Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Blaðsíða 7
4. hluti
Helgi
J. Halldórsson þýddi
Meðan hún var aö boröa horföi barniö
stööugt á hana. Mamma hennar fór á
morgnana áöur en hún vaknaöi, og þaö
voru aöeins þessar dýrmætu stundir fyrir
háttatima sem þær gátu verið saman.
Barniö mundi ekki föður sinn. Sjómaður
er alltaf gestur á eigin heimili, og reyndar
var hún aðeins þriggja ára þegar hún sá
hann síðast. Hún hataði hann af nauösyn á
sama hátt og móöirin. Kannski var þaö
aðeins af hefð og vana: sá óþokki, sögöu
konurnar hjá Carlsberg og i stigagangin-
um, og „hann skal ekki voga sér aö koma
hingaö aftur,“ yfirbauð móöirin þær. En
hatur barnsins var þögult og stafaði af
þeirri hlýiu umhyggju sem hún bar fyrir
móður sinni.
Þegar þær voru búnar aö boröa skolaði
hún af diskunum. Hún þvoöi ekki upp fyrr
en daginn eftir þegar hún kom heim úr
skólanum.
Á eldhúsborðinu lá peningabudda móö-
ur hennar opin og nokkrir smápeningar
höföu oltiö úr henni. Afstaða barnsins til
peninga var blandin iotningu og beiskju.
Vegna þessara peninga var móöir hennar
fjarverandi dagiangt; þeir áttu sök á
margra klukkutíma vinnu, kvíöa og ein-
semd. Hver eyrir kostaöi dálítið af kröftum
móöur hennar, dálítiö af álagi augna henn-
ar, sem voru orðin eyöilögð af því aö halda
flöskum upp á móti Ijósinu til aö sjá hvort
þær væru hreinar.
Hún var ekki gömul þegar hún spurði
móöur sina af hverju hún færi út aö vinna
þegar þaö væri miklu betra aö vera heima.
Þá fékk hún aö vita að það væri til þess að
þær fengju mat og föt, og sunnudaginn
eftir hafði hún spurt áhyggjufull hvort nú
fengju þær engan mat úr þvi aö mamma
væri heima.
Hún furöaöi sig á því af hverju buddunni
hafði veriö felygt svo hirðuleysislega á
eldhúsboröiö og flýtti sér að taka hana
upp. Hún byrjaöi aö stinga aurunum í hana
aftur, en tók allt í einu eftir þvi aö móöir
hennar stóð fyrir aftan hana. Hún kipptist
viö af því aö hún haföi ekki heyrt hana
koma. Þaö kom fát á hana, hún sleppti
buddunni, strauk burt hárið af andlitinu
meö framhandleggnum og mætti framandi,
tortryggnu augnaráöi móöur sinnar. Hún
blóroönaöi og starði á móöur sina, galopn-
um, skelfdum augum, sem kölluðu fram
reiði í svip móður hennar, því næst þrjósku
og öryggisleysi, þar til skuggi blygðunar
leiö yfir andlit hennar og hún þoldi ekki
lengur að horfa í þetta skelfda augnaráö en
sneri sér viö, hálf vandræöaleg, hálf ergileg
og gekk aftur inn i stofuna.
Barniö stóð hreyfingarlaust og þögult
hjá buddunni og óhreinu diskunum. Hún
andaöi hratt og hugsanirnar hnutu hver um
aðra þvera bak viö þetta heita föla enni:
hún hélt ég ætlaði aö stela, hún hélt ég
tæki peninga frá henni — kannski heldur
hún að ég hafi gert þaö áöur — eins og ég
kostaöi hana ekki nóg fyrir — bara aö
buddan heföi ekki legiö þarna — bara aö
allt væri eins og áöur — góði guö, látu allt
vera eins og áður — láttu sem ekkert hafi
gerst.
— Af hverju stenduröu þarna og glápir?
kallaöi móðir hennar innan úr stofunni.
Röddin var ergileg og ókunnugleg eins og
augun áöur, með höröum hreim eins og til
að verjast því samviskubiti og blíöu sem
hún haföi aldrei megnað aö tjá. Hún tók
poka meö sokkum út úr veggskápnum bak
við boröið og iagöi að lokum klút yfir
skæru peruna áöur en hún settist við blett-
aða dúkinn og dró götóttan sokk upp úr
pokanum. Hún staði á sokkinn eins og hún
furöaöi sig á því aö einn sokkur skyldi geta
veriö meö svo mörgum götum. Hún beindi
NÁTTÚRUVERND
EÐA
OFNÝTING
NÁTTÚRUGÆÐA
Hulda Valtýsdóttir
ræðir við
SILVI STRUKSNES
frá norsku náttúruverndar-
samtökunum um viðhorf
til náttúruverndar
í Noregi og aðsteðjandi
hættur fyrir
náttúruverðmæti
þar í landi
Ekki er ýkja langt síðan náttúru-
verndarmál voru lítt þekkt hugtak, að
minnsta kosti í hugum þorra manna,
en segja má að á þessari öld hafi orðið
alger umskipti í samskiptum mannsins
við umhverfi sitt. Áður fyrr var lífs-
afkoman fyrst og fremst undir því
komin að menn ættu í fullu tré við um-
hverfi sitt og náttúruöflin. Þau höfðu
yfirhöndina að öllu jöfnu. Maðurinn var
háður umhverfi sínu, enda þótt hann
nýtti gæðin, sem náttúran haföi aö
bjóöa, með öllum tiltækum ráðum, ekki
hvað síst í bænda- og veiðimanna-
þjóðfélögum.
Nú er öldin önnur víðs vegar um
heim. Náttúran og umhverfi mannsins
er háð því í æ ríkara mæli hvaöa
ákvarðanir maðurinn og þá auðvitaö
stjórnvöld taka — hvaða afstööu þau
hafa til verndunarsjónarmiða. Hjóliö er
fariö að snúast á annan veg á tiltölu-
lega skömmum tíma vegna hraöfleygra
tækniframfara, því er engin furða þótt
margur eigi erfitt meö að átta sig á
umskiptunum. Þeir sem fyrst fóru aö
hrópa hátt um náttúruverndarmál
skáru sig úr fjöldanum — voru álitnir
draumóramenn sem hefðu snúið baki
við athafnalífi og framförum. En um-
ræöur komust í gang. í fyrstu sátu ef til
vill öfgar í fyrirrúmi á báða bóga en
öldurnar hefur lægt. Málsvarar þessara
tveggja viöhorfa eigast þó enn viö en
því lengra sem líöur virðast báöir aöilar
vera reiðubúnari að ræöa málin af
skynsemi og rökfestu. Báöir viöur-
kenna að hinn hafi nokkuð til síns
máls. Og þá er aðeins eftir að finna
hinn gullna meðalveg — hina farsælu
leið fyrir manninn og umhverfi hans
um ókomin ár.
Eöli málsins samkvæmt eiga þó for-
svarsmenn náttúruverndarsjónarmiöa und-
ir högg að sækja enn í dag. Sjónarmið
stjórnvalda stangast oft á við afstöðu
þeirra og þeir sem um stjórnvölinn halda
sitja á fjárhirslunum. Skjótfengið fé í þær
hirslur er mikilvægt mál í þeirra augum og
helst eru farnar troðnar slóðir til að ná
settu marki. Náttúruverndarmenn bjóða oft
upp á aðrar lausnir, sem þurfa ekki aö vera
dýrari í framkvæmd en með farsæl lang-
timamarkmið í huga.
Málið er margþætt og flókið og vanda-
mál af þessu tagi miklu geigvænlegri hjá
mörgum nágrannaþjóðum okkar heldur en
hér á landi.
Náttúruverndarsamtökum vex stöðugt
fiskur um hrygg ekki hvaö síst hjá iðnaðar-
þjóðum Evrópu. Verkefni þeirra eru marg-
vísleg — baráttumálin bæöi „pro-“ og
„contra-" með gróðri og náttúruvernd,
móti mengun og ofnýtingu landsgæða svo
nokkuð sé nefnt. í sumum löndum hafa
þessi samtök myndað með sér sérstaka
stjórnmálaflokka sem setja þessi mál á
oddinn, sbr. „grænfriðunga“ í Þýskalandi
og Frakklandi. Þótt slíkir flokkar hafi ekki
enn fengið fulltrúa á löggjafarsamkundur
þá veröur þess ef til vill ekki langt aö bíða.
Almenningi verður æ Ijósara að t.d. meng-
un og ágangur manna á lífríkið er gífurlegt
vandamál í okkar heimshluta og að viö svo
búiö má ekki lengur standa. Þeir sem
skella við skollaeyrum varðandi þessi mál
eru ekki menn síns tíma og því síður fram-
tíðarinnar.
Landvernd — landgræöslu- og náttúru-
verndarsamtök íslands eru félagasamtök
sem eiga vaxandi fylgi að fagna hér á landi.
Aðildarfélögin eru 65 talsins, sum afar fjöl-
menn s.s. Alþýðusamband íslands, Banda-
lag háskólamanna, Búnaöarfélag islands,
Félag íslenskra stórkaupmanna, Ferðafé-
lag íslands, Kennarasamband íslands,
Kvenfélagasamband islands, Starfsmanna-
félag ríkisstofnana, Samband íslenskra
sveitarfélaga, Starfsmannafélag SiS, Stétt-
arsamband bænda, Verkamannasamband
islands og Vinnuveitendasamband íslands
svo nokkur þau fjölmennustu séu nefnd en
auk þessara ýmis félög sem láta sig nátt-
úru- og gróðurvernd varða. Væri farið eftir
höfðatölu eru þetta líklega ein fjölmenn-
ustu samtök i landinu.
Aðalverkefni Landverndar er útgáfa
kynningar- og fræðslurita auk funda- og
ráðstefnuhalds en samtökin reka skrifstofu
á Skóiavörðustíg 25 í Rvík.
Á aðalfundi Landverndar í haust var
boöið upp á umræðuefnið „Áhrif orku-
vinnslu á umhverfi og framtíðarviðhorf".
Þar fluttu framsöguerindi þeir Jóhann Már
Maríusson verkfræðingur, Arnþór Garð-
arsson líffræðingur og Bjarni Guðleifsson
tilraunastjóri og geröu grein fyrir ýmsum
hliðum þessara mála. Erindunum var vel
tekiö og urðu um þau fjörugar umræður á
eftir, og viðstaddir uröu örugglega nokkru
fróöari.
Sérstakur gestur aðalfundarins var Sylvi
Struksnes frá norsku náttúruverndarsam-
tökunum. Hún flutti erindi um vatnsafls-
virkjanir í Noregi en Norðmenn hafa eins
og kunnugt er lent í töluverðum þrenging-
um vegna virkjunarmála og er Alta-málið
kunnast þeirra. Margir kenna óheillavæn-
legri þróun þess máls því, að ekki hafi verið
rétt staðið að málum í upphafi, — andstæð
öfl hafi ekki byrjað umræður nógu snemma
og þess vegna allt farið i hnút.
Ekki skal fjallað nánar um það hér, né
heldur afstaöa tekin — það er hausverkur
bræöra okkar Norðmanna.
En virkjunarmál eru ekki nema einn þátt-
ur þeirra mörgu mála sem náttúruvernd-
arsamtök hafa afskipti af. Áður en Sylvi
Struksnes hvarf á braut hitti Lesbók hana
að máli til að fregna frekar af þeim verkefn-
um sem náttúruverndarsamtök í Noregi
vinna að og hver væru helstu baráttumálin.
Sylvi Struksnes hefur starfað að náttúru-
verndarmálum í 10 ár en síðastliðin 6 ár hjá
norsku náttúruverndarsamtökunum í Osló
og ritstýrt tímariti samtakanna.
Hún sagði að á skrifstofunni í Osló væru
9 manns í föstu starfi. Félagsmenn í sam-
tökunum eru um 40 þúsund í 18 deildum
víð 5 vegar um landið. Deildunum er síðan
skipt í smærri einingar innan fylkja og eru
þær um 100 alls. Þær fá fjárhagsaðstoð frá
sínu sveitarfélagi eða afla fjár sjálfar en
árgjald per persóna er 75 krónur. Samtök-
in fá 1 milljón norskra króna í styrk á ári frá
ríkinu. Skrifstofan í Osló annast útgáfu ým-
isskonar, s.s. tímarits og bóka um náttúru-
verndarmál, gerð veggspjalda og kvik-
mynda. í tengslum viö norsku náttúru-
verndarsamtökin starfa einnig unglinga-
deildir innan skólanna, „Natur og Ungdom"
nefnast þær. Unglingarnir starfa í klúbbum
undir leiðsögn líffræði- eða náttúrufræði-
kennara sinna. Þeir fara í skoðunarferðir
7