Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1981, Blaðsíða 14
Tæknimiðstöð General Motors, Warren Michigan (194S—’56).
Forgöngumenn nútíma arkitektúrs 6. þáttur
Eero
Saarínen
Haraldur Helgason
Fáir nútima arkitektar hafa verið jafn
umdeildir og Eero Saarinen (1910—61).
Aödáendur hans hafa hafið hann upp til
skýjanna og talið hann merkasta frumherja
nútíma arkitektúrs, en aðrir hafa fundið
verkum hans allt til foráttu og jafnvel talið
hann ómerkilegan hönnuð. Saarinen var
gæddur óvenjumiklum sköpunarhæfileik-
um og hann var upphafsmaður margra
nýstárlegra byggingarforma, en hann leyföi
sér stundum fljótfærnisleg vinnubrögð, og
ýmsar útfærslur hans voru svo ónákvæm-
ar, að heildarsvipur sumra verka hans galt
þess. Skerfur hans til nútíma arkitektúrs
var þó vissulega mjög stór og athyglisverð-
ur. Hann tók við traustri teiknistofu af fööur
sínum, en áður höfðu þeir feðgar starfaö
saman um nokkurt árabil. Sjálfstæður ferill
Eero Saarinens stóð reyndar einungis í rétt
rúman áratug, en þann tíma var hann ákaf-
lega athafnasamur og vann myrkranna á
milli. Verk hans eru ótrúlega fjölskrúðug og
ólík innbyrðis. Hann gerði fjölmargar til-
raunir með byggingarform jafnt sem ný
byggingarefni, og honum tókst víða mjög
vel upp, einkum þó hvað varðar áhrifamik-
ið útlit. Áhrif hans á tækniþróun í bygg-
ingariðnaöi eru einnig mjög mikil.
Eero Saarinen fæddist í Kirkkonummi,
skammt frá Helsingfors í Finnlandi árið
1910, sonur Eliel Saarinens (1873—1950),
eins fremsta arkitekts Finna um það leyti,
er Eero fæddist. Eliel Saarinen er þekktast-
ur fyrir teikningar sínar af aðaljárnbraut-
arstööinni í Helsingfors, en það verkefni
vann hann í samkeppni ásamt tveim félög-
um sínum árið 1904. Hann rak sjálfstæða
arkitektastofu frá árinu 1907 og féll út-
færsla járnbrautarstöðvarinnar í hlut hans.
Þeirri vinnu lauk árið 1914, en styrjaldarár-
in og kreppuárin, er á eftir fylgdu, gerðu
arkitektúrstörf lítt eftirsóknarverð í Finn-
landi, peningalega séö. Eliel tók þátt í sam-
keppni í Bandaríkjunum, sem dagblaö
nokkurt í Chicago stóð fyrir árið 1922 og
hlaut þar önnur verðlaun. Verðlaunaupp-
hæðin geröi honum kleift aö flytjast til
Bandaríkjanna með fjölskyldu sína árið
1923. Var hann þá næstum fimmtugur.
Saarinen-fjölskyldan dvaldist skamman
14
Kresge-kapellan MIT háskóla, Massachus-
etts (1953—’56).
tíma í New York, en fluttist síðan til bæjar-
ins Cranbrook, norðan við Detroit. Með að-
stoð bílaauðjöfursins George C. Booth
setti Eliel Saarinen þar á stofn arkitekt-
úrskóla, sem hann starfrækti í aldarfjórð-
ung.
Eero Saarinen ólst upp í umhverfi skóla
föður síns, en á hverju sumri, allt fram til
ársins 1939, hélt hann í heimsókn til
skyldmenna sinna í Finnlandi. Hann hugð-
ist upphaflega gerast myndhöggvari
(sculptor) og í því skyni hélt hann til Parísar
og nam skúlptúr á árunum 1929—31. Eftir
þaö ákvað hann þó að sööla yfir í arkitekt-
úr. Hann kaus þó ekki að nema viö skóla
föður síns, heldur innritaðist í Yale-háskól-
ann. Lauk hann þar námi á þremur árum
og vann til fjölmargra heiðursverölauna á
lokaprófi 1934. Fyrst að námi loknu starf-
aði hann á arkitektastofu Norman Bel
Geddes, og ferðaðist auk þess talsvert um
Evrópu, en árið 1936 hóf hann síöan störf
hjá föður sínum. Fyrst í staö sinnti Eero
Saarinen sérstaklega hönnun húsgagna og
vann ásamt félaga sínum tvenn fyrstu verö-
Jefferson-minnismerkid, St. Louis. Samkeppni 1947 (reist 1959—’64)
TWA-flugstöðin Kennedy-flugvelli, New York (1956—’62).
laun í samkeppni, sem Nútímalistasafnið í
New York stóð fyrir árið 1940, en síðari
heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að sýning
yröi haldin á veröiaunatillögunum fyrr en
árið 1946, og framleiðsla húsgagna eftir
þeim hófst heldur ekki fyrr en þá.
Á styrjaldarárunum fengu Saarinenfeög-
arnir verkefni frá bandaríska varnarmála-
ráðuneytinu, og höfðu þeir þá mun meira
að gera en nokkru sinni fyrr. Störfuðu þeir
meðal annars að miklum íbúöarhúsaverk-
efnum í Michigan. Árið 1947 var haldin
samkeppni um minnismerki Jeffersons for-
seta í St. Louis, Missouri, og sendu þeir
feðgar báðir inn lausnir. Hlaut Eero Saarin-
en fyrstu verðlaun og markaöi þessi sam-
keppni upphaf sjálfstæðs ferils hans. Af
ýmsum ástæðum varð þó dráttur á því að
þetta verk hans yrði útfært. Þeir feðgar
unnu að nokkrum stórverkefnum á árunum
strax eftir styrjaldarlok. Þeirra stærst var
tæknimiðstöð fyrir hina risastóru bílafram-
leiöendur, General Motors, rétt utan við
Detroit. Verkefni þetta breyttist þó veru-
lega eftir að hönnunarvinna hófst, því að
skyndileg aukning í bílasölu breytti öllum
forsendum.
Eliel Saarinen var nú orðinn 75 ára að
aldri og fól hann verkið í hendur Eero, syni
sínum. Á þeim tíma var þetta stærsta og
jafnframt dýrasta verkefni, sem einum arki-
tekt hafði verið falið. Eero Saarinen hafði
alltaf haft mikinn áhuga á því að komast
skrefi á undan tækninni og þeim fram-
leiðsluvörum, sem á markaönum voru
hverju sinni, og hjá General Motors átti
Saarinen auðvelt með að láta þennan
draum sinn rætast. Yfirbygging bílanna var
úr stáli, og því ákvaö Saarinen að nota stál
sem mest í byggingarnar. Þær voru hugs-
aöar eins og þær væru settar saman á
færibandi, og voru veggeiningarnar geröar
úr verksmiöjuframleiddum ryðfríum stál-
plötum með pressaðri einangrun á milli.
Eru byggingar Saarinens fyrir General Mot-
ors þannig að verulegu leyti í anda fram-
leiðslu verksmiðjanna, og að ýmsu leyti
mjög vel heppnaðar. Eliel Saarinen lézt ár-
ið 1950, 77 ára að aldri, en verkefnin
streymdu nú inn á teiknistofuna, sem Eero