Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1984, Qupperneq 3
F
LESBOE
HlöHaiQHulSlllLllAllolSQ]®®
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavlk. Framkvstj.:
Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthlas Jo-
hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar-
fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin
Jónsson. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Slmi 10100.
Hringur
Jóhannesson hefur málað myndina á for-
síðunni, sem heitir einfaldlega „Dúkka í
grasi“ og er frá síðasta ári. Myndin er birt
í tilefni sýninga Hrings á Kjarvalsstöðum
og í Ásmundarsal, sem hefjast einmitt í
dag
Háskóli
íslands verður kynntur áfram og í þetta
sinn er það einn anginn úr læknadeildinni:
Sjúkraþjálfun, sem er sérstök fræðigrein,
og segir María Ragnarsdóttir formaður
námsbrautarinnar frá því í viðtali
Forslöumyndin: Sjá hér að ofan
Sólarljóö
eru m.a. það efni, sem Matthías Johannessen
tekur fyrir í hugdettum sínum, en Sólarljóð
lýsa dauðastund manns og för hans inn í aðra
tilveru og ber furðulega vel saman við aðrar
lýsingar á því sama. Kristnitakan er einnig
til umfjöllunar
Flugvélar
framtíðarinnar munu fljúga með margföldum
hljóðhraða og þá mun þykja hentugt að hafa
á lofti flugvélar, sem aldrei setjast. Nútíma
farþegaþotur verða eins og forngripir hjá
þessum framtíðarfarartækjum, sem nú eru
komin á teikniborðin og rúmlega það
HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON
Mynd og minning
Skynjar þú bezt
á einju andartaki
umhverfi þitt
og festir þér í minni,
er ungur hugur,
eftir ljúfan draum,
opnast sem blóm
að morgni, fyrsta sinni.
Sú eina mynd
er ætíð glögg og skýr,
þótt allar hinar dofni,
og á þær flestar
falli ryk og gróm.
Það gildir jafnt
um götu í stórri borg
og gamalt hús í bænum
sem tæran læk
og lítið sumarblóm.
Flóð og fjara
Barnið góða, gott er veðrið,
göngum út að flæðarmáli,
þar sem eilíf áin streymir
ofan úr gljúfrum fram í sjóinn.
Þaðan blakkur strengur stríður
stefnir beint til hafs á vorin.
Nú er þetta lítil læna,
lygn og tær, og bakkinn gróinn.
Lækkar í sjó og engin alda
ýfir kamb við sandinn mjúka.
Leiktu þér að litlum skeljum,
leitaðu þar að hörpudiskum.
Sjáðu barn, nú byrjar að flæða,
bjargaðu hærra gullum þínum.
— Stundum hafa straumar þungir
stofnað í hættu dóti minu.
Dömutískan
Eru ekki karlmenn og kven-
fólk eins líkamlega og and-
lega? hrópaði konan á Ak-
ureyri. Það var fyrsta maí.
Hún stóð uppi á vörubíls-
palli. Það var ræðustóll-
inn. Síðan eru mörg ár lið-
in. Konan var á undan sínum tíma.
Kvennahreyfingar nútímans spruttu upp
fyrir áhrif menningarbyltingarinnar í
Kína og stúdentaóeirðanna í París og víðar
1968. Vinstri menn sögðu að nú yrði að
»virkja« alla, þar með taldar konurnar.
Fáeinum árum áður höfðu ungar, nýgiftar
konur sagt með miklu stolti og bros á vör:
Maðurinn minn vill ekki að ég vinni úti.
Skömmu síðar voru orðin: heimavinnandi
húsmóðir — orðin skammaryrði. Varalit-
urinn, selskapskjóllinn, ilmvatnið og hæla-
háu skórnir fuku í ruslatunnuna en í stað-
inn komu bættar gallabuxur og peysa.
Fína frúin skyldi ekki hefja sig yfir
verkakonuna. Þvert á móti átti hún að
standa við hlið hennar í kjarabaráttunni
og vera »pólitískt virk«.
Þó mesti vindurinn sé nú rokinn úr
hreyfingum af þessu tagi er kapítulinn
ekki á enda. Áróðurinn er enn skipulagður
undir sams konar vígorðum. Markmiðin
eru hin sömu. Kröfupólitíkin er rekin með
svipuðum hætti: Fleiri skóla, sjúkrahús,
dagheimili, elliheimili, meira fé til félags-
legra þarfa — þó nú væri! Þeir, sem þvæl-
ast fyrir framgangi svo göfugra málefna
gera ekki annað en auglýsa sitt hraklega
innræti.
En hver á að borga? Á það er aldrei
minnst í alvöru. Stóriðja er bannorð. Hún
veldur mengun og hefur í för með sér »fé-
lagslega röskun«! Ýmiss konar smáiðnað,
segja konurnar. Gallinn er aðeins sá að
ekki er farið út í það nánar hvers eðlis sá
»ýmiss konar smáiðnaður« á að vera, hvað
á að búa til og hvernig. Það minnir á svar
mannsins sem þótti gera lítið á vinnustað
og var spurður hvort hann hefði ekki fleiri
járn í eldinum. Og ekki stóð á svarinu: »Jú,
jú, ég geri meðal annars ýmislegt annað.«
„Meðvitaða" frúin fer í friðargöngu,
heimtar ísland úr NATO herinn burt,
kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd og niður
með álver. Hún styður verkföll hér heima
(einkum ef hægri stjórn fer með völd) en
skellir sér um leið í vinnuferð til Kúbu.
Kartöflubændurnir í Þykkvabænum mega
lepja dauðann úr skel. En sykuruppsker-
unni á Kúbu skal bjargað! Sú „meðvitaða"
fylgist grannt með því hverjir standa réttu
megin í bókmenntum og listum og öðrum
menningarmálum og sparar ekki að halda
nöfnum þeirra á lofti. Hinir mega éta það
sem úti frýs.
Og því er ekki að neita að hún stendur
að ýmsu leyti vel að vígi. Þjóðfélagið ís-
lenska gefur á sér margan höggstað.
Stjórnmálaflokkarnir, sem voru í fyrst-
unni samtök fjöldans, nálgast það meir og
meir að verða einangraðar klíkur þar sem
völdum er deilt til fáeinna útvalinna —
áhrifastöðum, fríðindum, jafnvel pening-
um! Á sama veg er komið fyrir stéttarfé-
lagaforystunni, og ekki betur. Þar er áróð-
ursvélin orðin hvað smurðust, sjálfvirkust
og afkastamest. Vígorðafroðan þar á bæ er
vægast sagt ísmeygileg. Félagi í stéttarfé-
lagi eða stórnmálaflokki á að borga sín
gjöld og þegja.
Inn á þetta dramatíska svið gervilýð-
ræðis og metorðastreitu kemur sú „með-
vitaða" með tífalt verkakonukaup, klæðist
peysu og gallabuxum, brosir í sjónvarpi
svo skín í hvítar, heilbrigðar og vel burst-
aðar tennur, lýsir grátklökk samúð sinni
vegna »smánarkjara hinna lægst launuðu«
og tekur að safna atkvæðum í þeim vænd-
um að komast hærra en nokkrir hælaháir
skór geta lyft henni — næm fyrir tískunni
eins og fyrri daginn.
Er ekki merkilegt hversu þeir, sem allt-
af synda ofan á í þjóðfélaginu, eru fljótir
að grípa tækifærin og átta sig á nýjum
tímum?
ERLENDUR JÓNSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 25. FEBRÚAR 1984 3