Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Page 5
Claudette vió æf-
ingar á nýjasta hlut-
verki sínu í „A Tal-
ent for Murder“.
Hún vill ræöa milli-
liðalaust viö Guö —
og helzt á frönsku.
Sú gamla er 77 ára og enn á fullu í leiklistinni og
lítur út fyrir aö vera að minnsta kosti 20 árum yngri
en kirkjubækurnar segja
Aldrei þessu vant þjáöist hin óvenjulega
leikkona Claudette Colbert af taugaspennu
í nokkra daga. Morguninn, sama daginn og
frumsýningin á nýjasta leikritinu meö
henni, „A Talent for Murder“ átti aö fara
fram, brotnaði hún niöur. Hún óö fram og
til baka í hótelherberginu í Washington og
reyndi að ná kettinum undan rúminu til aö
hafa eitthvaö aö halda á. „Ég hristist og
skalf í tuttugu mínútur," sagöi hún.
Um kvöldiö áöur en hún steig á fjalirnar
í Kennedy Center hvíslaöi hún hljótt viö
sjálfa sig á frönsku: „Góöi Guö, hjálpaöu
mér“. Claudette er fædd í París og henni
finnst gott aö tala viö guö „á hans eigin
máli“. En það virtist haldlaust þetta kvöld-
iö. Tímasetningarnar hjá henni sem höföu
veriö nákvæmar kvöldiö áöur rugluöust og
hún jafnvel gleymdi setningu og setningu.
Næsta morgunn fór hún árla á fætur til aö
sjá blöðin og ældi þegar hún las gagnrýn-
ina í Washington Post. „Hefuröu litið í blaö-
ið?“ spurði hún fróttamann um kvöldið. „Er
þetta satt? Segöu mér þaö hreinskilnis-
lega.“ Claudette hefur leikiö í sextíu kvik-
myndum og allmörgum vinsælum leikjum á
Broadway en samt þarf hún alltaf aö láta
sannfæra sig um aö hún geti þetta. ÞaÖ
þurfti aö vísu aö endurskrifa leikritiö áöur
en þaö væri sett á sviö á Broadway, en
Claudette var stórkostleg eins og venju-
lega.
Ctaúdette, sem veröur sjötíu og átta í
..casiu viku er búin aö vera svo lengi stór-
kostleg aö hún er áreiöanlega sú eina, sem
minnist þess aö hafa verið eitthvaö annaö.
Ef til vill var þaö í myndinni „For the Love
of Milk“. „Ég haföi ekki hugmynd um hvað
ég var að gera. Og mór heföi aldrei átt aö
detta þaö í hug aö leika í þögulli mynd.“ Og
eitt er víst aö hin silkímjúka flauelisrödd
hennar hljómaöi í kvikmyndunum: Cleo-
patra, Midnight, The Palm Beach Story,
Since You Went Away, Three Came Home
og It Happened One Night, en fyrir þá
mynd fókk hún arið 1934 Academy Award
verölaunin fyrir leik sinn. Hún hefur marg-
sannaö aö hún hefur hæfileika til alvarlegra
hlutverka. En fagurlega stílaöur gamanleik-
ur er hennar sérgrein. Kvenhetjurnar henn-
ar eru tvær listamanneskjur, Ina Claire og
Lynn Fontanne. „Ég elska aö leika í gam-
anleikjum," segir Colbert. „Og ég get fuliyrt
aö ég er mjög góö gamanleikkona. En ég
var alltaf aö berjast til aö sanna þaö. Mér
tókst aldrei aö leika tæfur. Þaö eru per-
sónuleikar sem fólk minnist.
Þær tæfur sem óg næstum var búin aö
taka aö mér aö leika voru Bianche du Bois
í Broadwayútsetningunni á „A Streetcar
named Desire" og Margo Channing í „All
About Eve“.“ En ástæöan fyrir því aö hún
lék ekki þessi hlutverk var samningur í
kvikmynd í annaö skiptiö og hitt skiptiö
meiddist hún á skíöum. En Bette Davis
fékk þaö hlutverk. í leikritinu „A Talent for
Murder“ leikur hún aftur gamanhlutverk,
þar sem hún túlkar gáfaöa drykkjusjúka
konu, sem skrifar morösögur, en fjölskyld-
an er aö reyna að koma henni fyrir kattar-
nef til að nálgast auðævi hennar. Einn úr
fjölskyldunni er drepinn og spurningin er:
Hver?
Vandamál leikritsins er þaö aö höfund-
arnir Norman Panama og Jerome Chodo-
rov komust ekkj aö niöurstööu. Þaö er
þrisvar búiö aö breyta séreinkennum
moröingjans, en slíkt hefur krafist mikilla
endurskrifta og sífellt þarf aö læra ný hlut-
verk. Þar fyrir utan á Claudette aö vera
lömuö og er í rafmagnshjólastól á leiksviö-
inu. En hjólastóllinn virkar ekki rétt. „Ég er
öll blá og marin eftir hann,“ segir Claudette
Colbert.
Þegar leikritiö var sett á sviö á Broad-
way var Claudette búin aö fá yfirhöndina
yfir hjólastólnum. „Ákveðin manneskja,
þessi yndislega kona,“ sagði Frank Capra,
sem stjórnaöi henni í „It Happened One
Night“.„ Þegar hún ætlar sér eitthvaö gerir
hún það.“
„Ég hefi ekki nokkra samúö meö fólki
sem segir: „Ég get þaö ekki“, segir hún.
„Þú getur gert allt sem þú vilt gera ef þú
reynir." Þessi ákveöna lund kemur örugg-
lega frá mömmu hennar og ömmu. Pabbi
hennar var minniháttar bankastarfsmaöur
1906, þegar Claudette var þriggja ára, og
hann hvarf í skuggann af þessum virðu-
legu, ákveönu heföarkvendum. Þaö er til
gamall málsháttur: „Af hverju er svo kært
milli afa, ömmu og barnabarna? Af því aö
þau eiga sameiginlegan óvin — mömm-
una“.
Áriö 1923, tveim árum eftir aö hún lauk
við Manhattan Washington Irving High
School fékk hún til allrar hamingju smá-
hlutverk á Broadway og hæfileikarnir geröu
fljótlega stjörnu úr henni, fyrst á sviöi og
síöan í kvikmyndum. Hún giftist og skildi
viö leikara, síöan giftist hún skurölækni,
Joel Pressman. Hún var niðurbrotin þegar
hann dó úr lifrakrabba áriö 1968. „Hann
var besti vinur minn,“ sagöi Claudette. „Ég
haföi veriö innilokuö andlega alla ævi,
aldrei fundist ég geta fariö þangað sem
mig langaöi til. Nú varö ég skyndilega
óskaplega alein, móöir mín og bróöir dóu
stuttu síðar. Og ég gat ekkert snúið mér.
Þetta var hryllingur."
Nú býr hún hálft áriö á Barbados, þar
sem hún á hús og þar er hún frægur
gestgjafi jafnframt leikfrægðinni. „Húsiö er
faguriega prýtt," segir Jean-Pierre Aum-
ont, sem leikur á móti henni í A Talent for
Murder. „Hún hefur undraverðan smekk.
Þaö er lagt á borð hjá henni eins og í Hvíta
húsinu — sem er hálf undarlegt, því maður
borðar í sundbolnum. Hún á líka íbúð á
Fifth Avenue og þar sem hún er ein á báti
núna gerir hún talsvert af því að feröast.
Og hvaö með Hollywood? „Allt er búiö hjá
mér. Maðurinn minn er farinn, heimili mitt
er farið og framtiö mín í kvikmyndunum er
búin.“
Colbert elskar aö leika, þó þaö hafi ekki
orðiö aö þráhyggju hjá henni eins og Bette
Davis og Katharine Hepburn. „Ég hugleiöi
aldrei frama minn sem númer eitt í lífi mínu.
Ég lít á leik eins og starf og nú sé ég
hreinskilnislega eftir því. Ég hugleiöi allt
sem ég heföi getaö gert. Hlutverkin koma
til mín. Ég hleyp ekki eftir þeim.“ Samt er
Tarjej Vesaas
Vísa
augljóst að það er þaö eina sem hún sér
eftir, því ef hin geislandi, aldurslausa
Claudette er ekki hamingjusöm hver er þaö
þá? „Hún bergir brunn stööugs æsku-
Ijóma, þessi kona,“ sagöi einn aödáenda
hennar við opnun á leiksýningu hjá henni.
Getur veriö. Eftir á aö hyggja, Lynn Font-
anne er komin yfir nírætt og er uppáhald
Claudette. Claudette Ijómar og segir: „Ég
ætla að veröa eins.“
Eftir Gerald Clarke.
Þýöandi Valgerður Þóra.
Á sumarkvöldi síðla
í seli — kuldinn grár,
við krotuðum á vegginn
með koli nöfn og ár.
Og þegar Vatnið lagði
liðnu hausti á,
við skrifuðum nöfn á ísinn
með skautum okkar þá.
i vetur stóð í lundi
einn steinn, — hiö dökka grjót.
Nafn mér eitt þar birtist
og brosti Guði mót.
Maöurinn sá
Gamla úlpan mín
á uglu í viðargeymslunni,
par af útslitnum skóm,
ég þekki
manninn þann.
Ég ýti honum til,
á annan snaga,
i annað skot,
hann er fyrir mér.
Ég hef ekki heldur
hjarta í mér
að henda honum út.
Sigurjón Guðjónsson þýddi
Við vöktum vornótt eina
hjá elri hlið við hlið,
með hníf við ristum nöfnin tvö
í rauöan við.
5