Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1982, Page 6
Tove Ditlevsen um ævi sína og ritstörf
Fjóröi
eiginmaðurinn
reyndist
enn marglyndari
en ég sjálf
í „Dómaranum“ er stutt saga sem mig
langar aö skrifa svolítiö um af því að hún
líkt og „Hin eilífa þrenning" virðist hafa
staöiö af sér breytingar tímans í þau tæpu
þrjátíu ár sem liðin eru síöan hún birtist
fyrst. Og þó er ennþá lengra síðan ég skrif-
aði hana. Hún heitir „Eggjasnafs" og hefur
veriö prentuö í mörgum skólabókum með
þar af leiðandi kröfu um „túlkun" af hálfu
þeirra dönskukennara sem heimta tákn-
skýringu af vesalings börnunum og hlýtur
sem slík aö hafa valdiö miklum heilabrot-
um meöan nýtískan reið sem ákafast hús-
um.
Þemað í sögunni er ást milli fólks sem er
of fákunnandi og feimiö til að tjá tilfinn-
ingar sínar meö orðum og neyöist þess
vegna til að gera þaö í athöfnum. Sagan
fjallar um einstæöa móöur og litlu stúlkuna
hennar og samband þeirra er þögult og
þrungið harmi. Þær eru á lægsta þrepi
þjóðfélagsins þar sem aöeins tærar og
ósviknar tilfinningar gefa lífinu nokkurt
gildi. Barnið undirbýr komu móður sinnar
heim frá vinnu meö því að leggja á miðdeg-
isverðarboröiö, og til aö gera þaö hátíö-
legra flytur hún pelargóniu úr gluggakist-
unni yfir á dúkinn. Ég hef ekki tölu á öllum
þeim skólabörnum sem á liðnum árum
hafa komiö til mín til aö spyrja mig hvaö
þessi einfalda og auðskilda athöfn eigi að
tákna. Ekkert, svara ég alltaf, stúlkan gerir
þetta einungis til aö gleöja móður sína.
En þar sem ég get ekki séð neinn tilgang
í því að vera sjálf aö segja frá listrænni
framleiöslu minni, ef ekki með því aö gera
grein fyrir því baksviöi aö tiloröningu henn-
ar sem ég ein get vitað nokkuö um, vil ég
Ijóstra því upp aö „Eggjasnafs" spratt út úr
huga mér sem eins konar óskadraumur. Ég
elskaöi móöur mína sjálfkrafa á frumstæð-
an hátt, og sá mikli skuggi sem grúföi yfir
bernsku minni — miklu meiri en hið efna-
lega öryggisleysi — var nagandi efi minn
um þaö aö hve miklu leyti hún endurgyldi
ást mina.
Þetta varVnér ekki eins mikilvægt þegar
ég var oröin fullorðin, en óafvitandi yfir-
færði ég þetta á önnur sambönd og átti
örðugara meö en ég heföi ástæöu til að
trúa því aö öörum þætti vænt um mig
„sjálfrar mín vegna“. Á tímabili varö það til
þess að ég hratt frá mér öllum vinum mín-
um með því aö láta reyna á ást þeirra eins
og ég hef látið stúlkuna Ester gera í „Götu
bernskunnar". Þaö er ekki aðferð sem
maður veröur vinsæll af og hún er líka
heimskuleg. Aöeins einn af hundraöi þeirra
sem vilja láta aöra elska sig hefur i rauninni
viljann til að elska þó aö ekkert sé eins
skelfilegt og að vera elskaður og endur-
gjalda ekki. Reyndar ól bróöir minn í brjósti
sama efa um ástarþel mömmu í sinn garö,
meö sömu alvarlegu afleiðingum fyrr hann
fullorðinn; samband okkar viö annað fólk
fór á misvíxl. Ekki almennt en í nánu sam-
lífi. Sannleikurinn um þá móöurást sem viö
vorum ekki beinlínis ofmettuö af liggur í því
gamla spakmæli aö maður getur ekki rétt
öörum neitt meö visinni hendi. Móðir mín
var langt frá því aö vera hamingjusöm sjálf,
og auk þess haföi hún engan áhuga á
börnum. Ef karlmenn gátu ekki séö fyrir
heimilinu sá hún ekki til hvers væri hægt að
nota þá. Eins og margra annarra kvenna af
hennar kynslóð var ástalíf hennar eyöilagt
af sífelldum ótta við þungun.
Móðurina í „Eggjasnafsi“ hef ég gætt
hinni frumstæöu ást, sem ég haföi ætíö
árangurslaust leitað eftir hjá móður minni,
og barnið í sögunni allri þeirri holiustu viö
lágt settan framfæranda sem öllum börn-
um er eiginleg. Það gerist í rauninni ekkert
í þessari litlu sögu. Samt er hún sú sól-
skinssaga sem mér auönaöist aöeins aö
lifa í hugarheimi.
Eggjasnafs
Barniö stóö við eldhússtigann meö báö-
ar hendur á handriöinu og hlustaöi án þess
aö hreyfa sig þegar dyr voru ognaöar og
heyröist fótatak sem hún taldi sér trú um
að boöaöi komu móður sinnar, þar til þaö
stansaöi tveimur hæöum neöar og huröa-
skellur gerði þá von aö engu.
Nú var Hansen á þriöju hæö kominn
heim og Ketty úr sódaverksmiöjunni.
sömuleiöis kona Henriksens kyndara sem
vann hjá Carlsberg ásamt mömmu og
mundi auövitaö koma upp og segja ef
eitthvað heföi komiö fyrir. En kannski
nennti hún því ekki eða vissi þaö blátt
áfram ekki. Næstum á hverjum degi þaut
sjúkravagninn burt meö einhvern — þetta
var svo gríöarstór verksmiöja.
í eiröarleysi sínu tróö hún hastarlega á
tær sér og stóö þannig lengi til þess aö
tárin, sem hrundu alla leið niður í kjallara,
gætu átt sér einhverja áþreifanlega orsök.
Þannig var þaö á hverjum degi, í lengri eöa
skemmri tima, allt eftir því hve móðir henn-
ar var langt á eftir áætlun. Hún tók sér
ávallt stöðu til að hlusta nokkur áöur en
hægt var meö sanngirni aö búast viö aö
móöir hennar kæmi.
Þaö glóröi i hvitt andlit hennar í myrkrinu
eins og í dauft Ijósker. Innan við opnar
eldhúsdyrnar heyrðist lágt suöuhljóö i kart-
öflupotti. Inni i litlu stofunni var lagt á borö
fyrir tvo. Blómstrandi pelargónía haföi ver-
iö sett á miöjan vaxdúkinn og kallaði alltaf
fram dauft vanabundiö bros á andliti móð-
urinnar, af því aö blómapottur átti heima í
gluggakistunni en ekki á kvödlveröarborö-
inu.
Um þaö bil sem barniö sleppti trausta-
taki sínu á handriðinu og settist i efsta
stigaþrepið, gefandi allt frá sér og hágrát-
andi eins og til aö sýna örlögunum að
reynsla hennar væri oröin nóg og hún gæti
þolað smávegis meölæti, heyröi hún hliðið
opnað og ógreinilegt hljóö, máski skóhljóö
á gangstréttinni, sem kom henni til að
spretta upp og þjóta inn í eldhúsiö, kveikja
Ijósið og slökkva undir kartöflunum, meö
áköfu, ólýsanlegu fagnaöarópi: Mamma
komin! Nú setti hún hjóliö í skúrinn, nú
hljóp hún upp tröppurnar, nær og nær.
Heimurinn fylltist af Ijósi, hjartaö af ró.
Hún stóö og sneri baki aö dyrunum og
hárið eins og tveir svartir vængir niöur yfir
kinnarnar. Hún var aö hella rjúkandi kart-
öflum á djúpan disk þegar móöir hennar
kom inn og skellti huröinni á eftir ser.
— En sá kuldi.
— Ég steikti bollur, það þarf bara aö
hita þær.
Röddin var gróf eins og í dreng snemma
á gelgjuskeiöi. Hún var ekki miklu minni en
móðir hennar, en mögur eins og sjúkur
hundur af aö sjá um sig daglangt. Andlitiö
var lítiö og ákaflega áhyggjufullt, hakan
mjó og grá, húðin óhraustleg. Aðeins aug-
un lýstu, stór, dökkblá og alvarleg, i hinu
litla ófríöa andliti.
Móðirin svaraöi ekki þessu meö kartöfl-
urnar og þær sögöu yfirleitt ekki meira
hvor við aðra áöur en þær settust viö borö-,
iö og móðirin meö daufu, Ijúfu brosi i púör-
uöu andliti setti þessa yfirþyrmandi pelar-
góníu aftur í gluggakostuna. Þegar hún
settist aftur rak hún sig í hlífarlausa peruna
sem viö það sveiflaöist fram og aftur og
varpaöi skuggum á upplitaö veggfóöriö.
Hún boröaði hratt, meö djúpar hrukkur
milli mjórra, plokkaöra augnabrúna. Upp-
litaö háriö haföi dökkan, óákveöinn lit niöri
viö hársvöröinn og þaö var án gljáa eins og
þreytuleg, nærsýn augun. Dagarnir höföu
veriö svo hver öðrum líkir síöustu tíu árin
aö hún haföi varla tekiö eftir þeirri breyt-
ingu sem oröin var á andliti hennar. Rautt á
kinnar og varir, óhreinum púöurkvasta
strokiö yfir andlitiö, svörtum bursta brugö-
ið á augnhárin; fyrir framan sköröóttan
spegil í grárri morgunskimu viröist tíminn
standa kyrr og hver dagur öðrum likur.
Gengi rauöi liturinn til þurröar keypti hún
nýjan, og þaö var nóg til af hvítu púöri í
heiminum til aö flikka upp á tekiö andlit til
eilífðarnóns. Og það var nóg af þyrstum
mönnum í veröldinni til aö tómar flöskur,
sem þurfti aö skola, bærust lengur eftir
færiböndunum en hraöar hendur hennar
gætu gripiö þær og skolað. Segja mátti aö
ævi hennar væri dapurleg, en þegar hún
kvartaöi yfir henni var það siöur af því aö
henni fyndist hún daþurleg heldur blátt
áfram af gömlum vana og af því aö þaö
þótti nú einu sinni til siös aö kvarta. Þannig
séð var tilvera hennar lika tryggö vegna
alls þessa púöurs og allra þessara þyrstu
manna, og stundum var hún góö vegna
barnsins sem hún talaöi sjaldan við.