Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Page 4
Hugmyndir um götur, yfirgerðar meö
gleri, geta ekki heldur talizt nýjar. Marg-
sinnis hefur veriö íaö aö þessum mögu-
leika hér í Lesbók; síðast með spurning-
um til núverandi og fyrrverandi ráöa-
manna. Þar kom í Ijós, aö áhugi þeirra á
þessu efni stendur svo aö segja á núlli.
Líklegt er þó að þeir hafi veriö meö í
huga yfirbyggingu á Austurstræti, eöa
einhvern álíka fjarstæðukenndan mögu-
leika. Hugmynd Þóröar er frumleg og
góö vegna þess aö hann sýnir að yl-
stræti þarf ekki aö vera flókin fram-
kvæmd, ef málið er tekiö föstum tökum
frá upphafi: allar leiðslur í einskonar
kjallara undir götunni, en byggt í sam-
fellu meöfram götunni báöum megin.
Önnur hæö slútir lítið eitt framyfir þá
fyrstu og þannig áfram unz komnar eru
til dæmis fimm hæöir. Þá er gert yfir
meö gleri.
Þórður gerir ráö fyrir aö jarðhitinn
veröi notaður til þess aö ylja upp þessar
yfirbyggöu götur, þar yröu rótföst tré,
trjágróöur í kerjum og pottum, klettar og
mosi, rennandi vatn og gosbrunnar.
Forfeður okkar kunnu ekki aö klæöa
sig. Þeir höfðu gærurnar en kunnu ekki
aö búa sér til hentugar flíkur úr þeim. Á
öld tækninnar búum viö að sama rysj-
ótta tíöarfarinu, en viö kunnum ekki til
fulls aö byggja bæi, sem hæfa þessu
tíðarfari. Til aö kóróna allt saman höfum
við jaröhitann og notum hann vissulega,
en langt í frá eins og hægt væri. Viö
gætum gert Reykjavík aö heimsfrægri
borg, sem væri yndisleg íveru og Þóröur
benti á, að við eigum ekki aðeins að líta
á heita vatniö sem náttúruauðlind, held-
ur nátturuyndi.
Þriöji þátturinn í sýningu Þóröar Ben
voru nýjar gerðir íbúöarhúsa í þéttbýli,
sem hann hugsaö sér aö gætu komiö í
staö blokkanna. Þarna var vissulega
hrært upp í því venjubundna af talsveröu
hugrekki. Ekki svo aö skilja, aö hér væri
sýnt eitthvaö sem kalla mætti geimald-
arstíl eöa annaö þvíumlíkt, sem framtíö-
arspámenn gætu látiö sér detta í hug. Ég
kalla þaö hugrekki á þessum tímum, aö
Þóröur sækir sér aö verulegu leyti
hugmyndir til liöins tíma. Hann leggur til
aö hver íbúö sé á tveimur hæöum, en
garðhús, yfirgert meö gleri þar ofaná.
Sem sagt: í staö þess aö ganga frá þaki
á heföbundinn hátt ofan á steypta plötu,
gerir Þóröur ráö fyrir grind og gler-
klæöningu á hana. Þarna veröur hvort-
tveggja í senn: Innigaröur og útsýnis-
staöur.
Sjálft útlit húsanna vakti þó ekki síður
athygli, en Þóröur hafnar kassalaginu og
vinkilforminu sem einu nýtanlegu lausn-
inni, og notar hringformiö og þríhyrn-
íngsformiö einnig. Varla fer þaö milli
mála, að afstaðan er mun rómantískari
en sú sem ríkt hefur allt frá því Bau-
haus-stíllinn varö allsráöandi. I þessum
hústeikningum Þóröar kemur fyrir ein-
kennilegt sambland af stíltegundum.
Sumt minnir sterklega á Jungend-stíl,
annaö á Gaudi hinn spænska, en ívafiö
er þjóðlegt og íslenzkt, t.d. grjót, sem
notaö er á veggi. I því sambandi má
minna á, aö í myndlist hræra menn saman
expressjónisma og raunsæisútfærslu,
fantasíum og afstrakti. Formalisminn, sem
ríkti í myndlist er úr sögunni og ef til vill er
hann brátt úr sögunni í arkitektúr einnig,
enda hefur þetta tvennt löngum haldizt í
hendur.
Er þetta útópísk draumsýn hjá Þóröi,
eöa raunhæfur möguleiki? Og annað,
sem ekki skiptir minna máli: Yröi
Reykjavík einhvers bættari; yrði hún
betri borg aö búa í? Ég hika ekki viö aö
svara því játandi. í fyrsta lagi er ég ekki
einn um þá skoöun, aö viö byggjum
heldur Ijót hús og sálarlaus. Einhver
uppstokkun á bygpingarhugmyndum
yröi vafalítið til góös. Eg hef áöur minnst
á, aö þaö eru undarleg ósköp aö væla
4
Þétting byggðar í Reykjavík — skipulagstillaga Þórðar Ben Sveinssonar. Hann leggur m.a. til aö byggt veröi á
núverandi flugvallarsvæði, en flugvöllur ffyrir innanlandsflug færöur vestast á Seltjarnarnes, þar sem ennþá er
óbyggt. Auk þess gerir Þóröur ráö ffyrir lágri, en .þéttri byggö íbúöarhúsa nyrst á Seltjarnarnesi og aö sú byggö verði
tengd miðbænum meö brúm eins og sést á teikningunni.
Þórður Ben Sveinsson
hefur í liðlega áratug
starfað sem kennari í
sjónmenntum í DUss-
eldorf í Vestur-Þýzka-
landi, en hann var
einn af stofnendum
framúrstefnuhópsins
SÚM og hefur haldiö
áfram að starfa undir
merki nýlistastefnu. Á
sýningunni aö Kjarv-
alsstööum var Þóröur
með eitt stórt verk,
sem stingur mjög í
stúf við framúrstefnu-
list yfirleitt, en þaö var
hefðbundið málverk af
morgunbirtu við Þing-
vallavatn — fremur þó
mynd af morgun-
stemmningu en
ákveðnum bletti í
landslagi — og situr
Þóröur hér framan viö
þessa mynd.
yfir skorti á byggingarlandi og vera meö
fast upp viö miðbæinn annað eins flæmi
óbyggt og Vatnsmýrin og flugvallar-
svæöiö er. Fyrir nokkrum árum birtust
hér í Lesbók hugmyndir Bjarka Jóhann-
essonar, arkitekts og verkfræöings um
byggö á flugvallarsvæöinu. Raunar haföi
sú lausn veriö prófverkefni hans. Hann
geröi ráö fyrir þéttri en fremur lágri
byggö íbúðarhúsa á svæöinu, en mér
þykir hugmynd Þóröar um ylstræti frum-
legri og eftirsóknarveröari.
Það er engin spurning, aö þetta er allt
saman hægt; aðeins þarf vilja, kjark og
þor — og kunna aö hagnýta sér tækn-
ina. En þaö er eins víst, aö mörg Ijón eru
á veginum. í fyrsta lagi gerist ekkert
nema pólitískur vilji sé fyrir hendi. j ööru
lagi er viö rótgróna íhaldssemi aö eiga,
sem ekkert fer eftir stjórnmálaflokkum,
en vill helzt viöhalda þeim vanþróun-
arbrag og doöa, sem lengi hefur ein-
kennt gamla miðbæinn. í þriðja lagi er
við ýmsa hagsmuna- og þrýstihópa aö
eiga, til dæmis þá, sem umfram allt vilja
halda í flugvöllinn á núverandi staö.
Þóröur Ben sýndi ekki aöeins teikn-
ingar sínar af skipulagi, ylstrætum og
íbúðarhúsageröum. Hann reifaði sjón-
armið sín í rituöu máli á veggspjöldum
og hefur hann gefiö leyfi til þess aö birta
það, sem þar stóö. Veröur þaö væntanlega
gert síöar.
Gísli Sigurösson