Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Blaðsíða 14
I
Yngvi Jóhannesson
Sumar
Niöandi áin.
löandi stráin.
Bólstur af heyi.
Broshýr grund.
Svifléttir vindar.
Sólheiðir tindar.
Mófugl á vegi.
Morgunstund.
Gleöi, hvar varstu?
Vorlanga barstu
daga og nætur
þinn huliöshjúp.
Vel máttu skarta,
skuggsjá er hjarta,
lindin sem grætur
lygn og djúp.
Erindi biðu
ekki á leiö.
Svipmyndir liðu,
gatan var greið.
Andartaks kynning.
Innra bjó
þrá og minning —
þaö var nóg.
Nöfn eöa sögur
sízt ég veit.
Fjarræn og fögur
fjöll ég leit,
litbirtu geimsins,
logn um sjó,
þrotleysu heimsins —
þaö var nóg.
Fátt eitt ég þekki
fólk eða hjal,
heyrandi ekki
heyri þess tal.
Nývöknuö gleöi
í geöi bjó,
þeli hún réöi —
þaö var nóg.
Jón Oddgeir Jónsson
Norðurljós
Af norðurljósum
nætur loga,
hlaöin geislum
rafurboga.
Himinn hækkar,
stjörnur stækka,
mennirnir smækka.
Máninn
Gunnar Sverrisson
Við
dagrenning
Eg geng meö fram ströndinni,
nýt þess að vera
náttúrubarn, manneskja,
Amor, Amor,
bylgjur timans
leika viö fjöruhleina ...
Eg geng meö fram ströndinni,
nýt þess aö vera til,
því það er sem niður
eHtföarhafsins
hvísli i eyru mér,
Amor, Amor,
hún bíöur eftir þér,
handan viö fjörukambinn,
veröur allra kvenna elzt,
þú körlum eldri,
hamingjusöm. ..
Eg geng með fram ströndinni,
og hraða mér á fyrsta
fund,
svo sem niöur hafsins,
hefur boöið mér,
viö dagrenning,
en Amor er á heimleiö,
til aö sækja meiri örvar,
undirbýr skot,
næstu framtíöar.
Máninn hvíti
mildan bjarma ber,
mjúkum höndum fer
um móður jörö,
endurvarpar
birtu sólar
er myrkur hrjáir
mannabörn.
höndunum með tveimur glösum, ísmola-
skál og viskýflösku, og mér fór ekki að
verða um sel, þegar hún settist grun-
samlega nálægt mér, sagöi að eigin-
maöurinn væri erlendis, alveg eins og í
myndunum í sjónvarpinu, og sagðist allt-
af hafa vonað, aö þaö kæmi einhver
riddaralegur karlmaður aö nema sig á
brott í brúðarkjólnum úr þessari innan-
tómu veröld, sem hún sagöist lifa í, um
leið bandaði hún út hendinni til að vekja
athygli á einbýlishúsinu og innbúinu. Ég
varö hálf vandræöalegur, og sagðist nú
ekki vera í þeirri aöstöðu að geta hjálp-
að henni, en aö ég vissi hins vegar um
kjötkaupmann, sem væri fráskilinn. Hún
lét orð mín sem vind um eyrun þjóta, og
sagöist vera búin að fá nóg af kjötkaup-
mönnum. Maöurinn hennar væri nefni-
lega líka kjötkaupmaöur. Svo hellti hún í
glasið mitt og bar það sjálf upp að vör-
um mínum afskaplega seiðandi hreyf-
ingu. Ég sat teinréttur í sófanum, skelf-
ingu lostinn yfir þessum duttlungum ör-
laganna, og vissi ekki hvort ég ætti aö
hlaupa í burtu eða vera kyrr. Ég ákvaö
þó aö vera kyrr smástund enn, ef ske
kynni aö þaö yröi til þess aö ég fengi
kjólinn. Svitinn spratt fram á enni mér,
mér varð heitt og kalt á víxl og hvernig
sem ég reyndi að vera eöliiegur tókst
mér þaö alls ekki. Á dauða mínum hefði
ég frekar átt von, en ekki þessu.
Konan bauðst til þess að fara í kjól-
inn, en ég afþakkaöi þaö í skyndi, sagð-
ist vera búinn aö sjá alveg nóg af kjóln-
um, kvaðst vera hrifinn og spurði, hvort
við gætum ekki gengið frá kaupunum
strax. Hún sagöi aö það væri alls ekki
hægt að ganga strax frá kaupunum, hún
sagöist sjá þaö á mér langar leiöir, aö ég
væri ekki búinn aö gera upp hug minn
gagnvart sér, en hún fullyrti aö hún ætti
aö fylgja kjólnum. Hún hefði boöið hann
til kaups til að einhver draumur eins og
ég birtist og næmi hana brott úr þessari
vesöld. Hún bandaöi aftur út höndunum
til aö vekja athygli á húsinu og húsgögn-
unum, og svo spuröi hún mig, hvort hún
væri óaðlaðandi. Mér fannst ég eins og
milli steins og sleggju. Ef ég svaraöi
henni játandi, væri allt eins víst hún ræki
mig kjóllausan á dyr, en ég segöi aö hún
væri þvert á móti mjög aðlaðandi, eins
og satt var, gat ég búist viö enn meiri
aögangshörku en hún hafði þegar sýnt.
Ég kaus því aö þegja og sat grafkyrr og
horfði í gaupnir mér eins og dauða-
dæmdur maður. Þannig leiö mér reynd-
ar líka, eins og dauöadæmdum, milli
kjötkaupmannsins sem beiö eftir því aö
fá brúðarkjólinn í kjötbúðargluggann
sinn og þessarar kjötkaupmannseigin-
konu, sem vildi óö og uppvæg láta mig
nema sig á brott. Ég þorði ekki aö hugsa
til eiginmanns hennar og hvernig hann
gæti hugsanlega brugöist viö því ef ég
geröi eins og hún vildi.
Þegar þögnin var orðin þrúgandi,
viskýglasiö mitt enn óhreyft á borðinu
en hún búin að drekka úr sínu glasi,
spurði hún mig, til hvers ég ætlaði að
nota þennan kjól. Ég sagði henni eins og
satt var, aö ég ætlaði aö hafa kjöt í
honum.
Ég hef áreiðanlega aldrei séð aðra
eins breytingu á nokkurri lifandi veru og
varö á konunni þarna í stofunni um leið
og ég var búinn að sleppa orðinu, og
líklega hef ég oröið svo skelfingu lostinn
yfir þessum skjótu veðrabrigöum, aö ég
gat ekki með nokkru móti látið mér
detta í hug, hvernig réttast væri að
bregöast viö þeim umskiptum sem urðu
á viðmóti hennar. Ég sem hafði áður átt
að nema hana brott eins og frelsandi
engill eða riddari á hvítum hesti var nú
allt í einu oröinn botninn á því karla-
pungrottukeraldi, sem allt þetta samfé-
lag væri, eða svo heyrðist mér hún kom-
ast að orði, um leiö og hún grýtti glasinu
í átt til mín. Þegar það hæfði mig ekki,
greip hún mitt glas, og skutlaði því í
höfuðið á mér, með þeim afleiðingum að
glasið fór í þúsund mola, og sjálfur
vankaðist ég töluvert, auk þess sem
önnur augnbrúnin fór í sundur og ég
varö alblóöugur í framan. Hún lét þaö
ekkert á sig fá, en sagði mér að hypja
mig, sem ég gerði reyndar glaöur, og
14