Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1982, Qupperneq 15
Þau eru iðin við kertin Kertin eru búin til í búðinni samkvæmt gamalli hefð í þessari iðju. Hér dýfir Kolfinna kerti í bráðið vax. Kertin eru í um. Litbrigðin eru margbreyti- leg, allt frá hálfgegnsærri vaxhvítu til sterkari og dekkri litablöndu í hverju kerti. Kert- unum fylgir spjald með áletrun: „Handskorin kerti eftir Kollu og Hlölla." Yfir þessum munum er einhver bjartur, svalur blær sem fær þann, er inn kemur, til þess að gleyma öllu öðru sem til staðar er í versluninni en þar eru eins og nafnið bendir til einnig seld pottablóm, ennfrem- ur postulín hvítt eða handmálað að ógleymdum kortum í úrvali sem nauðsynleg eru í gjafa- og listmunaverslun. Nám í kertaskurði Þar í versluninni hanga uppi innrömmuð vottorð (á ensku) þeim báðum til handa um að þau hafi lokið námi í kerta- skurði en það heitir á ensku — chandeliering. Vottorðin eru dagsett á þessu ári og verslun- ina opnuðu þau hjónin 24. apríl nú í ár. Þeim virðist hafa gengið að óskum í náminu og árangur af því orðið strax að veruleika. Hvenær ákváðu þau að læra kertaskurð? „Hugmyndin varð fyrst til fyrir 6 árum. Þá vorum við á ferð í Bandaríkjunum og rák- umst á þessi skornu kerti í verslun, en þau eru þó mjög sjaldséð. Við fengum vitneskju um að þarna væri um námsgrein að ræða. Okkur þótti þetta strax mjög áhugavert og höfðum mik- ið fyrir að komast í þesskonar nám þar í Bandaríkjunum en ekki var heppnin með okkur í það sinn og fórum við heim við svo búið. Við héldum áfram að leita fyrir okkur um möguleika á þessu námi en þeir virtust mjög takmarkaðir, fáir meistar- ar í faginu. Tveimur árum seinna vorum við á ferð í Flór- ída og enn í námsleit án árang- urs, þar til einn daginn að við gengum óvænt fram á kennara okkar, sem síðar urðu, þar sem þau voru að vinna við kerta- skurð í stórverslun. Þannig komumst við í nám hjá þessum hjónum en þau eru ein af þeim fáu sem kenna kertaskurð." Er þetta langt nám? „Námið tók okkur þrjú ár, þó ekki alveg samfleytt, því við urðum að taka okkur hlé til að vinna fyrir námsgjaldi. Þetta er mjög dýrt nám og engin náms- lán komu til greina.“ Er þetta fjölsóttur skóli og hvað er kennt? „I sambandi við kennsiuna er starfandi bæði verslun og verk- stæði og margt fólk, nemendur og starfsfólk. Þarna ríkti mikill námsáhugi enda nám og vinna öllum regn- bogans litum og má segja að stíllinn só oftast barokk og stundum eru þessi kerti all kyndug aö lögun eins og græna kertiö, sem Hlööver heldur á. H|á Koifinnu og ver sem hafa lært að handskera kerti kúnstarinnar reglum og stunda þá íð|« s eiginiega í Breiðhoití Eftir Þurtöt J. Árnadóttur fjölbreytt og skemmtileg. Kennsla miðast eingöngu við allt sem lýtur að skornum kert- um, blöndun á efnum og litum og annarri undirbúningsvinnu en aðaláherslan er lögð á handa- vinnuna sjálfa." Aðspurð segjast þau hafa orð- ið litlu fróðari um fortíð og feril kertaljósa, en Hlöðver segist hafa leitað að fróðleik um það efni á bókasöfnum bæði hér heima og erlendis en ekki orðið ágengt. Um það hvaðan þessi hand- mennt sé upprunalega komin segja þau að kertaskurður hafi verið iðkaður í Englandi fyrir alllöngu, þótt hann þekkist þar ekki nú og muni listin hafa flust með innflytjendum þaðan til Bandaríkjanna. Einnig hafi þessi vinna þekkst í Þýskalandi. „Öll handskorin kerti eru unnin samkvæmt ákveðinni hefð í þessari grein og eingöngu miðuð við háan gæðaflokk," segja þau. Þess má geta að þau Hlöðver og Kolfinna hafa þegar tekið nema í iðninni, unga stúlku sem þau segja að sé mjög efnilegur nemandi. En hvaða eiginleika þarf til þess? „Þar kemur sér best að hafa næmt ímyndunarafl, fima fing- ur, listrænan smekk og síðast en ekki síst þolinmæði." En öll undirbúningsvinna segja þau að sé mikið þolinmæðisverk. Aletruð kerti með myndum Á meðan við spjöllum saman er Hlöðver að teikna upp letur á kerti sem búið er að panta en þar á að standa „Kveðja frá Is- landi“. Pólk fær ýmiskonar áletranir greyptar í kertin svo sem: Til hamingju með daginn, eða áfangann, brúðkaupið o.s.frv. Einnig er algengt að fólk komi með myndir, jafnvel brúð- kaupsmyndir, en vinsælust, seg- ir Kolfinna, séu kerti með barnamyndum og áletrun: Til ömmu eða afa. En tímir nokkur aó láta Ijós brenna á slíku gersemi? Kolfinna segir að sú vaxteg- und sem þau nota brenni inn og niður í kertin. „Ég held að fólk njóti þess að sjá ljós á kertun- um, þau lýsa mjög fallega gegn- um kertið og draga fram liti og munstur. Utan á þeim er gijávax og má þurrka af því eða hreinsa með vatnsúða þótt vitanlega dofni gljáinn með tímanum." Þá segir hún að lok geti fylgt til að hafa þegar slökkt er á kertinu. Þegar hola fer að myndast í kertið má koma fyrir sprittkerti til að halda sjálfu kertinu óskemmdu sem lengst. Þess má geta að kertunum láta þau fylgja leiðbeiningar um meðferð og gerð þeirra. „Reynslan hefur orðið sú að fólk kaupir svona kerti til tæki- færisgjafa fremur en að gefa blóm, sem deyja fljótt. Kertið geymir minninguna lengur. Margir koma inn til þess að kaupa hjá okkur blóm en fara að skoða kertin og þau verða fyrir valinu," segir Kolfinna. Kerti í ýmsum inyndum Og vissulega má finna þarna kerti sem hæfir næstum hvaða tilefni sem vera skal: barnapela, fótbolta, strumpahús og dýra- myndir, sem þau segja að verði bráðlega miklu fjölbreyttari. Fyrir þesskonar kerti þarf að búa til mót úr sérstöku efni en skornu kertin eru öll handdýfð. Nú kemur inn viðskiptavinur, kona, sem biður um að sjá hvernig kerti sé unnið. Ekkert er sjálfsagðara; Kolfinna setur upp hlífðarsvuntu, dífir kveik í ílát með bráðnu vaxi og köldu vatni til skiptis. Um 40—50 skipti nægja til þess að kertið verði hæfilega svert. Á næstu 7—10 mínútum verður að ljúka við útskurðinn eða á meðan vax- ið er hæfilega mjúkt. Takist það ekki á þeim tíma er kertið ónýtt. Einu áhöldin eru lítill krókur og hnífur, auk öruggra hand- bragða. Kolfinna sker rákir í vaxið, sveigir og fléttar hið hag- anlegasta munstur þar til kertið er tilbúið. Munstrið þarf að vera fyrirfram ákveðið þar sem tím- inn leyfir engar tilraunir. Munstrin gera þau sjálf og til þess þarf hugkvæmni. Aðspurð segja þau hráefnið alldýrt. Þau flytja inn sérstaka parafín- vaxblöndu frá Bandaríkjunum en bæta sjálf um lögunina og blanda litum. í eitt kerti getur farið allt að þremur kílóum af SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.