Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 13
anlegu og vönduðu grafhýsi. Fóru meiriháttar grafhýsi snemma að líkjast litlum íbúðum með nokkr- um litlum herbergjum. Var eitt stórt herbergi í miðjunni og var líkinu komið þar fyrir, en þar út frá voru smærri herbergi, og í þau voru fórnargjafir settar. Yfirleitt voru grafhýsin neðanjarðar og haugur hlaðinn yfir þau. Grafhýsi elztu konunganna voru ekki ósvip- uð grafhýsum annarra manna, nema hvað þau voru heldur íburð- armeiri. Létu þeir reisa sér aflöng grafhýsi með flötu þaki, mastaba, og voru þau úr sólþurrkuðum múrsteinum. Árið 2650 f.Kr. komst þriðja konungsættin til valda. Dafnaði þá hagur Egypta- lands ákaflega mikið og jafnframt varð bylting í gerð grafhýsa. Var nú farið að raða mastöbum hverj- um ofan á annan, og minnkuðu stallarnir að grunnfleti eftir því sem ofar dró. Urðu þannig til stallaðir pýramídar, sem náðu 60 m hæð. Var sá fyrsti í Sakkara og markar sá upphaf steinbygg- ingarlistar í Egyptalandi. Var byggingarmeistarinn, sem Imhót- ep hét, tekinn í guðatölu eftir dauða sinn. í kjölfar þessa stall- aða pýramída voru gerðir um 80 pýramídar af ýmsum stærðum og gerðum í Egyptalandi. Virðast er frægasti sfinxinn, sem höggv- inn er í sandstein. Pýramídarnir voru hins vegar reistir úr kalk- steini, sem tekinn var úr námum ekki fjarri þeim stað, sem þeir voru reistir á. Tækni sú, sem Forn-Egyptar réðu yfir við vinnslu steinanna er einkar athyglisverð, og ber bygg- ing þessara miklu mannvirkja vott um frábært verkskipulag. Hluti verkamannanna var fast- ráðinn við framkvæmdirnar og þáði laun fyrir verk sitt. Auk þeirra vann þarna fjöldi bænda, sem urðu atvinnulausir þegar Níl flóði yfir bakka sína, sem var reglulega ár hvert. Þrælahald þekktist hins vegar ekki í Egypta- landi fyrr en miklu seinna. Miklar ráðstafanir voru gerðar til þess að fyrirbyggja að hægt væri að kom- ast inn í pýramídana og ræna úr þeim gersemum, sem þar voru lagðar með látnum faraóum. Þó er nær fullvíst, að inn í þá alla hefur verið brotizt mörgum sinnum á löngu tímabili og greipar látnar sópa um gersemar sem þar voru upprunalega. Bygging pýramíd- anna kostaði gífurlega fjármuni, og er ekki ólíklegt, að þessi mikla og óarðbæra fjárfesting hafi veru- lega sligað efnahag Egyptalands. Eftir byggingu þrenningarinnar guðanna. Á valdatíma fimmtu konungsættarinnar (2494—2345 f.Kr.) var sólguðinn Ra gerður æðstur allra guða, og komst sú hefð á að sérhver konungur reisti Ra veglegt musteri. Smíði muster- anna var mun vandaðri en pýra- mídanna og var hún einnig rán- dýr, þó svo að musterin væru langtum minni um sig. Voru must- erin venjulegast byggð upp á steinsúlum og steinbitum, sem lágu ofan á súlunum og tengdu þær saman. Voru súlurnar einfaldar að formi en oft skraut- Iega útskornar með myndatákn- um. Hafa forn-egypzkar steinsúl- ur mjög ákveðinn svip og minna einna helzt á plöntustofn. Eru þær tiltölulega grannar niður við jörð, víkka út um miðjuna neðanverða og líkjast súlnahöfuðin lótuslaufi eða papírusblómi. Musterin voru mörg samansafn ólíkra vistar- vera. Þarna voru bænastaðir, myrk fórnarherbergi, yfirbyggðir salir og innigarðar. Við inngang- inn var yfirleitt röð sfinxa, steinmyndir með ljónsskrokk en með höfuð af manni, hrút eða hauki. Hlaðnir stein- og múrsteinsveggir voru jafnan látn- ir mjókka upp. Voru þeir lóðréttir að innanverðu, en að utanverðu hallaði þeim jafnt og þátt, og er Þannig má gera ráö fyrir aö Aknatenborg hafi litiö ut. Hún var í Tell El-Amara (1366—1351 f. Kr.) Horusarmusteriö í Edfu. hafa verið gerðar örar tilraunir með ný form, og komu reglulegir pýramídar snemma fram. Gullöld stóru pýramídanna hófst með fjórðu konungsættinni, sem komst til valda árið 2580 f.Kr. Keóps- pýramídinn er grafhýsi Keóps, sem lézt árið 2530 f.Kr. og er hann eitt mesta mannvirki, sem reist hefur verið. Var hann upphaflega 146 m á hæð en hver hlið hans er um 230 m. Kefren (dáinn 2496 f.Kr.), sonur Keóps, lét reisa ann- an pýramída litlu minni og Mýk- erínos, sonur Kefrens, lét reisa sér þann þriðja. Er sá langminnstur þeirra þriggja, sem allir eru í Gíza, skammt frá Memfis, og á þeim slóðum sem Kaíró stendur nú. Ymsar aðrar byggingar voru umhverfis sjálfa pýramídana. Voru þetta fórnarkapellur, dýr út- fararmusteri og nokkrir smáir pýramídar, sem reistir voru yfir drottningar og skyldmenni kon- ungs. Við hlið Kefrenspýramídans þetta mjög ákveðið einkenni í egypzkum arkitektúr. Strámottum með ákveðnu millibili var komið fyrir milli hleðslulaganna til þess að styrkja vegginn. Forn-Egyptar notuð aldrei bogaform í hefðbund- um byggingum sínum, en boga- formið var þó til í Egyptalandi, og hafa leifar múrsteinshvelfinga fundizt þar, en þær hafa sjálfsagt verið ákaflega fátíðar. Engar leif- ar hafa fundizt af íbúðarhúsum Forn-Egypta, en litlar styttur, sem látnar voru með líkum í grafhýsin, gefa til kynna, að þau kunni að hafa verið gerð úr gróf- um múrsteini, og hafi verið á einni eða tveimur hæðum með flötu eða hvelfdu þaki. Herbergi virðast hafa snúið að norðurgarði. í Egyptalandi uxu döðlupálmar, en timbur var lengstum fágætt sem byggingarefni til forna. Síðar var mikið flutt inn af furu, sedrusviði og kýprusviði frá Sýrlandi. Var miklu hnignaði líka gerð pýramíd- anna, en aukin áherzla var lögð á glæsilegar musterisbygginar. Musteri byggð með steinsúlum og steinbitum Musteri þau frá elzta skeiðinu, sem varðveizt hafa í Egyptalandi til þessa dags, voru í einhvers kon- ar tengslum við grafhýsi faraó- anna. Er talið, að átrúnaður landsmanna hafi að miklu leyti verið eins konar dauðadýrkun konunganna sem þeir litu á sem afkomendur guðanna, en auk þess áttu þeir ótal marga guði, sem mismikil tilbeiðsla var á eftir hér- uðum landsins. Musterin voru af tveim aðalgerðum. Var önnur gerð til tilbeiðslu þess konungs, sem þar hafði verið lagður, en hin gerðin var til almennrar tilbeiðslu Sneiöing sem sýnir innra skipulag Keops-pýramídans (um 2510 f.Kr.). timbur einkum notað i þök íbúð- arhúsa og í húsgögn. Þök mustera voru hins vegar yfirleitt þungar steinplötur, sem lagðar voru sam- hliða milli bitanna. Óbreytt bygg- ingarform Forn-Egyptar náðu hátindi í byggingarlist á fyrsta tímabilinu með byggingu pýramídanna miklu með nokkrum glæsilegum muster- isbyggingum. í megindráttum hélzt hin hefðbundna byggingar- list þeirra, sem þá var þegar kom- in fram í gegnum allt stórveld- isskeið þeirra. Byggingarformið hélzt þannig svo til óbreytt, þrátt fyrir ýmsar framfarir í notkun byggingarefna. Trúarlegar bygg- ingar báru jafnan hátíðleika reisnar og varanleika, sem gáfu greinilega til kynna, að þessum byggingum var ætlað að standa allt til enda veraldarinnar. Kemur þetta vel saman við trú Forn- Egypta, sem töldu að sálin sneri aftur til líkamans. Konungsvaldinu hnignaði mjög í valdatíð sjöttu konungsættarinn- ar ( — 2181 f.Kr.), en vald klerka- stéttarinnar óx að sama skapi. Landbúnaður var uppistaða efna- hagslífsins, og var mestur hluti jarða í einkaeign. Guldu bændur sérstakan uppskeruskatt til ríkis- ins, og var komið á stofn mjög fullkomnu skattakerfi. Með vax- andi auðlegð óx utanríkisverzlun Forn-Egypta, einkum við Sýrland og önnur lönd í Litlu-Asíu. Við lok valdaskeiðs sjöttu konungsættar- innar urðu konungarnir mjög valdalitlir og sundurlausn og óöld ríkti í þjóðfélaginu. Klofnaði ríkið árið 2100 f.Kr. og urðu til tvær SJÁ NÆSTU SÍÐU 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (24.09.1983)
https://timarit.is/issue/242154

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (24.09.1983)

Aðgerðir: