Lesbók Morgunblaðsins - 24.09.1983, Blaðsíða 11
Gréta Sigfúsdóttir
Blómið við veginn
í lífsgæðakapphlaupi líðandi stundar
þar sem leikreglur eru brotnar
til eigin framdráttar
hljóma háværar raddir manna
sem auglýsa ágæti sjálfs sín
líkt og götusalar á markaðstorgi
Gætið þess að traðka ekki á blóminu
sem vex við vegarbrúnina
og lætur lítið yfir sér —
hlúið að því varfærnum höndum
og verndið það gegn næðingnum
sem leikur um fíngerð blöðin
Því hvers virði eru hol glamuryrði
móts við hógværa boðun blómsins
um andann og eilífðina —
boðun sem dreifist með fræinu
og festir rætur í moldinni
við hagstæð skilyrði boðberand
Traðkið ekki á blóminu
sem vex við veginn.
Marteinn Götuskeggi
Reykjavík
hún er djúp
nóttin
þröng og köld
þessi borg
er kirkjugarður
meðfram útveggjum grafhýsanna
læðist ein og ein vofa
á tá
engin hreyfing
ekkert líf
draumarnir losna ekki
úr þunglyndinu
og kafna í fæðingu
en kannski rignir hann
að morgni eða snjóar
á flóru og fánu
sem éta hvort annað
að eilífu.
Marteinn er Færeyingur, en búsettur á íslandi og hefur átt hér heima í 10 ár.
Áður hafa birzt eftir hann Ijóð í Lesbók og tvær Ijóðabækur hefur hann gefið út
á íslenzku og cina á færeysku. Gréta Sigfúsdóttir er hófundur margra bóka og
Ijóð eftir hana hafa margoft birzt í Lesbók.
Það er athyglisvert, hversu almennt
það er að verða, að fólk kvarti yfir hlut-
unum sem það hefur sjálft í valdi sínu að
breyta, og nöldri yfir því sem það hefur
engin tök á að hafa áhrif á, en getur
auðveldlega lifað við með réttu hugarfari
og með því að nota þá aðlögunarhæfni
sem allir hafa, en sumir kjósa að nota
sem minnst.
Veðrið í sumar hefur verið mönnum
ótæmandi kvörtunaruppspretta. Þessi
volæðistónn er að verða dapurlegri en
veðrið. Hér er ekki verið að draga úr því
að það hafi verið ýmsum erfitt, einkum
þeim sem eiga afkomu sína undir því eins
og bændur, og þeim sem eru sérstaklega
viðkvæmir eða eiga í andlegum erfiðleik-
um. En hinir mættu taka upp léttara
hjal.
Ég held að nöldur hafi meiri og verri
áhrif á öll mannleg samskipti en við ger-
um okkur grein fyrir í dagsins önn. Einn
nöldrari getur smitað svo út frá sér á
vinnustað, að almenn ólund verði smám
saman ríkjandi án þess að menn átti sigá
hvers vegna. Nöldur hefur vond áhrif á
heimilislíf, félagasamtök, á vinnustöðum,
í stjórnmálaflokkum og allri almennri
umræðu. Það dregur úr þreki manna og
starfsgleði, gerir einfalda hluti flókna og
gerir oft sjálfsagða hluti að stórmálum.
Stundum virðist manni reyndar eins og
ekki sé lengur gerður greinarmunur á al-
varlegu andstreymi og eðlilegum við-
fangsefnum sem hver og einn fær í fang-
ið og er hluti af því að vera til. Á tímum
allskyns félags- og sálarfræða virðist
stundum gleymast, að það er ekkert at-
hugavert þóitt börnum og fullorðnum
leiðist stundum og þurfi að vinna sig út
úr því. Það er hinsvegar athugavert, ef
fólk fer að halda að eitthvað utanaðkom-
andi eigi stöðugt að hafa ofan af fyrir því
ogsjá þvífyrir verkefnum.
Mótlæti byrjar og endar innra með
hverjum og einum. Það er þar, sem tekin
er ákvörðun um, hvort við gerum það sem
á móti blæs að verkefni, sem unnið skuli
úr, þótt það sé ekki alltaf létt (en hver
hefur sagt að lífið eigi endilega að vera
létt?), eða hvort lagst sé í dróma uppgjaf-
ar og vonleysis yfir óréttlæti sem smíðað
er í eigin huga.
Ytri aðstæður geta valdið manni erfið-
leikum, en þær geta ekki orðið að and-
streymi, nema við ákveðum það sjálf. Það
eru viðbrögð manns sem ráða úrslitum.
Kristján vinur minn frá Djúpalæk lýs-
ir þessu ágætlega í „faðirvorinu sínu“, en
fyrsta erindið er á þessa leið:
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skál sókn í huga hafin,
oghún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt,
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
Menn bera í sér aðlögunarhæfni til að
veita aðsteðjandi vandamálum viðnám.
Hér er ekki átt við þrek til að harka af
sér, sem er ekkert annað en slá á frest,
heldur hitt, að beina kröftum og athygli
að því sem hendi er næst, og þeim leiðum
sem eru færar.
Þegar maður kemur að vegg, sest mað-
ur ekki niður og bíður eftir að einhver
komi með stiga. Maður leitar auðvitað
annarra leiða til að komast áfram. Yfir
vegginn, gegnum hann, eða jafnvel undir
hann, ef ekki vill betur.
Ef maður hins vegar sest niður við
vegginn, af því hvorki er hurð eða stigi í
augsýn, þá getur maður setið þar til
frambúðar. En það er ekki vegna þess að
ekki hafi verið hægt að komast lengra,
heldur af því viljann til þess vantaði.
Nú er veðrið, verðbólgan, dýrtíðin og
allt þetta sem blöðunum þykir mestgam-
an að skrifa um og okkur mest gaman að
tala um, ekkert sem hægt er að leiða hjá
sér. Þetta er þáttur í okkar daglega lífi
sem verður að bregðast við og taka á. En
það leysir ekkert vandamál, að burðast
með heimatilbúna armæðu í farangrin-
um og það gerir engan mann glaðari eða
betri.
Hins vegar getur maður auðveldlega
gert sér alla hluti léttari með því að aga
sig, og temja sér rétt viðhorf.
Það er hægt að læra mikið af börnum.
Lítil dóttir vinkonu minnar brenndi sig
einu sinni á hendi ogfékk Ijóta blöðru.
Hún bar sig vel og Iék sér allan daginn
eins og ekkert hefði í skorist. Móðir
hennar vorkenndi henni mikið og var sí-
fellt að spyrja hvort hana kenndi ekki til.
Barnið lét lítið yfir því. Móðurinni þótti
furðu sæta að barnið skyldi ekki kvarta
og sagði við hana að þetta hlyti að vera
sárt. Dóttirin leit upp frá því sem hún
var að gera og sagði stillilega: „Já, það er
sárt. En það er miklu sárara ef ég er
alltaf að hugsa um það. Þess vegna er ég
ekkert að því. “
Jónína Michaelsdóttir.
11