Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 10
Metta meö strengjabrúðu og Maja með bókina um kanínuna, sem var hrædd við gulrófuna. málaði lítið sem ekkert og ég gerði ekkert. Ekkert nema drekka. Ég lifði í hinni sígildu blekkingu drykkjukonunnar; taldi sjálfri mér trú um að það væri Frank en ekki ég sem drykki. Þetta væri bara smásull hjá mér, svona til að veita hon- um félagsskap. En svo dreif hann sig í AA, hætti að drekka, en þá kom í ljós, að ég gat ekki hætt. Nokkrum mánuðum síðar dreif ég mig á fund og við höfum ekki bragðað dropa síðan í heil sex ár.“ Andlit Önnu ljómar. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig líf okkar breyttist; það tók algjörum stakkaskiptum. Ég veit að ef ég færi til ís- lands núna mundi viðhorf mitt til íslands og íslensks samfélags vera allt annað. Ég er ekki leng- ur sveipuð skugga drykkju. Auð- vitað er ég og verð alltaf íslend- ingur innst í hjarta; ég hef aldr- ei getað sett mig fullkomlega í spor Bandaríkjamanna. — Já, ég er reglulega stolt af því að vera frá íslandi." — Anna stóð upp og mátti sjá á svip hennar, að hún hafði létt á hjarta sínu og bauð mér ávaxtasafa, sem ég þáði með þökkum í sumarhitan- um. Fulltrúi auövalds og ómenningar Frank kom inn í þessu og ég spurði hann undir eins hvernig honum líkaði við ísland og ís- lendinga. „ísland er alveg stór- kostlegt land, aðra eins náttúru- fegurð hef ég sjaldan augum lit- ið. Akureyri er einhver sá fal- legasti bær, sem ég hef dvalist í. Mér fannst svo gaman að veiða á spegilsléttum Pollinum, kyrrð- in og friðurinn voru alveg ólýs- anleg. Ég stundaði líka flyðru- veiðar þegar við vorum í Reykjavík," bætir Frank við. Rérirðu einn? spurði ég, örlít- ið hissa á að heyra að eyði- merkurbúi hafi lagt svona mikla ást á hafið við ísland. „Já,“ Frank glottir lítið eitt, „ég eignaðist enga íslenska vini — ég var þar „bara“ í tvö ár. Hrifning okkar var ekki gagn- kvæm. Islendingum líkaði alls ekki jafn vel við mig og mér við þá. Skýringin á þessu er ofur einföld að ég held. Ég var frá Bandaríkjunum og þar af leið- andi fulltrúi auðvalds og heims- veldisstefnu. Og ekki bætti úr skák, að ég var giftur íslenskri konu. Ég ætlaði mér ekki aðeins að eyða íslenskri menningu og innleiða bandaríska ómenningu, heldur giftist ég líka íslenskri konu, rændi henni úr landinu." Frank hló dátt. List og lífsflótti Eftir að þau réttu úr kútnum fyrir sex árum tók Frank að mála, skera út hurðir og styttur af fullum krafti og er nú orðinn vel þekktur og virtur listamaður í Arizona og þó víðar væri leit- að. „Ég byrjaði að mála við eld- húsborðið heima þegar ég var smástrákur, en hef aldrei stigið fæti mínum í listaskóla. Ég sat reyndar síðast á skólabekk þeg- ar ég var fimmtán ára. En ár mín í Mexíkó höfðu djúp áhrif á mig. Þá þráði ég alltaf að verða Mexíkani, en mér tókst það aldr- ei; ég er og verð víst alla tíð Ameríkani." Frank brosti. „En ég hef aldrei komist yfir það og mannlífið í Mexíkó hefur síðan verið aðal yrkisefni í myndunum hjá mér. List mín er eins og glatað ástarsamband við Mex- íkó, sem engan endi tekur.“ Mannlífið í Mexíkó er hvorki slétt, fellt né átakalaust og hið sama er að segja um myndir Franks. Þær eru áleitnar, mál- aðar í sterkum litum, með frum- stæðum dráttum, og lýsa lífinu í Mexíkó í sinni einföldu en um leið mikilfenglegu mynd. Á hurðirnar sker Frank út mynda- sögur og mexíkönsk orðatiltæki og lýsa þær gleði, sorgum og breiskleika mannskepnunnar. Stundum bregður þar fyrir dýrl- ingum, englum og blómum. Og Bakkus er víða nærri í myndum og hurðum hans. Þó Anna og Frank hafi sloppið undan valdi hans, þá hafa þau ekki gleymt honum. „Hurðirnar mínar eru ekki beinar og fínar og falla ekki alltaf þétt að dyrastöfunum. Efnið í þeim kemur frá ólíkleg- ustu stöðum. Sumar eru búnar til úr gömlum gólffjölum, og ein var unnin upp úr gamalli hurð, sem fannst grafin í eyðimerk- ursandinn. Ég nota engar vélar, aðeins einföld áhöld og hurðun- um er haldið saman með tré- nöglum." Þó efnið sé einfalt, ber Frank mikla virðingu fyrir manneskj- unni í verkum sínum. „Ég forð- ast að gerast of nærgöngull um hagi hennar; ég veit til dæmis ekkert af hverju þessi kona er með fugla í körfu á bakinu," svaraði Frank þegar ég undrað- ist að kvenstytta úr tré hafði ekki barn heldur fugla í körf- unni. „Ég veit aðeins eitt, verk mín eru ekki ætluð fólki, sem lítur á list sem stofustáss eða leið til að forðast hið illa í lífinu. Það eru ill og góð öfl hvar sem maður fer; það er engin leið að flýja þau, ekki einu sinni í list.“ Én sem betur fer líta ekki all- ir á list, sem leið til lífsflótta, og Frank var uppgötvaður af ein- um efnaðasta manni í Tucson, eiganda Arizona Inn, sem er gistihús þar sem forríkir norð- lendingar dveljast á vetrum og njóta veðurblíðunnar í Tucson. Hann kom á sýningu, sem Frank hélt í bakherbergi í forngripa- verslun í miðbæ Tucson, og kom strax auga á gildi listaverkanna. Síðan þá hefur hann keypt einar átta myndir og haldið tvær sýn- ingar á verkum Franks í Ariz- onaInn. „Hann er okkar velgerðar- maður, sannur „patron", skítur Anna inní. „Ég hef unnið hjá honum þrjá daga í víku síðast- liðin þrjú ár, ég veit satt að segja ekki hvar við værum núna, ef við hefðum ekki notið velvilja hans.“ Um þessar mundir á Frank myndir á sýningu í galleríi við Lexington Avenue í New York. Gallerí þetta sérhæfir sig í þjóð- list og á þessari sýningu eru myndir eftir sjálfmenntaða listamenn, sem hafa orðið fyrir sterkum áhrifum frá sínu nán- asta umhverfi. Sjötíu og sjö ára gömul hárgreiðslukona, sem búsett er í Buenos Aires á t.d. myndir á sýningunni en yrkis- efni hennar er sveitalíf í Lithá- en eins og það var, þegar hún var að alast upp í byrjun þessar- ar aldar. Skapandi fjölskylda Þó Frank sé orðinn þekktur og verk hans séu aðaltekjulyndin þá er hann ekki eini listamaður- inn í fjölskyldunni. Eins og við má búast um dóttur Sverris Haraldssonar er hún bæði list- feng og hög. „Ég byrjaði að búa til strengjabrúður þegar við bjugg- um á Islandi 1974. Ég seldi þær í Kúnigúnd, já, ég hélt reyndar sýningu á þeim á Mokka. Brúð- urnar, sem ég bjó til þá voru minni og aðallega í íslenskum búningum. Nú leita ég mér fyrirmynda meðal Mexíkana og indíána. Þær eru stærri en hin- ar sem ég gerði á íslandi og ég legg meiri vinnu í þær. En þær seljast líka vel. Fólk, sem kemur til að skoða myndir Franks, end- ar oft á að kaupa brúðu af mér.“ Metta og Maja dunda sér stöð- ugt við að teikna, mála og skrifa. Fyrir hver jól býr Metta til jólakort með fallegri mynd og frumortu versi og selur. Ágóð- anum ver hún í jólagjafir handa pabba, mömmu, Maju og vin- konum sínum. Maja sýndi mér Iitla frumsamda bók, sem hún lauk nýlega við að skrifa og skreyta og hét „Kanínan, sem var hrædd við gulrófuna". Aum- ingja kanínan var svo hrædd að hún þorði ekki að borða, en að lokum yfirvann hún hræðsluna og varð södd og sæl. En hvorug þeirra ætlar sér þó að verða myndlistakona eða rithöfundur. „Ég ætla að verða söngkona og syngja vestrasöngva," sagði Metta, sú eldri, brosti feimnis- lega og togaði í þykku, dökku fléttuna. „Ég á gítar og spila og syng lög eftir uppáhaldssöngv- arana mína, Lorettu Lynn, Emmy Lou Harris, Lindu Ron- stadt (en hún er frá Tucson) og Don Williams. Og í haust ætla ég í spilatíma og læra á gítar fyrir alvöru.“ „Ég ætla að fara í trúðahá- skóla og læra að verða trúður," sagði Maja og brosti svo að stóru bláu augun hurfu og litla, freknótta kartöflunefið lyftist upp um nokkra millimetra. Og ég efast satt að segja um, að hún þurfi á nokkru námi að halda; Maja virðist vera trúður af Guðs náð. Ekki er það þó bara þessi gáfa sem veldur því að Maja ætlar sér að eyða lífinu í fjöl- leikahúsi. Ringling Brothers, Barnum and Baylee koma á hverju sumri til Tucson og leggja lest sinni við næstu götu. Krakkarnir í hverfinu safnast þar að og fylgjast með sirkuslíf- inu, kynnast töframönnum og trúðum. „Mig langar líka til að ferðast og sjá heiminn og svo finnst mér gaman að dýrurn." Hún er ekki hugmyndasnauð þessi hálf-íslenska/hálf-banda- ríska fjölskylda, sem býr í Barr- io Anita í Tucson í Arizona. Hún lætur ekki á sig fá þó bílar bruni og lestar flauti allt í kringum fallega húsið þeirra. Þau eru alltof upptekin við að njóta lífs- ins og þess besta í sjálfum sér til að taka eftir slíkum smámun- um. Þegar ég kvaddi þau eftir ánægjulegar samverustundir, bað Anna fyrir góðar kveðjur frá þeim heim til ættingja og vina á íslandi. 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.