Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Side 4
Trausti Jónsson veöurfræðingur VEÐUR Efni þessarar greinar er eig- inlega bara ein mynd. Myndin sýnir hitafar í Stykkishólmi allt frá því að mælingar hófust þar haustið 1845. Hún sýnir ekki hitafar einstakra mánaða held- ur öllu fremur einstakra ára — og meira en það — líka allra ára. Þegar meðalhiti ársins er reiknaður er lagður saman hiti mánaðanna tólf, frá janúar til desember og síðan deilt með 12 í útkomuna. Einnig má gera þetta fyrir önnur tólf mánaða tímabil, t.d. er hægt að reikna meðalhita ársins apríl 1981 til mars 1982, það eru tólf mánuðir líka. Mynd- in sýnir niðurstöðu slíkra út- reikninga. Fyrst er reiknaður meðalhiti ársins nóvember 1845 til október 1846, síðan desember 1845 til nóvember 1846, því næst janúar 1846 til desember 1846 og þannig koll af kolli. Svona með- altöl eru gjarnan kölluð keðju- meðaltöl eða rennandi meðaltöl og er það orð notað á myndinni. Við sjáum að fyrsta ártalið sem birtist á myndinni er 1847. Þar beint fyrir ofan stendur meðal- tal tímabilsins febrúar 1846 til janúar 1847. Ártölin standa sem sagt þar sem janúarmánuður ársins kemur inn í meðaltalið. Línuritið sýnir dali og tinda. Því hærri sem tindarnir eru, því hlýrra hefur verið, því dýpri dalir, því kaldara. Hitafar síðustu ára Lítum nú fyrst neðst á línurit- ið. Þessi hluti sýnir hitafar und- anfarinna ára eða allt frá 1965 eða svo. Kuldaskeiðið frá 1965 til 1971 kemur þar allvel í ljós. Meðalhiti í Stykkishólmi allt frá 1845 er um 3,5 stig og hitinn var undir því öll þessi ár. Síðan hlýnaði að nýju og hiti var ná- lægt meðallaginu allt fram til 1979, en þá kólnaði hastarlega eins og marga rekur minni til. Fljótt hlýnaði aftur, en 1981 fór hitinn nærri því eins langt niður, þó það sjáist raunar ekki á þessari mynd, þar sem ekki er enn búið að gefa þessi meðaltöl opinberlega út. Kuldaköstin 1979 og 1981 eru þau mestu síð- an um 1920. Um og eftir miöja síðustu öld Lítum nú aftur efst á línurit- ið. Það byrjar á miklum tindi, sem er hærri en flestir aðrir. Þarna hefur sem sagt verið mjög hlýtt. Tindurinn á einkum við um árin 1846 og 1947. í annál 4 Millibilsástand í veðurfari núna Lítið eitt um hitafar í Stykkishólmi frá 1845—1981 Eins og viö er aö búast, er Island hvítt yfir aö líta á gerfihnattarmynd frá 17. marz 1979, en þaö ár er kaldast allra ára síöan 1918. Hér fóru mælingarnar fram: Stykkishólmur 1868, ein elzta mynd Sigfúsar Eymundssonar. Þetta ár fór hlýnandi eftir hroöalegan kulda áriö áöur og síöan versnaöi aftur áriö eftir. 19. aldar segir m.a. um árferði þessi ár: 1846: „Eftir nýár hjeldust snjóþyngsli, er komin voru yfir allt Noröurland, og var skorpa sú talin 13 vikur. En meö miöj- um þorra kom ágæt hláka, er varaði í 12 daga. Meö einmán- uði kom þar þá aftur fannfergi, er hjelst fram á sumar. Vestan- lands var vetur kallaður góður frá þorralokum, og um allt Suö- urland einhver hinn besti, og var útigangspeningur í góðum holdum um sumarmál ... ... Vorið var svalt og storma- samt; brá síöan til rigninga, er vöruðu fram um sólstöður. Gerði þá þurrt veður og hag- stætt um nokkurn tíma og varð grasspretta í betra lagi yfir alt land. Með miðjum slætti gekk aftur í rigningar með kalsa og varð bág nýting á heyjum manna, einkum syðra, því að fæstir náðu þar útheyjum í garð fyr en eftir höfuðdag ... Haust- ið var hið ágætasta og oft þíð jörð norðanlands, svo að rista mátti torf til 20. nóvember. Hjeldust úr því hæg frost og kyrrviðri tij ársloka." 1847: „Ár þetta hófst með hinum sömu frostleysum og blíðviðri, er áður hafði gengið, svo að baldursbrá og sóley blómguðust syðra á þorra, en það dó út af aftur við fáa kulda- daga seint í febrúar. Var þá frost 10—12 stig á R, sem eigi komst hærra um veturinn. Eigi spilti mars heldur um, því að þá var heldur sumartíð en vetrar og mundu eigi elstu menn jafn- góöa tíð um það leyti árs, og furöaði útlenda menn, er þó höfðu vanist góðu, mjög á slíku. Var þá túnvinna og garðyrkja viða byrjuö með einmánaðar- komu. I april var veðrátta nokkru óbliðari. Framan af maí gengu norðan næðingar og kom nokkur kyrkingur í gróður þann, er kominn var. En þegar lengra leið, gekk tíð til batnaðar með hlýjum sunnanvindum. Kigndi þá og töluvert og var gróður um þann tíma árs vel í meðallagi. Sumarblíða hjelst um júní og júlí og voru tún víða þegar til sláttarins kom, venju betri. Nyrðra höfðu reyndar hret um vorið gert meira vart við sig; var þar þó æskilegur gróður ... ... en þrjá síðustu mánuðina var umhleypingasamt og vot- viðri í meira lagi. Gengu þá nyrðra gaddhörkur öðru hvoru.“ Eftir þessi hlýindi kólnaði mikið en ekki var þó beinlínis kvartað yfir árferðinu. Fyrir 1850 hlýnaði aftur og 1952 voru aftur öndvegishlýindi. Ekki var mikið kvartað undan tíðarfarinu fyrr en 1855, en þá er líka tals- verður dalur í línuritinu — ekk- ert mjög ólíkur 1979. Næsti dal- ur er svo 1859 og 1860 enda mikil harðindi (veturinn Álftabani og svokölluð harðafasta). Á Norð- urlandi var sagt að veturinn 1859 hefði verið sá harðasti síð- an 1802, ekki ætla ég að dæma þar um. Það er athyglisvert þeg- ar litið er á þessa harðinda- skorpu áratuginn 1860 til 1870, að hitasveiflur eru mjög miklar og miklu meiri en venjulegt hef- ur verið síðustu áratugi. Megin- kuldaköstin eru fjögur (1859, 1863, 1866 og 1869) og voru fyrsta og þriðja kastið sérlega siæm. Síðan komu svona bæri- leg ár á milli. Sem dæmi um harðindi 1866 eru hér tveir kafl- ar úr annál 19. aldar: „Fyrstu dagana í júlí kom stórhríð Norðanlands, alsnjóaði ofan í ár og sjó, fyilti þá Eyja- fjörð meö hafís að kalla inn að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.