að lagfæra
íbúöarhúsiö sem er að verða áttatíu ára
gamalt."
„Sagði einhvern tímann
ég væri rauösokka“
Umræðan beindist aö breyttri stöðu
konunnar og starfi Guðrúnar sem vitavarö-
ar og veöurathugunarmanns.
„Það er náttúrulega ágætt ef konur geta
sinnt störfum sem þær hafa ekki unnið áð-
ur og þær komist að í góðum embættum,
ég hef enga trú á, aö konur séu ófærari að
gegna þeim störfum sem karlar hafa ein-
ungis gegnt áöur. Þaö hefur bara allt tíð
verið einhver vantrú á konunum. En þetta
með rauðsokkurnar, ég sagði nú einhvern
tímann, að ég væri rauðsokka af því að
mér fyndist sanngjarnt, aö karlmaöurinn
hjálpaði til á heimilinu einsog konan, en
aftur á móti gæti þaö gengiö út í öfgar. Þó
finnst mér, að konan eigi að vera heima hjá
börnunum meðan þau eru ung, ég er nú
það gamaldags. Það er allt í lagi, að hún
fari út að vinna þegar þau eru orðin stór.
Hún verður að gera upp við sjálfa sig, hvort
hún vilji eiga börn eða ekki eiga börn. Og
ef ég vil eiga börnin, þá verð ég bara gera
svo vel að sinna þeim skyldum, það er svo
allt í lagi að fara út að vinna á eftir. Ef þær
hafa hins vegar ömmu á heimilinu, til þess
að sjá um heimiliö, sem er það hress aö
hún getur og vill gera þaö, þá er það nátt-
úrlega allt allt annað. En að henda þessu
aö óþörfu hingað og þangað þó að fóstr-
urnar geti verið ágætar, ég ætla ekki aö
lasta þær að neinu leyti, en ég er á móti
þessu."
Hvað meö jafnræði hjóna á sveitaheimil-
um?
„Hjónin hjálpast að, koman vinnur meira
innan dyra, og maðurinn meira utan dyra,
þetta er verkaskipting, en ef engin hjálp er,
þá hjálpar hún honum úti og hann þá inni
við.“
Helduröu þá, aö konur hafi minni tilfinn-
ingu fyrir því til sveita, að þær séu númer
tvö á heimilinu?
„Ég veit það náttúrlega ekki, ég hef aldr-
ei fundið fyrir því og ég get náttúrlega ekki
svarað nema fyrir mig.
Þú spurðir, hvort ég væri eina konan
sem væri vitavörður, ég held við séum
tvær, það er kona vitavörður, ég man ekki
hvort er við Reykjanes- eða Garöskaga-
vita, konan hans Óskars Aðalsteins sem
var á Galtarvita. Með eftirlitið á vitanum,
þá þarf maður að passa uppá að glerin séu
hrein og það logi á vitanum. Viö þurfum
ekki að fara langt til þess að sjá, hvort
logar á honum, sem betur fer. Hvað snertir
veðurtökuna, þá fer ég fyrst ofan svona
rétt fyrir sex til að taka veörið, eins og ég
sagöi áðan, en þaö er dálítið ankannalegt
með vindmælinguna, við höfum engan
vindhraðamæli, þeir eru ekki meö þetta
nema á einstaka stöðum, þetta er bara,
einsog ég segi stundum, hreinasta lygi, að
vísu er þaö nú ekki, maður á að fara eftir
þvi, þegar sést í öldutoppa á einstaka stað,
þá eru svo og svo mörg vindstig svo þegar
bætist við og svo frv. Þá, þegar hitt og
þetta fer að fjúka, tré að rifna upp með
rótum, ég hlæ nú stundum að því, ég þyrfti
að láta vaxa einhver tré til þess. Ég skil nú
eiginlega ekki í þessu, mér finnst nú að
minnsta kosti, að þeir gætu lánaö á þessa
staöi svolítinn tíma vindhraöamæla til þess
að fólk gæti áttað sig betur á því og boriö
saman við það sem þvi finnst sjálfu og hins
vegar hvað mælirinn sýnir.“
„Þurfa að hafa
sérstakt skapferli"
Ég spyr Guðrúnu, hvort hún vilji ráð-
leggja ungum konum að flytja til jafn af-
skekktra staöa og Æðeyjar?
„Nei, ég held ég geri það ekki, þá held
ég þær þurfi að hafa serstakt skapferli,"
segir Guðrún og hlær við. „Því þetta eru
náttúrlega óskapleg viðbrigði, þú hleypur
ekki á næsta bæ, ef eitthvað er að og þó
það sé nú ekki nema að þig langi að
skreppa eitthvaö, við skulum segja á ball,
þú ferð ekki með krakkann á næsta bæ til
að fá hann passaðan. Hins vegar er hér
mjög gott að ala upp börn, þaö er ekki
hægt að hugsa sér þaö betra.“
Þegar Æðey er nefnd á nafn dettur
mönnum ef til vill í hug æðarvarpið, þú ert
auövitaö gjörkunnug háttu fuglsins?
„Já, maður var við varpið síðan maður
man eftir sér og svo aftur síðar eftir að við
fluttum hingað 1961. Sumar kollurnar virð-
ast passa afskaplega vel upp á ungana,
víkja ekki frá þeim eða neitt, aörar fljúga
bara út á sjó og vilja ekki skipta sér neitt af
þessu, þá verður maður að bera ungana
niður að sjó til þeirra og vera öruggur um,
að þaö sé rétt kolla sem maður er að af-
henda ungann. Það þýðir ekkert að láta
unga á sjóinn nema það sé móðirin, eða
kolla á sama aldri, okkur hefur bara einu
sinni tekist, að koma unga undir kollu sem
var með stálpaðan unga. Þaö er hins vegar
takmarkalaust hvað þær taka viö af ungum
ef þær eru á sama aldri."
Hefurðu þekkt sömu kollurnar frá ári til
árs?
„Það er varla, nema þær sem eru sór-
staklega spakar, þær sem maður getur
tekiö af hreiðrum og lagt á aftur. Þetta
virðast vera sömu kollurnar á sumum
hreiðrum."
Koma æöarkóngar hingað í Æðey?
„Þeir eru yfirleitt alltaf einn og tveir á
hverju ári og hafa verið á ferðinni allt upp í
sex stykki, þetta eru blikar sem eru algeng-
ir í Kanada og á Grænlandi og þeir aölag-
ast kollunum, við höfum hins vegar aldrei
séð æðardrottningu, sem er kvenfuglinn,
hún er nú víst lík æöarkollunum."
Það líður að lokum viðtals, það er marg-
menni í Æðey þessa stundina og ég enda á
þvi að spyrja Guðrúnu Lárusdóttur hvort
mikill munur sé að búa í Æðey á fyrri tíð en
nú.
„Geysilegur munur, það eru þægindin,
rafmagnið og rennandi heitt og kalt vatn í
krönum, maður finnur ekki svo fyrir hinu,
með mannlífið, fólk breytist sjálft og finnur
ekki eins mikið fyrir þessu".
13